Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ óyggjandi staðreyndir um gang mála og varpa ljósi á samræðuna utan landsteinanna … Tilefni að minnast hérlendraröfugþróunar sem á sér varthliðstæðu norðan Alpa-fjalla. Ef marka má aðsókn á þá liði sem eru efst á baugi og harð- ast er haldið fram í sjónlistum um þessar mundir sýnist botninum náð, þannig voru salir tómir á besta tíma í Hafnarborg, Listasafni ASÍ og Lista- safni Íslands sunnudaginn 27. nóvem- ber. Sama dag birtist nokkurs konar kaffihúsaspjall um „listaklíkur“ í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Pólitík, öfund og paranoja“. Eins og verða vill má greina nokkurn sann- leiksbrodd í slíkri samræðu, og hún gæti allt eins boðað betri tíma um rökræður og gagnsæi. Þó vilja slæð- ast hortittir og meinleg ósannindi inn í þesslags skrif og vil gera hreint fyrir mínum dyrum. Hef nefnilega aldrei verið í klíku með Kjartani Guðjóns- syni og Einari Hákonarsyni, en vísa til þess að Kjartan var einn fyrsti og mikilvægasti kennari minn í mynd- listinni en Einar dugmesti nemandi minn í grafík við MHÍ, báðir seinna samkennarar mínir við skólann um árabil og einhver samangangur okk- ar á milli eðlilegasti gangur lífsins, tel hann þó minni en skyldi. Þá heyr- ir undir róg að ég hafi sóst eftir rýnis- stöðu við blaðið, hér þurfti drjúg- ar fortölur til, hef hvergi troðið mér að og tel mig aldrei hafa blandað hagsmunum og pólitík inn í skrif mín. Einar Há- konarson var rýnir Dagblaðsins um tíma en hef lítið orðið var við að hann sendi greinar til birtingar í Morgun- blaðinu, hins vegar er hann jafnaðar- lega blessunarlega ómyrkur í máli í viðtölum á síðum þess. Meira en eðli- legt að skapmaður eins og Kjartan finni hjá sér hvöt til að skrifa pistla til sóknar og varnar þegar freklega er gengið á hlut hans og heiður. Kjartan, Einar og fleiri landsþekktir myndlist- armenn hafa nefnilega rekið sig á lok- aðar dyr þegar þeir vilja kynna list sína í húsum í opinberri eigu, rekin fyrir skattfé landsmanna. Þá er það misvísandi bull og þvættingur að við séum neikvæðir um alla list sem ekki er málverk, hins vegar höfum við brugðist hart við einstefnu ásamt af- gildi og niðurrifi miðilsins og sé ekki betur en að við stöndum nú með pálmann í höndunum eftir þann langa og grófa pataldur. Við úthrópum eng- an veginn listasögufræðingastéttina heldur vanhugsaðar framkvæmdir og umdeilanlegar athafnir. Loks fjarri lagi að við höfum sýnt einhverja til- burði til að vilja ráðskast með hvað listasöfnin sýna, íslensk listasöfn hins vegar ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni frekar en þau í útlandinu … S ettist niður fyrir fram- an tölvuskjáinn árla morguns sjötta des- ember til að byrja á nýjum Sjónspegli, ekki af meðvituðum ásetningi heldur fyrir skikkan tilviljana. Áður fiskaði ég að venju upp útdrátt aðalfrétta Politiken til að koma heilasellunum á hreyfingu og tengja mig við vettvang núsins, blasti þá við að um lokadag H.C. And- ersen ársins var að ræða með fjöl- þættum hátíðahöldum skrautlýsingu og blysför í Óðinsvéum, fæðingar- borg ævintýraskáldsins. Að svo komnu kom ekki tiltakan- lega á óvart, en skyldi annars nokkr- um hafa dottið í hug á upphafsreit, að skáldið viki af stalli fyrir rokkdívunni Tinu Turner sem tindi hátíðahald- anna? Kemur ekki af góðu því að nú er ljóst að hér var á ferð vanhugsuð gerð undirbúningsnefndar, hand- vömm sem ég rakti í stórum dráttum í fyrra skrifi mínu og mistök sem tróna yfir önnur minni. Nafn Tinu Turner sagt það sem dönsku þjóðinni er ljósast í minni frá afmælishátíða- höldunum: „Fejring af H.C. Ander- sen huskes for Tina Turner“ eins og getur að lesa í fyrirsögn. Þó álítur nefndin hátíðina árangursríka á al- þjóðlegum grunni en þá er spurn hvort heimalandið hafi ekki verið að- alatriðið, hvort hún hafi ekki fyrst og fremst verið haldin fyrir dönsku þjóð- ina, þótt orða megi það svo að skáldið sé sameign heimsins? Ekki jók hún í heild sinni að- streymi erlendra ferðalanga, verra að yfirsjónin gaf strax í upphafi ótal meinfyndnum athugasemdum byr undir báða vængi, einkum þótti út- nefning menningarsendiherra vera „the laughing stock“ eins og það var orðað. Féll einfaldlega ekki