Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fyrir krakka“ „Da Vinci lykillinn Bók um óskýranlega hluti verður til að Petra og Calder kynnast og undarlegir atburðir taka að gerast. Ómetanlegt málverk eftir Vermeer hverfur. Áður en þau vita af eru þessi tvö börn flækt í alþjóðlegt listaverkahneyksli þar sem engir – hvorki nágrannar, foreldrar né kennarar – eru hafnir yfir grun. Þessi heillandi skáldsaga er dularfull ráðgáta, búin ljóma ævintýris og sett fram á listrænan hátt. Bókin hefur hlotið afbragðsdóma og viðurkenningar og selst í metupplögum. Warner Bros. hefur keypt kvikmyndaréttinn á sögunni. Newsweek www.jpv.is HÁSKÓLINN í Reykjavík, HR, auglýsir í dag samkeppni um hönnun háskóla- bygginga og skipulags á svæði skólans í Vatns- mýrinni. Svæðið er um 20 hektarar en gert er ráð fyrir að skólinn sjálfur verði á um 5–6 hektara svæði. Auk hans verða á lóð- inni stúdentagarðar, rannsóknar- stofnanir og ýmiss konar fyrirtæki sem tengjast háskólasamfélaginu, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra nýsköpunar- og þró- unarsviðs HR. Áætlað er að skólinn taki til starfa á svæðinu í byrjun árs 2009. „Nú eru 2.500 nemendur í skól- anum en þegar nýju byggingarnar verða teknar í notkun er búist við að hann verði orðinn talsvert fjölmenn- ari. Þarna gerum við ráð fyrir stúd- entagörðum með 4–500 íbúðum, lík- lega á svæði nálægt Hótel Loft- leiðum,“ segir Þorkell. Svæðið afmarkast af Nauthólsvík í suðri, Öskjuhlíð í austri og Reykja- víkurflugvelli í vestri. Þorkell segir að áhersla sé lögð á að uppbygging á háskólasvæðinu falli vel að umhverf- inu, þetta sé glæsilegt svæði með fal- legri náttúru. Einnig sé mikilvægt að skipulagið falli vel að heildarskipu- lagi Vatnsmýrarinnar sem eigi eftir að byggjast upp. Mikilvægt að sem flestir fái að spreyta sig Þorkell nefnir að undanfarna mánuði hafi verið unnið að þarfa- greiningu um uppbyggingu á svæð- inu með innlendum og erlendum ráð- gjöfum. Niðurstaðan hafi verið sú að halda hugmyndasamkeppni á meðal arkitekta. „Þetta er stórt verkefni og mikilvægt að sem flestir fái að spreyta sig og koma með hugmynd- ir,“ segir hann. „Í janúar verða valdir 3–5 aðilar sem við teljum uppfylla þær kröfur að geta tekist á við þetta verkefni. Þeir fá þrjá mánuði til að skila til- lögum og í maí munum við ganga til samninga við þann aðila sem dóm- nefnd telur vera með áhugaverðustu hugmyndina.“ Við undirbúning keppninnar var haft samráð við Arkitektafélag Ís- lands og Reykjavíkurborg. Forvals- gögn verða afhent frá 13. desember hjá Línuhönnun hf. Samkeppni um hönnun HR Þorkell Sigurlaugsson Skóli og stúdentagarðar á 20 hekturum TÓNLISTARHÓPURINN Andromeda, sem íslenski fiðluleik- arinn Íma Þöll Jónsdóttir er hluti af, hlýtur verðlaun í World-Fusion flokki sjálfstæðu bandarísku tónlist- arverðlaunanna (Independent Music Awards) í ár. Verðlaunin eru veitt fyrir lagið Norwegian Slip. Hópur- inn komst jafnframt í úrslit í Am- ericana-flokki með lagið Coach, en keppt var í alls átján flokkum laga. Ímu Þöll var tilkynnt á föstudag að hópurinn hefði hlotið verðlaunin, en hún segir þau hafa mjög mikla þýð- ingu fyrir kynningu á tónlist hans. „Þetta er mikill heiður og gott að hafa þetta í farteskinu. Þetta gefur okkur aukna möguleika á að fá að spila á eftirsóttum stöðum,“ segir Íma Þöll. Hún segir að á næsta ári verði ráðist í ýmiss konar kynningarher- ferðir fyrir verðlaunahafana og slíkt sé mjög mikilvægt fyrir sjálfstæða tónlistarmenn sem reyni að koma tónsmíðum sínum á framfæri í Bandaríkjunum. Tónlist IMA-verðlaunahafanna verði kynnt í blöðum, í sjón- og út- varpi og á netinu. Þá verði geisla- plötum þeirra dreift í allar Borders bóka- og plötuverslanir í Bandaríkj- unum. Einnig verði vinningslögin gefin út á sérstakri safnplötu sem seld verði í Borders og að auki dreift í 10.000 eintökum til fólks í tónlistar- iðnaðinum á ráðstefnur, tónlistarhá- tíðir og útvarpsstöðvar. Mikil vinna fram undan Íma Þöll segir að þrátt fyrir verð- launin sé það að miklu leyti undir meðlimum Andromedu komið að fylgja þeim eftir