Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÚT ER komin hjá Máli og menningu bókin Hugsjónaeldur, minningar Sólveigar Kristínar Einarsdóttur um föður sinn Einar Olgeirsson. Það er í mikið ráðist. Einar Olgeirsson var einn af áhrifamestu og um leið einn af sárafáum umdeildustu stjórn- málamönnum landsins um áratugi. Það skýrist af sögu Komm- únistaflokksins og síðar Sameining- arflokks alþýðu sósíalistaflokksins. Átökin í þjóðfélaginu á kreppuár- unum og fram eftir öldinni voru hörð og beitt og reyndu mjög á þá, er stóðu í fremstu víglínu stjórnmál- anna, og fjölskyldur þeirra. Það fór ekki hjá því, að harkalega væri að Einari Olgeirssyni vegið á þessum árum. Og auðvitað fundu börnin til þess, Sólveig og Ólafur Rafn, eins og hún víkur að með þessum orðum: „Sárnaði mér ævinlega að sjá skrípa- teikningar af föður mínum sem birt- ust jafnan í Speglinum meðan það blað var og hét. Mér stóð nokkuð á sama um Morgunblaðið, því að ég var sannfærð um að þeir sem þar réðu væru af hinu vonda og til alls vísir.“ Sólveig varð fyrir persónulegu aðkasti í skóla, hún hafði eitt sinn fengið rauða peysu fallega að gjöf og var óðar spurð, hvort hún væri að flagga fyrir Rússunum! Og það var ekki að sökum að spyrja. Hún fékkst ekki til að fara aftur í þá flík. Fleira var í þeim dúr. Af þessum sökum er forvitnilegt að lesa endurminningar Sólveigar af uppvaxtarárum sínum og fjölskyldulífi. Aðdragandinn að ritun bókarinnar er langur. Í formála segir Sólveig frá því, að hún hafi barn verið ein með foreldum sínum. Faðir hennar hafi dregið fram bókina „Nordahl Grieg. Slik jeg kjente ham“ eftir konu hans Gerd og lýst því, hversu góð bók og falleg þetta væri. Á því andartaki flaug í gegnum hug hennar, að slíka bók gæti hún skrifað síðar um föður sinn. Og það hefur hún gert. Í blaða- viðtali lýsir hún því, að eftir lát for- eldra sinna fyrir 10 árum rúmum hafi hún setið uppi með fangið fullt af bókum, bréfum og skjölum, sem vörpuðu ljósi á margt í bernsku verkalýðshreyfingarinnar og á ævi föður hennar. Hann hafði verið í sambandi við ótrúlega margt fólk af ólíkum toga. Og hún hófst handa við ritun sögunnar í krafti þessara gagna, aflaði nýrra og leitaði uppi einstaklinga, sem gætu gefið upplýs- ingar eða vísbendingar. Ekki er hægt á líta á Hugsjónaeld sem sagnfræðilegt rit í þeim skiln- ingi, að þar sé lagt hlutlægt mat á at- burði eða atburðarás, enda stóð það ekki til. Fyrir Sólveigu vakir að draga upp mynd af föður sínum eins og hún man hann. Hún leggur sig fram um að lýsa því ættarsamfélagi, sem hann ólst upp í, metnaði hans og baráttu, hugsjónum og fjölskyldulífi. Þessa nýtur bókin og geldur um leið. Þar er lýst sterkum persónuleikum, frásögnin er stundum rómantísk og alltaf fróðleg. Sumt kallar á meiri vitneskju eins og um átökin í Komm- únistaflokknum á árunum 1932 til 1934. Annars staðar hefði að ósekju mátt fækka tilvitnunum og stytta frásögnina án þess að hún missti nokkurs við það. Og má raunar segja, að það sé lengi svo, og á við um fleiri bækur en þessa. Einar skrifaði ævibók dóttur sinn- ar frá fæðingardegi hennar og gaf henni, þegar hún varð 16 ára. Sólveig gerir ýmist að skírskota til ævibók- arinnar eða tekur úr henni samfellda kafla, sem gerir frásögnina fyllri og varpar nýju ljósi á persónu Einars. Við sjáum hann fyrir okkur stoltan og rómantískan: Sól- veig sá lampaljós í fyrsta skipti í Forna- hvammi í mars 1941 á norðurleið til afa og ömmu á Akureyri. Því varð að halda til haga. Og hver ný tönn, hvert nýtt orð varð undur veraldar. En svo ýtti pólitíkusinn, sem alltaf var nær- staddur, föðurnum til hliðar og lauk svo frá- sögninni: „Og meðan þessi elskulega litla stúlka tók þannig eðli- legum framförum og varð sífellt skemmti- legri með hverjum degi, þá hélt vit- firrtur heimur auðvaldsins í kringum okkur áfram stríði sínu.