Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 11 að sérstaklega verði brugðist við þessari hegðun námsmanna, en hún er ekki til eftirbreytni. Það er hægt að fara í mótmælagöngur og gera ým- islegt, en maður hlýðir lögum. Stundum sér maður ekki þörfina fyrir götuvita á tilteknum gatnamótum, en maður stoppar samt þegar maður lendir þar á rauðu ljósi.“ Hefur það verið rætt við háskólana að þeir skyldu óska eftir samræmdum stúdentsprófum, en nota þau almennt ekki? „Ég hef hreyft athugasemdum við þá há- skólamenn sem ég hef hitt en við höfum ekki gert athugasemdir við þetta með formlegum hætti, enda ekki okkar hlutverk að segja háskól- unum fyrir verkum hvað þetta varðar. Þeir voru hins vegar mjög áfram um að hafa þessi próf og hefur Háskóli Íslands fagnað þeim og óskað eft- ir því við ráðuneytið að þeim verði fjölgað. Því var óneitanlega skringilegt að sjá þau skilaboð sem framhaldsskólanemar fengu frá háskólum.“ Svigrúm til styttingar náms Áform um styttingu náms til stúdentsprófs á framhaldsskólastigi hafa mætt mikill andstöðu, ekki síst innan framhaldsskólans. Bent hefur verið á að skynsamlegra væri að stytta grunn- skólann. Hefði ekki þurft að ná betri samstöðu áður en ákvörðun var tekin? „Þetta er búið að vera í umræðu frá 1994 og var sett fram sem framtíðarmarkmið 1996 í skýrslu um mótun menntastefnu. Í byrjun þess- arar aldar var leitað til allra fagaðila, kennara almennt og námsgreinafélaga kennara, fræðslu- stjóra, háskólamanna og sveitarfélaga. Þetta hefur fengið mikla umræðu. Það hafa veirð skrifaðar tvær stórar skýrslur. Fyrst 2003 þar sem Jón Torfi Jónasson, frá Háskóla Íslands, fór yfir málið. Í kjölfar hennar komu ýmsar at- hugasemdir og ábendingar. Svo kom „bláa skýrslan“ svokallaða sem lagði til ákveðna mála- miðlun og sú varð niðurstaðan. Ég fór m.a. í alla framhaldsskólana til að ræða milliliðalaust við skólamenn. Þegar upp var staðið var niðurstað- an annars vegar sú að það væri í lagi að stytta námið og breyta námsskipuninni, bara ekki hjá þeim. Frekar í grunnskólanum. Hins vegar þyrfti að gefa þessu meiri tíma. Ég ákvað að verða við því og við byrjum með þetta 2009 í stað 2008.“ Þorgerður Katrín minnir á að grunnskólinn hafi lengst um sem svarar tveimur árum í kennslustundum talið og framhaldsskólinn um tólf vikur á umliðnum árum. Þannig hafi bæst 2.700 klukkustundir í skólakerfið á leiðinni til stúdentsprófs, án þess að námsefni hafi verið bætt við á móti. Hún segir að Íslendingar noti langflestar stundir til undirbúnings fyrir stúd- entsprófin af öllum Norðurlandaþjóðum. Þrátt fyrir að eitt ár falli úr framhaldsskólanum mun- um við samt verja lengstum tíma í þetta nám í kennslustundum talið. Eftir styttingu námstím- ans hér verðum við með 10.350 klukkustundir að baki stúdentsprófinu. Finnar, sem að margra mati séu með eitt besta skólakerfið, noti 8.800 klst., Norðmenn um 9.500 klst. og Danir og Sví- ar um 10 þúsund klst.. Hér sé því meira svigrúm til styttingar námsins. Verra að stytta grunnskólann Varðandi það að stytta grunnskólann segir Þorgerður Katrín það stórmál. „Ég á eftir að sjá menn leggja það til í alvöru og standa við að skólaskyldan verði stytt, en ein- mitt það eru þeir að leggja til sem segja að frek- ar eigi að stytta grunnskólann. Ég tel grunn- skólann vera verndað umhverfi sem hentar börnunum mjög vel. Rannsóknir og greining gerði könnun fyrir Lýðheilsustofnun sem sýndi að strax eftir grunnskóla jókst hættan á notkun áfengis og vímuefna. Viljum við færa þá áhættu niður um eitt ár? Eins hefur verið bent á að það sé óheppilegt að ætla börnunum að velja of snemma sérhæfingu í námi. Það hefur verið tal- inn kostur að hafa svigrúm til 16 ára aldurs um hvaða námsbraut er valin, bóknám eða starfs- nám. Víða er fólk að senda 16 ára unglinga í framhaldsskóla utan heimabyggðar. Mörgum þykir það alveg nógu snemmt og vilja ekki að það færist niður í 15 ára. Hins vegar er hægt að nota svigrúm sem myndast hefur innan grunn- skólans betur.