Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 14. desember 1975: „Matth- ías Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra, flutti athyglisverða ræðu á aðalfundi Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna sl. fimmtudag. Ráð- herrann vék að bréfi Hafrannsóknastofnunar frá 8. þessa mánaðar, þar sem m.a. er fjallað um útreikn- inga dr. Sigfúsar Schopka fiskifræðings um nauðsyn- lega minnkun sóknar í þorsk- stofninn á næstu árum, ef hann eigi að ná á ný eðlilegri stofnstærð og hámarks- afrakstri fyrir þjóðarbúið. Hámarksafrakstur, miðað við að stofninn nái fullri stærð, er talinn geta orðið allt að 500 þúsund tonna ársafli. Með núverandi sóknarþunga og aflamagni er hins vegar talin hætta á hruni þorsk- stofnsins með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Útreikningur dr. Sigfúsar miðast við einn, tvo eða þrjá áfanga. Upprunaleg tillaga Hafrannsóknastofnunar ger- ir ráð fyrir 230 þús. tonna afla 1976. 295 þús. tonna afla 1977 og 376 þús. tonna afla 1978. Tillaga um tvo áfanga miðast við 280 þús. tonna afla 1976 og 1977 en 360 þús. tonn 1978. Þrír áfangar mið- ast við 295 þús. tonn 1976 og 1977 og 345.000 tonn 1978.“ . . . . . . . . . . 8. desember 1985: „Frá ná- grannalöndum okkar Noregi og Danmörku hafa þær frétt- ir verið að berast um nokk- urt skeið, að samsteypu- stjórnir borgarflokkanna eigi undir högg að sækja í utan- ríkismálum, af því að ein- stakir stuðningsmenn þeirra á þingi hlaupi í fangið á vinstrisinnum í hvert sinn, sem þeir minnast á kjarn- orkuvopn. Norska og danska ríkisstjórnin sitja áfram við þau skilyrði, að utanrík- isráðherrar þeirra greiða at- kvæði þvert gegn betri vit- und í ýmsum mikilvægum málum til dæmis á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Ástæða er til að furða sig á langlundargeði ráðherranna, en vandræði þeirra eru á stundum höfð í flimtingum í fjölmiðlum, þótt flestir gerir sér grein fyrir því, að hér er um furðulega stöðu að ræða, þegar þing og ríkisstjórn í sama ríki greinir á um þann þátt öryggismála, sem lýtur að kjarnorkuvopnum.“ . . . . . . . . . . 10. desember 1995: „Það kemur alltaf betur og betur í ljós, að einn vænlegasti kost- urinn í uppbyggingu iðnaðar á Íslandi er að byggja á þeirri víðtæku þekkingu, sem við búum yfir í fiskveiðum og vinnslu. Nokkur fyrirtæki, sem hafa sérhæft sig í iðn- aðarframleiðslu, sem tengist sjávarútvegi hafa náð mikl- um árangri m.a. í útfluntingi. Eitt þessara fyrirtækja er Marel hf., sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á tæknibún- aði fyrir fiskiskip og fisk- vinnslufyrirtæki. Í Morgunblaðinu í gær var kynnt nýtt rannsóknar- og tilraunaverkefni á vegum þessa fyrirtækis, sem snýst um hönnun og gerð vélþræls fyrir fiskvinnslu. Hér er um að ræða „alsjáandi“ vélþræl, sem matar hausunarvélar. Hingað til hefur manns- höndin séð um þetta verk.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ólar í Hjaltadal eiga 900 ára afmæli á næsta ári. Má gera ráð fyrir, að þeirra merku tímamóta í sögu staðarins verði minnzt með margvísleg- um hætti. Fáir staðir á Íslandi eiga sér jafn- merka sögu og Hólar og ánægjulegt að stað- urinn er að rísa til vegs og virðingar á ný, þegar haldið verður upp á afmælið. Á Hólum er nú að rísa fjölmennt háskólaþorp. Að vísu ekki eins fjölmennt enn sem komið er og háskólaþorpin á Hvanneyri og Bifröst en í ljósi hraða þeirrar uppbyggingar, sem nú stendur yf- ir má gera ráð fyrir, að Hólar verði ekki langt á eftir að nokkrum árum liðnum. Hvanneyri og Bifröst hafa þegar haft gífurleg áhrif á umhverfi sitt og átti ótrúlegan þátt í þeirri miklu upp- byggingu, sem nú stendur yfir í Borgarfirði. Hólar