Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ M argt hefur brunnið á menntamálaráð- herra í haust og ljóst að engin lognmolla ríkir í málefnum mennta- og menn- ingarmála á Íslandi. Stúdentsprófin hafa verið í brennidepli, bæði fyrirhuguð stytting námsins og samræmdu prófin. Ríkisútvarpinu verður breytt í hlutafélag og í byrjun mánaðar- ins var upplýst í hvaða farveg kennsla í listdansi á að fara þegar Listdansskóli Íslands verður lagður niður. Langur aðdragandi Listdansskólamálsins Í umræðunni um málefni Listdansskóla Ís- lands hefur það sjónarmið heyrst að ákvörðun um að leggja skólann niður, hafi borið brátt að. Var ekki hægt að hafa fyrirvarann lengri? „Það kann að virka eins og þetta hafi borið brátt að, en aðdragandinn var orðinn langur. Það var líka ákveðið að greina frá því strax sem væri í uppsiglingu og þar með gefa árs fyrirvara til að menn gætu lagað sig að nýju og breyttu umhverfi námsins,“ sagði Þorgerður Katrín. Listdansskólinn sat eftir í ljósi formbreytingar sem gerð var 1996. Þá var tekin ákvörðun um að grunnnám yrði á vegum sveitarfélaga en fram- haldsnám á vegum ríkisins. Ríkið rekur nú eng- an listnámsskóla nema Listdanskólann. Þor- gerður Katrín segir að það hafi verið til umræðu innan ráðuneytisins um nokkurra ára skeið að samræma nám í listdansi námi í öðrum listgrein- um og skólakerfinu í heild. Hún kveðst hafa gef- ið þau fyrirmæli, varðandi breytta listdans- kennslu, að tryggja yrði samfellu í námi allt frá upphafi grunnstigs og til loka framhaldsstigs. „Ég þekkti til forvera Listdansskólans meðan hann var í Þjóðleikhúsinu og hef einnig fylgst með skólanum í breyttu fyrirkomulagi, enda margir sem ég þekki sem hafa stundað listdans eða eiga börn í skólanum. Ég gerði mér því ljósa grein fyrir þýðingu þess að samfella yrði í nám- inu og að framhaldsstigið yrði ekki slitið úr tengslum við grunnstigið. Ég skildi vel áhyggjur sem bæði foreldrar, listdansnemar og fleiri létu í ljós. Skólinn hefur skilað ágætum árangri og gert miklar gæðakröfur. Við höfum gengið út frá því að samfellan haldist og að listdansinn styrkist. Með þeirri breytingu sem gerð hefur verið erum við bæði að fjölga tækifærum fyrir nemendur, sem vilja læra listdans, og eins þá sem vilja byggja upp kennslu í listdansi.“ Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing menntamálaráðuneytisins, Menntaskólans í Hamrahlíð og Dansmenntar ehf., um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi. Þorgerð- ur Katrín sagði að Dansmennt ehf. myndi einnig taka við nemum á grunnstigi. „Ég hef lagt ríka áherslu á það við mitt fólk að það eru ekki allir nemendur Listdansskólans í framhaldsskóla, þótt flestir séu það. Það þarf einnig að tryggja þeim nemendum, sem hafa burði til að verða afburðadansar og vilja helga sig dansinum, svigrúm til að gera það.“ Tækifærum dansnema fjölgar Þorgerður Katrín sagði að með samkomulag- inu við MH væri verið að tryggja að á fram- haldsskólastigi yrði a.m.k. einn kjarnaskóli í list- dansi, sem hefði burði til að sinna honum. „Það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að aðrir framhaldsskólar bjóði nemendum sínum upp á listdans sem valgrein. Við erum að fjölga tæki- færum nemenda í fleiri skólum en MH. Til lengri tíma litið má gera ráð fyrir að einkaskól- um fjölgi sem hafa metnað og burði til að bjóða upp á listdans. En kennslan verður að vera sam- kvæmt námsskrá.