“ Hugsjónaeldur er mikil bók, nærri 500 blaðsíður, og undin saman úr ólíkum þáttum. Sólveig lýsir ætt- arsamfélagi foreldra sinna og er sumt af því, sem þar er sagt, meðal bestu kafla bókarinnar. Sterk er lýs- ingin af Sólveigu, móður Einars, þegar hún heimsækir son sinn í hegningarhúsið við Skólavörðustíg, þar sem hann sat inni í fimm daga upp á vatn og brauð eftir Gúttó slag- inn. Olgeir faðir hans mátti margt reyna um sína daga, og var lífssaga hans og þeirra Sólveigar átakasaga og mótaði skapgerð og lífsskoðun Einars þegar í æsku. Föðuramma Einars var María í Barði og fer mikl- um sögum af henni . Hún var engin hversdagskona. Við gamlir stúd- entar frá MA munum vel dóttur hennar, Rúnu í Barði, sem þvoði gólf menntaskólans í hálfa öld og Örlygur listmálari gerði ódauðlega með mynd sinni, sem þar hangir á vegg. Sigríður, móðir Sólveigar, mátti líka margt reyna í æsku sinni og upp- vexti. Foreldrar hennar skildu, þeg- ar hún var tveggja ára. Faðirinn, Þorvarður Þorvarðarson prentari, hélt vestur um haf, en Sigríður Jóns- dóttir varð eftir einstæð móðir með fjórar dætur. Hún vann fyrir heim- ilinu með matseld, var skörungur og hörð af sér og hafði lært elda- mennsku í Danmörku. Sólveig rekur ítarlega pólitískan þroskaferil Einars frá mennta- skólaárum hans að stofnun Komm- únistaflokksins eftir bréfaskiftum og öðru efni, sem henni eru tiltæk. Ein- ar varð kommúnisti þegar í skóla. Í 6. bekk valdi hann að skrifa um kommúnismann, þegar hann fékk í dönsku ritgerðarefnið Mit ideal. Og föður sínum skrifar hann, að sócíal- isminn sé ekki af sama heimi og önn- ur pólitík . „Það getur vel skeð,“ skrifar hann, „að ég studeri en lífs- starfið verður að líkindum helgað Socialismanum.“ Og við það stóð hann. Þegar í menntaskóla tókst náin vinátta með Einari og Stefáni Pét- urssyni og styrktist þegar þeir urðu síðar samtíða í Berlín við há- skólanám. Eru bréfaskipti þeirra rakin og sérstaklega knýr Einar á að Stefán komi heim. Hann finnur í hon- um forystumann og samherja, sem hann þarf á að halda, en Stefán læt- ur á sér standa. Hann er að síðustu rekinn úr Kommúnistaflokknum ár- ið 1934, þá staddur í Moskvu, ásamt ýmsum af stuðningsmönnum Einars hér heima og var Sigríður kona Ein- ars þar á meðal en sjálfur lá hann undir árásum. Um þessa atburði alla þykir mér bókin furðu fáorð og hefði gjarna viljað fá meira að heyra. Akureyrarárum Einars eru gerð góð skil í bókinni, baráttu hans og áhrifum innan verkalýðshreyfing- arinnar og aðdragandanum og und- irbúningnum að stofnun Komm- únistaflokksins. Vígi Einars til sóknar og varnar var Jafn- aðarmannafélag Akureyrar, sem hann stofnaði 3. júlí 1924. Tilgangur þess var „að vinna að framgangi jafnaðarmannastefnunnar á Íslandi með því að efla verkalýðshreyf- inguna og gera hana pólitíska, styrkja verkamenn í stjettarbaráttu þeirra gegn auðvaldinu og búa al- þýðuna undir að ná völdunum í sínar hendur“. Líf Einars snerist um að ná þessum markmiðum. Hann vann fyr- ir nauðþurftum með kennslu og