eru þegar byrjaðir að hafa slík áhrif í sinni sveit og þarf ekki annað en skoða merki- legt rannsóknarsetur á Sauðárkróki þar sem fram fara rannsóknir í fiskeldi og fiskalíffræði til þess að átta sig á því. Þeir, sem hafa markað Hólaskóla þá nýju stefnu, sem fylgt hefur verið um nokkurra ára bil hafa átt sína óskastund. Þegar skólinn var að leggjast af sem hefðbundinn landbúnaðarskóli fyrir tveimur áratugum eða svo lá kannski ekki beint við að hægt væri að endurnýja hann á grunni þriggja þátta; ferðamálafræða, hesta- mennsku og fiskeldisrannsókna. En það hefur tekizt með skemmtilegum hætti. Á Hólum er allt fullt af ungu fólki, sem stundar nám og rannsóknir á öllum þessum sviðum. Á staðnum eru merkar byggingar, sem mikil áherzla hefur verið lögð á að varðveita. Eldri hluti gamla skólahússins, sem nú stendur er teiknaður af Rögnvaldi Ólafssyni en síðan teikn- aði Guðjón Samúelsson hinn hlutann og er at- hyglisvert að sjá, hvernig hann hefur umgengist sköpunarverk starfsbróður síns. Ekki sízt nú á tímum, þegar mikil áherzla er lögð á að varð- veita þær byggingar, sem Guðjón teiknaði. Guð- jón fylgir forskrift Rögnvaldar en þó má finna mun á andrúmi þegar gengið er um þessi hús og ekki fráleitt að Rögnvaldur hafi vinninginn. Það hefur verið lögð mikil áherzla á að varðveita þetta hús. Á Hólum eru líka fjárhús, sem Guðjón Samúelsson teiknaði og ástæða til að varðveita þau og halda þeim við, þótt þau séu nú til ann- arra nota. Hólar eru auðvitað þekktastir sem biskups- stóll og Hóladómkirkja einstök. Kirkjan hefur verið endurreist og endurnýjuð af þeirri vand- virkni, sem einkennir öll verk Þorsteins Gunn- arssonar, arkitekts og leikara. Verk hans á þessu sviði eru raunar komin á það stig að tilefni væri til að taka saman yfirlit um þau í bók í máli og myndum. Auðunarstofa setur sérstakan svip á Hóla. Um hana segir Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, í aðfaraorðum bókar um það hús: „Herra Bolli Gústavsson, vígslubiskup vakti fyrstur manna máls á því að nauðsyn væri á að byggja biskupsstofu á Hólum, enda hefði bisk- upinn þar enga viðhlítandi starfsaðstöðu. Kom honum þá til hugar að gaman væri að byggja hana í stíl við það hús, sem lengst gegndi því hlutverki á staðnum, sjálfa Auðunarstofu.“ Og vígslubiskup lýkur orðum sínum á þennan hátt: „Þar sem ég sit í Auðunarstofu hinni nýju og nýt þeirra forréttinda að mega hafa hana að vinnustað er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra, sem lagt hafa gjörva hönd að því meist- araverki, sem þetta hús er. Guði sé lof fyrir list- fengi þeirra og aðrar góðar gáfur, sem hann hef- ur þeim léð.“ Hin nýju fræði Nú er mikil upp- sveifla í landbúnaði, sérstaklega í kúabú- skap og mjólkurframleiðslu. Ný tækni hefur rutt sér til rúms og augljóst að þessi grein land- búnaðar er að blómstra á ný. Sumir segja, að sjá megi merki þess, að hið sama sé að gerast í sauðfjárrækt. Og þá má spyrja, hvort það hafi verið rétt stefna hjá Hólaskóla, að leggja kennslu í þessum greinum af. Svarið við þeirri spurningu er sjálfsagt einfalt. Sú uppsveifla, sem nú er sjáanleg í þessum gömlu landbún- aðargreinum var ekki hafin, þegar spurningin var um að marka Hólaskóla nýja stefnu eða horfast í augu við að skólinn yrði lagður niður. Og Hvanneyri sér um þessar gömlu greinar. Getur hestamennska verið háskólanám? Það fullyrða þeir Hólamenn, sem halda því fram, að íslenzki hesturinn sé auðlind og rannsóknir á honum og kynbætur hafi leitt til þess, að við njótum nú þegar mikillar arðsemi af þeim fjár- munum, sem lagðir hafa verið í íslenzka hestinn á undanförnum áratugum. Heim að Hólum koma ungmenni frá útlöndum til