“ Lögð hafa verið fram drög að námsskrá fyrir listdans á framhaldsstigi og eru þau nú til um- sagnar hjá hagsmunaaðilum. Stefnt er að því að námsskráin verði tilbúin í kringum áramótin. Fljótlega hefst vinna við gerð námsskrár fyrir listdanskennslu á grunnstigi. Þorgerður Katrín segir að slík samræmd námsskrá um kennslu í listdansi hafi ekki áður verið samin hér á landi. Hún mótmælir því að ekki hafi verið haft sam- ráð við breytingar á náminu. „Við höfum hlustað á raddir nemenda, for- eldra, talað við listdansara og helstu listdans- arar landsins hafa komið mjög ákveðnum skila- boðum á framfæri.“ Innlend dagskrárgerð verði efld Þorgerður Katrín hefur lagt fram frumvarp um breytingu Ríkisútvarpsins (RÚV) í hluta- félag. Þar er einnig kveðið á um breytta stjórn stofnunarinnar. En má vænta einhverrar grundvallarbreytingar á dagskrárstefnunni? „Við mótum meginrammann og leggjum RÚV ákveðnar skyldur á herðar. Það er hins vegar útvarpsstjóra að útfæra og framkvæma menningarskyldur RÚV,“ sagði Þorgerður Katrín. „Í frumvarpinu er meginhlutverk Rík- isútvarpsins skilgreint og hvað fellur undir al- mannaþjónustuhlutverkið. Það er tvíþætt: Að Ríkisútvarpið haldi uppi öflugri fréttaþjónustu og að það sinni menningarhlutverki sínu. Við treystum stjórn stofnunarinnar og útvarps- stjóra fyrir því að Ríkisútvarpið miðli því sem lög kveða á um, þar á meðal menningarefni. Það er þeirra að ákveða hvort helmingurinn verður leikið efni, fræðsluefni, eða hlutfall barnaefnis aukið. Ég vildi t.d. gjarnan sjá að meira innlent efni verði textað í Sjónvarpinu. Ég tel að svigrúm þeirra sem koma til með að stjórna Ríkisútvarpinu verði mjög mikið. Við Páll Magnússon, útvarpsstjóri, höfum bæði metnað til að efla innlenda dagskrárgerð. Við höfum rætt okkar á milli hvort fara eigi svipaða leið og BBC. Þar var gerður ákveðinn sáttmáli milli BBC og menningarmálaráðherra landsins. Í Danmörku settu ráðherra menningarmála og forstjóri Danmarks Radio fram ákveðin fyrir- heit um að efla innlenda dagskrárgerð, barna- efni og fleira. Við sjáum fyrir okkur að við get- um gert eitthvað í þá veru.“ Þorgerður Katrín var yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar RÚV 1997–99 og þekkir því vel til innan stofnunarinnar. Spurð um breytingar á tekjustofnum RÚV og innheimtu afnotagjalda sagði hún að eðlilega vildi útvarps- stjóri auka tekjur stofnunarinnar. „Fyrirkomulag innheimtu afnotagjalda verð- ur óbreytt næstu tvö árin. Þá tekur nefskattur við. Ég tel ýmsar leiðir færar til að nýta betur fjármagn sem RÚV fær nú þegar.“ Kostun dagskrár á mörkunum Ríkisútvarpið verður áfram á auglýsinga- markaði, „eins og sakir standa“ að sögn Þor- gerðar Katrínar. Hún segir að upp að vissu marki sé hægt að flokka auglýsingar undir al- mannaþjónustu vegna mikillar útbreiðslu Rík- isútvarpsins. Auglýsendur hafi barist fyrir því að RÚV verði áfram á auglýsingamarkaði og eins hefur verið bent á að hverfi það af ljós- vakamarkaði auglýsinga verði ekki næg sam- keppni. En hvað um kostun dagskrárliða, á rík- isstofnun að ganga um í einkageiranum og afla styrkja til dagskrárgerðar? „Ég get að mörgu leyti tekið undir gagnrýni sem beint hefur verið að kostun í Ríkisútvarp- inu. En ég vek athygli á því að útvarpsréttar- nefnd er að fara yfir þessi mál og mun m.a. setja leiðbeinandi reglur um kostun. Kostunin er að skila Ríkisútvarpinu nokkrum tekjum, en mér finnst á mörkunum að stofnunin eigi að halda áfram á þeirri braut.