Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16
16 TÓNLIST Svissneska söngkonan Laurence Revey er nokkuð þekkt í heimalandi sínu og hefur spilað víðs vegar um Evrópu. Hún hefur verið á Íslandi allan nóv- embermánuð og þegar MÁLIÐ hitti hana kom- umst við að því að hún er að taka upp plötu með Barða Jóhannssyni, betur þekktum sem Barða í Bang Gang. Laurence hitti Barða á Mountreux jazz-tónlist- arhátíðinni í hittifyrra þar sem hann var að spila. Hún skellti sér baksviðs og fékk hann til að pródu- sera nokkur lög og mixa fyrir nýja plötu sem þau eru að vinna í þessa dagana. „Mér finnst fínt að ferðast með upptökuferlið og taka upp á mismunandi stöðum. Ég byrjaði að taka upp í New York og fór svo til London og Manchester. Núna er ég að vinna með Barða í Reykjavík. Mér finnst mjög gott að þvælast um og taka inn áhrifin frá hverjum stað. Við erum að mixa plötuna og hún kemur út snemma á næsta ári,“ segir Laurence. Hvernig kanntu við þig í Reykjavík? „Mér finnst mjög gott að vera hér. Þótt ég þekki ekki staðinn finnst mér ég ekkert týnd hérna. Ég finn mig alveg. Það er margt líkt hér og þar sem ég ólst upp í svissnesku ölpunum. Ég er nátengd náttúrunni af því að ég ólst upp með fjöll allt í kringum mig og var þannig séð einangruð af fjöll- um. Íslendingar eru svipaðir, með fjöll og haf í kringum sig.“ Laurence brosir þegar talið berst að næturlífinu í borginni og hún hefur greinilega fengið sinn skammt af því og fer að lýsa karnival- stemningu á heimaslóðum þegar fólk sleppir fram af sér beislinu einu sinni á ári. „Íslendingar eru opnir og láta allt flakka.“ Alltaf sungið Laurence hefur sungið alveg frá því að hún man eftir sér. Hún lærði leiklist í París en hellti sér strax út í tónlistina eftir námið. Að koma fram á sviði er samt nokkuð sem hún hefur mjög gaman af og hún leyfir sér að „experimenta“ þegar hún flytur tónlistina sína. „Mér finnst gaman að ná til áhorf- enda og fara eftir viðbrögðum þeirra. Ég er mjög opin fyrir öllu nýju og finnst gaman að prófa mig áfram.“ Popp- og rokkáhrif „Í tónlistinni bý ég til mjög einlægan heim sem ekki er hægt að skilgreina. Það sem ég geri kemur úr öllum áttum. Mestu skiptir að það sé tilfinning í því sem ég er að gera.“ Þessi nýja plata er elektrónísk tónlist en með popp- og rokkáhrifum sem koma aðallega frá Barða. „Mig vantaði einhvern með opinn huga en samt með sterk sérkenni í tónlistinni. Hann tekur þetta skrefinu lengra.“ Laurence hefur ekki tíma til að halda tónleika núna á Íslandi en lofar að koma aftur þegar plat- an er komin út. LAURENCE REVEY TÝNIST EKKI Á ÍSLANDI Texti Hanna Björk Mynd Golli Það er ansi langt um liðið síðan hljómsveitin Úlpa gaf frá sér plötuna Mea Culpa eða Sökin er mín eins og hún heitir á íslensku. Það var árið 2001 en síðan þá hefur lítið sem ekk- ert komið frá þeim. Ekki fyrr en í dag þegar ný plata frá fjórmenningunum birtist skyndilega á hillum plötu- búða. Nýja platan heitir Attempted Flight by Winged Men og innheldur hún þrettán ný lög sem smíðuð hafa verið yfir þriggja ára tímabil. Það væri því lygi að segja að þeir hefðu setið auðum höndum á þessum tíma sem liðið hefur á milli platnanna tveggja. Þvert á móti hafa þeir beitt sér fyrir metnaðarfullum rokk- smíðum sem núna loksins