Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10
10 MÓDEL Matthildur Lind Matthíasdóttir sigraði í Ford- keppninni sem haldin var í síðustu viku. Eskimo- módelsamtökin standa fyrir þessari keppni og hafa gert síðan 1997. Það er eftirsóttur titill að vera Ford-fyrirsætan þannig að Matthildur var himinlifandi og mjög spennt þegar MÁLIÐ hafði samband við hana. „Ég átti ekki von á því að vinna. Það voru svo flott- ar stelpur í keppninni í ár. Þær voru rosalega marg- ar efnilegar og hver annarri flottari.“ Matthildur er í fyrsta bekk í Menntaskólanum í Reykjavík og því jólaprófin næst á dagskrá hjá henni. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára hefur hún töluverða reynslu í módelbransanum. Hún var ekki nema 13 ára þegar hún fór fyrst til New York og vann tvö verkefni. „Mér bauðst samningur þar og fór tvisvar út að vinna. Ég var bara svo ung og vissi ekki hvað þetta var. Þetta var ekkert sniðugt en mamma mín kom með mér og systir mín líka. Við ákváðum að gera bara ævintýri úr þessu.“ „Casting“ í Mílanó Matthildur fékk síðan samning hjá Eskimó á Íslandi sem sendi hana út til Mílanó að vinna síðastliðið sumar. Þar bjó hún í íbúð með fyrirsætum frá öðr- um löndum og fékk að kynnast bransanum. „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og langar að vinna við þetta á meðan ég get.“ Var ekkert erfitt að fara ein til Mílanó? „Nei, það fannst mér ekki. Fjölskyldan mín og vinkonur voru miklu stressaðri en ég. Svo varð ég veik þriðja daginn og þurfti að fá sprautu, þá vildi ég bara fara heim en svo voru allir mjög góðir við mig og ég eignaðist fullt af vin- konum. Mér fannst geðveikt gaman að kynnast nýju fólki. Þær hjá Eskimó voru líka alltaf að hringja og tékka á mér.“ Það er hörkupúl að vinna sem fyrirsæta í Mílanó og Matthildur þurfti að mæta í uppundir tíu „casting“ eða prufur á dag. „Þetta var oft mikið stress og maður kemst ekki í allt. Stundum eru teknar myndir af manni í prufum en stundum kíkja þeir bara á bókina og sjá á fyrstu myndinni að þetta er ekki það sem þeir eru að leita að og segja bara bless strax. Maður má ekki taka það inn á sig ef fólk segir að maður sé ekki nógu flottur, þá er bara verið að tala um þetta verkefni.“ Matthildur fékk samt ýmis verkefni og sýndi m.a. „showroom“ fyrir MaxMara. Æfa sig að labba Matthildur var beðin að koma í prufu fyrir Ford- keppnina hérna heima. „Mig langaði að taka þátt í keppninni af því að ég var búin að heyra að það væri svo skemmtilegt og það var líka mjög gam- an.“ Matthildur fer síðan út til New York í janúar og tek- ur þátt í „Supermodel of the World“-keppninni. Hún segist ekki mikið þurfa að undirbúa sig nema helst að hún þurfi að æfa sig í að labba. „Það var mikið af labbæfingum fyrir þessa keppni og þá lærði ég ýmislegt. Það getur verið erfitt að labba svona, fer eftir því hvernig hælum maður er á.“ Er ekkert skrítið að vera að æfa sig í því að ganga? „Jú,“ segir hún og hlær. „Það var mjög fyndið.“ Matthildur horfði áður á America’s Next Top Mod- el en fannst þættirnir svo of ýktir. Sjónvarpsstöðin Sirkus var með raunveruleikaþætti í kringum Ford- keppnina hérna heima. Hvernig fannst þér að taka þátt í því? „Fyrst fannst mér það mjög óþægilegt en svo vand- ist ég myndavélinni. Það var verið að reyna að láta okkur líta út fyrir að vera tómar í hausnum. Það var allt klippt þannig. Fólk vill halda í þá ímynd að módel séu heimsk.“ Ekkert rugl og kæruleysi Matthildur ætlar ekki að hætta í skóla eins og svo margar fyrirsætur gera sem fá svona tækifæri og ætlar frekar að reyna að fara út á sumrin og vinna. „Stofan sem ég vann fyrir í Mílanó er með stofu í París og þeim leist mjög vel á mig og vildu fá mig strax þannig að ég fer kannski þangað í sumar en það fer samt eftir því hvernig þessi keppni fer í jan- úar og hvort ég fæ eitthvað gott út úr henni.“ Hvað þarf til að ná langt í þessum bransa? „Maður þarf að vera með vit í hausnum til þess. Það þýðir ekki að fara í eitthvert rugl og vera kæru- laus, þá endar það ekki vel.“ Matthildur hefur fengið að heyra margar hryllings- sögur úr þessum bransa en segist líka hafa heyrt margar góðar sögur sem hægt er að læra af. „Ég kynntist fólki í Mílanó sem var alveg í rugli.“ Ertu ekkert hrædd við það? „Nei nei, maður verður bara að hugsa skýrt.“ MÁLIÐ óskar Matthildi innilega til hamingju með sigurinn og á ekki von á öðru en henni takist að hugsa skýrt í framtíðinni. NÝJA FORD-FYRIRSÆTAN MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR 1 3 4 2 1. Matthildur með Chihuahua hundinn sinn, hann Tuma. Mynd Ómar Óskarsson 2. 3. og 4. Myndir úr möppunni hennar Matthildar fengnar frá Eskimo Texti Hanna Björk Fólk vill halda í þá ímynd að módel séu heimsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.