Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frásögnin af vitringunumþremur, sem er að finna í 2.kafla Matteusarguðspjallsog hefur um aldir verið óað-skiljanlegur hluti jóla krist- inna manna, er einhver sú allra þekktasta í Biblíunni, enda yfir henni einhver ljómi, sem erfitt er að út- skýra nákvæmlega. Um þessa aust- rænu, dularfullu og greinilega auð- ugu ferðalanga hefur töluvert verið ritað síðan þá, enda vakna margar spurningar við lesturinn. Þessu greinarkorni er ætlað að svara einni þeirra í fáeinum orðum, og hún er svona: Af hverju færðu þeir Jesú- barninu ofannefndar gjafir, en ekki einhverjar aðrar? Gjafirnar Á gull er minnst 439 sinnum í Bibl- íunni, þar af 403 sinnum í Gamla testamentinu, og 36 sinnum í Nýja testamentinu, og er engin málmteg- und önnur nefnd þar jafn oft. Reyk- elsi kemur fyrir 146 sinnum, þar af 136 sinnum í Gamla testamentinu, og 10 sinnum í Nýja testamentinu. Og myrru er getið 16 sinnum, þar af 13 sinnum í Gamla testamentinu, og þrisvar sinnum í Nýja testamentinu. Um gull, sem Biblían notar 13 mis- munandi orð yfir (á hebresku), er samt óþarfi að fjölyrða hér, nóg að geta þess, að lítið var um þennan málm frá náttúrunnar hendi í Gyð- ingalandi sjálfu. Aðallega kom hann þangað frá Arabíu, Armeníu, Egyptalandi og Persíu, og e.t.v. Ind- landi, Núbíu og Suður-Afríku. Í Gamla testamentinu eru m.a. nafn- greindir staðirnir Havíla, Ófír, Parvaím, Reama, Saba, Tarsis og Úfas. Í Opinberunarbókinni (3:18) er gull notað í yfirfærðri merkingu, sem andleg verðmæti, en þar eru líka öld- ungarnir 24 á himnum sagðir með gullkórónur (4:4), og hin nýja Jerú- salem mun verða byggð úr skíragulli (21:18–21). Og verðmætasti peningur Róm- verja var gulldenar, jafnvirði 25 silf- urdenara. En það eru hinar gjafirnar tvær, sem fólk – a.m.k. þar sem viðkomandi efni sjást ekki nema fullunnin – hefur mest verið að pæla í, jafnt á fyrri öld- um sem nú. Hvað er eiginlega þar á ferðinni? Jú, reykelsi var og er ilmandi blanda af gúmmíi og harpeis, sem frá náttúrunnar hendi „blæðir“ eða „grætur“ við ákveðnar aðstæður úr smávöxnum, blómstrandi trjám – eða stórvöxnum runnum – einnar af 16– 20 ættkvíslum Burseraceae-ættar- innar, sem hefur að geyma 500–600 tegundir. Flestar ættkvíslirnar er að finna í hitabeltislöndum Ameríku, en nokkrar í Afríku og Asíu, og þ.á m. er einmitt umrædd ættkvísl, sem nefn- ist Boswellia og á fulltrúa í Austur- Afríku, Sádí-Arabíu og á Indlandi. Ekki er nákvæmlega vitað hverjar af u.þ.b. 20–25 tegundum Boswellia- ættkvíslarinnar um ræðir fyrr á öld- um, en menn hafa getið sér til að það hafi verið B. carterii, öðru nafni B. sacra (Norðaustur-Afríka, Jemen og Óman), B. papyrifera (Eþíópía, Súd- an, Austur-Afríka), eða B. thurifera, öðru nafni B. serrata og B. glabra (Norður-Afríka, Mið-Austurlönd, Indland). Einnig gæti verið að eitt- hvað hafi komið úr suðurhluta Jórd- andalsins og kannski víðar. Börkurinn er tvískiptur. Ytra lagið er pappírskennt og í það koma auð- veldlega sár ef mjög hvassir vindar blása, eða við það er átt með nagi, skurði eða afflettingu. Trén bregðast við með því að fylla í götin með kvoð- unni, sem þykknar við að komast í snertingu við andrúmsloftið. Drop- arnir, hvítir eða fölgulir að lit, renna úr æðum barkarins sem undir hinum liggur. Þeir harðna og dökkna með tímanum, verða gulgrænir