Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ meðan við vorum að skrifa, sem ég tel að sé gott fyrir söguna, er að ekk- ert af okkur vildi leggja áherslu á kynferðislegan þátt sögunnar. Margir hafa dálítið hlægilega sýn á söguna eins og þið þekkið; King Kong og kærastan hans … ó, hvern- ig virkar það nú allt saman? Þetta var nú svo sem ekkert mjög áberandi í myndinni frá 1933, þó það hafi verið ákveðnar senur þar sem eitthvað var gefið í skyn, en það var spilað dálítið með þetta í útgáfunni frá 1976. Við höfðum aftur á móti engan áhuga á þessu, því myndin er ekki um þetta. Tilfinningarnar Kong til Anne snú- ast um djúpa umhyggju en ekki róm- antíska ást. Það er ákveðinn vendi- punktur í sambandi þeirra þegar Kong finnur í fyrsta sinn hjá sér þörf til að vernda hana. Og það gerir hann í raun af eðlishvöt, alveg eins og hann myndi vernda afkvæmi sitt, hann myndi drepa allt sem ógnaði því.“ Finnum til sektar yfir því að fara illa með náttúruna Jackson er spurður nánar út í þær tilfinningar sem búa í sögunni og hvort sagan og örlög King Kong snerti hann sjálfan tilfinningalega. Hann játar það á sig án þess að hika. „Þegar ég var lítill þá grét ég í lok myndarinnar. Maður finnur svo til með Kong og vill ekki að hann deyi því hann er saklaus. Það skiptir engu máli hvað hann eyðileggur marga bíla eða drepur marga sjóliða, því hann hefur enga dómgreind og er ekki með sömu gildi og við. Það sem hann gerir er í samræmi við með- fædda eðlisávísun hans og við dæm- um hann ekki fyrir það, við skiljum hvers vegna hann gerir það sem hann gerir. Eitt sem ég vildi og reyndi alfarið að forðast var að gera Kong allt of vingjarnlegan. Ég vildi að hann kæmi þannig fyrir sjónir að fólk fyndi til samúðar með honum en alls ekki þannig að hann þætti „krúttlegur“. Ég vildi því vera viss um að við héldum í þetta dýrslega og hættulega við hann, grimmd hans og styrk, alveg til loka myndarinnar, en samt þannig að fólk fyndi til með honum. Því þegar upp er staðið er hann og örlög hans dæmi um það hvernig menn fara svo iðulega með stórkostleg og stórbrotin náttúru- fyrirbæri. Við höfum tilhneigingu til að fara illa með þau og finna leiðir til að reyna græða peninga á þeim. Þetta er ein af þeim myndlíkingum sem má lesa út úr myndinni og þann- ig finnum við ekki aðeins til með Kong, við finnum líka að vissu leyti til sektar yfir því að hafa gert honum þetta.“ Veit ekkert um tölvur, kann ekki á tölvupóst Svo vikið sé að því hvernig King Kong birtist í myndinni þá er hann tölvugerður af gríðarlegri nákvæmni og til að mynda fór ársvinna bara í að búa til feldinn á honum. Brellumeist- ararnir Letteri og Taylor lýsa því sem svo að til að feldurinn yrði sem raunverulegastur hafi þurft að búa til hvert einasta hár sérstaklega og síðan var reiknað út hvernig hvert þessara hára myndi bregðast við um- hverfisþáttum svo sem veðri og hreyfingu og síðan, og ekki síst, hverju öðru. Persónan Kong er svo „leikinn“ af Andy Serkis sem hefur reynslu af því að leika óhefðbundin hlutverk í myndum Jacksons, en hann fór með hlutverk Gollum í Hringadróttinssögu. Í King Kong snerist leikur Serkis um að túlka til- finningar apans með hljóðum og and- litshreyfingum sem síðan voru alfar- ið yfirfærðar á stafrænt form. Nærvera hans á tökustað var síðan mikilvæg fyrir hina leikarana í atrið- um þar sem Kong kemur við sögu, en þá léku þeir á móti Serkis en ekki á móti ímynduðum apa. Jackson er spurður sérstaklega út í augun í Kong sem eru mjög áber- andi í myndinni og hvort að þetta séu raunveruleg augu eða tölvugerð. „Augun sem þið sjáið á skjánum eru búin til í tölvu. En þetta er í raun eitthvað sem tæknideildin verður að útskýra því ég veit ekkert um tölvur. Ég kann ekki einu sinni að nota tölvupóst. En ég veit að það var tíma- frekt að búa til þessi augu því þau eru svo mikilvæg vegna allra nær- myndanna af Kong. Þetta var flókið á ýmsan hátt, öll smæstu atriði urðu að vera rétt lífræðilega