“ Alþingi á að kjósa stjórn Ríkisútvarpsins hf. Verður einhver munur á henni og útvarpsráði? „Það verður grundvallarbreyting frá því fyr- irkomulagi sem nú gildir. Einu afskipti stjórnar Ríkisútvarpsins hf. af dagskrárvaldi verða að ráða og reka útvarpsstjóra. Stjórnin mun fyrst og fremst einbeita sér að rekstri hlutafélagsins. Það er alltaf umhugsunarefni hverjir eigi að velja fólk í stjórnir ríkisfyrirtækja. Eru alþing- ismenn og flokkarnir eitthvað verr til þess falln- ir en hagsmunasamtök eða félög? Þeir hafa þó lýðræðislegt umboð á bakvið sig.“ Þorgerður Katrín segist muni leggja á það áherslu að í fimm manna stjórn Ríkisútvarpsins hf. verði tilnefndir einstaklingar sem hafa reynslu af rekstri fyrirtækja. „Stjórnin mun starfa á rekstrarlegum forsendum. Ég vona að þeir sem veljast í hana hafi góða almenna þekk- ingu og ekki verður verra að þeir hafi þekkingu á rekstri.“ Efast um ágæti samræmdra prófa Þú sagðir á Alþingi nýlega að nauðsynlegt væri að „fara yfir framkvæmd samræmdra stúdentsprófa“. Er ekki eitthvað fleira en fram- kvæmdin sem þarf að endurskoða, í ljósi þess hvernig námsmenn brugðist við nýafstöðnum samræmdum prófum? „Ég vil taka fram að ég var ekki að gagnrýna framkvæmd Námsmatsstofnunar varðandi samræmdu stúdentsprófin. Hún hefur skilað sínu faglega hlutverki. Ég átti almennt við það fyrirbæri sem kallast samræmd próf. Sam- ræmdu stúdentsprófin voru samþykkt á Alþingi 1996 og þá greiddi enginn flokkur atkvæði gegn þeim. Þau nutu víðtæks stuðnings. Þeim var m.a. komið á fyrir áeggjan háskólanna. Fram- kvæmd þeirra var nýhafin þegar ég kom til starfa hér í ráðuneytinu. Ég get alveg upplýst að þegar kom til tals í þingflokki sjálfstæðismanna 2002–3, að fara af stað með samræmdu stúd- entsprófin, hafði ég miklar efasemdir og lét í ljós það álit mitt að samræmd próf gengju þvert á það sem við hefðum stefnt að. Það er að hafa svigrúm og fjölbreytni innan skólakerfisins og reyna að draga úr einsleitninni. En það þýðir lít- ið fyrir mig að koma í ráðuneytið og breyta stefnunni, vegna persónulegra skoðana, þegar ákvörðun hefur verið tekin á faglegum forsend- um og á grundvelli lagasetningar frá Alþingi. Nú finnst mér ég hafa fengið upp í hendurnar mjög sterkar forsendur og tækifæri til að fara yfir þetta. Það hefur komið fram að háskólarnir eru ekki að nota samræmdu stúdentsprófin, þrátt fyrir að hafa óskað eftir þeim. Ég tel einn- ig mikilvægt að kannaðar séu aðrar leiðir til að mæla gæði skólastarfs. Þess vegna vil ég kalla til ráðslags aðila sem hafa haft skoðun á málinu, eins og nemendur, kennara, skólameistara, há- skóla og Námsmatsstofnun.“ En verður brugðist við því á einhvern hátt að stúdentsefni víða um land hunsuðu prófin, með því að skila auðu eða skrópa? „Það eru lög í landinu og mjög alvarlegt ef forsvarsmenn stofnana, hvað þá alþingismenn, hvetja til óhlýðni við lög í landinu. Ég sé þó ekki Með framtíðina í Morgunblaðið/Golli „Þetta ráðuneyti er að mínu mati með einhverja mikilvægustu málaflokka ríkisins. Það er einna helst hér sem verið er að höndla með framtíðina.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, stýrir málaflokkum sem skipta miklu fyr- ir framtíð lands og þjóðar. Guðni Einarsson ræddi við ráðherrann um samræmd stúdentspróf, stytt- ingu framhaldsskólans, listdans- nám, Ríkisútvarpið og samræm- ingu starfs og fjölskyldulífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.