Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 25 meta þá og gerði í raun lítið úr þeim. Í hans huga var bara einn mikill rit- höfundur á Íslandi og hann hét Hall- dór Kiljan Laxness!“ Eljusamt mikilmenni – Hefur mynd Laxness í huga þér breytzt á meðan þú vannst að ævi- sögu hans? „Þegar ég var að byrja að skrifa ævisögu hans, sló það mig oft hversu kaldur og tillitslaus hann virtist vera. En svo varð mér betur og betur ljóst, hversu stórbrotinn maður hann var; eljusamt mikilmenni. Öll hans hegð- un, fas og framkoma gerði hann að sérstæðri persónu. Mönnum ber saman um að hann hafi verið með af- brigðum fágaður og kurteis maður, þótt einhverjir dyntir kynnu að hlaupa í hann á efri árum. Halldór Kiljan Laxness er í röð merkustu Ís- lendinga allra tíma. Ég skipa honum hiklaust á bekk með Snorra Sturlu- syni, Njáluhöfundi, Hallgrími Pét- urssyni og Jónasi Hallgrímssyni. Hann var einn af okkar langmerk- ustu mönnum.“ – Hvaða afstöðu hefur höfundur ævisögunnar til skáldsins í verkinu? „Ég hef ekki verið gagnrýndur fyrir að vera hlutdrægur í garð Hall- dórs Kiljans Laxness. Sumir hafa hins vegar gagnrýnt mig fyrir að vera ekki nógu gagnrýninn á hann. En ég ákvað að gerast ekki gagn- rýnandi, heldur draga saman sem mestan fróðleik og vera eins og ósýnilegur sögumaður við hlið hans, segja frá lífi hans, en láta lesandann um að mynda sér sínar skoðanir. Það er aðeins í sambandi við Kína- ferðina, sem ég leiðrétti blekkingar hans, en það er algjör undantekn- ing.“ Samband skálds og blaðs – Samband Laxness og Morgun- blaðsins kemur við sögu. „Já. Það hefst strax með hans fyrstu grein og ljóði, sem hann birtir opinberlega og framan af er sam- band skálds og blaðs harla gott. En svo slitnaði í sundur. Laxness skrifaði ekki verr um nokkurn mann en Jónas frá Hriflu og Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgun- blaðsins. Mér finnst Valtýr ekki hafa átt ofsa skáldsins skilinn. Persónu- legar illdeilur Laxness við Valtý 1951 og 52 áttu rætur að rekja allt aftur til ársbyrjunar 1927, þegar Valtýr neit- aði honum um fyrirframgreiðslu svo hann gæti boðið stúlku út. Síðar áttu hann og Morgunblaðið ekki pólitíska samleið; voru sitt í hvoru liði í heift- úðlegum deilum. Matthías Johannessen kom svo aftur á sambandi milli Laxness og Morgunblaðsins með viðtali, sem birtist 28. október 1956. En við lá að það samband færi út um þúfur, þegar Morgunblaðið hringdi í Laxness og spurði hann um gjaldeyristekjur hans. Matthías bjargaði þá málum aftur, en aftur lá við sambandsslit- um, þegar Styrmir Gunnarsson skrifaði Reykjavíkurbréf til varnar Jakobi Ásgeirssyni, sem hafði fjallað um Laxness og verk hans í Morg- unblaðinu. Styrmi tókst með heim- sókn að Gljúfrasteini að koma á sátt- um. Eftir það hélzt samband skálds og blaðs gott.“ Málaferli fyrir héraðsdómi En samband Hannesar Hólm- steins og fjölskyldu skáldsins helzt ekki gott. Hún vildi ekki sjá að hann skrifaði um Halldór og meinaði hon- um aðgang að skjalasafni skáldsins á Landsbókasafninu. Og þegar fyrsta bindið var komið út, stefndi Auður Laxness Hannesi fyrir ein 120 brot á höfundarrétti Halldórs Laxness. Það mál er nú fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur öðru sinni eftir að Hæstiréttur felldi frávísunarúrskurð héraðsdóms úr gildi. „Ég hélt að Halldór Kiljan Lax- ness hefði verið þjóðskáld en ekki einkaskáld og vissi ekki til þess að til væri eitthvert Laxnesseigendafélag sem gæti valið úr þá menn sem mættu skrifa um