“ Við endurskoðun námstíma til stúdentsprófs segir Þorgerður Katrín að höfð hafi verið nokk- ur leiðarljós. Í fyrsta lagi var litið á skólakerfið sem eina heild. Hún telur þörf á auknu samstarfi og flæði milli leikskóla og grunnskóla. Eins þurfi að auka flæði og samvinnu milli grunn- og fram- haldsskóla. Í öðru lagi þurfi að viðhalda fjöl- breytni í skólastarfi og helst að auka hana. Passa þurfi upp á svigrúmið og eflingu sjálf- stæðis skólanna. Í þriðja lagi þurfti að taka mið af alþjóðlegri þróun. „Framhaldsskólinn er undirbúningur fyrir háskólanám og hvað erum við að gera á háskóla- stigi? Þar erum við að samræma okkur öðrum Evrópuþjóðum og taka upp Bologna-ferlið þar sem grunnnám er þrjú ár, meistaranám tvö ár og doktorsnám þrjú ár. Ætla Íslendingar einir þjóða að senda sína nemendur í háskóla með 14– 15 ára skólagöngu að baki á meðan nemendur í öllum öðrum ríkjum sem við berum okkur sam- an við hefja háskólanám að loknum 12–13 árum? Raunin er sú að fjöldi nemenda ver fimm árum í framhaldsskóla til stúdentsprófs, jafnvel meira. Meðaltalið er 4,9 ár þótt flestir ljúki vissulega stúdentsprófi á um fjórum árum. Með þessari breytingu færist það meðaltal ef til vill niður í fjögur ár.“ Fjögurra ára stúdentsnám mögulegt Þorgerður Katrín sagðist hafa hlustað sér- staklega á röksemdir bekkjarskólanna. „Þótt fjölbrautakerfið hafi aukið á fjölbreytnina og bjóði upp á umhverfi sem hentar mjög ólíkum einstaklingum bjóða bekkjarskólarnir einnig upp á umhverfi sem hentar mjög mörgum. Bekkjarskólarnir eru hræddir við að þessar breytingar komi niður á þeirra starfi. Ég lét skoða gaumgæfilega hvað hægt væri að gera til að koma til móts við kröfur þeirra. Ein leið er að losa um námsskrána þannig að kjarninn verði ákveðinn, íslenska, enska og stærðfræði. Síðan hafi skólarnir sjálfdæmi um hvernig þeir móta sína námsskrá. Það býður upp á að þeir sérhæfi sig. Afleiðing þess verður aukin fjölbreytni. Við eigum e.t.v. eftir að sjá einn skóla sérhæfa sig í stærðfræði og raungreinum og annan í t.d. forn- málum eða einhverju öðru. Ef bekkjarskólarnir vilja áfram hafa fjögurra ára nám þá er ekkert því til fyrirstöðu. Það er í lagi svo lengi sem þeir halda sig við gildandi námsskrá. Þeir bæta þá við áskilið námsefni. Það eru margir stúdentar að útskrifast úr áfangakerfinu með 180–190 ein- ingar í stað þeirra 140 sem krafist er. Slíkt svig- rúm hefur hins vegar ekki verið til staðar innan bekkjakerfisins. Ég tel ekki rétt að þvinga alla í einhverja spennitreyju. Það er hlutverk menntayfirvalda að móta almenn viðmið í gegn- um námsskrá. Það er mikilvægt að skólarnir hafi frelsi og svigrúm til að móta sér sína skóla- og námsstefnu innan þess ramma. Við eigum ekki og ætlum ekki að steypa alla skóla í sama mót. Við stefnum hins vegar að því að breyta viðmiðum í námsskrá þannig að stúdentspróf miðist almennt við þrjú ár í stað fjögurra. Um leið verðum við að veita skólum sjálfstæði til að móta það hvernig þeir nálgast þessa breytingu.