Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 18
18 BÍÓ Reese Witherspoon er kannski ekki eftirlæti allra. Hún er a.m.k. ekki í neinu uppáhaldi hjá mér en til er fólk sem finnst hún frábær. Mér finnst hins veg- ar Mark Ruffalo alveg frábær. Öðrum finnst það þó ekki. Gott og vel, við getum öll mæst á miðri leið í kvikmyndinni Just Like Heaven. Witherspoon leikur vinnusjúka lækninn Elizabeth sem starfar nánast allan sólarhringinn á bráða- móttöku. Eina kvöldstund á hún þó frí og er, aldrei þessu vant, á leið á stefnumót þegar hún verður fyrir flutningabíl. Nokkru síðar fer vofa hennar á stjá, óafvitandi hvað gerðist og bregður því í brún þegar einhver gaur að nafni David (jú, einmitt Mark Ruffalo) hefur hreiðrað um sig í millitíðinni í flottu íbúðinni. Gaurinn aftur á móti er ekkert hress með að þessi kona sé á þvælingi í íbúðinni sem hann hefur nýverið tekið á leigu og finnst líka í meira lagi undarlegt hvernig hún birtist svona upp úr þurru annað slagið. Elizabeth stendur föst á því að hún sé ekki draugur en David fer hins vegar brátt að gruna hið sanna. Ýmislegt bendir líka til þess því hún getur t.d. labb- að í gegnum veggi. Í fyrstu gengur sambúðin ekk- ert sérlega vel og David reynir t.d. að særa hana á brott með hjálp prests en hún situr sem fastast. David er ráðalaus og fer að grafast fyrir um ævi þessarar konu sem ásækir hann. Elizabeth fylgir honum í sannleiksleitinni og saman uppgötva þau hver hún er í raun og veru og hvar hún er. Að sjálf- sögðu vaknar ástarþráin í hjörtum þeirra um leið enda er um að ræða rómantíska gamanmynd. Reese Witherspoon tekst ekkert sérstaklega vel upp að vera alvörugefin og Mark Ruffalo er ekkert sérlega gamansamur. Engu að síður verður útkom- an áhugaverð. Það er t.d. ekki ýkja raunhæft að maður eins og David myndi falla fyrir konu eins og Elizabeth eða öfugt. En það er svo sem heldur ekki raunhæft að einhver falli fyrir draug sem ásækir hann. Nokkrir aukaleikarar eiga líka góða spretti í myndinni og ber þá helst að nefna Jon Heder (Napoleon Dynamite). En hefði ekki mátt sleppa því að gera þetta að gamanmynd og halda sig við rómatíkina og fá þá um leið aðra leikkonu en Reese Witherspoon, t.d. Drew Barrymore? Bara ör- lítil pæling. Mig grunar nefnilega að það hefði ver- ið hægt að búa til fínustu rómantík úr þessum efni- við og sleppa gamninu sem getur stundum orðið svo leiðinlegt. Besta rómantíska gamanmynd ársins? Hugsanlega, kannski, ef til vill. Það hefur a.m.k. ekki verið hörð samkeppni í þeirri deildinni þetta árið. KANNSKI ENGIN HIMNASÆLA JUST LIKE HEAVEN ER RÓMANTÍSK GAMANMYND Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir kvikmynda- sýningum í Bæj- arbíói Hafnar- firði á þriðju- dögum og laugardögum. Næstkom- andi laugardag verður sýnd hin bráðskemmtilega Darling í leikstjórn John Schlesinger frá 1965. Diana Scott hrekst frá einum manninum til annars og stofnar til ástarsambanda með það að markmiði að ná frægð og frama sem sýningarstúlka og leikkona. Þegar því er náð grípur hana tilfinning tilgangsleysis; glam- úrlífið er ekki eins spennandi og hún hafði vonast til. Darling var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna árið 1965 og hlaut þrenn. Sýnd með íslenskum texta í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði laugardaginn 10. desem- ber kl. 16:00.Miðar eru seldir við inn- ganginn í Bæjarbíói, u.þ.b. hálftíma fyrir sýningu og kosta 500 krónur. SJÁIÐ ÞESSA: DARLING (1965)Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa Mark Ruffalo sem leikara myndi ég nota góður. Þannig hefði ég al- veg eins geta byrjað þennan pistil svona: Mark Ruf- falo er góður leikari. En það er svo sem nóg að hafa fyrirsögnina þannig. Það hefur ekki beinlínis farið mikið fyrir Ruffalo í kvikmyndaheiminum en hann á þó að baki fjölda mynda sem margar teljast alls ekki ógleymanlegar. Ruffalo vakti fyrst verulega athygli fyrir hlutverk sitt í myndinni You Can Count on Me (2000) þar sem hann lék kærulausan gaur í sálarang- ist á móti Lauru Linney. Það er hlutverk sem hefur fest aðeins við hann en nú virðist sem hann sé að reyna að losna út úr þunglyndari hlutverkum og færa sig nær gríninu.Kannski er hann að þoka sér í gagn- stæða átt við Jim Carrey sem hann lék einmitt með í Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Vonandi ekki. Hann er of góður leikari til þess. Annar Brando? Ruffalo hefur verið líkt við Marlon Brando. Það er svo sem ekki leiðum að vera líkt við enda Brando af mörgum talin vera leikari leikaranna. Kannski er það einungis vegna þess að hann líkist ungum Brando töluvert í útliti. En gagnrýnendur hafa margir bent á að Ruffalo sé heiðarlegur leikari sem nái ótrúlegum áhrifum í gegnum líkamstjáningu. Nokkuð sem þótt hefur einkenna leik Brandos. Það er líka satt, melódramað lekur af andliti Ruffalos og kæru- leysið skekur líkams- burðinn. Hann er nefnilega góður leikari. Fleiri hlutverk Það getur verið að það líði á löngu þar til við sjáum Ruffalo í aðalhlutverki í ein- hverri stórmynd. En það er kannski ágætt því leikur Ruffalos nýtur sín best í litlum huggulegum myndum eins og You Can Count On Me, We Don’t Live Here Anymore, 13 Go- ing On 30 o.s.frv. Það væri þó spennandi að sjá hann reyna sig við önnur hlutverk en þunglynda kæruleys- ingjans. Eins og t.d. hlutverk hans í Collateral þar sem hann leikur hvumpinn lögregluforingja. Það er a.m.k. óskandi að hann hverfi af braut rómantískra gam- anmynda sem virðist hafa glapið hann nú um stundir. Ruffalo er nefnilega góður leikari! MARK RUFFALO ER GÓÐUR LEIKARI Texti Hjörtur Einarsson Myndir frá dreifingaraðila

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.