Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13
13 VIÐTALIÐ sama, ég er ekki einu sinni búinn að fá plötuna.“ Dúettinn hefur enn sem komið er spilað á tiltölulega fáum tónleikum enda eru þeir rétt að koma sér af stað. „Við spiluðum eitt lag í gær, það var ömurlegt,“ segir Jón Atli, en þeir voru fengnir til að spila á verðlaunaafhend- ingu Gullkindarinnar í Ölveri þar sem verðlaun voru veitt fyrir ömurlegustu frammistöðu á hinum og þessum svið- um samfélagsins. „Við spiluðum „unplugged“ og verður það líklega í síðasta skipti sem við gerum það. Það var samt mjög viðeigandi að verstu tónleikar okkar skyldu vera á hátíð eins og Gullkindinni,“ segir Jón Atli og Árni segir að þeir hefðu í rauninni átt að hreppa verðlauna- gripinn fyrir tónlistarflutninginn. Shampoo Platan Shampoo var unnin með frekar litlum tilkostnaði eða sem nemur tæpum 22 þúsund krónum sem fóru mest- megnis í símtöl til New York við manninn sem mixaði plöt- una. Að öðru leyti var platan mestmegnis tekin upp heima hjá Árna í gegnum gamlar fermingargræjur sem þeir notuðu sem formagnara. „Stúdíósánd er ofmetið,“ lýsir Jón Atli yfir. „Það er hægt að ná ótrúlega góðum fíling með réttu tækninni, sér- staklega ef þú ert að búa til „lo-fi“ tónlist. Ég held að platan hefði verið léleg ef hún hefði verið tekin upp í Sýr- landi.“ „Eftirvinnslan skiptir svo miklu máli. Það er þá sem hug- myndin í rauninni lifnar við,“segir Árni. „Platan er aðeins hugmynd áður en hún fer í mixið.“ Jón Atli horfir sam- þykkjandi á tónlistarbróður sinn mæla þessi fínu orð og bætir svo við: „Í rauninni er verið að opna betur og bæta það sem fyrir var. Ef eitthvað hljómaði ekki nógu vel frá upptökunum þá var samt reynt að vinna út frá því hljóði en ekki stráð endalausu glimmeri yfir það. Það kannski blekkir fólk að allt digital á plötunni „sándar“ rosalega vel, öll bít og öll hljómborð hljóma mjög vel. Í rauninni „sándar“ gítar, bassi, söngur og annað mjög lágstemmt.“ „Það sem hann er í rauninni að segja,“ heldur Árni áfram, „er að allt sem ég geri „sándar“ mjög vel en allt sem hann gerir „sándar“ ekkert sérstaklega vel.“ Við þessi orð er hurðinni á Café Kulture hrundið upp með látum og inn kemur sameiginlegi vinurinn, Árni Vilhjálms- son, sem á heiðurinn af því koma saman drengjunum í Hairdoctor. Árna hefur þar af leiðandi hlotnast sá verð- skuldaði heiður að vera nefndur guðfaðir Hairdoctor. Guðfaðirinn gengur brosandi að borðinu og færir guð- börnum sínum fulla poka af konfetti og partíspreyi sem ætlunin er að nota sem „props“ á tónleikunum á Oddvit- Ég held að platan hefði verið léleg ef hún hefði verið tekin upp í Sýrlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.