Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú enn á ný til verðlaunasamkeppni. Að þessu sinni er auglýst eftir tvenns konar handritum: Handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga. Útprentað handrit skal vera að lágmarki 70 blaðsíður að lengd. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði myndskreytt. Handriti að myndskreyttri bók fyrir börn. Skila skal handriti að texta, að minnsta kosti tveimur fullunnum myndum og skissum að öðrum opnum bókarinnar. Miða skal við að sagan sé sögð á tólf opnum, að frátöldum titilsíðum og saurblöðum. Dómnefnd velur besta handrit í báðum flokkum og verðlaunin nema 400.000 kr. fyrir hvora bók auk venjulegra höfundarlauna. Bækurnar koma út hjá Eddu útgáfu – Vöku-Helgafelli haustið 2006. Skilafrestur er til 15. febrúar 2006. Íslensku barnabókaverðlaunin hafa á undanförnum árum opnað mörgum nýjum höfundum leið út á rithöfundabrautina og orðið til þess að auka úrval góðra bókmennta fyrir börn og unglinga. Stjórn verðlaunasjóðsins hvetur jafnt þekkta sem óþekkta höfunda til þess að taka þátt í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin. Handritum skal skila til: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Edda útgáfa – Vaka-Helgafell Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík Verður þú næsti verðlaunahafi? Íslensku barnabókaverðlaunin tvöföld á næsta ári! edda.is Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í umslagi. Skagafjörður | Þrjár kindur voru nýlega sóttar inn á Hofsárafrétt, inn af Vesturdal í Skagafirði. Staðurinn er í um 550 metra hæð yfir sjó og lítinn gróður að hafa um þessar mundir. Menn frá Siglufirði sem voru þarna á ferð á jeppum fundu kind- urnar og gerðu þegar viðvart til byggða. Þeir höfðu ekki tök á að taka kindurnar með því þeir voru á leið uppá Sprengisandsleið en stað- settu þær með GPS-tæki. Veður hamlaði því í nokkra daga að hægt væri að sækja kindurnar. Þá var suðvestanátt ríkjandi en þá er hreint óveður þarna uppi þegar snjóinn skefur niður af Hofsjökli. Það voru bræðurnir Borgþór Borgarsson á Hofsvöllum og Smári Borgarsson í Goðdölum sem sóttu féð. Þeir fóru á snjósleðum með aftanísleða upp á Hofsfjall og síðan inn að Ásbjarnarvötnum, um 35 kílómetra vegalengd. Gekk leið- angur þeirra vel, tók alls um fjórar klukkustundir. Höfðu fært sig til Fundu þeir kindurnar við vötnin sem eru nokkuð austan við Ingólfs- skála og um átta kílómetra frá Hofsjökli. Um var að ræða á frá bænum Litluhlíð í Vesturdal og veturgamla kind frá Bústöðum í Austurdal. Þarna höfðu kindurnar hafst við um tíma, samkvæmt ummerkjum, en svæðið var leitað í haust og seinna fóru rjúpnaskyttur um án þessa að verða þeirra varir og er því ljóst að kindurnar hafa komið þangað í vetur. Þær höfðu haft ein- hverja snöp á vatnsbakkanum en voru þó orðnar verulega aflagðar. Kindurnar voru ein klakabrynja enda lítið skjól að hafa á þessum slóðum og eflaust hafa mörg vond veður skollið á þeim, í liðlega 550 metra hæð. Sýnir þetta enn einu sinni hvað íslenska sauðkindin er lífseig. Ljósmynd/Guðrún Baldursdóttir Menn og fé komið á vélsleðum niður af Hofsvöllum. Borgþór Borgarsson og Smári Borgarsson. Björguðu þremur kindum úr hagleysu við Hofsjökul Eftir Örn Þórarinsson ÞAGNARSKYLDA lækna við sjúk- linga sem bera fíkniefni í iðrum sér, svokölluð burðardýr eða gleyparar, var til umræðu á ráðstefnu fyrir lækna og lögreglumenn sem haldin var í liðinni viku. Ráðstefnan bar heitið Fíkniefni – samstarf og sam- skipti lögreglu og heilbrigðisyfir- valda og fluttu lögreglumenn, læknar og lögfræðingar erindi. Var ýmsum spurningum velt fram um hvernig takast ætti á við aukin fíkniefnavanda samfélagsins og þá sérstaklega hvað varðar sam- starf og samskipti lögreglu og heil- brigðisyfirvalda. Gunnar Ármannsson, lögfræðing- ur og framkvæmdastjóri Lækna- félags Íslands, sagði lagaumhverfi á Íslandi alveg skýrt í þessum efnum, læknum væri aðeins heimilt að rjúfa þagnarskyldu við sjúkling ef talið væri að brot varðaði tveggja ára fangelsisvist eða meira. Læknum skylt að sinna öllum Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, hafði frumkvæði að ráðstefnuninni og sagði hún að vandamálið væri ekki hvað gera ætti við efnin þegar þeim hefur ver- ið náð úr sjúklingnum, þeim væri komið til lögreglu og nafni þess