Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 31 ... og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemninguna. Eftir Natalie Babbitt | Gyrðir Elíasson þýddi www.uppheimar.is Ný þýðing frá Gyrði vekur alltaf athygli og stíll Babbitts, klið- mjúkur og myndríkur, nýtur sín til fullnustu í þýðingu hans. FÓLKIÐ SEM GAT EKKI DÁIÐ Skammdegið hefur heldurillt orð á sér. Fólk setur íherðarnar, hryllir sig oghneppir upp í háls baravið að heyra það nefnt. Ef skammdegið væri fyrirtæki væri óhætt að fullyrða að það ætti við ímyndarvanda að etja. En menn hafa nú selt norðurljós, svo skammdegi hlýt- ur að geta geng- ið. Erfiðasti markaðurinn er auðvitað heima- markaðurinn, líkt og með norður- ljósin. Nafnbreyting gæti hjálpað, en væri þó kannski ekki nóg. „Skammdegi Group“ er svo sem ekki slæmt, en það hljómar samt ekki beint eins og fyrirbærið sé réttum megin við strikið í kaup- höllinni. Jafnvel þótt við hyrfum aftur til þeirra glöðu daga, um það bil í hittifyrra, þegar verð- bréfasalar á Íslandi voru um ferm- ingaraldur og enginn var maður með mönnum nema hann ætti rán- dýr hlutabréf í góðri hugmynd. Svo við höldum okkur við kaup- hallarlingóið þá er skammdegið stórlega vanmetinn kostur á vetr- armarkaði. Það er jú frítt og gengi þess tiltölulega stöðugt og það inniheldur jólin og áramótin, með tilheyrandi gjöfum, gleði og fjöri. Það sjá jú allir að ekki væri hálft gaman að jólaseríunum og flugeld- unum á miðju sumri. En skammdegið lumar a.m.k. á einu í viðbót. Eitt af því sem skammdegið býður upp á, ef við gefum okkur tíma til að veita því athygli, eru aflíðandi sólarupp- komur og sólsetur sem bæði eru lengri og hægari en á öðrum árs- tímum. Það tekur sólina óratíma að skreiðast uppyfir Suðausturfjöllin um þessar mundir og hún er rétt búin að hrista þau af sér þegar hún tekur að síga löturhægt niður í þau aftur. Litasinfónían sem fylgir þessum forkunnarfögru ljósaskiptum er svo blæbrigðarík og fögur að orð eins og sólarupprás og sólsetur eiga ekki við. Það er eins og að kalla 2. sinfón- íu Mahlers góða músík. Það er ekki rangt, en það er býsna tak- mörkuð lýsing á henni. Það má auðvitað segja að við sem ráðum verulega miklu um eig- in vinnutíma eigum auðvelt með að njóta litbrigða skammdegishimins- ins. Hið sama eigi ekki við þorra landsmanna sem verði vesgú að mæta á sinn vinnustað löngu fyrir morgunsjóið og séu enn bundnir yfir grængolandi tölvuskjám eða öðrum verkfærum löngu eftir að síðdegissýning sólarinnar er af- staðin. En ég leyfi mér nú engu að síð- ur að hvetja landa mína til að búa sér til litlar pásur um miðjan morgun og kaffileytið til að stíga út fyrir vinnustaðinn og virða fyrir sér lita- og ljósasýningu skamm- degisins, þótt ekki sé nema í stutta stund. Það jafnast á við hvaða kaffibolla sem er og er sannarlega heilsusamlegra en sígaretta. En eins og við vitum er reykingafólk að verða helsta útivistarfólk lands- ins. Auðvitað er veðrið stundum þannig að öll litadýrðin er hulin regndimmum skýjum sem liggja eins og mara yfir öllu og við því er lítið að gera, annað en að hlakka til næsta góðs veðurdags með nægi- lega heiðum himni. Ég sé það fyrir mér að næst þegar ég á leið um höfuðstaðinn í ljósaskiptunum, mæti mér ekki að- eins skammdegissólfáðir gluggar í skrifstofuhömrunum, heldur sjálfs- hjálpar-viljugir landar á svölum, þökum og bílastæðum með roða í vöngum, bros á vör og skínandi logablik aftansólar í augunum. Og munum líka að ef ekki væri fyrir Skammdegi Group, nytum við aldrei samvista við Sumarnætur hf. Skammdegi Group: Góð- ur kostur á vetrarmarkaði HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Morgunblaðið/Golli Austurvöllur í skammdeginu. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.