Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 38
Leyndarmál Ný feiknagóð fullorðins- saga um falin fjöl- skylduátök sem fáir segja frá. Ránið Frábær saga fyrir fólk á öllum aldri. Ránið var valin á heiðurslista IBBY. Fr u m G r e n s á s v e g i 1 2 A – S í m i 5 6 8 1 0 0 0 – w w w . f r u m . i s Tvö meistarastykki úr smiðju Gunnhildar Hrólfsdóttur Veljum íslensk hugverk, hönnun og prentverk. Nr. 1 He iðu rsl ist i IBB Y 38 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Tungulækur er lítil bergvatnsá sem kemur upp í Eldhrauni og fellur of- an í Landbrot og út í Skaftá, rétt neðan við Kirkjubæjarklaustur. Enn í dag er Tungulækurekkert annað en furðu-verk. Fiskgengur hlutilækjarins er aðeins umtveir km, áin þó alveg hreint sjö km. En hún er gríðarlega frjósöm og það, ásamt hinum miklu seiðasleppingum, hefur gert ána að þeirri frægu veiðiá sem hún er í dag, af víðförlum erlendum veiði- mönnum jafnvel talin taka „Mekka“ sjóbirtingsins, Rio Grande, fram. Mergjaðar tröllasögur af fádæma veiði Áður en ég veiddi fyrst í Tungu- læk fyrir um áratug, hafði ég heyrt nokkrar mergjaðar tröllasögur um veiði í ánni. Mér datt ekki til hugar að ég yrði svo heppinn að fá að veiða í þessari á og hún var bara í hilling- unum um langt árabil. En svo hög- uðu atvik því þannig að með mér og Þórarni (Kristinssyni, eiganda TL) tókust kynni og hef ég veitt 1–2svar í ánni flest árin síðasta áratuginn og þvílík forréttindi fyrir íslenskan stangveiðimann! Hvað kalla menn furðusögur af veiði? Fyrstu þrjú árin sem Þór- arinn bauð mér, skrapp fjölskyldan bara einn vordag, og barnungar dæturnar tvær stóðu vaktina í svo sem klukkustund í Opinu og Hol- unni. Notuðu litlu kaststangirnar sínar og litla spinnera. Foreldrarnir höfðu síðan ekki undan að landa, rota, nú eða losa af og sleppa, því við reyndum að sleppa slápunum, en hirtum slatta af geldfiskunum. Dæt- urnar, börnin, fengu þarna allt að 11 punda fiska og einn geldarinn var 9 punda akfeitur bolti. Stærri fiskar slitu, einu sinni þrír í sama túrnum. Ferlegir hvalir. Eftir þessi þrjú fyrstu vor leit ég um öxl dag einn og áttaði mig á því, að á þessum þrem- ur klukkustundum sem börnin höfðu veitt samtals í Tungulæk höfðu þau landað 42 sjóbirtingum og misst fjölmarga! Þetta eru furðu- sögur af veiði. Dætur mínar veiða enn í dag, en hafa oft talað um það síðan, að þær hefðu orðið fordekr- aðar í veiði þarna eystra og það hefði verið erfitt að rífa sig uppúr því og nálgast eðlilegan raunveru- leikann eftir slíkar veiðar. Allt var borið saman við Tungulæk, sem þýddi, að ef það var ekki í það minnsta rifið í agnið í hverju kasti, þá var eitthvað að! Það orð hefur farið af Tungulæk að þar sé mikil frjósemi og að auki er þar sleppt 25 til 30 þúsund seið- um á ári. Að auki hafi alltaf verið farið vel með lækinn og mikið veitt og sleppt. Þótt Tungulækur sé ekki sérlega vatnsmikil á þá er hann löngu þekktur fyrir stóra fiska. Fyrir nokkrum árum veiddi Þórarinn sjálfur 21 punds birting að hausti á spón og gekk svo mikið á að hjólið brotnaði. Kristinn heitinn veiddi þarna líka rúmlega 20 punda fisk og vorið 2002 veiddi Haraldur Eiríks- son einn stærsta sjóbirting sem veiðst hefur hér á landi a.m.k. til margra ára. Það var metralöng hrygna sem hann varð að drepa vegna þess að hún tók Grey Ghost- straumfluguna ofan í kok. Hún var því vegin og reyndist 23 pund og var það mál manna að á hafi vantað 2 til 3 kg af hrognum og brenndri lík- amsfitu. Þetta hafi sum sé getað verið um 30 punda fiskur nýr og sprækur haustið áður. Ekki ólíklegt. Sama dag og Haraldur veiddi fer- líkið veiddust tveir 17 punda og dag- inn eftir 19 punda. Haustið 2004 endaði ég vertíðina mína í Tungulæk og veiddi þá svona tröll. Þetta var bjartur og fallegur dagur, 20. október, og ég var seinn á ferð vegna leiðinlegra funda í bæn- um. Kom þó austur um klukkan tvö og byrjaði í Faxinu. Gráhegri heils- aði mér með letilegu yfirflugi og það var fiskur á í öðru kasti. Var það ofangreindur 5 punda laxbirtingur. Veiddi ég mig síðan í rólegheitum frá Faxinu og út í Op, síðan niður skilin, þessa 50 metra eða svo niður að svokallaðri Frystikistu. Alls land- aði ég á þessu róli 9 fiskum á bilinu 3 til 6,5 pund og öllum á sama rauða Nobblerinn. Allt bjartur fiskur og nokkrir geldinganna með laust hreistur. Þá var stutt í ljósaskipti, sól farin að hníga og ég ók því upp að Fosshyl. Byrjaði á því að skríða fram á brún og gægjast fram af. Þarna blasti við sjón sem var sögu ríkari. Annan eins haug af sjóbirtingi hef ég aldrei séð og fjöldi trölla var slík- ur að ég ætla ekki einu sinni að reyna að giska á töluna. Það var bókstaflega bak við bak og 10 punda plús skiptu tugum. Fiskarnir í hyln- um, bara það sem ég sá, hátt í 200 og vissi ég þó vel að ég sá lítið undir Bókarkafli | Hér fara á eftir tvö brot úr kaflanum Tungulækur – of gott til að vera satt? í bókinni Vötn og veiði – Stangveiði á Íslandi 2005, en ritstjóri hennar og höfundur er Guðmundur Guðjónsson. Bókin er hin átjánda í röð stangveiðiárbóka sem Guðmundur hefur ritstýrt og kemur nú út mikið breytt, bæði að útliti og efnistökum, frá því sem áður var. Ljósmynd/Guðmundur Guðjónsson Neðsti hluti Tungulækjar. Morgunblaðið/Einar Falur Losað úr birtingi úr Tungulæk. Þetta er vorfiskur kominn í sjógöngubúning. Það fer alltaf hrollur um mig …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.