og svo snerist þetta ekki síður um lýsingu, en aug- un urðu að bregðast eðlilega við ljósi. Það er hægt að stjórna ótrúlega miklu í sambandi við leik með réttri lýsingu. Það að stilla ljós á ólíka vegu á leikara getur haft mjög mikið að segja um hvernig skap hans og til- finningar koma fyrir sjónir, og það snýst ekki síst um augun, hvernig þau birtast og hvernig myndavélin nær að fanga þau. Við vildum leggja jafn mikið upp úr þessum þætti varð- andi tölvugerðu augun þannig að þegar við lýstum þau var það í raun eins og að lýsa leikara, nema þetta er allt í sýndarveruleika, stafrænt. En þetta byrjar samt í raunverulegum leik, byrjar í leik Andy og í augum hans, og verður svo að þessu staf- ræna.“ Ætlaði ekki að gera aðra þriggja tíma mynd Jackson er næst spurður að því hvert sé hans framlag til goðsagnar- innar King Kong. Hann hikar dálítið þegar spurningunni er varpað og segist eiga erfitt með að svara þessu sjálfur. „Ég lít á sjálfan mig sem ævilang- an King Kong aðdáanda. Þegar ég var níu ára og sá myndina í sjónvarp- inu veitti King Kong mér mikinn inn- blástur. Mig hefur alltaf langað til að endurgera þessa mynd, ekki vegna þess að ég telji að það þurfi að bæta myndina frá 1933, hún er klassísk og verður það alltaf. En þetta er saga sem ég tel þess virði að segja aftur og þá með nútímatækni. Svo má líka hafa það í huga að það er með ólík- indum hvað það eru margir, og þá sérstaklega yngri kynslóðir, sem aldrei hafa séð upprunalegu mynd- ina. Þetta er stórkostleg saga og því ekki að gera aðra tilraun.“ Jackson er því næst spurður hvers vegna myndin sé jafn löng og raun ber vitni, það er að segja þrír klukku- tímar, sem er töluvert lengra en upp- runalega myndin. „Ja, við lögðum upp með að gera mynd sem yrði svona tveir tímar og tuttugu mínútur. Við skrifuðum hana þannig og gerðum fjárhagsáætlun með þá lengd í huga. Eftir Hringa- dróttinssögumyndirnar langaði mig alls ekki til að gera þriggja tíma mynd aftur í bráð, ef nokkurn tím- ann, því þær eru miklu meiri vinna. En þegar upp er staðið þá er ekki til neinn leiðbeiningabæklingur í þess- um efnum. Maður skrifar handritið, skýtur myndina, klárar framleiðsl- una og byrjar að klippa. Og þegar maður klippir mynd þá tekur maður atriði fyrir atriði og byggir upp safn sem er síðan notað í lokaútgáfuna. Svo horfir maður og heldur áfram að klippa og það kom okkur á óvart, og ég veit að þetta hljómar kjánalega, hvað þetta stækkaði í höndunum á okkur. Við klipptum heilan helling í burtu en eftir að hafa tekið út fullt af atriðum stóðum við uppi með þessa þriggja tíma útgáfu og þá fannst okk- ur við komin með í hendur þá mynd sem við ætluðum okkur að búa til. Okkur fannst þetta besta leiðin til að segja söguna og að það að klippa meira í burtu hefði minnkað vægi þátta sem okkur fannst mikilvægir. Við sýndum því fulltrúum myndvers- ins útgáfuna og bjuggumst fyllilega við því að þau myndu segja að við skyldum reyna að ná hálftíma úr henni. En þau komu út af myndinni og sögðust ekki hafa neitt við lengd- ina að athuga og að þeim þætti hún eiga að vera eins og hún var.“ Að lokum er Jackson spurður að því hvort, nú þegar hann hefur látið þennan æskudraum verða að veru- leika, hann eigi annan draum sem geti skipt hann jafn miklu máli. „Ja, eins og er líst mér ekkert svo illa á að setjast í helgan stein,“ segir hann og hlær innilega.“ Nei annars, ég hlakka til að vinna að fleiri verk- efnum í framtíðinni. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég hef getað leitt hugann að öðrum verkefnum en Hringadróttinssögu og King Kong. Þessi tvö verkefni hafa tekið tíu ár af lífi mínu, sem er umtalsverður hluti af starfsævinni. Eitt af því sem ég hlakka til að gera núna er að hvíla mig, og svo erum við með nokkur handrit sem okkur langar til að skrifa og myndir sem okkur langar til að gera. Og núna ætlum við að njóta þess að geta velt fyrir okkur nýjum hugmyndum og verkefnum og gefa okkur góðan tíma til þess.