“ Þorgerður Katrín segir að margir hafi bent á hvað árin í framhaldsskóla séu frábær tími. Vissulega séu þau það, en það sé einnig þjóð- hagslega hagkvæmt að stytta skólann og per- sónulega hagkvæmt fyrir einstaklinga að auka ævitekjurnar. Þá bjóði styttingin upp á tækifæri fyrir unga fólkið að geta séð sig um í heiminum og kynnst nýjum menningarheimum. Samkeppni og samvinna Þau sjónarmið hafa heyrst að háskólarnir séu mjög ólíkir og að Háskóli Íslands standi helst undir því að kallast rannsóknarháskóli. Stendur til að samræma kröfur til háskóla? „Ég heyri stundum á fólki innan Háskóla Ís- lands að hinir háskólarnir séu ekki alvöru há- skólar. Ég vil leyfa mér að mótmæla því. Það er ljóst að Háskóli Íslands er á vissan hátt flagg- skip. Innan hans er íslenskukennslan, hugvís- indin og læknadeildin svo nokkuð sé nefnt. Hann er með námsframboð sem aðrir hafa ekki og byggir á langri reynslu, þekkingu og færni. Samkeppni var eitthvað það besta sem gat kom- ið fyrir Háskóla Íslands, enda hefur hann staðið sig frábærlega í henni.“ Þorgerður Katrín segir að margir telji að þró- un undanfarinna ára, fjölgun háskóla og nem- enda á háskólastigi, hafi orðið af sjálfu sér. Svo sé að sjálfsögðu ekki. Þetta sé árangur mark- vissrar uppbyggingar og hvatningar. „Það vekur oft furðu mína þegar menn ræða, að því er virðist í alvöru, um niðurskurð til há- skólamála. Ef við lítum til áranna 2000–2005 þá jukust framlög til háskólanna um rúmlega 50% og fjöldi nemenda í háskólanámi jókst um helm- ing. Ég fæ ekki séð að þetta sé til marks um eitt- hvað meint áhugaleysi stjórnvalda á háskóla- málum. Þvert á móti. Við höfum markvisst verið að auka útgjöld til háskólamála hraðar en flestar aðrar þjóðir. Útgjöld Íslendinga til háskólamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru um með- altal OECD-ríkjanna árið 2002. Með þeirri aukningu sem hefur orðið síðan stefnum við hraðbyri í að komast í hóp þeirra þjóða í heim- inum sem verja hæsta hlutfalli til háskólamála. Við höfum haldið þessari þróun áfram. Stjórn- arandstaðan hefur gagnrýnt okkur fyrir það í fjárlagaumræðunni að vera að svelta háskólana. Ég bendi á þær tölur sem ég nefndi og að í fjár- lögum þessa árs er gert ráð fyrir 13% aukningu til menntamála á milli ára. Þetta er langt um- fram hækkanir til nær allra annarra málaflokka og sýnir þá áherslu sem ríkisstjórnin leggur á menntamál. Framlög til kennslu í háskólunum hækka á milli ára um 11,3% að meðaltali og til rannsókna í háskólunum um 22,5%. Við erum því ekki að skera niður til háskólamála heldur þvert á móti að stórauka þau. Það er einnig rétt að taka fram, vegna umræðu um Háskólann á Akureyri, þá hafa framlög til hans aukist meira og hraðar en til annarra háskóla undanfarin ár og búast má við að þau muni gera það áfram. Aukningin til HA á föstu verðlagi var um 114% á árunum 2000–2005. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir því að framlög til kennslu hækki um 16,1% á milli ára og framlög til rannsókna um 18,7%. Það er hins vegar alltaf hægt að koma með yfirboð og segja sem svo að gera eigi betur. Menn verða hins vegar að eiga það við sjálfa sig hversu mikla ábyrgð slíkt sýnir. Þorgerður Katrín segir að hér sé algengara en víða annars staðar að eldra fólk fari í há- skólanám. Bæði fólk sem lokið hefur námi og vill bæta við sig og það sem ákveður að láta gamlan draum rætast og fara í háskólanám. „Nú er komið að næsta stigi í háskólaþróun- inni. Það er að ræða um gæðamál innan háskól- anna og hvert við stefnum eftir þessa miklu þenslu,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég mun kynna fljótlega nýtt frumvarp til laga um há- skóla. Þar verður meginhugsunin að efla sjálf- stæði háskólanna en um leið að gera ríkar kröf- ur um að skólarnir uppfylli alþjóðlega staðla um gæðaviðmið. Þetta er bráðnauðsynlegt.