Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 49 MENNING ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 99 86 12 /2 00 4 Mikilvæg sending hratt og örugglega Jólatilboð fraktflugs Flugfélags Íslands gerir þér kleift að senda pakka allt að 10 kg, á alla áfangastaði fyrir aðeins 700 kr. Tilboðið gildir til 20. desember. Akureyri 460 7060 Egilsstaðir 471 1210 Ísafjörður 456 3000 Reykjavík 570 3400 www.flugfelag.is | 570 3030 Allt að 10 kg á 700 kr. til allra áfangastaða Jólatilboð! FRAKT til og frá öllum áfangastöðum • fjöldi ferða daglega • hratt og örugglega • frysti- og kæligeymslur á helstu áfangastöðum Peningaþvætti! „Hvernig eiturlyfjakóngar nota bankakerfið á nákvæm- lega sama hátt og auðjöfrar heimsins. Hvernig mafían hefur lagt undir sig heilu þjóðríkin. Hvernig ný örvandi efni, framleidd í hreint ótrúlegu magni, leggja líkama og sál í rúst á mjög stuttum tíma“. Svavar Sigurðsson sími 699 3357 AUGLÝSING Tilvitnun í bókina Falið vald eiturlyfja kolkrabbans sem er til útláns á bókasöfnum landsins. hér þekkja jú allir alla og allt það. Það er erfiðara að mynda sér rétta mynd af þessum verkefnum úti í London. Ég þekki til dæmis ekkert leikstjórann hjá RSC, annað en það sem ég heyri frá David, sem er kannski hlutdrægur því það verkefni er á sama tíma og það sem hann er að biðja mig um að vera í með sér. Það er margs að gæta. En ég hef reyndar alltaf valið verkefni út frá því hvort mér þættu þau spennandi í sjálfu sér, ekki hversu mörgu viðtöl maður fengi út á þau. Það breytir litlu fyrir mig hvort 2.000 eða 200.000 manns sjá sýninguna. Leikhúsið er þar sem það er, fyrir þá áhorfendur sem eru komnir í hús hverju sinni.“ En hver skyldi Ólafur telja að sé styrkur sinn sem leikari? Það vekur að sjálfsögðu athygli að hann sé val- inn einn úr sýningu eins og Woyzeck með mörgum afbragðsgóðum leik- urum. „Það er nú ekki gott að segja. Menn sjá margt í mörgum, og mis- jafnt. Einhvern tíma þegar ég var strákur var ég að hafa áhyggjur af því að ég myndi aldrei geta lagt neitt af mörkum til heimsins, í ljósi frétta af alls konar stórmálum. Mamma sagði þá að það yrði alltaf pláss fyrir gott fólk. Maður trúir því bara, og svo mokar maður með teskeiðinni á hverjum degi. Það hlýtur að bera ár- angur, annars er bara ekkert réttlæti til í þessum heimi,“ segir Ólafur og hlær. Hann rifjar upp litla sögu af Woody Allen, sem sagðist, aðspurður um snilli sína, einfaldlega mæta til vinnu á morgana. „Það er nú bara það sem ég reyni að gera. Ég held að það sé ekki um neina sérstaka yf- irburði að ræða – menn eru kannski heppnir að fá hlutverk sem passar vel við andlitið á þeim, og vinna með rétta samstarfsfólkinu. Ég hef verið svo heppinn í Vesturporti að fá að vinna með miklu hæfileikafólki, og við höfum verið að skóla hvert annað til á undanförnum árum. Það held ég að hafi verið okkur öllum heilla- drjúgt.