hafa litið dagsins ljós. Þegar hljómplata er þrjú ár í bígerð vakna óhjákvæmilega upp nokkrar spurningar varðandi ferlið. Það hefur ýmislegt orðið til þess að tefja þessa plötu og nú síðast kom í ljós stafsetn- ingarvilla á kápunni sem er bölv- uðum klaufaskap hjá prentsmiðjunni að kenna. Sumir hefðu kallað slíkan klaufaskap „dropann sem fyllti mæl- inn“ en drengirnir eru sallarólegir yf- ir þessu öllu saman þegar blaðamað- ur spjallaði við þá Magnús Leif söngvara og Harald Örn trommara, tveimur dögum fyrir útgáfudaginn sem er akkúrat í dag. Þrettán Má búast við tilfinningaþrunginni stund þegar þið fáið plötuna loksins í hendurnar? „Ég get ekkert sagt fyrr en ég fæ hana,“ segir Magnús en segist þó búast passlega við að verða eitthvað snortinn. „Það verður sætt eftir margt missætt.“ Haraldur vill þó meina að þeir muni ekki staldra lengi við tilfinningauppnám sem fylgir plötunni, hversu mikið sem það verð- ur. Nógu mikill tími hefur þegar farið í hana. „Þetta er búið að vera svolítið ferli,“ ítrekar Magnús. „Hún var tek- in upp á löngum tíma með mörgum pásum. Nýjasta lagið varð til í vor og tekið upp í sumar og svo eru lög sem voru tekin upp fyrir þremur árum líka. Ætli við höfum ekki tekið upp í kringum tuttugu lög í það heila og þar af rötuðu þrettán á plötuna.“ Hvað eru þá mörg lög á plötunni? „Þrettán,“ svarar Magnús skjótur í bragði. Myrk og hress Þeir vilja meina að allur tíminn sem fór í plötuna hafi á endanum gert plötunni mjög gott og sjá þeir ekki eftir einni mínútu sem í hana fór. „Það er ágætis breidd á henni, hún fer víða,“ segja þeir og þegar þeir eru spurðir út í hvort einhver tónlistar- legur þroski hafi átt sér stað á meðan ferlinu stóð svara þeir frekar óljóst. „Hvernig þroskast maður í tónlist?“ spyr Halli svo á móti. „Hvar eru við- miðin?“ Blaðamaður yppir öxlum og lítur spyrjandi á Magnús. „Þú verður aldrei þroskaðastur,“ svarar Magnús spekingslega, „þú bara þroskast eða hættir að þroskast. Við ætlum allavega að halda áfram að þroskast.“ Að hvaða leyti er nýja platan ólík þeirri fyrri? „Kannski fyrir þær sakir,“ svarar Magnús, „að við erum búnir að vinna að henni svona lengi. Þarna kennir margra grasa, það …“ Halli grípur síðan fram í fyrir hljómsveit- arbróður sínum. „Ég held,“ segir Halli, „að hún sé bæði aðeins myrkari og svo eru þarna partar sem eru að- eins hressari en hin. Hún eiginlega fer út í alla anga út frá hinni myndi ég segja.“ Þeir segja að nýrra efnið stefni sífellt meira í áttina að verða dansvænna. Komnir af stað „Við ætlum að gera dansplötu næst, eins og Úlpa myndi gera hana,“ segir Halli en eitthvað segir blaðamanni að hann sé ekki að tala í fullri alvöru, kannski að hann sé að ýkja smá. „Talandi um næsta plötu,“ grípur Magnús inn í, „þá erum við komnir vel á veg með að semja inn á hana. Það náttúrulega kemur til út af því að við erum búnir að vera svo lengi með að vinna þessa.“ Hvernig sem næsta plata svo verður lofa þeir alla vega að hún muni taka skemmri tíma en þeir stefna á upp- tökur á næsta ári. Nánari upplýsingar um allt sem við kemur Úlpu má finna á ulpa.is eða myspace.com/ulpa. LANGÞRÁÐ TILRAUN TIL FLUGS LOKSINS NÝ PLATA MEÐ ÚLPU Texti Þormóður Dagsson Mynd Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.