Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 45 Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Við leggjum þér lið Farðu allra þinna ferða á auðveldan hátt allan ársins hring! Rafskutlur sem nota má jafnt innan- sem utandyra. Verð frá 118.500 kr. www.uppheimar.is Eftir Philip Ardagh | Kristín Thorlacius þýddi Velkomin í hina stórfur›ulegu veröld Philip Ardagh! Eddi Dickens í n‡jum ævint‡rum flar sem loftbelgur, lögreglu- menn og löguleg stúlka me› andlit eins og úlfaldi koma vi› sögu. HELJAR- ÞRÖM & VOÐAVERK Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali LAUGATEIGUR - NEÐRI SÉRHÆÐ Falleg u.þ.b. 130 fm neðri sérhæð í botn- langa við Laugateig í Reykjavík auk 38,0 fm stórs bílskúrs. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvennar stofur, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Sérinngangur. Rúmgóður og góður bílskúr með gryfju. V. 29,9 m. 5293 TÓMASARHAGI - EFRI SÉRHÆÐ Sérlega rúmgóð og björt efri 180 fm sér- hæð með útsýni til sjávar, ásamt 22 fm bíl- skúr. Íbúðin, sem er mikið endurnýjuð, skiptist þannig að gengið er um sérinn- gang inn í stigahol, snyrting, forstofuher- bergi. Hol þrjár stórar stofur, eldhús með borðkrók, baðherbergi, svefnherbergi. Í kjallara er sér-þvottaherbergi, geymsla og útigeymsla. V. 43 m. m. 5363 FAGRIHJALLI - VEL STAÐSETT Fallegt og vel staðsett 229 fm endaraðhús innst í húsagötu með góðum garði og þaks- völum ofan á bílskúr. Eignin skiptist í and- dyri, hol, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, þvottahús með sturtu og geymslu undir stiga. 2. hæð, stofa, borðstofa, eldhús, snyrting og tvö svefnherbergi. Ris, tvö svefnherbergi. V. 44,9 m. 5484 SIGTÚN - FRÁBÆR STAÐSETNING Á þessum eftirsótta stað höfum við fengið í sölu efri sérhæð og ris í tvíbýlishúsi við Sigt- ún í Reykjavík. Eignin skiptist m.a. í 4ra her- bergja hæð og 2ja herbergja risíbúð. Tvenn- ar svalir á hæðinni. Bílskúr. Eignin er í dag nýtt sem tvær aðskildar íbúðir. Húsið er klætt að utan með Steni. Fallegur garður. V. 35,0 m. 5280 ÞRASTARHÖFÐI - NÝ OG GLÆSILEG Nýkomin í sölu ný og vönduð 91,5 fm íbúð á efstu hæð með sérinngangi af svölum. Bílastæði í lokaðri bílageymslu. Húsið er vandað, byggt af ÍAV og er sérvalið inn í íbúðina tæki, innréttingar, flísar og parket. Íbúðin skiptist m.a. í tvö góð svefnherbergi, stóra stofu með svölum og glæsilegu út- sýni. Íbúðin er laus strax. V. 22,5 m. 5470 BÚSTAÐAVEGUR Falleg 95 fm 4ra herbergja efri sérhæð auk riss við Bústaðaveg í Reykjavík. Eignin skiptist m.a í forstofu, gang, þrjú herbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Á efri hæð- inni sem er óskráð er gólfflöturinn í kringum 30 fm en þar er skrifstofa og sjónvarpshol. Einnig er geymsla í garði. Búið er að endur- nýja glugga og gler. V. 21,5 m. 5488 ÁSBRAUT - LAUS STRAX Góð endaíbúð með fallegu útsýni á annarri hæð við Ásbraut í Kópavogi. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, (getur verið svefnher- bergi) hol, tvö svefnherbergi og eldhús. