Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 41 atriði í athugasemdum hans. Guðni dregur í efa, að frásögn Kristjáns Eldjárns af samtali við Gunnar Thoroddsen sumarið 1974 geti talizt svo mikil tíðindi, sem talið var í umræddu Reykja- víkurbréfi þar sem svipaðra orða sé getið í valdatafli í Valhöll eftir þá Anders Hansen og Hrein Loftsson, sem út kom árið 1980 en bætir því við, að þau hafi að vísu ekki verið höfð beint eftir Gunnari. Á þessum heimildum er auðvitað grundvallarmunur. Frásögn Kristjáns Eldjárns setur þetta mál allt í nýtt ljós. Gunnar heitinn Thoroddsen réttlætti stjórn- armyndun sína og klofning Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma með því að hann hefði verið að bjarga stjórnarkreppu, sem komin hefði verið í algera sjálfheldu. Vísbendingar, sem fram hafa komið um, að hugmyndir hans hefðu átt sér lengri aðdraganda og að hann hefði jafnvel rætt þær við einstaka trúnaðarvini sína fyrir kosn- ingar í desember 1979 settu þá stjórnarmyndun í annað ljós. En um leið og staðfest er að þessar hug- myndir eigi sér svo langa sögu, sem fram kemur í dagbókarfærslum Kristjáns Eldjárns verður að sjálfsögðu að skoða allt þeta mál upp á nýtt. Hefði Gunnar Thoroddsen ekki tekið ákvörð- un um að hverfa af vettvangi stjórnmálanna árið 1965 eru yfirgnæfandi líkur á því að hann, sem verið hafði varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1961 hefði tekið við formennsku í Sjálf- stæðisflokknum við andlát Bjarna Benedikts- sonar sumarið 1970. Jafnvel þótt hann hefði átt andstöðu að mæta frá forsetakosningunum 1952. Ummæli Gunnars við Kristján Eldjárn sum- arið 1974 benda eindregið til þess að hann hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu varaformanns- kjörsins milli hans og Geirs Hallgrímssonar á landfundi 1971, þar sem Geir gekk með sigur af hólmi og tók svo við formennsku í Sjálfstæð- isflokknum af Jóhanni Hafstein. Þegar horft er til ummæla Gunnars sumarið 1974 og stjórnarmyndunar hans tæpum sex ár- um síðar verður ljóst að stjórnarmyndun undir hans forsæti hefur verið markmið hans árum saman, kannski vegna þess að hann tók úrslitum forsetakosninganna 1968 þunglega eins og allir vissu, sem ræddu við hann í Kaupmannahöfn næstu misserin á eftir. Það fór ekkert á milli mála á árunum 1974 til 1978, að það ríkti ekki eindrægni með formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins á þeim ár- um, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sat, þótt Gunnar hefðist lítt að framan af. Og í ljósi þeirra upplýsinga, sem nú liggja fyrir er auðvit- að ljóst, að það hefur verið meira en erfitt fyrir Geir Hallgrímsson að eiga samstarf við ríkis- stjórnarborðið annars vegar við eigin varafor- mann, sem hafði annað í huga og við Ólaf Jó- hannesson, sem átti afar erfitt með að sætta sig við hrakfarir vinstri stjórnar hans undir lokin. Á þeirri stundu, sem úrslit borgarstjórnar- kosninganna lágu fyrir vorið 1978 var Geir Hall- grímssyni ljóst, að atlaga yrði gerð að honum innan Sjálfstæðisflokksins, sem og var gert næstu árin á eftir og þar voru fremstir í flokki Gunnar heitinn Thoroddsen og Albert heitinn Guðmundsson. Sú atlaga verður enn skýrari, þegar fyrir liggur hvað Gunnar hafði haft í huga frá sumrinu 1974. Leiftursóknin 1979 skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli í þessu sambandi. Hún átti rætur að rekja til kröfugerðar ungra manna á þeim tíma um að Sjálfstæðisflokkurinn segði fyrir kosn- ingar hvað hann ætlaðist fyrir eftir kosningar. Hinir eldri og reyndari menn innan flokksins töldu slíka pólitík tóma vitleysu en Geir Hall- grímsson var alltaf veikur fyrir sjónarmiðum ungu kynslóðarinnar og vildi láta á þau reyna. Það eru meiri efni til að gagnrýna Geir Hall- grímsson fyrir ákvarðanir hans veturinn 1978 í stríðinu, sem þá stóð við verkalýðshreyfinguna. Þá var spurningin þessi: á að sýna ábyrgð og grípa til nauðsynlegra ráðstafana strax eða á að reyna að halda efnahagslífinu gangandi fram yf- ir kosningar og grípa þá til óhjákvæmilegrar kjaraskerðingar. Viðbrögð Geirs Hallgrímssonar sem stjórn- málamanns við þessari spurningu sýndu hverjar grundvallarskoðanir hans voru í pólitík. Hann taldi óhjákvæmilegt sem forsætisráðherra að sýna ábyrgð, hvað sem svo gerðist í kosning- unum um vorið. Honum og flokki hans var refs- að fyrir að sýna þessa ábyrgð. Samstaða í stjórnmálaflokki skiptir miklu máli. Ummæli Gunnars Thoroddsens sumarið 1974 sýna að engin slík samstaða var innan Sjálfstæðisflokksins þegar á þeim tíma. Þær röksemdir, sem Gunnar Thoroddsen notaði í ársbyrjun 1980 til þess að réttlæta stjórnar- myndun sína standast ekki. Hann hafði stefnt að því í nokkur ár að grípa slíkt tækifæri ef það gæfist og stuðlaði að því að það gæfist með því að gefa andstæðingum til kynna hvað hann hefði í huga. Það er með þessum rökum, sem því var haldið fram í Reykjavíkurbréfi fyrir tveimur vikum, að um sögulega uppljóstrun væri að ræða í bók Guðna Th. Jóhannessonar og illskilj- anlegt hvers vegna sagnfræðingurinn ungi er ekki ánægður með að athygli skuli vakin á því að slíkar upplýsingar skuli vera að finna í bók hans. Getur verið að hann hafi „haldið með“ ein- hverjum söguhetjum, sem hafi truflað dóm- greind hans?! Morgunblaðið/RAX Hólar í Hjaltadal. Á Hólum hefur ver- ið unnið afrek við nýja uppbyggingu staðarins. Skúli Skúlason rektor og hans fólk geta horft með stolti yfir far- inn veg á undan- förnum árum. Alþingi og ríkis- stjórn hafa stutt við bakið á þeim, sem hafa forráð á Hólum og eiga að gera það áfram. Nái áform Hólamanna fram að ganga munu Hólar verða einn helzti kjarni menningar- starfs á Norðurlandi á komandi árum. Laugardagur 10. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.