hann. Og sízt af öllu átti ég von á þeirri herferð sem háð var gegn mér. Starfsfólk Eddu, sem gaf út fyrsta bindið, sýndi það dætrum Laxness og Auðar og ég tók tillit til þeirra ábendinga þeirra, sem komið var á framfæri við mig. Enda var það fjarri mér að vilja brjóta á rétti Halldórs Laxness og fjölskyldu hans með ein- hverjum hætti. Því finnst mér það mjög ósanngjarnt að vera þjófkennd- ur. Hvernig er hægt að stela því sem allir þekkja og vita hvaðan er? Ég var gagnrýndur fyrir að hafa stuðzt um of við æskuminningar hans í fyrsta bindinu. Þó er nú svo að aðeins tvær setningar eru samhljóða í bók minni og æskuminningum skáldsins. Annað er eitthvað breytt. Það má segja, að ég hafi stuðzt við sömu að- ferð og Auður Jónsdóttir barnabarn Halldórs gerði í sinni bók, þar sem hún taldi nauðsynlegt að styðjast mjög við texta afa síns til þess að ná fram réttum hugblæ. En ég get vel fallizt á það að það hefðu mátt vera fleiri gæsalappir og tilvitnanir í minni bók. Ég tók mið af þeirri gagnrýni í seinni bindunum. Satt að segja tek ég mark á öllum góðum ábendingum. Í eftirmála þessa síðasta bindis flyt ég til dæmis Halldóri Guðmunds- syni og Helgu Kress þakkir mínar. Helga las fyrri bindin mjög gaum- gæfilega og kom fram með margar gagnlegar ábendingar og Halldór skrifaði prýðilega bók um Laxness sem ég studdist við. Ég skil vel að fólk sé viðkvæmt fyrir hlutunum. En það ríkir mál- frelsi á Íslandi og því fylgir frelsi mitt til þess að fjalla um Halldór Kiljan Laxness á sómasamlegan hátt. Það finnst mér ég hafa gert. Þess vegna finnst mér fjarri lagi að vera úthróp- aður sem þjófur í Paradís.“ Vefsíða fyrir athugasemdir – Er þá allt komið með þessum þremur bindum? „Ég reyndi eins og ég gat að gera þetta þriggja binda ritverk tæmandi. En auðvitað er engin bók tæmandi og mér er manna ljósast að það hlýt- ur eitthvað í henni að vera missagt. Nú ætla ég að setja upp vefsíðu með heimildaskrá, nafnaskrá og ritaskrá alls verksins og opna mönnum þar leið til þess að senda mér sínar at- hugasemdir um verkið. Ég vona bara að Helga Kress lesi þetta bindi eins vel og hin! Síðan ætla ég að gefa Landsbóka- safninu öll gögnin; þrjátíu stórar möppur, hnausþykkar af efni.“ Svo bætir hann við með skelmsku brosi: „Ég mun leggja ríka áherzlu á að allir fái aðgang að þeim!“ – Meðan þú skrifaðir ævisöguna lagðist þú í ferðalög í fótspor Hall- dórs Laxness. Fórstu á alla staðina, sem hann heimsótti? „Ég fór á þá velflesta til þess að upplifa þá. Það var stórkostlegt. Ég var í mánuð á Taormina á Sikiley við skriftir og annan í klaustrinu í Clervaux. Ég nefni líka Moskvu og heimsókn í húsið sem hann bjó í í Los Angeles. Og ekki má ég gleyma Ís- lendingaslóðunum í Winnipeg. Halldór Kiljan Laxness var mikill ferðalangur. Hann var einbeittur reglumaður og honum vannst vel um borð í skipum og í lestum og einum í hótelherbergjum. Hann vissi, að góður árangur byggðist minna á snilld en elju.“ -0-0- – Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég er búinn að ákveða næsta verkefni, en læt ekkert uppi um það að sinni. Það er óþarfi að rugga bátn- um strax! En í framtíðinni mun ég auðvitað skrifa um Davíð Oddsson og hans merkilega tíma. Það er bara ekki komið að því. Á meðan ég hugsa minn gang er ég að endurskoða og uppfæra tilvitnanasafn, sem verður endurútgefið eftir tvö, þrjú ár. Ég er búinn að tvöfalda það og að mestu með íslenzku efni.“ freysteinn@mbl.is kkinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.