Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 22
22 SPURT OG SVARAÐ Hvað væri það besta sem gæti komið fyrir þig í dag? „Engar fréttir eru góðar fréttir í dag. Það er margt á gátlistanum, og best væri að geta haldið áfram með hann ótruflaður.“ Hverjir eru þínir helstu kostir? „Því verða aðrir að svara, en ég reyni að vera heið- arlegur og sanngjarn. Ég reyni líka að vera tryggur mínu fólki og hafa þannig viðhorf til lífsins að það sé skemmtilegt fremur en leiðinlegt að vera ná- lægt mér.“ Gallar? „Vafalaust margir, og þeir verstir sem maður kem- ur ekki auga á sjálfur. En mér finnst ég stundum of ónærgætinn, sem maður á aldrei að vera. Ég fresta líka of oft leiðinlegum verkefnum og geri heldur það sem mér finnst meira spennandi. Stundum óstundvís og ómögulegur. Og margt fleira mætti tína til.“ Hvað geturðu gert margar armbeygjur? „40 í strikklotu. Eitthvað fleiri ef ég fæ að hvíla mig á milli.“ Ef þú gætir breytt einhverju við Reykjavík hvað væri það? „Ég vil gera borgina fjölskylduvæna. Skólarnir hér eiga að vera þeir bestu sem þekkjast. Opin svæði eiga að vera hrein, örugg og draga að sér fólk. Og stjórnvöld eiga að láta minna á sér bera. Hætta að stjórna okkur eftir eigin höfði, og hjálpa okkur frekar að lifa lífinu einsog við viljum sjálf.“ Ef þú gætir ferðast aftur í tímann, til hvaða árs myndurðu fara? „Fer eftir staðsetningu, semsagt rúmi ekki síður en tíma. Ef ég væri áfram á Íslandi, myndi ég vilja vakna upp á þjóðveldisöld, kannski í kringum árið 980 og taka þátt í stjórnmálaumræðum á Þingvöll- um og jafnvel vopnaskaki. En ef ég mætti ferðast hvert sem er væri ég til í að vera viðstaddur einn af fyrirlestrum Jesú í kringum árið 30.“ Hvað reitir þig til reiði? „Svik.Óskýr hugsun. Lélegt sjónvarpsefni. Ósann- girni í fótbolta. Fólk sem keyrir hægt á vinstri. (Ég er reyndar sjaldan reiður, en eftir heilan dag af framangreindu væri farið að fjúka í mig).“ Hvað gleður þig mest? „Góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum verða alltaf dýrmætari og dýrmætari.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Já, ég á mér margar fyrirmyndir. Það er ekkert eitt lífshlaup sem ég reyni að ljósrita, en ég tek mér til fyrirmyndar það sem ég sé að vel er gert hjá sam- ferðafólki mínu og öðru fólki sem ég les um í bók- um, eða sé í kvikmyndum. Ég reyni að vera jafn góður og konan mín, jafn skemmtilegur og vinir mínir og jafn gott foreldri og foreldrar mínir. Svo reyni ég að vera jafn góður í fótbolta og Michael Owen. Ég er ekki viss um að neitt af þessu takist. En ég er betri en Peter Crouch.“ Hver er áhrifamesta lesning sem þú hefur les- ið? „Ég held að meira og minna allt sem ég les hafi ein- hver áhrif á mig, fyrir utan ruslið sem er skrifað um mig, það hefur engin áhrif. En ef ég á að velja eitt- hvað eitt fremur en annað, þá vel ég fyrirlestra Sig- urðar Nordal um líf og dauða, sem hann flutti fyrst í útvarpið, löngu áður en ég fæddist. Ég las þá síð- an í ritsafni hans sem ég fékk í laun fyrir vinnu hjá Almenna bókafélaginu.“ Hvert er uppáhaldsdýrið þitt og af hverju? „Hundar. Ég kann að meta trygglyndi þeirra og lífs- gleði.“ Hver er uppáhalds kvikmyndin þín? „Annie Hall eftir Woody Allen.“ Uppáhaldsstaðurinn og af hverju? „Reykjavík. Einfaldlega dásamleg borg sem maður gjörþekkir og því auðvelt að skipuleggja góða daga með skemmtilegum göngutúrum um falleg hverfi, góðum kaffihúsum og heimsklassa veit- ingastöðum. Menningarlífið er líka með ólíkindum gott og þegar þessu er öllu blandað saman þá verður úr dagur sem engar borgir geta jafnað í mínum huga.“ Ertu með eitthvert lag á heilanum? „Já, The Hook með Blues Travelers. Heyrði það í matarboði um helgina og var með viðlagið í hausn- um á mér þangað til ég leitaði það uppi á netinu áðan og er búinn að hlusta á það tíu sinnum í röð núna. Ég er að reyna að láta undirmeðvitundina fá leiða á því, því yfirmeðvitundin er komin með al- veg nóg.“ Hverjar eru þínar helstu fóbíur? „Ég er ekki í neinu sérstöku ástarsambandi við skordýr.“ Eitthvað að lokum? „Ég er að fatta það þessi árin, að ef ég verð 100 ára, þá er ég núna búinn með nákvæmlega þriðj- unginn af lífi mínu. Það er ágæt áminning um að við þurfum að njóta hvers einasta dags í lífi okkar, gera sem mest úr honum og reyna að verða skárri manneskjur á morgun en við vorum í dag.“ Á FYRIRLESTRI MEÐ JESÚ GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Ég er ekki í neinu sérstöku ástarsambandi við skordýr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.