eða brún- leitir. Að 3–4 mánuðum liðnum detta þeir flestir af og eru hirtir; aðrir eru skornir eða höggnir burt. Síðan eru þeir yfirleitt malaðir í duft. Hin eiginlega myrra verður til á sama hátt, en er unnin úr litlum eða meðalstórum runnum eða trjám Commiphora-ættkvíslar, sem er með yfir 250 tegundir, og er einnig af áð- urnefndri Burseraceae-ætt. Tárin eru í fyrstu gul- eða brúnleit, en verða dökkrauð eða jafnvel svört við hörðnunina. Eftir beina aftöppun þurfa trén langa hvíld til að ná sér aftur, eða allt frá sex mánuðum og upp í tvö ár. Á tíma Biblíunnar var mestur inn- flutningur efnisins frá Eþíópíu, Arab- íu og Indlandi. Aðaltegundirnar eru sagðar hafa verið C. myrrha (sam- heiti Balsamodendron myrrha o.fl.), og C. kataf. Sumir vilja meina, að að- altegundin í Gamla testamentinu hafi verið C. opobalsamum (sam heiti Balsamodendron opobalsamum, Balsamum meccae o.fl.), sem oftast var notuð í fljótandi mynd, því í ákveðnum textum er um vökva að ræða (sbr. Esterarbók 2:12, „myrru- olía“), en aðrir halda því fram að C. myrrha hafi einfaldlega verið á mark- aði í tvenns konar formi. C. myrrha er sumargræn og blað- laus meirihluta ársins og á henni eru laufblöð, blóm og aldin aldrei sam- tímis. Að auki eru blómin einkynja í sérbýli, þ.e.a.s. karlblóm og kven- blóm eru á sitt hvorri plöntunni. Boswellia er hins vegar sígræn og hefur tvíkynja blóm. Mikil leynd hvíldi yfir uppruna- stöðum þessara dýrmætu efna tveggja, því ekki vantaði áhuga sterkra, ríkjandi þjóða á ýmsum tím- um að komast yfir slíkar auðlindir. Í virtu riti frá 1820, „The natural history of the Bible“, eftir Thaddeus Mason Harris, sem gefið var út í Boston, kemur fram, að ekki einu sinni þá er mönnum kunnugt á Vest- urlöndum um af hvaða trjám reykelsi kemur. Reykelsi og myrra voru notuð á svipaðan hátt á biblíulegum tíma, ým- ist brennd, vegna hinnar ljúfu ang- anar, jafnt á heimilum sem í opinber- um trúarlegum athöfnum, eða þá notuð í lækningasmyrsl, snyrtikrem og ilmvötn. Reykelsi var í Gamla testamentinu læknisfræðilega mikil- vægara heldur en myrra, og einnig síðar, á tímum Grikkja og Rómverja, og jafnframt vinsælla til brennslu, þótti lyktarsterkara, en myrran hlaut vinninginn ef um opin sár var að ræða, þótti betra græðingarmeðal og verjandi, jafnt meðal Forn-Egypta og annarra síðar. Það sem læknar ekki vissu þá er að myrran hamlar bakteríugróðri. Þekktustu dæmi um hana úr Nýja testamentinu eru þegar María smyr fætur Jesú, og þegar honum er boðinn deyfandi vökvi (sem hann ekki þáði) rétt áður en hann var krossfestur, og einnig þegar lík hans var búið til greftrunar. Rómverski náttúrufræðingurinn Plíníus hinn eldri (23–79 e.Kr.) sagði reykelsi móteitur við óðjurtarseyði (sem mun hafa orðið Sókratesi að bana), og arabíski læknirinn og heim- spekingurinn Avicenna (980–1037 e.Kr.) notaði reykelsi á bólgur og fleiður, og við ógleði, blóðkreppusótt og hita. Í Kína var það lyf gegn holds- veiki. Að fátt eitt sé nefnt. Pundið af gulli og reykelsi kostaði mjög svipað á 1. öld e.Kr., jafnvirði um 45.000 íslenskra króna, en myrra var 6–7 sinnum dýrari. Táknfræðin Einfalda svarið við því, hvers vegna gestirnir úr austri voru með einmitt þetta í farteskinu, en ekki eitthvað annað, er, að þetta var lúx- usvara, í flokki með demöntum, kryddjurtum og öðru af þeim toga. Bara