Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 71 MENNING Erindið hefst kl. 3 e.h. og er haldið í fundarsal LbhÍ (áður Rala) á Keldnaholti, 3. hæð. Mánudaginn 12. desember flytur Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor við Háskóla Íslands erindi: Innlendir orkuberar. Allir velkomnir Fræðsluerindi Landbúnaðar- háskóla Íslands á Keldnaholti Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Við leggjum þér lið Hægindastólar sem lyfta þér upp Verð frá 98.500 kr. Bergljót Arnalds hefur gefiðút Jólasveinasögu, meðmyndskreytingum eftir Fréderic Boullet. Sagan kemur út samtímis á ensku og íslensku og enski titillinn er the Thirteen Ice- landic Santas. Þetta er hugljúf saga um tilraun Grýlu til að koma í veg fyrir að jólasveinarnir kom- ist til byggða til að færa góðu börnunum eitthvað í skóinn. Bergljót er þekkt fyrir bækur sínar og margmiðlunardiska um Stafakarlana og umsjón með barnaþætti á Skjá einum og gefur efni sitt út undir forlagsheitinu Virago. Af hverju ákvaðstu að gefa bók- ina út bæði á íslensku og ensku? „Ég hef verið með annan fótinn erlendis og fundið fyrir því hvað útlendingar eru spenntir fyrir því að íslensku jólasveinarnir eru þrettán.    Teiknarinn sem vinnur með mérer franskur og ég þýddi text- ann upphaflega á ensku einfald- lega svo hann gæti lesið hann. Síðan fékk ég tvær góðar konur með mér til að ganga frá enska textanum þegar ákveðið var að gefa hana út á ensku.“ Konurnar sem Bergljót nefnir eru María Alva Roff og Alda Sigmundsdóttir og Bergljót segir þær eiga miklar þakkir skildar fyrir aðstoðina. „Mér er sagt að það sé örlítill sér- íslenskur keimur af þýðingunni sem mér fannst eftirsóknarverður þar sem efnið er svo séríslenskt. Það á ekki alltaf við en í þessu til- felli finnst mér það vel viðeig- andi.“ Þrátt fyrir íslenska upprunann hafa jólasveinar þínir fengið á sig dálítið vestrænt yfirbragð. Þeir eru í rauðum kápum með rauðar húfur og þeir eru ekki þessir hrekkjalómar sem gömlu íslensku sveinarnir eru, heldur góðir og elskulegir piltar sem undirbúa jól- in syngjandi glaðir. „Þótt þeir séu ekki þjófóttir eins og þeir voru í gamla daga þá eru þeir samt enn stríðnir og breyskir. Þeir halda flestum sín- um persónueinkennum. Hurða- skellir er til dæmis enn að skella hurðum. En í dag þekkja íslenskir krakkar jólasveinana sem blöndu af þessu tvennu. Við sjáum þá ekki birtast öðruvísi en rauð- klædda. Ég er ekkert hrædd við að leyfa jólasveinunum að þróast, enda er það óhjákvæmilegt. Jóla- sveinasaga er frumsamin saga, þar sem Grýla er að reyna að koma í veg fyrir að þeir komist til byggða. Mig langaði ekki til að endursegja þjóðsögurnar heldur semja mína sögu. Grýla í þessari sögu er líka svolítið óhugnanleg, hún veit ekkert betra en óhlýðin börn og er orðin langsoltin af því að engin óþekk börn hafa komið í pottinn um langa hríð. Hún ætlar því að reyna að gera börnin óþæg með því að koma í veg fyrir að jólasveinarnir gefi þeim í skóinn.“    Maður veltir því fyrir sérhversu vel hafi tekist til með uppeldið á drengjunum úr því að mamman er svona illa inn- rætt. „Já, en þar kemur Leppalúði til sögunnar því þótt hann búi greini- lega við mikið ofríki Grýlu þá er hann góður karl inn við beinið.“ Teikningarnar í bókinni eru mjög skemmtilegar og líflegar, hlaðnar smáatriðum, þar sem jafnvel mýsnar leika veigamikið hlutverk. „Það voru miklar pælingar af minni hálfu um stílinn á mynd- unum. Þessar teikningar eru að mestu leyti handunnar og síðan litaðar í tölvu. Mörgum þykir það þó ekki eins merkilegt og hand- málaðar teikningar. Þetta er auð- vitað gamaldags sjónarhorn og á eflaust eftir að breytast á næstu árum enda krakkar mjög hrifnir af þessum stíl.“ Bergljót bendir enn fremur á þá furðulegu staðreynd að ef mynd- skreytingar eru að einhverju leyti unnar í tölvu þá eru þær virð- isaukaskattskyldar en ekki ef teiknarinn kýs að vinna þær alveg í höndum. „Þetta er auðvitað stórundar- legt og sýnir að tölvuunnar mynd- ir eru þar ekki flokkaðar sem listaverk.“ Bergljót hefur unnið með sögur sínar og barnaefni í ýmiss konar margmiðlunarformi og því eðlilegt að spyrja hana hvort einhver áform séu uppi um teiknimyndaútfærslu á jólasveina- sögunni. „Toppurinn væri auðvitað að gera bíómynd í fullri lengd eftir sögunni og ég auglýsi hér með eftir fjárfestum til að hrinda því í framkvæmd! Sagan gerist öll í heimi jólasveinanna og ég lagði áherslu á að hún væri þannig, þeir fara ekki til byggða fyrr en í lok sögunnar. Sagan býður því upp á að skapa mjög sérstakan heim ut- an við þann sem við þekkjum.