“ NAOMI Watts leikur leikkonuna Anne Darrow, hlutverk sem Fay Wray gerði ódauðlegt í King Kong eftir Merian Cooper frá 1933. Ásamt King Kong sjálfum er Anne Darr- ow aðalpersóna kvikmyndarinnar og má segja að sagan sé að vissu leyti ástarþríhyrningur milli King Kong, Anne og leikskáldsins Jack Driscoll, sem í mynd Jackson er leik- inn af Adrian Brody. Þau Anne og Jack kynnast á ferðalagi sem kvikmyndaleikstjórinn Carl Denham, sem leikinn er af Jack Black, fer með þau og annað starfslið sitt í til að taka upp kvikmynd. Ævintýrið hefst svo fyrir alvöru þegar skip þeirra lendir við strendur Skull Island, sem er heimkynni King Kong og fleiri furðuskepna. Naomi Watts segist vissulega hafa verið meðvituð um að hún var ekki að leika persónuna Anne Darrow fyrst allra. „Þetta er svo söguleg rulla. Fay Wray gerði þetta svo vel, og Jessica [Lange, í King Kong í leikstjórn John Guill- ermin, sem gerð var 1976] líka. Ég var dálítið smeyk þegar ég fór af stað og velti því fyrir mér hvort ég gæti gert eins vel og þær gerðu og hvort ég yrði alltaf borin saman við þær. En eftir að hafa talað við Fay, sem ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að gera, og eftir að hafa heyrt Peter lýsa hugmyndum sínum um persónuna, fannst mér eins og þetta væri orðið að mínu eigin hlut- verki. Vissulega eru lítil augnablik í myndinni sem eru eins- konar virðingarvottur við Fay, en við gerð myndarinnar var undir mér komið að túlka þessa persónu og fara með hana á nýjar slóðir. Og þó að Peter hafi verið undir mjög sterkum áhrifum og hugfanginn af upprunalegu útgáfunni var líka mikilvægt fyrir hann að gera myndina nútímalega og gæða hana nýjum blæbrigðum sem gera hana að hans eigin mynd.“ Áhersla á trúverðugt samband milli Kong og Anne Watts segist hafa haft örlitlar áhyggjur af því í upphafi að tæknibrellurnar og þetta mikla sjónræna ævintýri sem ljóst var að myndin yrði, gætu ef til vill borið söguna og persónurnar ofurliði. Hún hafi þó áttað sig á því að slíkar áhyggjur væru óþarfar þegar ljóst varð hversu mikil áhersla var lögð á að skapa áhugavert og trúverðugt sam- band milli Anne og Kong. „Ég hefði ekki tekið þátt í þessu annars. Fyrir mér var hjarta myndarinnar mesta aðdráttaraflið,“ segir Watts. Í myndinni er lagt talsvert upp úr persónu og sögu Anne og er gefin innsýn í líf hennar og lífsbaráttu áður en lagt er af stað í sjálft ævintýrið þar sem Kong verður á vegi hennar. „Þetta er eitt af því sem mér fannst spennandi við það hvernig þau unnu þessa mynd. Þau byggðu vissulega á upprunalegu útgáfunni, en bættu líka við hana og þróuðu persónurnar frekar. Og til að láta samband Anne og Kong virka, urðu þau að undirbyggja persónu Anne mjög vel, rétt eins og persónu Kong. Í myndinni sjáum við hversu einmana hún var og hversu illa hafði gengið hjá henni. Hún hafði þurft að berjast en er ekki brotin og ekki fórnarlamb, heldur hugrökk kona sem getur séð um sig sjálf.“ Anne og King Kong þekkja bæði fullkomna einsemd Watts er spurð að því hvort Anne verði í raun ástfangin af Kong. „Ég held að Anne verði ástfangin á vissan hátt og á réttum forsendum. Margt af því hefur með skilning og samkennd að gera, því jafnvel þó að þessar persónur séu algjörar andstæður hafa þau á vissan hátt gengið í gegn- um samskonar raunir. Þau þekkja bæði fullkomna einsemd og sjá hana og finna hvort hjá öðru. Anne áttar sig á því að Kong þarf á henni að halda því hann hefur verið svo hræðilega einmana, hún þekkir þá tilfinningu líka og þann- ig hefst samband þeirra. Ég held að ef maður reynir að koma orðum að því hvað ást er, þá sé það að leyfa ein- hverjum að þekkja sig og að þekkja hinn. Og ég held að það sé það sem gerist hjá Anne og Kong. Þetta er blíð og viðkvæm ást, sem hefur ekkert með losta að gera, bara falleg og tær tengsl.