inn í sam- tryggingu meðalmennskunnar í Dan- mörku, janteloven, mun þó hafa haft drjúga þýðingu í útlandinu, einkum eftir að Henrik prins kom að útnefn- ingu þeirra í París. Viðburðurinn sleginn stórt upp í pressunni á lands- vísu, eins og margur veit er hátignin franskur að ætt og uppruna. Þá drúpa hóteleigendur höfðum þar sem í stað yfirbókana eins og búist var við voru þær heilum 76 þúsundum færri yfir sumarið, þrátt fyrir 100 milljóna framlag til markaðssetningar úr H.C.A. sjóðnum. Brakandi tap á risasjóinu í Garð- inum (Parken), eins og danskurinn orðar það, hjó stórt 130 milljóna skarð í tertuna og af því runnu sam- tals 58 milljónir í vasa Tinu Turner og hirð hennar. Staðreyndir sem sjóð- snefndin nauðug viljug varð að horf- ast í augu við og voru giska aðrar en væntingar stóðu til. Eins og verða vill er slíkt á sér stað þurftu menn fljót- lega að fara að minnka sneiðarnar til annarra framkvæmda, heitir að draga saman seglin, spara. Sjóið mikla fór fram 2. apríl og strax í maí dró Christian Have, eigandi mark- aðsfyrirtækisins Have PR & Komm- unikation, sig í hlé á fundi nefndar- innar við mikið lófaklapp (!), hvernig sem á að skilja það, en sýnist vissu- lega mjög vitræn ákvörðun eins og málum var háttað. Ekki gekk máltækið fall erfararheill upp í þessu til-viki, virðist nefnilega hafahleypt illu blóði í þann hóp sem síst skyldi, sjálfa dönsku þjóðina, um vémynd og sannan ástmögur hennar að ræða. Kom helst fram í takmörkuðum áhuga og þannig voru einungis 14% hennar að fullu með á nótunum, og í skoðanakönnun hvort framkvæmdir varðandi 200 ára fæð- ingarafmæli H.C. Andersens væru áhugaverðar, svaraði meirihlutinn „nei eiginlega ekki“, heil 43% „alls ekki“ og önnur 43% „lítið áhugaverð- ar“. Kvöldfréttir danska sjónvarpsins hermdu þarnæst að 13 prósent þjóð- arinnar hafi verið með á nótunum en 87 látið sér fátt um finnast, jafnframt að fjórði hver Dani hafi látið gerning- inn í Garðinum hafa neikvæð áhrif á sig, dregið úr áhuganum. Má vera nokkuð ljóst aðfólkið með viðskiptavit-ið, kunnáttumennirnirog stjórnmálamennirnir réðu hér mikið til ferðinni og trúlega áttu þeir hugmyndina að stóra sjóinu vorum. Mikilsverðast þó að fram kom enn einu sinni hvernig ekki eigi að standa að slíkum hátíðahöldum, sem eiga auðvitað að hámarkast í lokin í stað þess að byrja með látum, en fjara svo út við lítinn orðstír, ráð að minn- ast þess að sjaldan er upphaf endingu líkt. Birtingarmynd og grunnfærð eftirvænting stundargamansins eitt, mótaður og jarðbundinn áhugi annað. Þá skyldi margur hófsamari um notk- un hástemmdra lýsingarorða varð- andi ágæti þess sem er á byrjunar- reit, og áður en nokkuð er komið í gagnið eða farið að sanna sig. Há- markið þá á röngunni … Hér var ekki meiningin að koma að skoðunum einungis beina kastljósinu að lærdómsríkri reynslu, telja upp SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Scanpix Tina Turner sigurvegarinn! hvers endurómur átti að ná um alla veröldina. Og í einu tilviki tóku þeir ákvörðun út í bláa loftið án þess að spyrja listrænu ráðunautana, sem var að veita 40 milljónum til Billy August varðandi undirbúning að kvikmynd um H.C. Andersen, sem verður líkast til blásin af. Allt þetta ferli hið lærdómsríkasta fyrir okkur á útskerinu, Danir yfir 5 milljónir en við einungis tæp 300 þús- und, samt virðist þetta með útrásina mikilvægara en innrásin, innviðirnir. Danir samt okkur stórum fremri í þeirri grein að lyfta undir sína menn og þætti þetta býsna klént hjá stóru þjóðunum sem huga jafnvel af meiri metnaði að sinni menningarlegu land- helgi en við Íslendingar að fiskiveiði- lögsögunni. Danir voru og snöggir að opinbera alla liði hátíðahaldanna, gera þá gagnsæja og í þeim efnum mættum við að ósekju draga dám af frændum Eins og fram kemur hafa menn haft eitt og annað að athuga varðandi dagskrána á afmælisári Hans Christians Andersens. Kemur greinilega fram í strikum teiknarans snjalla Anne-Marie Steen Petersen. Tina Turner á sviðinu í Kaupmannahöfn. Hún virðist óforvarendis hafa verið hápunktur hátíðahaldanna árið sem danska þjóðin hélt upp á 200 ára fæðingarafmæli ævintýraskáldsins H.C. Andersens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.