Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 32
Bókin Flugdrekahlauparinneftir Khaled Hosseini erfalinn gimsteinn í jóla-bókaflóðinu. Flugdreka-hlauparinn fór frekar ró- lega af stað í sölu þegar hún kom fyrst út í Bandaríkjunum, en þegar hún fór að spyrjast út jókst salan svo um munaði. Flugdrekahlauparinn hefur verið þýddur á yfir 30 tungu- mál og hefur selst í tæplega þremur milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Nú hefur hún verið þýdd á íslensku og kemur út hjá JPV. Sögusvið bók- arinnar er Afganistan og samfélag afganskra innflytjenda í Bandaríkj- unum og segir hún af vináttu tveggja drengja sem skuggi fellur á með afdrifaríkum hætti. Hosseini hafði ekki í hyggju að skrifa sögu, sem væri táknræn fyrir sögu Afgan- istans, en sú varð raunin og reyndar gott betur, því að hæglega má líta á bókina sem víðtækari ádrepu. Vendipunktur í sögunni er þegar að- alpersónan Amir stendur hjá á með- an bullur ganga í skrokk á Hassan vini hans með svipuðum hætti og al- þjóðasamfélagið hefur staðið hjá þegar mörg helstu grimmdarverk samtímans hafa verið framin. Sammannlegar tilfinningar Hosseini sagði í viðtali við Morg- unblaðið að hann teldi að bókin næði til fólks vegna þess að tilfinningarn- ar í henni væru sammannlegar. „Það gildir einu hvort fólk kemur frá Evr- ópu, Afríku, Ísrael eða annars staðar frá,“ segir hann. „Fólk bregst við með svipuðum hætti. En það hefur komið mér á óvart að svona margt fólk skuli ná sambandi við bókina.“ Í bókinni er dregin upp allt önnur mynd af Afganistan en kemur fram í fréttum, sem oftar en ekki snúast um baráttu annarra um áhrif og völd í landinu, hvort sem það er nú eða á tímum kalda stríðsins, en lífið í land- inu sjálfu. Sérstaklega er sterk lýs- ingin á Kabúl á valdatímum Mo- hammads Zahir Shah, sem var steypt af stóli 1973, en sagan nær einnig yfir valdarán kommúnista 1978, innrás Sovétmanna 1979, valdaskeið talibana og endalok þess eftir innrás Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Innsýn í menningu sem er mörgum ráðgáta „Þetta er eitt af því sem skáldsög- ur gera,“ segir Hosseini. „Þær geta tekið lesendur og stillt þeim upp á ákveðnum stað og tíma þannig að þeir geti nánast andað að sér and- rúmsloftinu á staðnum. Annað á við um sagnfræðirit og fjölmiðla, sem einblína á ákveðna hluti, en í skáld- sögum er hægt að flytja fólk til tíma eða staðar, sem það þekkir ekki vel. Margir lesendur segja mér að ástandið í Afganistan fyrir innrás Sovétmanna sé óskrifað blað í þeirra huga og sumir viðurkenna að þeir hafi ekki einu sinni vitað af tilvist landsins fyrir Sovétstríðið. Því gefur bókin innsýn í menningu, sem er mörgum ráðgáta.“ Kveikjan að Flugdrekahlauparan- um var smásaga, sem Hosseini skrif- aði. „Ég skrifaði smásöguna eftir að ég hafði lesið frétt um að talibanar hefðu bannað alls konar athæfi í Afganistan, þar á meðal að fljúga flugdrekum,“ sagði hann. „Ég settist niður og skrifaði smásögu um tvo drengi, sem flugu flugdrekum. Ég skrifaði söguna 1999. 2001 fór ég að skoða hana betur og sá þá að þar væri efniviður í skáldsögu og byrjaði að breyta henni og auka hana.“ Söguhetjan, Amir, og kona hans leggja sitt af mörkum í Bandaríkj- unum til að hjálpa til við uppbygg- ingu í Afganistan. „Þegar ég var að skrifa söguna gerðum við konan mín svipaða hluti,“ sagði hann. „Við tókum til dæmis þátt í verkefni, sem snerist um að efla sjúkrahús í Pakistan. Síð- an hef ég tengst hópum, sem stunda hjálparstarf á borð við að reisa skóla og bókasöfn, aðallega með því að hjálpa til við að safna fé.“ Í bókinni snýr Amir aftur á meðan talibanar eru við völd. Það gerði Hosseini hins vegar ekki. „Ég sneri aftur í mars 2003, eftir að talibanarnir voru farnir,“ sagði hann. „Ég fór aftur til Kabúl og var þar í tvær vikur. Ég hafði ekki kom- ið þangað frá 1976 þegar ég var 11 ára þannig að það voru 27 ár liðin. Það var sársæt tilfinning að snúa aftur. Annars vegar leið mér eins og ég væri kominn heim og ég þekkti allt í borginni. Minningar mínar um borgina voru ótrúlega skýrar. Það var einnig gott að vera þar sem allir töluðu mitt móðurmál. Hins vegar fannst mér mjög sorglegt að sjá þau ummerki sem orrustur og stríð höfðu skilið eftir sig í borginni – alla eyðilegginguna. Hverfi, sem ég mundi eftir, höfðu verið lögð í rúst. Ég tók líka eftir því hvernig stríðs- rekstur hefur sett mark sitt á afg- anskan menningarheim og tekið sér bólfestu í lífsháttum fólks. Börn kunna að setja saman og taka í sund- ur Kalashnikov-riffla og byssumenn- ingin hefur skotið djúpum rótum.“ Hóflega bjartsýnn um framtíð Afganistans Hosseini hefur mikið velt fyrir sér framtíð Afganistans. „Ætli ég mundi ekki segja að ég sé hóflega bjartstýnn,“ segir hann. „Það eru margar ástæður til bölsýni og stór vandamál, sem þarf að leysa. Landinu stendur mikil ógn af eitur- lyfjaviðskiptunum. Það er sennilega helsta vandamálið. Það er mikil spill- Á undanförnum þrjátíu ár- um hefur saga Afganistans verið saga umbrota og átaka. Þessi saga er end- urspegluð í bókinni Flug- drekahlauparinn eftir Khal- ed Hosseini í átakafrásögn af vináttu tveggja drengja þar sem aðgerðaleysi gagn- vart yfirgangi hefur af- drifaríkar afleiðingar. Hoss- eini sagði Karli Blöndal frá Flugdrekahlauparanum. Morgunblaðið/Davíð Logi Hvarvetna blasa við rústir þegar farið er um Kabúl. Í bókinni Flugdrekahlauparanum er höfuðborg Afganistans mikilvægt sögusvið. Bók Khaleds Hosseinis hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. Augnablik aðgerðaleysis 32 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð Umsóknarfrestur til 16. janúar 2006 Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs. Við úthlutun úr sjóðnum er tekið mið af eftirfarandi atriðum: • Tækin séu mikilvæg fyrir rannsóknir umsækjenda og framfarir í rannsóknum á Íslandi. • Tæki séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum. • Styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. • Fjárfestingin í tækjabúnaði skapi nýja möguleika. • Samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti. • Áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. • Möguleiki sé að jafnaði á samfjármögnun þannig að framlag Tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rann- sóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Rannsóknamiðstöð Íslands annast umsýslu um Tækjasjóð sem heyrir undir menntamálaráðherra. Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og eyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is. Nánari upplýsingar: Hans Kr. Guðmundsson. Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, www.rannis.is Tækjasjóður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.