þess að stunda háskólanám í hestafræðum. Sumir segja, að kynbæturnar hafi leitt til þess, að íslenzki hesturinn hafi ekki sama úthald og þrek og áður. Því neita sérfræðingarnir á Hólum en bæta við að hann sé að stækka vegna betra atlætis og betra fóðurs. Eru þeir að missa stækkunina út úr höndunum á sér?! Eru ferðamálafræði efni í háskólanám? Þeir sem ekki eru innvígðir í þeim fræðum eiga kannski erfitt með að sjá það fyrir sér en þegar rýnt er í rannsóknarstarf sérfræðinga á þessu sviði opnast ný veröld. Er hægt að breyta strandmenningu Íslendinga í nýja auðlind? Hvað er strandmenning? Lífshættir fólksins í sjávarþorpunum og við blasir að hægt er að nýta þá lífshætti í þágu ferðamennsku. Hitt fer ekki á milli mála, að rannsóknir á fiskeldi og fiskalíffræði hafa mikla þýðingu fyrir íslenzkan þjóðarbúskap. Í Skagafirði er starf- andi merkilegt kaupfélag, sem er eitt af fáum kaupfélögum, sem hafa lifað af. Þetta kaupfélag er aðaleigandi eins stærsta sjávarútvegsfyrir- tækis okkar Íslendinga og rekur bæði veiðar og vinnslu. Fyrir þá, sem muna vandræðin í útgerð og fiskvinnslu á Norðurlandi vestra fyrir nokkr- um áratugum og endalausar ferðir forráða- manna þeirra fyrirtækja til Reykjavíkur til þess að fá liðsinni ráðamanna þar er ævintýri líkast að kynnast þeim umskiptum, sem orðið hafa á Sauðárkróki. Þetta myndarlega sjávarútvegsfyrirtæki hef- ur afhent Hólaskóla til afnota glæsilega starfs- aðstöðu við höfnina á Sauðárkróki til þess að stunda rannsóknir. Og kalla gjarnan „Hafnarhá- skóla“. Þarna má sjá í verki samstarf atvinnulífs og háskóla. Þetta húsnæði er um 1500 fermetrar að flatarmáli. Skilar þetta sér í krónum og aur- um í rekstri fyrirtækisins? Skagfirðingar segj- ast horfa til framtíðar og vera sannfærðir um að rannsóknarstarfið skili sér að lokum í krónum og aurum. Sú mynd af Norðurlandi vestra, sem margir hafa í huga sér um landsvæði, sem sé að dragast aftur úr öðrum breytist, þegar starfsemin á Hól- um og í „Hafnarháskóla“ er skoðuð. En líkurnar á því að það verði álver, sem öllu breyti í þessum landshluta eru litlar. Líklegra er að blómleg há- skólastarfsemi, öflugur sjávarútvegur og upp- sveifla í landbúnaði eigi eftir að setja mark sitt á þennan landshluta. Kaupfélagsmenn í Skaga- firði voru í hópi þeirra fyrstu, sem gerðu sér grein fyrir mikilvægi mjólkurkvótans fyrir land- búnaðinn og stuðluðu snemma að því að bændur þar í grennd gætu keypt kvóta. Með því var lagður grunnur að sterkri landbúnaðarstarfsemi til framtíðar. En þegar horft er til sögu Hólastóls hljóta þær spurningar að vakna, hvort samstarf við guðfræðideild Háskóla Íslands geti ekki orðið ein af þeim stoðum, sem standa undir háskóla- starfsemi að Hólum. Hvar er betra að stunda rannsóknir í kirkjusögu en einmitt þar? Það væri sjálfsagt efni í heila ráðstefnu að velta því fyrir sér hver hafi verið merkastur þeirra biskupa, sem setið hafa að Hólum. Var það Guðbrandur Þorláksson eins og sumir halda fram eða var það Jón Arason eins og aðrir mundu telja? Það má sjá merki þess, að kirkj- unnar menn haldi fram Guðbrandi en stjórn- málamenn Jóni. Það gæti verið fróðlegt að fá fram sjónarmið kirkjumálaráðherrans um það efni. Það er líka hægt að spyrja, hvort rannsóknir í prentsögu okkar Íslendinga eigi betur heima á Hólum en annars staðar í ljósi þeirra miklu af- reka, sem þar voru unnin á því sviði. Þegar horft er heim til Hóla fer ekki á milli mála, að ríkt tilefni er til að halda upp á afmæli staðarins með veglegum hætti. Á Hólum hefur verið unnið afrek við nýja uppbyggingu stað- arins. Skúli Skúlason, rektor og hans fólk geta horft með stolti yfir farinn veg á undanförnum árum. Alþingi