Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árlega leita hundruðfjölskyldna á náð-ir hjálparsamtaka á Íslandi þar sem þær ná ekki endum saman. Sér- staklega þurfa margir á aðstoð að halda fyrir jólin, þar sem útgjöldin í desem- ber eru meiri en aðra mánuði. Fyrir þessi jól vinna Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Hjálpar- starf kirkjunnar sameig- inlega að jólaúthlutun í Sætúni 8, dagana 16., 19., 20., 21. og 22. desember. Fötum, bókum og leikföngum er úthlutað hjá Mæðrastyrksnefnd, Sólvalla- götu 48, alla miðvikudaga fram að jólum. Umsóknir vegna jólaút- hlutunar þurfa að berast í síðasta lagi nk. þriðjudag. Þá úthlutar Fjölskylduhjálp Ís- lands matvælum, fatnaði og jóla- gjöfum á hverjum miðvikudegi fram að jólum. Hjálpræðisherinn safnar árlega peningum fyrir þá sem minna mega sín og í fyrra söfnuðust um 2,5 milljónir í jóla- pottana þeirra. 400 umsóknir um aðstoð bárust hernum fyrir síð- ustu jól. Milli 3 og 4.000 fjölskyldur fá úthlutað í desember hjá Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur. Í ár starfar nefndin að úthlutun í sam- starfi við Hjálparstarf kirkjunnar en þar virðist fjöldi umsókna vegna jólaúthlutunar vera svipað- ur og í fyrra. Um 900 fjölskyldur eru á skrá hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands og í fyrstu jólaúthlutun, sem fram fór sl. miðvikudag, fengu yfir 100 fjölskyldur úthlutað. Öryrkjar virðast vera í meirihluta þeirra sem sækja aðstoð til hjálparsam- taka, en hópurinn er þó mjög fjöl- breyttur. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir að miðað við þá ásókn sem verið hafi í ár sé fjöldi þeirra sem þurfi að leita sér aðstoðar helmingi meiri nú en í fyrra. Hún segir hóp þeirra sem þurfi aðstoð hafa breyst, hann yngist og öryrkjum fjölgi. Þá hef- ur karlmönnum fjölgað og eru þeir nú um 24% þeirra sem fá að- stoð hjá nefndinni. Mæðrastyrksnefnd úthlutar á miðvikudögum allt árið um kring og vikulega sækja um 130–170 einstaklingar sér þangað aðstoð. Sá fjöldi margfaldast í desember en í fyrra úthlutaði nefndin til um 2.000 fjölskyldna, en ganga má út frá að 2,3 standi að baki hverri fjölskyldu. Telur Ragnhildur að miðað við ásókn sem verið hafi í ár verði sá fjöldi á milli 3 og 4.000 fyrir þessi jól. „Eftir því sem velmegunin verður meiri vaxa vandræðin hjá þessu fólki,“ segir Ragnhildur. Margar ástæður geti legið að baki því að fólk þurfi á aðstoð að halda. Hún bendir á að vinnumarkaður- inn sé orðinn mjög harður. Sú harka sem þar sé farin að ríkja hafi mikil áhrif á marga, ekki síð- ur ungt og vel menntað fólk en aðra. Það brotlendi eftir uppsögn og eigi erfitt með að hefja sig til flugs í lífinu að nýju. „Það eru mis- jafnar aðferðir við það að segja fólki upp og það eru ekki allir sátt- ir við það að þurfa að sæta þeirri meðferð, sem einkennist af margra mati af of mikilli hörku.“ Um 900 fjölskyldur eru á skrá hjá Fjölskylduhjálp Íslands að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns. Hún segir fleiri sækja eftir aðstoð Fjölskylduhjálparinn- ar nú en fyrir jólin í fyrra. Þegar sé búið að úthluta til yfir 100 fjöl- skyldna en úthlutunin fer fram á hverjum miðvikudegi fram að jól- um. „Ástandið er mjög slæmt og hefur síst lagast undanfarin ár,“ segir Ásgerður um aðstæður skjólstæðinganna. Hún segir ör- yrkja og eldri borgara áberandi en að einstæðir foreldrar og for- sjárlausir feður séu einnig fjöl- mennur hópur. En hópurinn er fjölbreyttur. Nýlega sótti þriggja barna ung móðir sem býr í leiguhúsnæði, eft- ir aðstoð. „Hún er í þremur störf- um til að hafa ofan í sig og á,“ seg- ir Ásgerður. Þá sé einnig um að ræða einstaklinga sem lent hafi í tímabundnum erfiðleikum. Námsmenn þurfa aðstoð í desember Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar segir að um 350 fjölskyldur muni fá aðstoð fyrsta dag jólaúthlutunar en ekki sé búið að taka fjölda umsókna í heildina saman, en úthlutað er til fjölskyldna burtséð frá búsetu. Fyrir jólin í fyrra voru afgreiddar yfir þúsund umsóknir auk þess sem um 800 fengu send svokölluð Bónuskort. „Það hefur verið aukning allt þetta ár,“ segir Vilborg en Hjálp- arstarfið úthlutar líkt og Mæðra- styrksnefnd og Fjölskylduhjálpin allt árið. Hins vegar koma lang- flestir í desember, en þann mánuð virðast margir ekki ná endum saman. Þá leita m.a. ungir, ein- stæðir foreldrar sem eru í námi eftir aðstoð og þeir sem lægstu launin