“ Þorgerður Katrín segir að það hafi sýnt sig að samkeppni milli háskólanna hér hafi leitt margt gott af sér eins og fjölgun valkosta fyrir náms- menn, aukið námsframboð og fjölgun háskóla- nema. Þrátt fyrir samkeppnina sé samvinna einnig að aukast og nefnir hún Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands til dæmis um það. En íslensku skólarnir eiga einnig í harðri sam- keppni við erlenda háskóla, m.a. um fjármagn úr alþjóðlegum rannsóknasjóðum. „Háskólarnir og stjórnendur þeirra gera sér grein fyrir því að til þess að standast samkeppn- ina erlendis frá, bæði um styrki úr sjóðum og á öðrum sviðum, þurfa gæðamálin, skipulagið og stjórnsýslan að vera í lagi.“ Samræming einkalífs og embættisanna Embætti mennamálaráðherra er viðamikið og snertir fjölmennar starfsstéttir. Þorgerður Katrín segir að margir óski eftir að hitta sig að máli og það er aldrei skortur á verkefnum. „Ég held að hér sé mest ásókn í að hitta ráð- herrann að máli af öllum ráðuneytum. Þegar ég kom til starfa lá fyrir töluverður listi með nöfn- um þeirra sem óskuðu eftir viðtali. Ég tek á móti tugum manns í hverri viku og reyni að gera mitt besta. Miðvikudagsmorgnar eru yfirleitt frá- teknir í viðtöl, svo reyni ég að taka á móti fólki eftir því sem tíminn leyfir aðra daga. Mér telst svo til að ég hafi frá því ég tók við embætti átt á annað þúsund fundi með einstaklingum eða hóp- um um margvísleg málefni. Oft eru þetta erindi sem hægt er að leysa með einu símtali. Það skiptir einfaldlega máli að koma þeim í ákveðinn farveg. Einn kosturinn við okkar frábæra sam- félag er hve auðvelt er að ná í ráðherra sam- anborið við önnur lönd.“ Þorgerður Katrín segir að umfang mennta- málaráðuneytisins hafi aukist mjög á fáum ár- um. Það sjáist greinilega á útgjöldunum til málaflokkanna. „Þeir málaflokkar, sem við er- um með, heyra undir þrjú ráðuneyti í Dan- mörku! Við erum með öll skólastigin frá leik- skóla upp í háskóla, menningarmálin, vísindamálin, íþróttamálin, æskulýðsmálin, fjöl- miðlamálin og safnamálin svo ég nefni það helsta. Það mætti tína margt fleira til.“ Forveri þinn í embætti, Björn Bjarnason, er þekktur fyrir að nota netið og tölvupóst með áhrifaríkum hætti. Er það aðferð sem gæti kom- ið fleiri ráðherrum að gagni? „Ég nota töluvpóst mjög mikið og á mikil samskipti í gegnum hann. Ég vil hins vegar hafa stjórn á tölvupóstinum eins og símhringingun- um. Ég vil ákveða sjálf hvort ég svara tölvu- pósti, eins og ég ákveð hvort ég tek símann eða ekki. Tölvupóstur kemur ekki í stað formlegra samskipta í gegnum ráðuneyti og opinberar stofnanir í gegnum bréf. Því miður eru einnig mörg dæmi um að tölvupóstur sé misnotaður með margvíslegum fjöldasendingum. Þá eru því miður einnig allt of mörg dæmi um að menn sendi alls kyns óþverra í gegnum tölvupóst, sem er þá allt í einu kominn inn á borð til manns. Þá er ég ekki endilega að tala um minn tölvupóst, ég hef hins vegar séð og heyrt af mörgum dæm- um um þetta. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég ætti að koma mér upp heimasíðu og allt eins líklegt að ég láti verða af því einhvern daginn. En ég vil að heimasíður séu virkar og Björn Bjarnason er gott dæmi um hvað hægt er að gera frábæra hluti í í gegnum heimasíðu. En ég verð að for- gangsraða og skipuleggja tímann vel. Ég er með þrjú lítil börn og verð að játa að ég vil heldur vera með þeim en að sitja sífellt við tölvuna þeg- ar ég er loksins komin heim.