“ Watts er spurð hvort það hafi ekki verið erfitt að skapa djúpt tilfinningasamband í leik þegar hún var að leika á móti tilbúinni persónu sem var búin til eftir á í tölvu. Hún segir að vissulega hafi sú staða verið dálítið sérstök en vegna Andy Serkis, sem var alltaf á staðnum og stóð á bak við myndavélina í öllum atriðum þar sem hún lék á móti Kong, hafi það reynst mun auðveldara en við mátti búast. „Andy Serkis var á staðnum og ég fylgdist með því sem hann var að gera í túlkun sinni á Kong. Tilfinningar hrein- lega helltust í gegnum hann og ég vissi að snjalla fólkið í tæknideildinni myndu koma því öllu til skila. Og allt þetta sem við sjáum á skjánum, allar tilfinningarnar sem sjást í augunum á Kong og hvernig andlit hans fer frá því að vera hörkulegt yfir í að verða mýkra, allt þetta á uppruna sinn í sönnum og raunverulegum leik og tilfinningum, það er að segja frá Andy.“ Jackson var eins og íþróttaþjálfari Watts er næst spurð að því hvernig hafi verið að vinna með Peter Jackson og hvort hann sé frekur og stjórn- samur eins og megi kannski búast við af svona „stórum“ leikstjóra, en hún þvertekur fyrir það. „Peter býður upp á umræður og vill heyra skoðanir annarra. Hann er samt með mjög skýra sýn, en ekki svo fastur í eigin hugmyndum að hann sé lokaður af. Og áhugi hans smitar svo út frá sér að það kemst enginn hjá því að hrífast með. Þegar við vorum að gera stórar stórkostlegar senur þar sem áttu að vera allskonar hlutir sem voru ekki á staðnum, eins og risaeðlur, risapöddur, og fleira slíkt, stóð hann á hliðarlínunni með gjallarhorn og hrópaði; Hann er að koma fyrir aftan þig! Hann er að koma! Þarna! Og þarna er annar! Hann var í raun eins og góður íþrótta- þjálfari sem hvetur mann svo vel áfram að maður verður algjörlega heltekinn af augnablikinu. Og vegna þess hvað hann hefur skýra sýn og hvað hann kemur henni vel til skila vill maður gera allt sem maður getur til að hjálpa honum að raungera hana og fá að vera hluti af þessu. Annað sem má nefna er handritið sem breyttist bók- staflega dag frá degi. Við lentum öll í því að fá símtöl klukkan tvö, þrjú, fjögur á nóttunni, þar sem okkur var sagt að það væru nýjar blaðsíður á leiðinni. Og þetta er í raun alveg hreint frábær leið til að vinna, það er að segja í ljósi þess að maður treysti þessu fólki fullkomlega, og vissi að hugmyndirnar voru alltaf að þróast og verða betri.“ Langar ekki til að líf sitt breytist Watts er spurð að því hver fyrstu viðbrögð hennar hafi verið þegar henni bauðst hlutverk Anne Darrow. „Ég var alveg í skýjunum. Og ég skildi ekki hvers vegna í ósköpunum hann hafði valið mig. Ég hélt kannski að hann hefði séð The Ring og fundist flott hvernig ég öskraði. En ég var líka mjög stressuð því ég hafði séð bæði Fay og Jessicu gera þetta svo vel. Svo hafði ég líka áhyggjur því þetta er algjör stórmynd og ég var hrædd um að þetta myndi kannski á einhvern hátt breyta lífi mínu. Mér líkar nefnilega mjög vel við líf mitt eins og það er núna, því þrátt fyrir starf mitt truflar mig enginn eða neitt slíkt.“ Hún ítrekar að þessar áhyggjur hafi þó verið smávægi- legar miðað við tilhlökkunina og síðan ánægjuna sem það var að taka þátt í myndinni. Hún segist vera himinlifandi með sjálfa útkomuna og að hún hafi hrifist eins og aðrir áhorfendur þegar hún sá myndina í fyrsta sinn tveimur kvöldum áður. „Það er alltaf ógnvekjandi og tilhlökkunarefni að sjá myndir sem maður leikur í í fyrsta sinn. Maður hefur ákveðna tilfinningu fyrir þessu en það er svo margt sem gerist eftir að tökum lýkur – sérstaklega í mynd af þessu tagi – að maður er í raun eins og hver annar áhorfandi. Í þessu tilfelli var þetta frekar tilfinningaþrungið, bæði út af sögunni sjálfri og líka að hugsa sér að þarna væri hún loks- ins komin, eftir allan þennan tíma og miklu vinnu.“ Naomi Watts í hlutverki Anne Darrow í lófa King Kong. Hjarta myndarinnar var mesta aðdráttaraflið Naomi Watts leikur Anne Darrow á grænum grunni. Það hlýtur að vera erfitt að leika án þess að hitta nokkurn tímann helsta mótleikarann. bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.