hafa. Með samvinnu við Mæðrastyrksnefnd sé verið að einfalda úthlutunina fyrir skjól- stæðinga sem og fyrir þá sem gefa fé og vörur til hjálparstarfs sem þessa. Fréttaskýring | Hjálparsamtök úthluta matvælum, fötum og jólagjöfum Hundruð biðja um aðstoð Harka á vinnumarkaði veldur brotlend- ingu ungs fólks sem sagt er upp störfum Hjálpræðisherinn safnar fyrir bágstadda. Jólasteikin, fötin og leikföngin í jólapakkana  Þeir sem leita til hjálparsam- taka fá úthlutað kjöti, ýmsu með- læti, grænmeti, ávöxtum og ís, svo dæmi séu tekin. Þá er einnig hægt að nálgast jólagjafir handa smáfólkinu og föt. Öllu er þessu úthlutað af sjálfboðaliðum fyrir framlög frá fyrirtækjum og ein- staklingum. Vel hefur tekist að safna í ár en betur má ef duga skal þar sem þeim sem þurfa á aðstoð hjálparsamtaka að halda virðist fjölga ár frá ári. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Söngdagskrá á afmælisdegi Piaf! 19. desember kl. 21:00 á Stóra sviðinu Stekkjastaur kíkir í heimsókn í dag kl. 14-16 í Faxafeni 12. Glaðningur fyrir börnin. VERKEFNI sem miðar að því að fyrirbyggja þunglyndi hjá ung- mennum fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni Uppúr skúffunum, hagnýtingarverðlaunum Háskóla Íslands, sem veitt voru á föstudag. Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sál- fræði, er höfundur verkefnisins sem ber heitið „Hugur og heilsa“. Krist- ín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, veitti verðlaunin. Í öðru sæti varð verkefnið „Ice- landic On-line2“ sem er gagnvirkt íslenskunámskeið á netinu, en að- standendur þess eru Birna Arn- björnsdóttir, Kolbrún Friðriksdótt- ir, Áki G. Karlsson og fleiri frá Hugvísindastofnun HÍ. Verkefnið „Samspil gæðaþátta, fasteingaverðs og verðbólgu“, fékk þriðju verðlaun en Ásdís Kristjánsdóttir og Ásgeir Jónsson lögðu það fram. Uppúr skúffunum er samstarfs- verkefni Rannsóknaþjónustu HÍ, Tæknigarðs, rektors HÍ og A&P Árnasonar einkaleyfastofu. Mark- mið verkefnisins er að draga fram í dagsljósið hugmyndir sem nemend- ur og starfsfólk HÍ eru að vinna að. Fyrstu verðlaun voru 500.000 krón- ur, önnur verðlaun 300.000 og þriðju verðlaun 200.000. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þunglyndi, verðbólga og íslenskunámskeið Verðlaun veitt í samkeppninni Upp úr skúffunum VERKEFNIÐ Hugur og heilsa var unnið þannig að skimað var eftir þunglyndiseinkennum hjá krökkum í sex grunnskólum. Þau sem höfðu þróað með sér einkenni þunglyndis voru send á námskeið þar sem þeim var kennt að taka á niðurrifs- hugsunum, að sögn Eríks Arnar Arnarsonar, höfundar verkefnisins. Talið er að neikvæður þanka- gangur sem einkennir þunglyndi mótist á táningsaldri og má ætla að um helmingur ungmenna sem greinast með einkenni þunglyndis um 14–15 ára aldur fái sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tvítugt. „Eftirfylgni sýndi að 5% þeirra sem höfðu setið námskeiðið höfðu þróað með sér þunglyndi á meðan 20% þeirra sem sátu ekki námskeið höfðu þróað með sér þunglyndi,“ útskýrir Eiríkur og bætir við að rannsókninni hafi verið fylgt eftir hálfu, einu og tveimur árum eftir námskeið. Hann segir að með þessu hafi verið sýnt fram á að aðgerðir af þessu tagi virki og að hann vonist til að hægt verði að beita þessum aðferðum með víðtækum hætti í skólum og félags- og heilbrigðis- þjónustu í framtíðinni. Reynt að fyrirbyggja þunglyndi hjá ungmennum Á HEIMASÍÐU Barnalands eru nú í gangi umræðuþræðir þar sem fólk getur annaðhvort auglýst það sem það á of mikið af og vill gefa fyrir jól- in eða lýst eftir því sem það sárlega vantar. Eflaust eru margir sem geta ekki haldið eins gleðileg jól og þeir myndu vilja en svo eru líka þeir sem eiga meira en nóg fyrir sig og sína og gætu látið eitthvað frá sér fara sem komið gæti öðrum vel um jólahátíð- ina. Þræðirnir hafa verið í gangi und- anfarna daga og hafa margir hlutir komist í nýjar hendur, s.s. barnaföt, leikföng, kerrur og barnabílstólar, jólaskraut, jólatré og spariföt fyrir fullorðna. Umræðuþræðina á Barna- landi má finna undir umræða á net- inu, annað og heita þræðirnir Í jóla- andanum fyrir þá sem vilja auglýsa eitthvað til að gefa og Í jólaandanum – hin hliðin fyrir þá sem vilja lýsa eft- ir einhverju sem vantar. Jólagóð- verk á Barnalandi TENGLAR .............................................. http://barnaland.mbl.is/ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.