Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 39
klettinn, en þar er einn af þessum skápum sem Sigurður Pálsson talar um. Þar vita menn að stærsti hluti torfunnar liggur að jafnaði, enda birtingurinn mikið fyrir að dyljast. Það fer alltaf hrollur um mig þegar ég rifja þessa sjón upp. Hörð orrusta við stóra hrygnu En sem sagt, það var stutt í rökk- urbyrjun og ég byrjaði að veiða. Lengi vel gekk ekkert, aðeins tvær hikandi tökur sem festu ekki. En er vel var komið inn í skiptin kom loks fanta taka og uppúr því verulega hörð orrusta sem endaði með því að ég lagði afar stóra hrygnu upp að sandeyrinni. Ég losaði úr henni og reyndi að átta mig á stærðinni. Var ekki með málband eða myndavél. Auk þess var fiskurinn svo lerkaður eftir glímuna að hann var beinlínis að drepast þarna í höndunum á mér. Þetta var kasólétt grútlegin hrygna sem aldrei stóð til að drepa og fór ég því strax í lífgunartilraunir sem báru árangur eftir nokkrar mínútur. Synti drottningin síðan tignarlega út í hyl á ný, en ég hef verið að spekúlera í því síðan hvað hún hafi verið þung. Sagði öllum heima að þetta hefði verið 14 punda stykki. Er samt á því að hún hafi í raun ver- ið nær 18 pundum. Eitt er víst, að hún hefur ekki minnkað með tím- anum. Nú var komið rökkur og skyndi- lega orðið svellkalt. Það var enginn í húsunum í Guðbrandsdal þennan dag og því kyrrð og friður og aðeins straumharpan að rjúfa tímaleysið. Draugaleg skíma í gamla rafstöðv- arhúsinu við fossinn magnaði stemningu ljósaskiptanna og húmið sem nú gekk í garð og allt í einu fór músarrindill að syngja með miklum tilþrifum í myrkrinu. Risabak kom uppúr skammt frá mér, birtingurinn var farinn að ferðast um breiðuna. Ég var hins vegar búinn að fá nóg það árið, tók ofan húfuna og þakkaði fyrir hvað ég er heppinn stangveiði- maður. Ljósmynd/Guðmundur Guðjónsson Veiðimenn með feng sinn við Fjarðará í Loðmundarfirði. Vötn og veiði – Stangveiði á Íslandi 2005, eftir Guðmund Guðjónsson, rit- stjóra www.votnogveidi.is, kemur út hjá Litrófi ehf. og er 176 blaðsíður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 39 Terra Nova býður Íslendingum sumarleyfisferðir til perlu Svarta- hafsins, Golden Sands í Búlgaríu. Búlgaría er orðinn einn af vinsælustu áfangastöðum Evrópu, enda í boði hin fullkomna blanda milli austurs og vesturs. Golden Sands liggur rétt norðan Varna, þriðju stærstu borgar Búlgaríu. Staðurinn ber svo sannarlega nafn með rentu því stöndin er ein sú allra besta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Á Golden Sands er óþrjótandi afþreying í boði, t.d. nýr vatnaskemmtigarður, Aquapolis. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Búlgaría Nýjungin 2006 - Vinsælasti áfangastaður við Svartahafið Frábært verð Kr. 29.990* Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð. Kr. 39.995 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 1. júní, á Iglika íbúðahótelinu. Netverð á mann. Kr. 43.595 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 1. júní, í herbergi á Hotel Luna eða Hotel Palm Beach. Netverð á mann. Kr. 48.790 M.v. gistingu í tvíbýli með morgunmat á Hotel Perla, vikuferð 1. júní. Netverð á mann. Frá kr. 29.990* Golden Sands býður allt sem þarf fyrir fullkomið sumarleyfi. Hótelin standa öll nálægt ströndinni og eftir endilangri ströndinni liggur falleg strandgata og margir fallegir sundlaugagarðar. Landið er mjög fallegt með fjölbreytilega náttúru, menningin er litrík og saga þjóðarinnar spennandi. Verðlag í Búlgaríu er mjög lágt og fólkið er vinalegt og gestrisið. Í þessari sumarleyfisparadís færðu mikið fyrir peninginn. Fyrstu 300 sætin á ótrúlegu tilboðsverði 300 viðbótarsæti á tilboðsverði Stórglæsilegir gististaðir og ótrúlegt verðlag Þökkum ótrúlegar viðtökur – bókaðu strax! www.ter ranova.is E N N E M M / S IA / N M 19 3 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.