“ Þorgerður Katrín og eiginmaður hennar, Kristján Arason, framkvæmdastjóri í KB banka, eiga tvo syni, 10 og 6 ára, og tveggja ára gamla dóttur. Hvernig gengur að samræma for- eldrahlutverkið og krefjandi starf ráðherrans og stjórnmálamannsins? „Ef ég á að vera hreinskilin þá er oft erfitt að samræma vinnu og fjölskyldulíf, en það er hægt. Ungt fjölskyldufólk með lítil börn á að fá tæki- færi til að taka þátt í hringiðu stjórnmálanna og vera í forystu á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Sama gildir um stjórnun fyrirtækja. Það er sí- fellt verið að segja að það verði að skapa þannig andrúmsloft og umhverfi í þjóðfélaginu að fólk með ung börn geti tekið þátt í stjórnmálum og verið í umfangsmiklum störfum. Þegar á reynir vill þetta gleymast eða það er gengið út frá því vísu að sama gamla mynstrið sé enn í gildi. Að þetta sé helst fyrir eldra fólk með börn farin að heiman! Ég held að það skipti máli að við, sem erum að koma inn í stjórnmálin og erum með ungar fjölskyldur, gefum tóninn. Að við sýnum að þetta sé hægt. Ég er svo lánsöm að eiga mjög stóra fjölskyldu sem gerir okkur hjónunum þetta kleift. Kristján minn er einnig í afar krefj- andi starfi. Öll tímaskipulagning miðast við það að geta sinnt annars vegar vinnunni og hins veg- ar að hafa tíma fyrir fjölskylduna. Nærveru menntamálaráðherra, sem líka er ráðherra menningarmála, er víða óskað. En vegna barnanna fer ég ekki eins mikið á kvöldin og for- verar mínir hafa gert, hvort sem um sýningar, opnanir eða aðra viðburði er að ræða. Mér þykir að sjálfsögðu mjög vænt um að það er sífellt ver- ið að hugsa til mín. Ég reyni að fara eins mikið og ég get og best þykir mér að geta tekið börnin með. Viðhorfin eru að breytast. Þegar kvöldfundir eru á Alþingi og mér hefur einhverra hluta vegna ekki tekist að útvega barnapössun þá eru þingmenn mjög skilningsríkir á mína fjarveru. Þegar ég lít um öxl, eftir tvö ár í þessu embætti, er reynsla mín sú að ef ég gef þá skýringu að ég þurfi að vera heima hjá fjölskyldunni hafa flestir skilning á því. Þess vegna þykir mér það gam- aldags sjónarmið þegar verið er að gagnrýna ráðherra fyrir að fara á fundi, hvort sem er inn- anlands eða erlendis, og verið er að væna þá um að eyða tíma að óþörfu þegar þetta er í raun tími frá fjölskyldu. Allar ferðir sem ég fer eru mjög klipptar og skornar. Mér þykir ekkert jafn lýj- andi og ferðalög, eins og þau geta verið fræðandi og skipt miklu varðandi samskipti við aðrar þjóðir.“ Viðskiptavinir ráðuneytisins En fer menntamálaráðherrann í kennaravið- töl og á foreldrafundi í skólum barnanna? „Við hjónin reynum að skipta því á milli okk- ar. Ég verð að viðurkenna að mér þykir gaman að fara í skólann og sjá skólastarfið sem foreldri. Maður er daglega að fjalla um skólakerfið og allt sem því viðkemur. Auðvitað blundar sú hugsun alltaf með mér hvort þær ákvarðanir sem ég tek séu ekki þær einu réttu fyrir börnin mín og börn þessa samfélags. Að vera menntamálaráðherra er mest gefandi og skemmtilegasta starf sem ég hef sinnt um ævina. Þetta ráðuneyti er að mínu mati með einhverja mikilvægustu málaflokka ríkisins. Það er einna helst hér sem verið er að höndla með framtíðina. Stundum þarf maður því að anda djúpt og rifja upp fyrir hverja maður er að vinna. Ég, eins og flestir, á líka börn sem eru viðskiptavinir þessa ráðuneytis!“ höndunum gudni@mbl.is „Auðvitað blundar sú hugsun alltaf með mér hvort þær ákvarðanir sem ég tek séu ekki þær einu réttu fyrir börnin mín og börn þessa samfélags.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.