Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stíngsög 600w 4.995 Vörunúmer ECSJ-JS600UK 2.995 Vörunúmer ECSJ-OS135UK Tómstundasett Slípi- og fræsvél PowerCraft Vörunúmer KJ10650 • 5 hraðar • 10-30K snún/mín • 125W - 230V • 40 aukahlutir Tilboðsverð 3.495 Fyrir veiðimanninn Tifsög PowerCraft Vörunúmer KJ78750 • 1.440 snún/mín • Sagardýpt 405 mm • Sagarþykkt 50 mm Tilboðsverð Tómstundasett 8.995 Tilboðsverð 2.995 Tilboðsverð meðan birgðir endast 6.995 Vörunúmer KJ78909 Tilboðsverð meðan birgðir endast 34.995 Tilboðsverð meðan birgðir endast 31.995 Rifflaskápur fyrir 5 skotvopn Vörunúmer KJ78905 • Hæð 145 cm • Breidd 35 cm • Dýpt 30 cm Rifflaskápur fyrir 7 skotvopn Vörunúmer KJ78907 • Hæð 145 cm • Breidd 50 cm • Dýpt 30 cm Rifflaskápar Tilboðsverð meðan birgðir endast 32.995 Scrubs hreinsiklútar Tilboðsverð 1.695 með vsk Hitablásari 2.995 Hobbýdeildin Tilboðsverð meðan birgðir endast 6.495 Vörunúmer ECSJ-CD14.4UK Fyrir jeppamanninn Rafhlöðuborvél 4.995 Rafhlöðuborvél 5.995 18v Vörunúmer ECSJ-CD14.4UK Vörunúmer ECSJ-CD18UK 14.4v Tilboðsverð Tómstundasett 2.495 Slípisett PowerCraft Vörunúmer KJ10850 • 100 hlutir • Vandaður trékassi 3.995 Vörunúmer ECSJ-CD14.4UK 115mm Sími 5757 600 • Fax 5757 605 Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík fossberg@fossberg.is • www.fossberg.is Juðari 135w FOSSBERG Verkfæri Slípirokkur 600w meðan birgðir endast Ég hef ekki hirt um þetta ár-um saman. Kæri mig held-ur ekki um að rifja þaðupp. Vil ekki muna það. Hvað man maður svo- sem? Ég man nánast ekki neitt. Ég man svona um það bil hvar ég var í gær. Því sem næst að minnsta kosti. En að öðru leyti lítið sem ekk- ert. Að minnsta kosti ekkert sem skiptir máli. Nema margföldunartöfl- una. Það hefur reyndar komið sér vel. Að muna margföldunartöfluna. Ég man líka símanúmer. Fjöldann allan. Ég man símanúmer hjá stelpu sem ég þekkti þegar ég var sex ára. Ég man ekkert hvað hún heitir. En ég man númerið hennar. Ég prófa að hringja og kvenrödd svarar. Ekki hefur verið valið á réttan hátt, vin- samlegast hafið samband við upplýs- ingar. Ég dáist að fólki sem man hluti sem geta komið að gagni. Fólki sem roms- ar upp úr sér staðreyndum. Sérstak- lega öfunda ég þó fólk sem man eftir sjálfu sér. Man hvað það hugsaði þeg- ar það var þriggja ára. Hvenær það fann ástina í fyrsta sinn. Fólk sem tekur iðulega svona til orða: „Ég man það eins og það hefði gerst í gær.“ Eitthvað sem gerðist fyrir löngu. Það er ekki margt sem ég man með þeim hætti. Meira svona eins og það hafi gerst í fyrradag. Eða daginn þar áð- ur. Glefsur. Brot. Litir. Og lykt auðvit- að. Stuttar hendingar héðan og það- an. Ég lendi ævinlega í vandræðum þegar ég þarf að rifja upp það sem á daga mína hefur drifið. Enda geri ég það yfirleitt ekki. Nema ég þurfi að vinna mér það til lífs. Samhengið er örðugast. Skárri í glefsunum. Það getur komið sér illa og er stundum pínlegt. Stundum er ég minnt á atvik sem ég get ómögu- lega munað eftir. Ég hlusta af athygli en get illa munað eftir sjálfri mér. Það er þó mála sannast að fólki ber ekki saman. Það getur verið fróðlegt að heyra ólíka einstaklinga lýsa sama atburðinum. Hver og einn skrifar sína eigin útgáfu. Klæðir hana skoðunum. Ljær henni vængi með hugmynda- flugi. Tilfinningum. Og svo eru það hátíðarútgáfurnar. Sérstaklega af því sem maður helst vill gleyma. Af hverju er ég að hugsa um þetta núna? Langar mig til að hafa þetta þarna? Hverju hef ég sjálfviljug hald- ið eftir og hvað af þessu dóti situr um mig án þess að ég kæri mig um það? Og gerir sig heimakomið. Ég