Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 2
Það eru eflaust margir sem blóta myrkrinu þessa dagana, þessu stöðuga myrkri. Á meðan hátíð ljóssins er í algleymingi blótar fólkið í myrkrinu. Það er varla að maður greini handa sinna skil þegar trítlað er til vinnu í morgunsárið og svo þegar vinnudagurinn er búinn er myrkrið skollið aftur á. Þessar örfáu mínútur af sólargeisla liðu á meðan þú varst geispandi af óverðskuldaðri þreytu í vinnunni. Þetta ruglar líkamann alveg gjörsamlega en hann ætti nátt- úrlega fyrir löngu síðan að vera orðin vanur þessum breytingum. Maður hefði haldið að hann væri búinn að vinna einhvers konar móteitur gegn þessu. En nei. Það er lítið um bros í myrkrinu eða „spontant“ dansspor heldur eru lang- flestir síþreyttir á þessum tíma. Og blótandi. Það krefst mikils viljastyrks og andlegra átaka að staulast á lappir á morgnana enda alltaf eins og það sé mið- dimm nótt, það heldur allavega líkaminn þinn þó þú vitir að sjálfsögðu betur. Líkaminn stendur sig nefnilega ekki alveg í þessari baráttu. Engin furða hversu vinsælar sólarlandaferðir eru orðnar yfir jólin. Fólk þráir ljósið. Sumir segja það vera undarlega kaldhæðni að tala um hátíð ljóssins á þessum árstíma hér á Fróni en aðrir vilja meina að þetta sé í rauninni afar snjöll lausn eða allavega tilraun til að sigrast á svartasta myrkrinu; að ráðast á það með rafmagns- og kertaljósum og fallegum jólasöngvum. Og hver veit nema þessa raflýsta skammdegis verði ekki bara saknað þegar maður er farinn að væla yfir mið- nætursólinni og svefnlausum nóttum í sumar. Hanna Björk Valsdóttir Þormóður Dagsson TUTTUGASTA OG SJÖUNDA MÁLIÐ ÞAU SEGJA Það er lítið um bros í myrkrinu eða „spontant“ dansspor 2 MÁLIÐ Fimmtudagurinn 8. desember Útgáfutónleikar Úlpu í Þjóðleikhúskjallaranum. Leikin verða lög af nýju plötunni Attempted Flight by Winged Men. Minningartónleikar á Grandrokki. Vinir og velunnarar tónlistarmannsins Rafns Jónssonar halda tónleika honum til heiðurs. Fram koma meðal annars Sign, Lára og Viking Giant Show. Föstudagurinn 9. desember Reykjavík!, Hairdoctor og Ben Frost troða upp á Grandrokki. Tónleikar með Brain Police, Jan Mayen og Jeff Who? á Gauknum. Laugardagurinn 10. desember Anthony & the Johnsons spila í Fríkirkjunni. Nine Elevens og Rass spila á Grandrokki. Sunnudagurinn 11. desember Seinni tónleikar Anthony & the Johnsons í Fríkirkjunni. Miðvikudagurinn 14. desember Útgáfutónleikar með Daníel Ágúst í Íslensku óperunni. Sérstakir gestir verða Mr. Silla og Rass. HVAÐ ER Á SEYÐI? Næsta sunnudag, 11. desember, mæta Milljónamæringarnir hljómsveitinni Ske í Popppunkti. Þetta eru undanúrslit en í síðustu viku duttu Jan Mayen út þegar Geirfuglarnir sigruðu þá glæsilega. Það verður því spennandi að fylgjast með hvort það verða Milljónamæring- arnir eða Ske sem mæta Geirfuglunum í úrslitaþættinum 18. desember. Poppunktur er í umsjá Dr. Gunna og Felix Bergssonar og er þetta fimmta þáttaröðin sem er um það bil að klárast. Þátturinn hefur verið mjög vinsæll allt frá því hann hóf göngu sína. Missið ekki af síðustu þáttunum en Popppunktur er sýndur á Skjá einum á sunnudagskvöldum kl. 20. UNDANÚRSLIT Í POPPPUNKTI Forsíðumynd Árni Torfason Stílisti Aga Förðun Magnea Bolir Dead Þakkir Henrik Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is Útgefandi: Árvakur hf. í samstarfi Morgunblaðsins, Símans og Skjás 1 Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Umsjón: Hanna Björk, 569 1141 - hannabjork@mbl.is Þormóður Dagsson, 569 1141 - thorri@mbl.is Auglýsingar: Kristbergur Guðjónsson, 569 1111 - krissi@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri Thorhannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Björn Arnar Ólafsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nornews 45g Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420mm UM MÁLIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.