Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6
6 TÍSKA Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa mikil áhrif á fólk, umhverfi þess og einnig tísku. Eftir að Sex and the City-þættirnir urðu vinsælir vildu allar stelpur kaupa sér föt frægra hönnuða og Man- olo-skór urðu gríðarlega vinsælir. The Lord of the Rings hafði mikil áhrif á hár stráka og út um allt sáust strákar með „Fróða“-klippingu. En myndir hafa ekki bara áhrif á fata- og hártísku heldur líka gæludýratísku. Þá er ekki átt við fatatísku gæludýra heldur gæludýrin sjálf. Það fyrsta sem manni dettur í hug er stærsta gæludýrið af þeim öllum – Keikó – sem Íslend- ingar sjálfir „áttu“. En það er fullt af öðrum gæludýrum þarna úti sem hafa orðið vinsæl vegna sjónvarpsþátta og kvikmynda. Ákveðnar tegundir gæludýra hafa orðið vinsælar vegna þessara áhrifa. Eins og eftir að Frasier varð vinsæll varð hundategundin Jack Russell Terrier í hávegum höfð þar sem Eddie, hundurinn í þátt- unum, var af þeirri tegund. 101 dalmatíuhundur hafði þau áhrif að allir vildu fá sér einn dopp- óttan og eftir að Paris Hilton fór að sjást um allt með chihuahua-hundinn sinn í alls lags fatnaði hlupu margir til og fengu sér einn svoleiðis. Það má segja að þetta séu svona eðlileg gæludýr en mörg dýr sem hafa áður ekki verið þekkt sem gæludýr hafa orðið vinsæl fyrir tilvist kvikmynda. Svín Í mörg ár hafa svín ekki bara verið húsdýr heldur líka gæludýr. Eftir kvikmyndirnar um hið gríð- arlega klára svín Babe urðu svín enn vinsælli gæludýr. Allir vildu eiga einn gölt og geta kennt honum alls lags kúnstir. Svín, sem hafa vanalega átt heima í stíum, voru komin inn á heimili fólks og farin að sofa uppi í rúmi eins og hundar og kettir. Asnar Eftir að Shrek kom í kvikmyndahús urðu asnar gríðarlega vinsælir sem gæludýr. Allir vildu eiga asna þar sem þeir virtust svo sniðugir og skemmti- legir. Allt í einu voru asnar bestu gæludýrin í heiminum. En asnaeigendurnir brenndu sig marg- ir hverjir og hafa gæludýraasnar verið að finnast á víðavangi í vestrænum heimi þar sem það er ekki beint auðvelt að hafa þá á heimilinu. Það er dýrt að eiga asna, þeir þurfa mikla athygli frá eig- endum og þar að auki geta þeir lifað í 50 ár. Svo það er ekkert grín. Rottur og uglur Hverjum hefði dottið það í hug fyrir nokkrum ár- um að fá sér rottu inn á heimilið. Rottur eru mein- dýr sem flestir hafa litið á sem plágur en eftir að Harry Potter steig á svið hafa æ fleiri fengið sér rottu sem gæludýr og það eru meira að segja settar upp fegurðarsamkeppnir fyrir rottur. Eftir Harry Potter eru uglur líka orðnar vinsælar sem gæludýr. Eftir hverja sýningu af Harry Potter hafa gæludýraverslanir um heim allan fengið fyr- irspurnir um uglur en mikilvægt er að muna að uglur eru ekki eins og Hedwig hans Potters og koma fljúgandi með póstinn til þín heldur getur verið mjög erfitt að annast uglur enda eru þær í flokki spörfugla sem eru skaðræðisrándýr. Íkornar Eitt atriði í Charlie and the Chocolate Factory hef- ur gert íkorna að vinsælu gæludýri. Allir vilja eiga íkorna því þeir eru svo sætir og hnoðlegir. En það er bara alls ekki raunin. Íkornar geta verið af- skaplega grimmir og því hreinlega