hef ekki hirt um þetta árum saman. Kæri mig heldur ekki um að rifja það upp. Vil ekki muna það. En þegar öllu er á botninn hvolft, hvað man maður svosem? Uppruni hlutanna Borðhald á veitingastað tekur við af kafla um stormasamt kvöld sem lyktaði á slysavarðstofunni eftir gler- brotaregn. Mér fannst nú betri matur á Fil- ippseyjum, segir ein veraldarvön. Þú ert að lesa bók. Í miðju borð- haldinu. Þér leiðast borðhöld, sér- staklega af þessu taginu. Fólk gefur þér hornauga svo lítið beri á. Það sem fólk getur skrafað enda- laust um mat. Hvað það ætlar að fá sér. Hvenær það át síðast. Með hverj- um það var. Ber saman matsölustaði og uppskriftir. Hótelin voru líka miklu betri, segir önnur. Svo maður tali nú ekki um Tæland. Tælendingar eru nú alveg frábært fólk. Þjónustulundin er þeim alger- lega í blóð borin. Mér leið bókstaflega eins og drottningu í Tælandi. Þar var sko stjanað við mann. Fólkið svoleiðis bar mann á höndum sér. Svo var alltaf orkídea á koddanum á kvöldin, segir dimmrödduð þéttvax- in verslunarstýra. Já, segir sú veraldarvana. Mér fannst það alltaf eitthvað svo mikill standard. Svo er náttúrlega allt svo ódýrt þarna. Maður fær heilnudd fyr- ir fimmtíu krónur. Það er náttúrlega bara ekkert verð. Furðulegt hvað þær eru sterkar þessar litlu tælensku konur. Þær eru bara ekki neitt neitt. Bara eins og hrísgrjón. Hún flissar ofan í kínarúllurnar. En handsterkari en andskotinn. Manstu, Kalli. Sú veraldarvana gefur eiginmanni sínum olnbogaskot. Kalli, manstu ekki hvað þær voru handsterkar? Kalli verður flóttalegur og jánkar hálfhvíslandi. Kalli var nú hjá þeim meira og minna öllum stundum. Manstu Kalli? Þær svoleiðis hömuðust á honum Kalla. Hann hefur alltaf verið svo slæmur í bakinu. Vöðvabólgan var al- veg að drepa hann. Unnu svo vel á hnútunum í honum. Hann hefur bara ekki kennt sér meins síðan. Manstu hvað þú varst slæmur, Kalli? Kalli segir ekkert. Kalli, ætlarðu ekki að klára vorrúll- urnar? Má ég þá fá þínar? Kalli ýtir diskinum hæversklega yfir til konu sinnar, svipbrigðalaus. Ég hef alltaf verið sólgin í vorrúll- ur. Kemur mér samt á óvart hvað þær eru bragðlitlar hérna í Kína. Segi það með þér, hvín í verslunar- stýrunni. Mér finnst maturinn hérna eigin- lega algjört svekkelsi. Maður fær miklu betri kínverskan mat heima. Ég elda nú betri kínamat sjálf, leggur kona til málanna sem ekkert hefur sagt fram að þessu. Annars er þetta náttúrlega bara allt á svo lágu þróunarstigi hérna. Maður sér það á öllu. Það er svo erfitt fyrir þetta fólk að fá krydd hérna, segir sú veraldarvana. Segðu, segir verslunarstýran á inn- soginu. Örstutt dok. Þar flaug engill yfir, segir Kalli öll- um að óvörum. Mamma lítur upp úr bókinni sinni. Já. Eða eins og Rússar orða það: „Nú fæddist bjáni,“ segir hún og heldur áfram að lesa. Konurnar fara svolítið hjá sér. Og um stund er engu líkara en bjáni hafi litið dagsins ljós. Sú veraldarvana brýtur ísinn á nýjan leik. Svona fer nú bölvaður kommún- isminn með fólk, segir hún og plokkar kínarúllupart úr jöxlunum. Setur það bara gersemlega út á gaddinn. Kryddlaust og allslaust. Svo eru börnin ekki einu sinni með bleiur, haf- iði tekið eftir því? Þau bara setjast á hækjur sér og gera sín stykki bara hér og hvar sem þeim sýnist. Skyndilega dregur hún upp úr veski sínu myndir af tveimur börnum. Þetta eru barnabörnin, segir hún. Sjáiði. Þetta eru nú gersemarnar. Hún lætur myndirnar ganga. Það er ekki lítið að eiga svona dem- anta. Þau voru sko aldrei bleiulaus. Það hefði nú þótt saga til næsta bæjar ef maður hefði látið börnin gera þarfir