Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 27 FRÉTTIR Thorsararnir, auður, völd, örlög, kemur út hjá Almenna bókafélaginu og er 398 blaðsíður. lauk stúdentsprófi 1941, fór sama ár til náms í viðskiptafræði við Mary- landháskóla, nálægt Washington. Þar úti gekk hann haustið 1944 að eiga Þórunni, dóttur Guðmundar Jensson- ar, forstjóra Nýja bíós. Frændi hans Thor Ó. giftist þetta sama haust hér heima Stefaníu, dóttur Bjarna Jóns- sonar, forstjóra Gamla bíós. Þetta voru þá tvö aðalkvikmyndahús Reykjavíkur. Brúðkaup Ólafs og Þór- unnar var haldið hjá Thor Thors í sendiráðinu í Washington. Blöðin í borginni voru þá að byrja að veita Thor og fjölskyldu hans athygli. Var skrifað um brúðkaupsveisluna í sam- kvæmisdálka blaðanna, meðal annars stórblaðsins Washington Post. Ólafur kom heim 1945 og réð Hallgrímur Fr. Hallgrímsson hann þá til Skeljungs. Síðar hafði hann með höndum sjálf- stæðan rekstur. Dvöl unga fólksins vestanhafs var kostnaðarsöm. Þótt sumir öfluðu tekna með vinnu voru aðrir við nám sem var dýrt því í Bandaríkjunum þurfti að greiða há skólagjöld til við- bótar húsnæðis og framfærslukostn- aði. Ferðalög og aðrar lystisemdir lífsins kostuðu líka sitt. Miklar tak- markanir voru á gjaldeyrisyfir- færslum frá Íslandi. Thorsfjölskyld- an naut þess hins vegar að á stríðsárunum var drjúgur hluti af við- skiptum Kveldúlfs við Bandaríkin. Þangað fór lýsið og mjölið sem Hjalt- eyrarverksmiðjan framleiddi. Fjöl- skyldan hafði því aðgang að dollur- um. Stofnuðu Richard, Kjartan, Ólafur og Haukur reikninga í Nation- al City Bank í New York auk þess sem opnaður var þar sameiginlegur reikningur bræðranna í nafni Kveld- úlfs með um 30 þúsund dollara inni- stæðu í upphafi. Hafði Thor Thors umsjón með bókhaldinu. Inn á þessa reikninga voru reglulega lagðar álit- legar upphæðir sem notaðar voru til að standa straum af námskostnaði og uppihaldi unga fólksins, svo og til að greiða fyrir kaup á ýmsum varningi vestanhafs, sem ekki fékkst á Íslandi eða sætti strangri skömmtun, svo sem áfengi, tóbak, tyggigúmmí og öðru sælgæti, kaffi, silkisokkum, ávöxtum og niðursuðuvörum. Velvilj- aðir skipstjórar eða brytar Ameríku- skipanna önnuðust flutninginn heim. Í Bretlandi áttu sumir Thorsbræðra einnig bankareikninga og Kveldúlfs- togararnir fluttu þaðan ýmiss konar varning sem ekki fékkst á Íslandi. Innflutningur af þessu tagi var ekki samkvæmt bókstaf tollalaga, en hann tíðkaðist á þessum árum hjá öllum sem aðstöðu höfðu til. Sama er að segja um gjaldeyrisreikninga erlend- is. Þeir voru ekki heimilaðir. Menn af- neituðu þeim og þóttust hneykslaðir, en samt var ekki til sá innflytjandi eða útflytjandi varnings í landinu sem ekki hafði komið sér upp slíkum reikningi. Jafnvel bankastjórar ríkis- bankanna, sem gæta áttu hagsmuna ríkisins í gjaldeyrismálum, virðast hafa verið breyskir. Þannig segir Thor Thors í bréfi til Richards bróður síns vorið 1941: „Ég held að ég sé að finna nýjar og nýjar, leynilegar tekju- lindir, sem Vilhjálmur [Þór banka- stjóri Landsbankans] hefur haft hér, og er það víst, að hann á hér stórfé, og það er ábyggilegt, að ekki skilar bankastjórinn þeirri valútu, hvernig sem Landsbankann kann að vanhaga um dollara.“ Mestar innistæður Thorsbræðra í Bandaríkjunum átti Richard. Hann hafði verið svo forsjáll að festa í byrjun ófriðarins hluta af fé sem hann átti, líklega í banka á Eng- landi, í gulli og það sendi hann Thor syni sínum vestur haustið 1940. Fyrir gullið fengust rúmlega 35 þúsund dollarar sem Thor R. keypti talsvert af traustum verðbréfum fyrir en lagði að öðru leyti inn á reikning í Chase Manhattan Bank. Richard lagði ríka áherslu á það að þessi sending væri „algert leyndarmál, okkar á milli, fyr- ir öllum. En auðvitað til ykkar þarfa, eftir því sem með þarf“. Dvöl ungu Thorsaranna vestanhafs virðist hafa orðið tilefni einhvers bæj- arskrafs og öfundartals á Íslandi. Í einu bréfanna til föður síns segist Thor R. hafa heyrt að heima gengju „illgjarnar lygaslúðursögur um okk- ur systkinin“. Líkast til hafa ein- hverjir gert sér háar hugmyndir um vellystingar þeirra í Ameríku. Hættir og mörk „Þeir sem aðhyllast orðaglens, ákveðnar skoðanir og leiki með hætti fá hér einnig töluvert fyrir sinn snúð, og allt er þetta vel gert.“ Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bokmenntir.is „Annars er bókin hans Þórarins sérlega fín. Þarna eru bæði rímuð kvæði og órímuð, alvörugefin, glettin, smáskrítin og djúpvitur - vald Þórarins á málinu er einstakt.“ Egill Helgason, Silfur Egils, visir.is „Táknheimur ljóða Þorsteins frá Hamri hefur ævinlega verið stórbrotinn ... Þetta er ljóðabók í leit að öryggi og vissu í veröld sjálfbirgings og mannhroka.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. Dyr að draumi edda.is MBL 29. nóv. – 5. des. 4. Ljóð Misrétti Að jafnrétti náist er veruleg von um því vekur það furðu að enn er bærinn svo fullur af fallegum konum sem fengu sér ljóta menn. Mannvist Áður en allt verður kalt – áður en neistinn sem næst mér er falinn deyr, og um dyragætt fnæsa þeir hroki og hryssingur – komdu nær mér! Hann kynni að hrökkva í barm þér, ljósta upp loga sálarmegin: samhug í skála áður en allt verður kalt. Meistarar ljóðsins Þórarinn Eldjárn Þorsteinn frá Hamri BJÖRGVIN Halldórsson fékk síðastliðið föstu- dagskvöld afhenta gullplötu fyrir yfir 5.000 ein- taka sölu á disknum Ár og öld, söngbók Björgvins Halldórssonar 1970–2005. Diskurinn hefur trónað á toppi Tónlistans í þrjár vikur, eða allar þær heilu vikur sem hann hefur verið í sölu. Félag hljómplötuútgefenda afhenti Björgvini gullplöt- una á sýningunni Söngkabarettinn Nína & Geiri á Broadway en vegna fjölda áskorana verður sýn- ingum haldið áfram eftir áramót. Uppselt er á all- ar sýningar til áramóta. Í ljósi velgengni sýning- arinnar var Arnari Laufdal fyrir hönd Broadway einnig veitt gullplötuviðurkenning. Viðurkenn- ingin var afhent með þeim orðum að þar bættist enn eitt hjólið undir gullvagn Björgvins. Gullvagn Björgvins Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.