og ríkisstjórn hafa stutt við bakið á þeim, sem hafa forráð á Hólum og eiga að gera það áfram. Nái áform Hólamanna fram að ganga munu Hólar verða einn helzti kjarni menningarstarfs á Norðurlandi á komandi ár- um. Söguskýringar sagnfræðings Guðni Th. Jóhannes- son, sagnfræðingur, vék orðum að umfjöll- un hér í Reykjavíkur- bréfi um bók hans um stjórnarmyndanir Krist- jáns Eldjárns í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag. Hér verður einungis vikið að einu „ÞAÐ ÞARF EKKI FLEIRI SKÝRSLUR“ Það er mikið til í því, sem Þuríð-ur Backman, alþingismaðurVinstri grænna, sagði á Al- þingi í fyrradag í umræðum um kjör aldraðra og öryrkja. Hún sagði: „Það þarf ekki fleiri skýrslur. Það þarf að vinna og það þarf að vinna að þessum málum með öryrkjum.“ Ef horft er til þess hvaða þjóð- félagshópar hafa það verst í þeim allsnægtum, sem nú ríkja á Íslandi, fer ekki á milli mála, að þar er um að ræða ákveðinn hóp aldraðra, öryrkja og einstæðra mæðra. Kjör þessa fólks fara mjög eftir því, hvernig húsnæðismálum þess er háttað. Þeir, sem hafa eignast skuldlaust húsnæði komast mun betur af en hinir, sem þurfa að leigja húsnæði eða borga af umtalsverðri skuldabyrði. Ef spurt er á dagblöðunum, hvort hægt sé að ráða eldra fólk til blað- burðar er svarið gjarnan að það sé erfitt vegna þess, að tekjutryggingin skerðist vegna launa blaðburðar- fólks. Nú hafa kjör blaðbera batnað mikið seinni árin, alla vega hjá út- gáfufélagi Morgunblaðsins, en engu að síður kemur á óvart, að tekjur vegna blaðburðar geti skert tekju- tryggingu aldraðs fólks. Það er aug- ljóst og hefur verið árum saman, að tekjutengingin fer of langt niður. Þetta hefur blasað við frá upphafi tekjutengingar og komið óorði á að- ferð, sem átti að vera til jöfnunar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, hafði orð á því á Alþingi að það væri sjálfsagt að fara yfir meg- inkröfur aldraðra og öryrkja. Það er tími til kominn. Ríkisstjórn og Alþingi eiga ekki lengur að láta sitja við orðin ein í þessum efnum. Það hefur svo lengi verið rætt um þennan vanda og hann er svo augljós, að það þarf ekki fleiri skýrslur eins og Þuríður Backman bendir á. Tekjutenging var í upphafi hugsuð til þess að tryggja, að tryggingabæt- ur og raunar ýmsar aðrar opinberar greiðslur gengju til þeirra, sem þyrftu á þeim að halda en ekki ann- arra. Þær voru ekki hugsaðar til þess, að aldraðir, öryrkjar og ein- stæðar mæður hefðu ekki möguleika á að afla sér lítilsháttar viðbótar- tekna. En sú hefur orðið raunin og þetta kerfi hefur staðið árum saman án þess að gripið væri til leiðrétt- inga. Morgunblaðið mælti mjög fyrir tekjutengingu fyrir rúmum áratug eða svo m.a. með tilvísun til reynslu Nýsjálendinga. Hvers vegna ætti að greiða úr opinberum sjóðum til þeirra, sem þyrftu ekki á því að halda? Væri ekki nær að nota pen- ingana til þess að hækka bætur til hinna, sem þyrftu á þeim að halda. Þetta var grunnhugsunin. Þetta var aðferðin, sem var notuð á Nýja-Sjá- landi og Morgunblaðið hvatti til að tilraun yrði gerð með svipað kerfi hér. Árum saman hefur verið bent á að tekjutengingakerfið hér væri útfært þannig, að það ynni gegn markmiði sínu. Og það er í raun og veru óskilj- anlegt að opinbera kerfið hér skuli vera svo hægvirkt að það hafi ekki tekið augljósum rökum í þessum efn- um. Vonandi eru ummæli forsætisráð- herra á Alþingi í fyrradag vísbending um að nú taki kerfið rökum og fram- kvæmd tekjutengingar breytt þann- ig að upphaflegum tilgangi þess verði náð: Að bætur gangi til þeirra, sem þurfa á þeim að halda en ekki að kerfið vinni gegn sjálfsbjargarvið- leitni fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.