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sér- geymsla. V. 16,5 m. 5492 BLÁHAMRAR Falleg 72,0 fm 2ja herbergja endaíbúð á efstu hæð í lyftuhúsi með glæsilegu útsýni yfir borgina, til Esjunnar og yfir sundin blá. Eignin skiptist í forstofu, hol, setukrók, eld- hús, herbergi, baðherbergi og stofu. Geymsla á hæð. Íbúðin hentar vel fyrir eldri borgara. Mik- il sameign. V.16,9 m. 5487 STIGAHLÍÐ Falleg 75,3 fm 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð eftirsóttum stað. Eignin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, tvö herbergi, eldhús og bað. Góð eign. 5501 SELJAVEGUR - LAUS STRAX Glæsileg nýuppgerð 81 fm íbúð í gamla Vesturbænum. Íbúðin skiptist í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og bað. Nátturusteinn og parket á gólfum. Ný falleg eldhúsinnrétt- ing, baðherbergi flísalagt og fl. V. 21 m. 5496 Ég var í fyrra um þetta leyti í Ox-ford í Englandi og hafði aldrei komið þar fyrr. Ég reikaði í álíka góðu veðri og verið hefur hér að und- anförnu um gamla bæinn og skoðaði forna háskóla, m.a. Brasenose College, þar sem var vett- vangur Inspector Morse, hins bráð- klóka leynilög- reglulögmanns. Það var ótrúlega gaman að ganga um þennan gamla skóla, sem byggður er að þeirra staðar venju utan um ferhyrndan garð. Í samkomusalnum voru mynd- ir af gömlum rektorum og prestum og frá ævagömlum, dökkum harð- viðnum á veggjunum andaði beinlín- is sögustraumum, það þurfti ekki annað en hálflygna augunum til þess að sjá í anda allt það ungviði sem þarna hafði stundað nám í aldanna rás, þeirra á meðal hafa verið marg- ir menn sem hlutu frama, menn á borð við Robert Runcie erkibiskup af Canterbury og Sir William Gold- ing sem fékk nóbelsverðlaun í bók- menntum. Enn er þarna ungt fólk við nám og sumt af því var á vappi um staðinn á háskólabolunum sín- um. Kapella staðarins var byggð í kringum 1656, frá stofnun skólans 1509 var fram að því notast við eitt herbergið í byggingunni til kristi- legs samkomuhalds. Bretar eru óneitanlega manna slyngastir að varðveita sögulegar hefðir sínar. Þegar svona gamlar og sögulegar byggingar eru skoðaðar finnur einn Íslendingur sárt til þess að forfeður hans skuli hafa eytt æv- inni í moldarkofum sem ekki sér stað lengur nema þá í uppgreftri eft- ir þjóðminjum. Auðvitað er ekki við neinn að sakast og raunar ættum við hér að þakka kærlega fyrir að for- feðurnir þraukuðu í gegnum aldirn- ar í svona lélegum húsakynnum svo við yrðum til í fyllingu tímans. En fastheldni Breta á sínar sögu- legu minjar, sem skila þeim bæði samkennd og miklum ferðamanna- straumi, sýnir að það eru hyggindi sem í hag koma að huga vel að slíku. Hér á landi hefur vissulega verið margt gert á þessu sviði en þegar ég geng nú um Reykjavík og virði fyrir mér byggingar sem eru gamlar á okkar mælikvarða þá leitar hugur- inn óneitanlega til Oxford. Hvað eig- um við sem hægt er að jafna til gömlu bygginganna þar. Jú, hús Menntaskólans í Reykjavík. Mikil- vægt að varðveita það sögufræga hús vel. Aðalstræti státar af elsta húsi bæjarins og þar hefur götu- myndin fríkkað mjög við fram- kvæmdir að undanförnu. Fyrir for- göngu vel hugsandi manna eru ýmsar heillegar götumyndir til í miðbænum gamla. En nútíminn er alltaf fullur af hættum – það er full ástæða fyrir ráðamenn að ígrunda vel hvað rifið er af gömlum húsum. Laugavegurinn og húsin þar eru nú undir sérstakri