og því heilmikil vinna fram undan. „Við ætlum að reyna að nota þetta tækifæri og sækja um að fá að koma fram á stöð- um sem við hefðum annars ekki átt möguleika á að koma fram á,“ segir hún. Andromeda hefur spilað saman í um fjögur ár. Auk Ímu eru í hópnum þeir Evan Harlan á harmóniku, Andrew Blickenderfer á kontra- bassa og Adam Larrabee á banjó, gítar og mandólín. Andromeda hefur gefið út tvær geislaplötur. Spurð um hvaða verkefni séu fram undan hjá sveitinni segir Íma að sveitin muni næst halda tónleika í Boston í janúar. Svo standi til að skipuleggja fleiri tónleika. „Okkur langar að koma til Íslands í vor eða næsta sumar,“ segir Íma en sveitin hefur einu sinni haldið tónleika hér á landi. Íslensk-bandarískur tónlistarhópur fær IMA-verðlaun Gott að hafa í farteskinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarhópurinn Andromeda: Íma Þöll Jónsdóttir, Evan Harlan, Andy Blickenderfer og Adam Larrabee. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SÓLARHRINGSOPNUN Konu- kots, næturathvarfs fyrir heim- ilislausar konur, verður væntan- lega ekki að veruleika fyrr en um jól eða áramót, allt eftir því hve- nær tekst að ráða starfsfólk. Notendur athvarfsins sem og fagaðilar innan heilbrigðiskerfis- ins, eru meðal þeirra sem bíða eftir svörum um hvenær opnunin verði lengd en velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að veita fé til Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, sem rekur Konukot, til að hafa opið allan sólarhringinn. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að Velferðarsvið borgar- innar sjái alfarið um rekstur Konukots að deginum en að Reykjavíkurdeild RKÍ haldi sínu striki og sjái um rekstur at- hvarfsins frá 19 að kvöldi til 10 að morgni. Tilraunaverkefni til 1. júní „Allir hlutaðeigandi hafa fundað og hist og er þetta þessi rammi sem við erum öll sammála um,“ segir Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri hjá Velferðar- sviði, sem falið var samkvæmt bókun velferðarráðs að útfæra ákvörðunina í samráði við Rauða krossinn. Verið er að leita að fólki til starfa en ekki hefur verið ákveðið hvort auglýst verður sér- staklega eftir því eða hvort leitað verður að starfsfólki meðal þeirra sem þegar starfa hjá Vel- ferðarsviði borgarinnar. Opnun í Konukoti að deginum verður tilraunaverkefni til 1. júní nk. Á þeim tíma verður, að sögn Ellýjar, skoðað hverjir nýti að- stöðuna og hverjar þarfir þeirra fyrir þjónustu eru. Mun fé- lagsráðgjafi verða vikulega til viðtals í athvarfinu. Ellý segir ekki enn hægt að segja nákvæm- lega hvað opnun Konukots muni kosta borgina. M.a. þurfi að taka tillit til nýgerðra kjarasamninga. Í frétt Morgunblaðsins frá 24. nóvember sl. kom fram að vonast væri til þess að hægt yrði að hafa opið lengur „strax á næstu dög- um“. Nú er hins vegar útlit fyrir að breytingin nái ekki fram að ganga fyrr en um jólin eða ára- mótin og eiga erfiðleikar við mönnun þar hlut að máli, að sögn Ellýjar. Notendur bíða svara Brynhildur Barðadóttir, verk- efnisstjóri Reykjavíkurdeildar RKÍ, segir ekki enn liggja fyrir hvenær Konukot verður lengur opið en að unnið sé að því hjá Velferðarsviði borgarinnar. Að- spurð segir hún marga hafa hringt og spurt hvenær opnunin verði lengd og að notendur at- hvarfsins sem og fagfólk í heil- brigðisgeiranum sé meðal þeirra sem bíði svara. Þeirra sé að vænta frá borginni innan skamms. Konukot er tilraunaverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða krossins til tveggja ára. Reykja- víkurborg útvegaði húsnæðið en allur rekstur er í dag alfarið í höndum Rauða krossins. Hefur athvarfið verið opið frá því í nóv- ember á síðasta ári og er verk- efnið því hálfnað. Að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um hvort og hverjir haldi rekstr- inum áfram. Frá opnun Konu- kots hafa 44 konur nýtt sér að- stöðuna. 5–10 þeirra eru tíðir notendur þjónustunnar. Stefnt að lengri opnun Konukots fyrir áramót Erfiðleikar við mönnun eiga þátt í frestun frá því sem áður var stefnt að Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.