sínar svona bara hér og hvar sem þeim sýndist. Skjús mí, dú jú have bred? Þjónninn horfir skilningsvana á hana. Hún skellir upp úr framan í vesa- lings þjóninn. Það er nú ekki í lagi að hafa þjóna sem skilja ekki ensku. Hér talar eng- inn annað en kínversku. Hvað heldur fólk hér eiginlega? Að allir tali kín- versku? Ég meina, hver talar kín- versku? Enginn. Ég held nú að það verði að mennta þetta fólk aðeins bet- ur ef þeir ætla að reyna að lokka til sín ferðafólk. Og svo mætti það vera viðmótsþýðara og rækta upp í sér þjónustulundina. Hér brosir enginn. Þetta er einhvern veginn allt alveg grafalvarlegt. Eins og steinrunnið. Svo er það allt eins, segir verslun- arstýran meðan hún dáist að mynd- unum af barnabörnum þeirrar ver- aldarvönu. Það segirðu satt. Það er ekki nokk- ur leið að þekkja Kínverja í sundur. Bara ekki nokkur leið. Ég þekki varla karla frá konum. Ekki eru það brjóst- in sem greina kynin að. Allar flat- brjósta. Bara alveg eins og pönnu- kökur. Sem minnir mig á það, vissuð þið að pönnukökur eru alveg sérís- lenskt fyrirbæri? Örstutt vandræðaleg þögn. Bjáni aftur á ferð. Það nennir enginn að malda í mó- inn. Hún er eins og kvörn. Það sullast frá henni vitleysan á þvílíkum ógn- arhraða að unun er á að hlýða. Mamma lokar bókinni. Hún ætlar að standa upp frá borðum. Er þér ekki sama þótt ég fari, elsk- an. Ég er betur sett á barnum. Sittu aðeins lengur. Við gætum verið að missa af einhverju. Mamma brosir út í annað. Og sest aftur. Og byrjar að lesa. Já, þetta er víst staðreynd, heldur sú veraldarvana áfram. Pönnukakan var fundin upp á Íslandi. Einhver heiðurskerlan hefur fundið þetta upp hjá sjálfri sér bara í torfbænum. Það er svo menntandi að vita um uppruna hlutanna. Þess vegna ferðumst við Kalli svona mikið. Við erum ekki eins og þetta lið sem alltaf fer á sömu stað- ina. Við viljum kynnast ólíkum menn- ingarheimum og sjúga í okkur áhrif- in. Sú veraldarvana er hætt í kín- verska bjórnum og byrjuð á tollinum sínum. Íslenskt brennivín. Það er hægt að læra svo mikið af öðrum þjóðum. Við erum búin að taka Asíu í gegn undanfarin ár. En ég verð að segja að ég hef orðið fyrir mestum vonbrigð- um með Kína. Þjónustan hér er bara ekki sambærileg. Maður hafði nú allt- af heyrt að Kínverjar væru mikil menningarþjóð. Menningarbyltingin átti sér nú stað hér. Maður verður nú ekki mikið var við hana. Alveg furðu- lega lítið að minnsta kosti. Eða hafið þið orðið vör við hana hérna? Enginn svarar þessu. Ja, ekki ég, segir hún svo og skálar við Íslendingana í íslensku brennivíni. Mamma er enn að lesa. Hún hefur varla borðað neitt. Rétt nartað í mat- inn. Ég er alveg hugfangin af þessum síblaðrandi konum. Smám saman hætti ég þó að heyra orðaskil. Horfi bara á andlitið á þeirri veraldarvönu. Það gæti verið gaman að kefla hana. Setjast klofvega yfir hana og troða vitleysunni ofan í hana þar til hún þagnar. Nú finnst okkur mömmu báðum komið nóg. Við stöndum upp og leggj- um í hann á barinn. Staðráðnar í að kynna okkur menningarbyltinguna. Glefsur, brot og litir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er þekkt fyrir að koma fram á sviði og í sjónvarpi og nú hefur hún stigið fram á ritvöllinn. Bókarkafli | Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er landsþekkt fyrir störf sín á sviði leikhúsanna og í sjónvarpi. Hér þreyt- ir hún frumraun sína sem rithöfundur með bók sinni Í fylgd með fullorðnum. Hér er birt úr tveimur köflum. Í fylgd með fullorðnum kemur út hjá JPV útgáfu og er 213 blaðsíður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.