fágætari og því eftirsóknar- verðari. En hér býr meira undir, og flókn- ari útgáfan er sú, að þetta voru eðli- legar og venjubundnar gjafir undir- okaðra þjóða til herraþjóðanna á þeim tíma, og að sjálfsögðu vegna þess, sem áður var nefnt; það var ekkert betra eða fínna til. Að vitring- arnir skyldu koma með þetta að fót- um lítils drengs í jötu hlaut því að merkja eitthvað stórt. Það er nokkuð ljóst. Framhaldið hefur svo ráðist af því, hvað menn nákvæmlega sáu í þessum austanförum. Langflestir fræðimenn eru sammála um, að þeir hafi tilheyrt prestastétt, sem löngum er kennd við Medíu, land þar sem í dag er norð- vesturhluti Írans. Telja sumir að þeir hafi gegnt svipuðu hlutverki og anda- læknar eða sjamanar margra þjóða. Á nútíma persnesku er orðið ritað mobed. Á íslensku hafa umræddir prestar stundum verið nefndir mágusar. Þeir aðhylltust í fyrstu náttúrutrúarbrögð, en við tilkomu Zaraþústra spámanns, sem tók yfir hið gamla, virðast þeir hafa gengið inn á hinar nýju brautir eins og ekk- ert væri, með svipuð hlutverk og áð- ur, eflaust vegna fæðingarréttar síns, ef svo má að orði komast, eða ein- hvers slíks, ekki ósvipað levítum í gyðingdómi, eða þá andlegs atgervis. Einnig hafa menn getið sér þess til, að Zaraþústra hafi sjálfur verið mág- us, og það skýrir ýmislegt, ef rétt er. En á 5. öld f.Kr. ritar gríski sagn- fræðingurinn Heródótus, að þeir sjái ekki bara um fórnir, heldur séu einn- ig í draumaráðningum og spá- mennsku, og lesi að auki í fyrirbæri í himinhvelfingunni. Jafnframt munu þeir hafa gegnt annarri stjórnsýslu, verið ráðgjafar um eitt og annað ver- aldlegt, séð um bókhald o.s.frv. Eftir að Alexander mikli réðst inn í Persíu veturinn 331–330 f.Kr. og hafði sigur, er vitað um slíka presta í þjónustu hans, sem undirstrikar það sem áður er vikið að, að a.m.k. ein- hverjir í þeirra röðum hafi alltaf gengið til liðs við nýja herra. Land- vinningar Makedóníukonungsins virðast þó ekki hafa breytt neinu um þekkingu vestursins á austrænum trúarbrögðum, því í grískum og lat- neskum heimildum urðu títtnefndir prestar einungis fulltrúar alls sem hafði með guðsdýrkun og aðra and- lega hluti þar að gera. Í Nýja testamentinu, sem var upp- haflega ritað á grísku, er orðið magoi notað um þessa ferðalanga; í eintölu er það magos. Allt varðandi þá er dá- lítið móskukennt, en orðið sem um ræðir mun vera tökuorð úr forn-pers- nesku, annaðhvort dregið af magush, að því er sumir telja, eða þá magu- pati. Þegar nær dregur fæðingu Krists eru mágusar iðulega starfandi fyrir utan Persíu líka, því Strabó (um 63 f.Kr. til um 21 e.Kr.), Plútarchos (um 46 til um 120 e.Kr.) og Jósefus (um 37 til um 101 e.Kr.) kannast allir við þá á Miðjarðarhafssvæðinu, en þeir mágusar eru gyðingar, sem þýð- ir, að á þessum tíma er orðið ekki lengur einskorðað við hina gömlu persnesku stétt, heldur nær yfir alla fjölkunnuga menn. Enska orðið magic (galdur, töfrar) og önnur slík eru komin úr þessum jarðvegi. Aðrir leita svara í Gamla testa- mentinu, en þar segir m.a. í Davíðs- sálmum 68:30: „Konungar skulu færa þér gjafir.“ Og í sömu bók, 72:10, seg- ir: „Konungarnir frá Tarsis og ey- löndunum skulu koma með gjafir, konungarnir frá Saba og Seba skulu færa skatt.“ Og í Jesaja (49:7) er rit- að: „Konungar munu sjá … og standa upp, þjóðhöfðingjar munu sjá … og falla fram, vegna Drottins, sem reyn- ist trúr, vegna Hins heilaga í Ísrael, sem þig hefir útvalið.