“ Svo skemmtilega vill til að leik- hópurinn Perlan hefur tekið Jóla- sveinasögu Bergljótar upp á arma sína og ætlar að frumsýna leik- gerð hennar í Borgarleikhúsinu í dag, sunnudag. „Þetta hentar þeim mjög vel því þetta er stór hópur af persónum svo næg hlutverk eru handa öll- um, þrettán jólasveinar og Grýla og Leppalúði, og svo á hver jóla- sveinn sitt atriði svo allir fá að njóta sín. Það var virkilega gaman að fylgjast með hópnum vinna að uppsetningunni og sýnist mér sem Jólasveinasaga njóti sín ekki síður á sviði sem á bók.“ Góðir strákar og verri mamma MorgunblaðiðRAX „Mig langaði ekki til að endursegja þjóðsögurnar heldur semja mína sögu,“ segir Bergljót Arnalds. ’Leikhópurinn Perlan ætlar að frum- sýna leikgerð Jóla- sveinasögunnar í Borg- arleikhúsinu í dag.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is BRESKA leikskáldið Harold Pint- er gagnrýnir George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, harð- lega í nóbelsræðu sinni. Hann seg- ir það réttast að kalla Bush og Blair fyrir Alþjóðlega glæpadóm- stólinn í Haag fyrir að slá ryki í augu almennings með „miklum lygavef“. Pinter voru formlega veitt nóbelsverðlaun Sænsku aka- demíunnar í gær, en hann hefur gagnrýnt utanríkisstefnu breskra og bandarískra stjórnvalda harð- lega síðustu ár. Pinter tók ávarp sitt upp á band fyrirfram, en hann á við alvarleg veikindi að stríða og var lagður inn á sjúkrahús í Bret- landi fyrr í vikunni. „Flestir stjórnmálamenn hafa meiri áhuga á því að styrkja og viðhalda völd- um sínum en minni áhuga á sann- leikanum,“ sagði hið 75 ára gamla leikskáld í ræðu sem ber yfir- skriftina „Listin, sannleikurinn og stjórnmálin“. Í ræðunni fjallar Pinter um vægi sannleikans í list- inni en víkur síðan að tilfinn- anlegum skorti sannleikans í stjórnmálum, þar sem stjórn- málamenn kappkosti að halda al- menningi fáfróðum um tilvist- araðstæður sínar. Að mati Pinters fóru Bush og Blair með ósannindi er þeir færðu rök fyrir innrásinni í Írak 2003 með því að halda því fram að Saddam Hussein byggi yf- ir kjarnorkuvopnum. Stuðning Blairs við utanríkisstefnu Banda- ríkjanna sagði Pinter „aumk- unarverðan“ og að réttast væri að draga Bush og Blair fyrir Al- þjóðlega glæpadómstólinn. Útgef- andi Pinters, Stephen Page, tók við nóbelsverðlaununum fyrir hönd skáldsins í Stokkhólmi í gær. Nób- elsræða Pinters er birt í heild sinni á vefsíðunni nobelprize.org. Pinter gagnrýnir Bush og Blair Tony Blair George W. Bush Pinter KÓR Bústaðakirkju heldur sína ár- legu Jólasveiflu í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20. Þar koma fram, auk kórsins, Guitar Islancio og Diddú. Píanóleikari er Bjarni Þór Jón- atansson. Á efnisskrá verða jólalög, þjóðlög, negrasálmar, gospel og klassík. Stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson, organisti og kórstjóri Bústaðakirkju. Jólasveiflan hefur á fáum árum öðlast sérstöðu meðal annarra fjöl- margra tónleika í desember, að sögn Guðmundar Sigurðssonar. „Með kórnum hafa komið fram margir þekktustu og frábærustu listamenn þjóðarinnar, tríóið Guit- ar Islancio, og tenorarnir Kristján Jóhannsson og Jóhhann Friðgeir Valdimarsson. Í ár kemur enn ein söngstjarna á heimsmælikvarða fram með kórnum og tríóinu, sjálf Diddú,“ segir Guðmundur. Jólasveifla í Bústaðakirkju JÓLATÓNLEIKAR Kasa-hópsins verða í Salnum í dag kl. 16. Kasa hópinn skipa: Áshildur Har- aldsdóttir, flauta, Sif M. Tulinius, fiðla, Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló, Peter Máté, píanó og Miklós Dalmay, píanó. Gestir verða Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanóleikari, Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Drengjakór Reykjavík- ur og félagar úr Karlakór Reykja- víkur, Lenka Mátéová og fleiri. Á efnisskrá verða Andante í C-dúr fyrir flautu og kammersveit eftir Mozart, Konsert í C-Dúr fyrir þrjú píanó og kammersveit eftir Bach, Lundúnatríó eftir Haydn, og jólalög frá ýmsum löndum. Þá kemur jólasveinninn í heim- sókn með glaðning í poka. Jólatónleikar Kasa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.