Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 6
6 TÍSKA Þeir sem eru ekta jólabörn óttast fátt meira á þess- um árstíma en hinn ógurlega jólakött sem ræðst að hverjum þeim sem ekki fær nýjar spjarir fyrir hátíð- irnar. Ragnheiður Gröndal er ein af þeim sem ótt- ast svarta köttinn. Nú til þess að forðast öll vand- ræði dreif Ragnheiður sig í verslunina Rokk og rósir á Laugavegi og valdi sér nokkrar flíkur fyrir hátíð- irnar. Það er um að gera að vera ekki að bíða með það fram á síðustu stundu enda nóg annað að gera hjá tónlistarfólki í desember. Fínir kjólar og klæðin rauð Ragnheiður segist hugsa mikið um það hverju hún klæðist. Hún kaupir sérstaklega mikið af fínum kjólum enda mikilvægt fyrir hana að líta skikk- anlega út þegar hún kemur fram. Svona hversdags- lega er hún þó öllu kærulausari þó svo að hún telji sig ekki vera neitt tískuslys. Er einhver sem veitir þér innblástur í fatavali? „Já, vinkonur mínar, þær eru svo flottar og snið- ugar. Svo finnst mér íslenskar stelpur vera mjög flottar upp til hópa þannig bara það að líta í kring- um mig veitir mér ákveðinn innblástur. Ég hef þó alltaf reynt að skapa mér minn eigin stíl. Söngdívan undirbýr jólin Þar sem Ragnheiður hefur nú valið sér föt fyrir há- tíðirnar er ekki úr vegi að spyrja hana hvernig hennar jólaundirbúningi sé háttað. Ragnheiður eyðir drjúgum tíma í að syngja sig inn í hjörtu landsmanna í desember eins og flestum má ljóst vera og segist því ekki eyða miklum tíma í sjálfan jólaundirbúninginn. „Ég bý líka enn í foreldra- húsum svo þetta lendir mest á henni mömmu,“ segir Ragnheiður „En ég er samt mjög dugleg þeg- ar ég tek mig til. Þá er sko þrifið, skal ég segja þér, ekkert sleppur undan tuskunni,“ segir Ragnheiður, en er tvístígandi um hvort hún eigi að minna fjöl- skyldu sína á þennan eiginleika. Vísað út á miðnætti! En er mikið um fastar hefðir á heimili Ragnheiðar á þessum árstíma? „Já, það er svona hitt og þetta. Á Þorláksmessu fer mamma í skötu en við systkinin fáum okkur flat- köku með hangikjöti og jólaöl til að komast í réttu stemninguna. Svo fer ég á bæjarrölt, ef rölt skyldi kallast en ég er ein af þeim sem er kastað öfugri út úr búðunum á miðnætti. Alltaf á síðustu stundu,“ segir Ragnheiður kímin. „Á aðfangadag fá svo hæfileikar mínir að njóta sín, því áður en við keyr- um út pakkana sé ég um að pakka inn og þá fær sköpunargáfan að vaða upp um alla veggi. Þetta eru svona pakkar sem fólk vill helst ekki opna því þeir eru svo flottir,“ segir Ragnheiður hlæjandi og er greinilega stolt af innpökkuninni sem er hennar helsta framlag til jólaundirbúningsins. RAGNHEIÐUR GRÖNDAL SNIÐGENGUR JÓLAKÖTTINN 1 1. Svart blúndupils: 3.400 Hálsmen: 2.500 Nælur: 1.100 4 2. Svartur blúndukjóll með rauðum línum: 8.200 Rauð kápa: 8.500 Hattur: 1.900 Belti: 2.900 Skór: 2.900 3 3. Grænn galakjóll: 9.800 Hálsmen: 2.500 Hanskar: 2.500 2 4. Svartur og hvítur kjóll: 8.200 Skór: 2.900 Texti Berglind Häsler Myndir Þorkell Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.