Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ á framhaldsstigi háskólanáms Á hverju ári veitir Landsvirkjun styrki til nemenda á framhaldsstigi háskólanáms sem eru að vinna að lokaverkefnum í meistara- og doktorsnámi. Á árinu 2006 verður varið samtals 3 milljónum króna í námsstyrki og verður styrkjunum úthlutað í apríl næstkomandi. Hver styrkur verður að lágmarki 400 þúsund krónur. Markmiðið með námsstyrkjunum er að efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu sviðum sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til að kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsíðu fyrirtækisins. Styrkjunum er ætlað að standa undir hluta af kostnaði við lokaverkefni sem hafin eru eða munu hefjast á árinu 2006. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á verkefninu, meðmæli leiðbeinanda og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „Námsstyrkir Landsvirkjunar 2006“ Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkveitinguna og starf- semi Landsvikjunar er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið styrkir@lv.is. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2005. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. M IX A • fí t • 5 1 0 1 4 Landsvirkjun auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna meistara- eða doktorsverkefnaLandsvirkjun er í hópi stærstu fyrirtækja landsins. Fyrirtækið býður viðskiptavinum bestu lausnir í orkumálum og tryggir með því grundvöll nútíma lífsgæða. Landsvirkjun fæst við fjölbreytt rannsóknarstarf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála. Það er helsti raforkuframleiðandi landsins og er í for- ystu fyrir byggingu orkuvera sem hafa í gegnum tíðina verið meðal stæstu framkvæmda í landinu. Landsvirkjun rekur umfangsmikla fjármálastarf- semi á alþjóðamarkaði vegna fjármögnunar á verkefnum fyrirtækisins. Hjá Landsvirkjun starfa rúmlega 200 manns með fjölbreytta menntun. Dótturfélög eru þrjú talsins og er Landsnet þeirra stærst. Þá á Landsvirkjun hlutdeild í mörgum félögum, innlendum og erlendum, á sviði orkumála, fjarskipta, ráðgjafar og framkvæmda. Landsvirkjun stefnir að því á hverjum tíma að vera í fararbroddi í framsækinni nútíma stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfs- þróunar. Styrkir til nemenda Höfundar bókarinnar,Jóhann Ingi og Sæ-mundur Hafsteinsson,eru báðir sálfræðing-ar og hafa áratuga reynslu sem slíkir auk þess að hafa skrifað talsvert í gegnum tíðina. Jóhann Ingi er einnig kunnur sem handboltaþjálfari til fjölda ára, bæði hér heima og erlendis. „Við fundum fyrir mikilli spurn eftir svona bók og höfum reyndar margoft verið beðnir um að skrifa hana,“ sagði Jóhann Ingi í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Þeir Sæmundur skrifuðu á sín- um tíma bókina Lengi muna börn- in, sem gefin var foreldrum allra barna í 8. og 9. bekk grunnskóla. Hann nefnir að fjöldi bóka hafi komið út um barnauppeldi, um hjónabandið og ýmsa slíka afmark- aða þætti lífsins „en okkur langaði að taka fyrir allan tímann frá vöggu til grafar. Við reynum að nálgast viðfangsefni fólks í lífinu, hugmyndin var að þetta yrði ákveðinn leiðarvísir og mælikvarð- inn sem við notuðum var að bókin yrði nokkurs konar Gagn og gam- an, að fólk gæti lesið hana sér til skemmtunar en að bókin yrði líka til gagns,“ segir Jóhann Ingi. Í bókinni segir hann uppskriftir að góðu barnauppeldi, góðu hjóna- bandi og þar fram eftir götunum. „Það má segja að bókin sé svipuð og matreiðslubækurnar sem Hag- kaup hafa verið að gefa út. Hér fær fólk hugmyndir en svo kokkar hver út af fyrir sig. Við treystum fólki til þess.