sparaði við sig til að geta lagt sem mest fram til baráttunnar. Hér eru ekki efni til að rekja þessa sögu nema rifja upp, að Erlingur Frið- jónsson náði kjöri fyrir Akureyri í al- þingiskosningunum 1927 fyrir Al- þýðuflokkinn, auðvitað vegna kosningabandalags við Framsókn- arflokkinn, sem ekki bauð fram í kaupstöðunum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vest- mannaeyjum, til að fella frambjóð- endur Íhaldsflokksins. Einar vantaði þá nokkrar vikur upp á að verða 25 ára og fá kosningarétt og kjörgengi, en vafalaust áttu vinsældir hans og styrkur mikinn þátt í kosningasigri Erlings. Í kosningunum 1931 var Guðbrandur Ísberg kjörinn á Ak- ureyri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Einar bauð sig fram fyrir Komm- únistaflokkinn og fékk 29% atkvæða en Erlingur Friðjónsson einungis 10,6% fyrir Alþýðuflokkinn. 1934 var Guðbrandur endurkjörinn, en Einar fékk 34,6% fyrir Kommúnistaflokk- inn og þótti þetta mikla fylgi með ólíkindum. Þegar hér er komið sögu hefur Einar haslað sér völl sem sterkasti maður flokksins út á við og er raunar ómissandi fyrir vöxt hans og viðgang og er boðinn fram í efsta sæti listans í Reykjavík 1937. Flokkurinn þre- faldaði fylgi sitt og var Einar kjörinn 5. þingmaður Reykvíkinga og tók með sér tvo menn inn á þing sem uppbótarmenn þá Brynjólf Bjarna- son og Ísleif Högnason. Í bókinni eru rakin mjög áhuga- verð bréfa- og skoðanaskipti þeirra ungu manna, sem sórust í svardaga um að helga kommúnismanum krafta sína á 3. áratugnum. Augun beindust í austurátt og 1927 skrifaði Einar sjálfur Búkharin og spurði hann ráða, hvort rétt væri að stofna kommúnistaflokk á Íslandi, en fékk lítil svör. Komintern taldi það ekki tímabært fyrr en tveim árum síðar á 6. ársþingi þess, sem Einar og Hauk- ur S. Björnsson sátu. Þetta framtak Einars er eftirtektarvert og lýsandi fyrir stöðu hans innan Komm- únistaflokksins. Búkharin var einn af þeim þrem stjórnmálamönnum, sem Einar dáði mest ásamt Sjú En Lai og Abraham Lincoln. Gerir Sólveig góð- látlegt grín að föður sínum fyrir hatt- kúfinn, sem hann bar jafnan, hvernig sem viðraði, og var nákvæmlega eins og hattur Búkharins. Það var einkennandi fyrir Einar, að í málflutningi sínum hafði hann tilvitnanir í ljóð og vísur jafnan á hraðbergi, líka þegar hann talaði óundirbúið. Ljóð Stephans G. Steph- anssonar, Þorsteins Erlingssonar og Jóhannesar úr Kötlum lágu honum létt á tungu og ljóð fleiri skálda raun- ar. Hann lagði upp úr því að birta frumort ljóð og smásögur í tímariti sínu Rétti og var glaður og þakklátur fyrir að Davíð frá Fagraskógi skyldi birta Hrærek konung í fyrsta tölu- blaðinu, sem kom út undir ritstjórn hans, en þeir urðu vinir á Akureyr- arárum hans. Eftir að Einar fór á Vífilstaði 1926 skrifaði Davíð honum þangað, en hann hafði fengið brjóst- himnubólgu ungur og náði sér aldrei til fulls. Þessum þætti í lífi Einars, samskiptum hans við skáld og rithöf- unda, gerir Sólveig góð skil og skemmtileg eins og auðvitað við marga fleiri. Auðvitað er erfitt í bók eins og þessari að lýsa sínum nánustu í hversdagslífinu. Mér er óhætt að segja, að Sólveigu farist það vel úr hendi. Með skýrum dæmum sýnir hún, að faðir hennar hafi verið nær- færinn og góður faðir, hann hefur skilið börnin sín og sinnt þeim, og þau á hinn bóginn gefið honum það næði, sem hann þurfti heima fyrir til að sinna sínum annasömu störfum. Fjárhagurinn var löngum naumur. Og Sólveig getur ekki stillt sig um að spauga með föður sinn: „Frá bernskujólum ljóma skærust lifandi kertin á jólatrénu, sem var lítið og vesældarlegt gervitré þótt okkur þætti það fegursta tré heims og það hve áhyggjufullur pabbi var yfir að kviknaði í. Fata full af vatni stóð venjulega á bak við stofuhurðina.