“ Í Jesaja (60:3) segir aukinheldur: „Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér.“ Og í Jesaja (60:10): „Útlendir menn munu hlaða upp múra þína og konungar þeirra þjóna þér …“ Og víst er, að mágusarnir breytast snemma í eitthvað annað í huga fólks, eflaust sumpart vegna áðurnefndra tilvitnana, en einnig kannski fyrir áhrif Tertúllianusar kirkjuföður (um 160 til 230 e.Kr.), sem fullyrti, að í austri væri nánast litið á umrædda menn sem konunga. En í öllum tilvikum er samt um ein- hvers konar undirgefni að ræða við jötuna í fjárhúsinu, burtséð frá því hverjir krupu. Ef það voru tignir mágusar, fulltrúar ríkja þar um slóðir – en austur af Galíleu og Júdeu voru einungis fjögur sem höfðu „ekta“ mágusa í þjónustu sinni um Krists burð: Assyría, Babylonía, Medía og Persía – þá liggur að baki einhver merkileg uppgötvun þeirra við skoð- un himinhvolfsins, eitthvað sem rím- aði við forna spádóma. Og eins er hafi þetta verið jarðneskir konungar; at- ferlið merkir þá að Jesús er ekki bara Messías gyðinga, heldur alls mann- kyns, æðstu ráðamenn þjóðanna beygja sig og gefast undir vald hins mesta allra stríðsherra. En ef þetta voru seiðkarlar og töframenn mætti túlka heimsóknina til Betlehem á þann veg, að nú láti þeir vopn sín af hendi, gefist upp, enda sé til lítils að berjast við ofureflið; að ljósið hafi sigrað mykrið. Hið bjarta gull var og er æðst málmanna, og þar af leiðandi konungi samboðið, reykelsið stígur upp til himins, með sætri angan, og vísar til guðlegs ætternis barnsins, jafnframt því að benda á trésmiðinn frá Nas- aret sem lækni og græðara andlegra og líkamlegra sára, og myrran teng- ist þar við, en er líka til brúks við um- búnað hinna dánu og bendir þannig til krossins á Golgata. Þetta er oftast talin vera hin dulda symbólík gjafa vitringanna. En merking efnanna þriggja skaraðist reyndar meira, því gullið var „eilíft“, þ.e. ryðgaði ekki, og var einnig notað í meðul, og er enn. Á nútíma heldur það ennþá vinsældum sínum á al- þjóðamarkaði, einkum sem gjaldmið- ill, en dregið hefur úr verðgildi reyk- elsis og myrru. Enn eru þau samt við lýði, þótt önnur hafi tekið við sumu hlutverki þeirra, eins og t.a.m. á sviði læknisfræðinnar og þvíumlíkt, a.m.k. á Vesturlöndum. Og þó ekki alveg. Gull, reykelsi og myrra Hvers vegna kusu vitring- arnir þrír að færa Jesú- barninu gull, reykelsi og myrru en ekki eitthvað annað? Sigurður Ægisson segir að þar búi margt að baki og skýringin sé í senn einföld og flókin. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Gjafir vitringanna, eftir Pieter Pauwel Rubens; olía á striga, málað 1626—1629, nú varðveitt á Louvresafninu í París. Ljósmynd/Mike Lane Reykelsistré (Boswellia carteri / Boswellia sacra) í Dhofar-héraði í Austur-Óman. Á innfelldu myndinni er myrrutré (Commiphora myrrha) á ald- intíma í Hadramaut-héraði í Jemen; ljósmynd Mats Thulin. Þá vissu læknar ekki að myrran hamlar bakteríugróðri. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Svona líta myrra (t.v.) og reykelsi (t.h.) út sem harpeis, komin beint af trjánum. Síðan á eftir að mylja þetta í púður. Pundið af gulli og reykelsi kostaði mjög svipað á 1. öld e.Kr., en myrra var 6—7 sinnum dýrari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.