“ Brim sem kvikmynd Hin margnefnda samheldni leik- hópsins, sem flest þeirra hafa nefnt í viðtölum, hefur getið af sér þó nokkr- ar vellukkaðar sýningar. Þar má fyrst nefna Brim, sem er nýhætt að sýna í Þjóðleikhúsinu, en var frum- sýnt í Vestmannaeyjum í febrúar 2004. Sýningin ferðaðist um allt land og fór einnig út fyrir landsteinana, þar á meðal til Rússlands þar sem hún hlaut fyrstu verðlaun á leiklist- arhátíðinni Golden Mask. „Fyrir besta leik – að því komumst við þegar við fengum loksins verðlaunin, sem svo skemmtilega var loftvog. Það passaði ágætlega inn í leikmyndina,“ segir Ólafur sposkur, en Brim gerist um borð í línubáti. Þótt sýningum sé lokið er það ein- ungis í bili, því hennar er víða óskað á leiklistarhátíðir. Þá hefur hópnum einnig flogið í hug að snúa sýningunni upp í bíómynd, þó ekkert sé ákveðið í þeim efnum enn. „Ég vona innilega að hún muni eiga sér framhaldslíf,“ segir Ólafur. „Því hún hefur fengið mjög góða dóma og er gott dæmi um hvernig mjög sérhæft umfjöllunar- efni getur hitt beint í mark, jafnvel þótt áhorfendur þekki ekki menn- inguna sem það er sprottið úr.“ Woyzeck er hitt verkefnið sem Vesturport er með í gangi um þessar mundir. Að sögn Ólafs er þetta í fyrsta sinn sem leikhópurinn tekur ekki beinlínis sjálfur ákvörðun um hvaða leikrit er sett upp. „Það setti okkur í dálítið sérkennilegar stell- ingar, enda er þetta vægast sagt mjög sérstakt stykki, bæði svo opið en um leið lýtur það sínum eigin lög- málum. Á æfingaferlinu voru mikil átök við að komast nálægt kjarna verksins. En það var aldrei nein ang- ist, því við vinnum vel saman og mikið traust í hópnum. Það var enginn sem ætlaði að sóla upp kantinn og skora mark, þótt við værum ekki komin á þann stað sem maður kannski ætti tveim vikum fyrir frumsýningu. Auka ávöxtur er að hún er enn í vinnslu, sem er það sem hefur gefið mér mest persónulega. Ekki loftfimleikarnir,“ útskýrir Ólafur, en í sýningunni framkvæmir hann ýmsar kúnstir, hrasar niður kaðal og steypist úr rólu yfir áhorfendur, svo dæmi séu tekin. „Aðalkikkið sem ég fæ í Woyzeck er að setjast niður fyrir hverja sýningu og hugsa; hvað get ég gert betur í kvöld? Og hvað gerist þá?“ Makki hnífur Um þessar mundir er Ólafur að undirbúa verkefni, sem ekki tengist Vesturporti, heldur er jólasýning Þjóðleikhússins – Túskildingsóperan. Þar koma þó ýmsir við sögu sem hann hefur unnið með áður; leik- myndahönnuðurinn Börkur Jónsson sem gerði einnig leikmyndina í Woyzeck og Brimi, leikstjórinn Stef- án Jónsson sem leikstýrði Ólafi í Terrorisma í Þjóðleikhúsinu, að ógleymdum karli föður hans, Agli Ólafssyni. Hann segir vinnuna með hinum síðastnefnda hafa verið mjög skemmtilega, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir starfa saman á leiksviði. „Þetta er nú þannig starf, að mað- ur þarf að skilja sína eigin persónu eftir í búningsherberginu áður en maður gengur inn á æfingagólf. Mér flaug í hug að það yrði kannski eitt- hvert vandamál, en það var það alls ekki. Við eigum mjög gott með sam- vinnu, þótt við eigum reyndar bara eina senu saman. Það er kannski ágætt, svona til að byrja með.“ Fyrir Ólafi snýst Túskildings- óperan fyrst og fremst um frábæra tónlist, og afar beitta pólitíska ádeilu. „Það þarf engan speking til að koma auga á hana,“ segir hann og segist að- spurður telja að Túskildingsóperan sé spennandi jólasýning. „Það ætla ég að vona. Við erum með frábæran hóp af fólki í þessari sýningu, sem og besta mögulega tónlistarfólkið. Þetta verður gaman.“ ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.