sem þau bar haldið leyndu, en ýmsir sem ráðstefnuna sóttu höfðu velt þessari spurningu upp, meðal annars hjúkr- unarfræðingar á slysa- og bráða- deild. Sagði hún að vandamál væri til staðar þegar fólk ætlaði að fara með efnin í líkamanum af slysa- og bráðadeild vegna þess að það vildi ekki vera þar lengur þó þeim væri sagt að full þagnarskylda ríkti. Sagði hún að lagaheimildin væri ekki nógu skýr í þessum efnum og hana þyrfti að skoða betur. Þá sagði Kristín að enginnn vafi væri í sínum huga um það hverjum ætti að sinna og hverjum ekki, öll- um væri sinnt sem á þyrftu að halda. Ástríður Stefánsdóttir læknir benti á að aldrei mættu lögin verða til þess að fólk sem þyrfti á hjálp að halda leitaði hennar ekki vegna þess að þagnarskylda lækna væri rýmri en nú er. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, sagði að ekki væri ljóst hvar vista ætti fólk sem náðst hefði með fíkniefni innvortis meðan beðið væri eftir að þau skiluðu sér. Kristín sagði að það væri ekki stefnan hjá slysa- og bráðadeildinni að taka við slíku fólki en það væri velkomið ef það hefði einhver ein- kenni. Skildist henni að strandað hefði á því að fjármagn vantaði til að hafa eftirlit með þessu fólki og þar stæðu þessi mál enn. Þarf skýrari reglur Sigurður Guðmundsson land- læknir var fundarstjóri og sagði hann að sitt hlutverk væri að koma þessum málum á hreint. Sigurður sagði ljóst að þagnarskylda lækna hefði verið brotin hvað ofbeldisbrot gegn börnum varðaði og smitsjúk- dóma. Sagði hann við lok ráðstefn- unnar að í ljósi umræðunnar sem farið hefði fram á ráðstefnunni væru skilaboð þau að það þyrfti skýrari reglur og jafnvel skýrari lög varðandi þessi mál. „Það sýnist mér vera aðalverk- efni okkar. Það hefur ekki verið, svo ég viti til, formlegt samráð á milli lögregluyfirvalda og heilbrigðis- þjónustu um þessi mál og við mun- um reyna að bæta úr því og koma því á. Fyrsta umræða er hvort og hvernig unnt er að gera þessi mál skýrari,“ sagði Sigurður í lok ráð- stefnunnar. Þagnarskylda rýmri við fíkniefnabrot? Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Skýrari reglur þarf í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda ÓLYKT sem fundist hefur í nokkr- um íbúðum í Reykjavík stafar af efninu styrol, að því er fram kemur á vef umhverfissviðs. Þar segir að ekki sé um eiturgufur að ræða. „Lyktin sem hefur fundist að undanförnu í sumum íbúðum fólks stafar af skólplagnaviðgerð í göt- um. Þar eru eldri skólplagnir fóðr- aðar með nýju plastefni sem inni- heldur efnið styren eða styrol. Þetta efni er rokgjarnt og gufar því alltaf eitthvað af efninu upp þegar fóðrað er. Lyktin fer meðal annars eftir skólplögnum frá götum í heim- æðar íbúða,“ segir á vefsíðunni. Þar kemur fram að sé allt með felldu eigi lyktin ekki að berast inn í híbýli fólks en það geti þó gerst ef vatnslásar eru ekki í lagi eða ef rif- ur og smágöt eru á lögnunum. Haft er eftir Lúðvík Gústafssyni, deild- arstjóra mengunarvarna umhverf- issviðs, að gerist slíkt sé ráðlagt að leita til pípulagningamanns sem getur athugað málið og lagað lagn- irnar. Flokkast sem hættulegt efni Enn fremur er haft eftir Lúðvík að lykt af efninu styrol finnist við mjög lágan styrk efnisins, eða um 0,32 ppm. Það sé hundrað sinnum minna en leyfilegur styrkur þess í vinnuumhverfi þar sem fólk með- höndlar efnið. „Ekki er því hægt að tala um eit- urgufur,“ segir Lúðvík, „hins vegar er ekki útilokað að sumir geti fund- ið fyrir óþægindum þegar þeir finna lyktina af styrol. „Styrol er ekki eiturefni, en flokkast engu að síður sem hættulegt. Ef lyktin berst inn í íbúðir er besta ráðið að lofta út,“ segir á vef umhverfis- sviðs. Ólykt í íbúðum stafar af styrol RANNSÓKN hefur leitt í ljós að eld- urinn í Aðalstræti 25 á Ísafirði í lið- inni viku kviknaði í stofu. Einn mað- ur lést í eldsvoðanum og fannst hann skammt frá þeim stað sem eldurinn kviknaði. Réttarkrufning leiddi í ljós að hann lést af völdum reyksins sem myndaðist við eldsvoðann. Í tilkynningu frá lögreglunni á Ísafirði kemur fram að eldurinn kviknaði í tauklæddum stól, út frá opnum eldi. Ekki er hægt að fullyrða hvað það var sem kveikti eldinn en að sögn lögreglu telst m.a. sígarettuglóð og kertaljós vera opinn eldur. Eldurinn kviknaði í stól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.