“ Hagkaup aðstoðaði þá félaga einmitt við útgáfu bókarinnar og sér um dreifingu en hún er seld um allt land. „Markmið okkar var frá upphafi að hafa hana ódýra, að bókin kostaði ekki meira en 2.000 krónur – þrátt fyrir að hún sé í raun ábyggilega virði tvöfaldrar þeirrar upphæðar – til þess að allir gætu eignast eintak. Okkur fannst það skipta máli að sem flestir gætu eignast bókina. Það er okkar leið til þess að gefa af okkur, og þakka fyrir.“ Á mannamáli „Textinn er léttur og hnitmið- aður, við erum ekkert að teygja lopann. Við vildum setja efnið fram á okkar hátt og á mannamáli. Við erum auðvitað ekki að finna upp hjólið en okkur langaði að setja þetta viðfangsefni í íslenskan veru- leika og miðla til fólks þeirri reynslu við höfum aflað okkur síð- ustu áratugi. Við nýtum bakgrunn okkar beggja,“ segir Jóhann Ingi. Hann heldur áfram: „Við byggj- um bókina þannig upp að kaflarnir eru stuttir, vegna þess einfaldlega að við áttuðum okkur á því að mað- ur nennti ekki lengur að lesa langa kafla í einu! Lestrarúthald fólks hefur breyst.“ Í bókinni eru stuttir þættir sem heita Gerðu þetta … þar sem þeir skipa fólk hreinlega fyrir, og aðra litla kafla kalla þeir Jóhann og Sæ- mundur Pælingar, þar sem velt er upp ýmsum flötum á málum. „Við gerum þetta vegna þess að fólk þarf að prófa sig áfram. Við lærum ekkert nema af því að prófa, líka af mistökum – sem við köllum reynd- ar tilraunir.“ Nútímamaðurinn er mikið fyrir skammstafanir og höfundarnir leika sér svolítið með það fyrir- bæri. GÆS, þýðir t.d. ég get, ætla og skal! Og GSM stendur fyrir gott samband við mömmu! Jóhann Ingi segir þá félaga hafa velt fjölmörgu fyrir sér áður en sest var niður við skriftir. „Fólk er alltaf að leita að einhverju, til dæmis árangri. Þess vegna var eitt af því sem við veltum fyrir okkur, hvað er árangur? Það er ekki endilega bara að verða rík- ur og geta keypt allt sem hug- urinn girnist.“ Jóhann Ingi segir þá skipta tugum þúsunda sem komið hafa á námskeið hjá þeim Sæmundi í gegnum árin. „Ég hef sjálfur verið með námskeið í 10 til 15 löndum, mjög mörg fyrirtæki hér á landi hafa fengið okkur til að koma og svo höfum við lengi verið með námskeið í Endur- menntunarstofnun Háskóla Ís- lands sem stöðug aðsókn hefur verið í.“ Þegar hann er spurður hvort eitthvað eitt skipti meira máli en annað á slíkum námskeiðum, svarar Jóhann Ingi: „Já, okkar hugmyndafræði er sú að lykillinn að árangri sé að vinna með sjálfsmynd og sjálfs- traust. Við erum jafnvel farnir að líkja því við mikilvægasta vöðvahóp mannsins vegna þess að vöðva er hægt að þjálfa, og við trúum því að hægt sé að þjálfa upp sjálfstraust hjá hverjum þeim sem tilbúinn er að leggja á sig ákveðna vinnu.“ Hann segir lélegt sjálfstraust m.a. birtast í lélegum samskipt- um, hroka og yfirgangi og þeg- ar svo sé eigi fólk erfitt með að vinna með öðrum, geti ekki sýnt öðrum samkennd og eigi jafnvel Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Höfundar bókarinnar, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson. Maður með lélegt sjálfstraust er eins og tannlaus veiðihundur Með lífið að láni – njóttu þess! er heiti á nýrri bók sem höfundarnir segja leiðarvísi um lífið. Skapti Hallgrímsson ræddi við annan þeirra, Jóhann Inga Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.