Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 12
12 VIÐTALIÐ Í janúar á þessu ári voru þeir Árni Rúnar Hlöðversson og Jón Atli Helgason kynntir af sameiginlegum vini á heimili þess fyrrnefnda. Fimm mínútum síðar var sameiginlegi vininn orðinn út undan og nýju vinirnir sátu sveittir yfir tónsmíðum á þeirra fyrsta lagi; tónlistardúettinn Hair- doctor varð til. Eftir þennan örlagaríka fund hittust þeir reglulega og sköpuðu sífellt fleiri lög þangað til þeirra fyrsta plata leit dagsins ljós. Hún heitir Shampoo og inni- heldur það sem einhver gæti hugsanlega kallað „dans- vænt-indí-lo-fi-pop“ þar sem dimm rödd Jóns Atla hljóm- ar yfir lágstemmdum gítarriffum og öflugum og óvenjulegum tölvutöktum úr smiðju Árna. Hárdoktorinn situr og ræðir við þriðja mann á Café Kult- ure, mann sem þeir kalla „Gilleman“ en er betur þekktur sem plötusnúðurinn Gísli Galdur. Gillemann þessi er einn- ig titlaður umboðsmaður sveitarinnar. Þeir sitja og ræða tónleika sem verða haldnir kvöldið eftir á Oddvitanum á Akureyri þar sem Hairdoctor og Trabant munu leiða sam- an hesta sína í glimmer og konfetti-orgíu. „Þetta er staður fyrir eldra fólk, samkvæmt því sem ég hef heyrt,“ segir Jón Atli um tónleikastaðinn. „En ekki á meðan við erum að spila,“ bætir Árni við, „kannski er það þannig á meðan Trabant er á sviðinu.“ „Unplugged“ á Ölveri Gilleman og Jón Atli byrja að þræta um það hver þeirra eigi að panta næsta bjór og á meðan útskýrir Árni verka- skiptinguna í Hairdoctor. „Það mætti segja að ég sjái alhliða um stafrænu hliðina á meðan Jón Atli sér um „analógin“. Ég reyndar slæði mér stundum yfir í „analógin“ og spila á rétt tæplega hundr- að ára gamalt orgel. Ég syng líka stundum, en bara þegar ég er í stuði,“ segir Árni og Jón Atli hrósar félaga sínum fyrir hans fallegu söngrödd. „Ef þú hlustar á plötuna og heyrir fallega karlmannlega rödd inn á milli, þá er það Árni,“ segir Jón Atli og skálar við Gilleman með nýfenginni krús. Hairdoctor fékk auk þess nokkra gestasöngvara til að syngja inn á plötuna eins og Urði í Gusgus, Pálínu vinkonu þeirra, Úlf úr Stjörnukisa og Birki úr Forgotten Lores. „Það er gaman að lita plötuna með þeim,“ segir Árni og þarna blandar Gilleman sér inn í umræðuna og leggur áherslu á að gestasöngvararnir fá engin stefgjöld. „Það er allt í lagi að fá gesti,“ segir hann, „en þeir fá ekki borgað og fá ekki að koma fram með Hairdoctor. Og þeir fá engin stefgjöld. Í rauninni skipta þau engu máli, a.m.k ekki fyrir mig sem umboðsmann. Eða mér er alveg skít- „STÚDÍÓSÁND ER OFMETIГ HAIRDOCTOR Texti Þormóður Dagsson Myndir Silja Magg Förðun Magnea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.