smásjá, vonandi verður varðveislusjónarmiðið ríkjandi þegar tekin verður lokaaf- staða til þess hvaða hús þar fá að halda velli. Laugavegurinn er merk íbúðar- og verslunargata, hann var lagður fyrir tilstuðlan Thorvaldsenskvenna sem buðust til að byggja hús yfir þvottakonur í lok 19. aldar ef bæj- aryfirvöld vildu leggja vagnfæran veg til Lauganna. Allar götur síðan hefur Laugavegurinn verið fjölfar- inn og mjög lengi var hann miðdepill verslunarlífsins í höfuðborginni. Þótt það sé eðli nýs tíma að brjótast fram og leggja þann gamla að baki sér, þá eru söguleg tengsl við fortíð- ina ríkidæmi sem ekki ætti vanhugs- að að glutra niður. Íhaldssemi Breta er kannski nokkuð mikil en eigi að síður hefur sá eiginleiki stuðlað að verðveislu gamalla húsa og hefða sem gefur samfélaginu þar gildi og sameiningarmátt. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR / Ættum við að vera íhaldssamari? Gömul hús og hefðir Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Aðventan hefur byrjað vel, veðrið gott og gaman að reika um bæinn og virða fyrir sér húsin í jólabúningi. Nú er sá tími sem haldið er fast í gamlar hefðir þótt alltaf komi eitthvað nýtt upp samhliða því sem fyrir er. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn STJÓRN Samtaka um betri byggð hefur óskað eftir viðamiklum upp- lýsingum um sjúkraflug á Íslandi síðastliðin 5 ár frá heilbrigðis- ráðherra. Vilja samtökin m.a. fá upplýsingar um í hversu mörgum tilvikum það geti haft áhrif á bata- horfur sjúklings sem fluttur var með flugvél að bæta 30 mínútum við ferðatímann. Óskað er svara við spurningum í 10 liðum. Er m.a. spurt um fjölda flugferða með þyrlu og flugvélum, fjölda sjúklinga á ári, ástand þeirra og áfangastað. Einnig er spurt um hversu langur tími líði frá því óskað er eftir flugi þar til sjúklingur er kominn um borð, og hversu langur tími líði frá því sjúklingur er kom- inn um borð í flugvél þar til hann er kominn á áfangastað. Spurt er um viðbúnað og þjón- ustu vegna sjúkraflugs á Vest- fjörðum, á Norðurlandi, og á Aust- urlandi. Einnig er spurt hvort til sé heildstæð langtímaáætlun um sjúkraflug, heilbrigði og öryggi samfélagsins, eða úttekt á neikvæð- um áhrifum flugrekstrar í Vatns- mýri á líf og heilsu borgarbúa. Vilja upplýsingar um sjúkraflug FLUGMÁLAFÉLAG Íslands fagnar vinnu nefndar sem samgöngu- ráðherra og Reykjavíkurborg hafa skipað í tengslum við mat á Reykja- víkurflugvelli. Telur félagið nauð- synlegt að góður tími sé tekinn í út- tekt á mögulegum flugvalla- stæðum, m.a. vegna athugana á veðurfari. Fram kemur í frétt félagsins að athuganir sem nú liggi fyrir sýni eingöngu hluta myndarinnar. „Þá telur Flugmálafélagið óábyrgt að tala um flutning á flugvellinum þegar ekki liggur fyrir hvert hann getur farið og að mati Flugmála- félagsins er miðað við núverandi upplýsingar flugvöllur í Vatnsmýri eini raunhæfi kosturinn,“ segir í frétt frá félaginu. Lögð er áhersla á að jafn mikilvæg vinna sem þessi stjórnist „ekki af pólitískri klukku ráðamanna heldur sé henni gefinn sá tími sem hún þarf til þess að rök- rétt niðurstaða fáist.“ Telur Vatnsmýri eina raunhæfa kostinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.