ekki sniðugt að hafa einn svoleiðis á heimilinu. Hugsið út í hús- gögnin, allt dótið ykkar og jafnvel ykkur sjálf og hvernig það getur farið ef þessar svakalegu klær og tennur komast í ham. Fiskar Svona í lokin er vert að minnast á að skrautlegir gullfiskar og þá sérstaklega trúðfiskar hafa orðið svakalega vinsælir eftir Finding Nemo. Nemo litli hafði þau áhrif að allir krakkar vildu eignast gull- fiska. Flott fyrir foreldra sem vilja ekki hafa loðið dýr á heimilinu eða eitthvað fyrirferðarmikið. En miðað við boðskapinn í sögunni um Nemo væri vert að leyfa þessum fiskum að vera frjálsir í sjón- um. HVAÐA GÆLUDÝR ERU Í TÍSKU? OG ÁHRIF BÍÓMYNDA Á TÍSKUNA 1. Hið gríðarlega klára svín Baddi. 2. Eftir Shrek þóttu asnar sniðugir og skemmti- legir. 3. Harry Potter gerði ugl- ur og rottur vinsælar. 4. Íkornar komu við sögu í Charlie and the Chocolate Factory. 5. Gullfiskurinn Nemo. Umsjón Laila Pétursdóttir Mikið úrval er af alls kyns fylgi- hlutum, hversdagsklæðum, kjólum, pilsum, barnafötum, nærbuxum og áfram mætti telja. Framkvæmdagleðin í fyrirrúmi Þær Elín, Hildur, Kolbrún og Íris, eig- endur verslunarinnar, eru svona venjulegar íslenskar kjarnakonur, að sögn Hildar. Því auk þess að reka Pjúru eru þær á kafi í öðrum verk- efnum og barnauppeldi. Það er því lítið um svefn á þeirra heimabæjum því saumaskapurinn krefst mikillar vinnu sem og auðvitað sjálf hug- myndavinnan. „Það er unnið frá átta til fimm, reynt að kenna börnunum mannasiði milli fimm og átta, saumað á kvöldin og svo upp úr miðnætti beinist athyglin að eiginmanninum,“ segir Hildur hlæjandi og geispandi á sama tíma. Því, eins og hún útskýrir, tekur alltaf ákveðinn tíma að koma sjálfstæðum atvinnurekstri á kortið áður en bolt- inn fer að rúlla. Gestir og glögg Hinn 8. desember næstkomandi, á milli klukkan 19–21, ætla þær stöllur að slá upp jólagleðskap í húsakynn- um sínum. Umræðuefni kvöldsins verður án efa hönnunin í hillunum en gestir geta losað um málbeinið með jólaglögginu sem gestgjafarnir ætla að veita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gestir eru boðnir í heimsókn í Pjúru eftir venjulegan afgreiðslutíma en hefð hefur skapast fyrir dömu- kvöldum sem vakið hafa mikla lukku. Þar sem jólin nálgast óðum var þó ákveðið að hafa heimsóknarkvöldið að þessu sinni opið fyrir bæði kynin svona til þess að gefa karlkyninu hugmyndir að spennandi jólagjöfum fyrir spúsur sínar. Vonandi að valkvíð- inn víki með glögginu því af nógu er að taka. Í Ingólfsstræti 8 er verslunin Pjúra til húsa en þar hafa fjórar athafnakonur hreiðrað um sig í litlu og huggulegu kjallararými. Þar bjóða þær eigin hönnun til sölu undir merkjunum El- ina, Hin design, Kow og Krúsilíus. Hönnunin er jafn fjölbreytt og hönn- uðirnir eru margir en heildarmyndin er engu að síður mjög heildstæð. PJÚRA JÓLA- STEMNING Í INGÓLFSSTRÆTI 1. Merki: Elína Jakkapeysa: 9.900 Belti: 3.500 Pils: 14.800 2. Merki: Krúsilíus Kjóll: 15.000 Belti: 4.500 Skinnkragi: 9.500 3. Merki: Hin disign Pils: 8.900 Hálsmen: 3.000 Merki: Elina Bolur: 5.900 4. Merki: Kow Kjóll: 15.600 Kragi: 4.900 Texti Berglind Häsler Myndir Golli 1 2 3 4 543 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.