“ Hugsjónaeldur verður ekki slökkt- ur heitir lokakafli bókarinnar. Í inn- gangi hafði Sólveig rifjað upp síðasta skiptið, sem hún sá föður sinn og þau áttu heilt síðdegi saman tvö ein. Á blöðunum, sem á milli eru, er saga hans skráð, og ævikvöldið er heiðríkt eins og því er þar lýst. Í Hugsjónaeldi stígur Einar Ol- geirsson fram sem heilsteyptur stjórnmálamaður og trúr köllun sinni eins og hann sá hana. Hann var harðsnúinn og gat verið ósvífinn. Hann var leiftrandi persónuleiki og átti auðvelt með að fá menn á sitt band. Hann var vinmargur og þeim, sem honum kynntust, þótti vænt um hann. Og Sólveig er ekki í vafa um, að hugsjón hans lifi: „Ævistarf Ein- ars Olgeirssonar fyrir íslenskan sósí- alisma, lýðræði og jafnrétti allra manna lýsir sem viti fram á veginn fyrir þá sem vilja stuðla að réttlátu og mannlegu menningarþjóðfélagi.“ Leiftrandi persónuleiki BÆKUR Endurminningar Hugsjónaeldur, minningar Sólveigar Kristínar Einarsdóttur um föður sinn Ein- ar Olgeirsson. Mál og menning 2005. Hugsjónaeldur Halldór Blöndal Einar Olgeirsson Sólveig Kristín Einarsdóttir JÓLASÝNING Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Sýningin verður í safninu sunnudag- ana 4. og 11. desember kl. 13–17. Ungir sem aldnir geta haft gaman af að rölta milli húsanna og fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um á hestvagni. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti verður spunnið, prjónað og saum- aðir roðskór. Þar verður einnig jólatré vafið lyngi. Í Kornhúsinu fá börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira, auk þess sem þar er sýnt hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla daga. Í Hábæ verður hangikjötið komið í pottinn og gestum boðið að bragða á ný- soðnu keti en í stofunni er sýndur útskurður. Í Efstabæ er jólaund- irbúningurinn kominn á fullan skrið og skatan komin í pottinn. Jólahald heldra fólks við upphaf síðustu aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og þar er einnig gullsmiður að störfum. Í Lækjargötu 4 verður sögustund fyrir börn og hefst lesturinn kl. 14. Í Listmunahorninu verður sýnt þjóð- legt handverk og Krambúðin verður með kramarhús, konfekt og ýmsan jólavarning til sölu. Dillonshús býð- ur upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti. Kl. 14 verður messa í safnkirkjunni, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar og kl. 15 hefst jólatrésskemmtun. Börn úr Ártúnsskóla syngja nokkur jólalög og síðan verður dansað í kringum jólatréð á torginu og eru gestir hvattir til að taka þátt. Jóla- sveinar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safnsvæðið frá kl. 14.00 til 16.30, hrekkjóttir og stríðn- ir að vanda og taka þeir þátt í dans- inum kringum jólatréð. Sem fyrr segir er sýningin aðeins opin sunnudagana 4. og 11. desem- ber kl. 13–17. Aðgangseyrir er kr. 600 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn, ellilífeyrisþega og ör- yrkja. Jólasýning Árbæjarsafns Á VEIÐIGLERAUGU PALLI Í VEIÐIHÚSINU „ÉG BÆÐI SÉ OG VEIT HVAÐ ÞAÐ ER AÐ VERA MEÐ GÓÐ VEIÐIGLERAUGU“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.