Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 73
ÞAÐ er fátt skemmtilegra en þegar tónlistarmenn gæða göm- ul lög nýju lífi – jafnvel ná að gera þau að sínum eigin. Duran er fyrsta útgáfa dúettsins MoR sem skipaður er söngkonunni Margréti Eir og bassaleikaran- um Róberti Þórhallssyni. Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Margrétar, í henni býr hljóm- mikil rödd gædd mikilli mýkt – eitthvað sem flestar söngkonur dreymir um að búa yfir. Bassi og rödd án annarra hljóðfæra er samsetning sem heyrist ekki oft og því afar for- vitnileg útgáfa hér á ferð. MoR kemst oft á heilmikið skrið og hafði ég sérstaklega gaman af „Save a Prayer“, sérstaklega fyrir tilstilli Róberts sem fer fimum höndum um hljóðfærið. Hann fer úr því að spila brotna hljóma yfir í yfirnótur og nær ávallt að halda manni við efnið, sem er síður en svo auðvelt verkefni enda venjan að láta píanó eða gítar sjá um aðal- hlutverk sem þetta. Þá sýnir Margrét gegnumgangandi allar sínar bestu hliðar – þó finnst mér mest til hennar koma í „Ordinary World“, því fallega lagi. Helsta kvörtunarefni mitt er að bassinn einn og sér verður oft frekar einsleitur. Ég sakna þess t.d. að heyra bandalausan bassa eða jafnvel kontrabassa til að brjóta hljóminn upp. Plat- an hefði einnig orðið tilkomu- meiri hefði hún verið tekin meira lifandi upp – ég heyri ekki betur en að hún sé gerð með hjálp taktmælis sem gerir það að verkum að lögin verða fullferköntuð fyrir bragðið. Tónlistin býður upp á það að teygja hana til og frá að vild – eitthvað sem taktmælir kemur ævinlega í veg fyrir. Þegar á heildina er litið kemst MoR ágætlega frá sinni fyrstu útgáfu og tekst að gefa hlustandanum nýja sýn á nokk- ur sígild lög frá Duran Duran. TÓNLIST Geisladiskur MoR – Duran  Margrét Eir syngur og Róbert Þórhalls- son leikur á bassa. Lög eftir Duran Duran. Útsetningar og upptökustjórn voru í umsjá MoR. Upptökur fóru fram í Hljóðrita. 2112 gaf út. Smári Jósepsson Slagarar í nýju ljósi „Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Margrétar,“ segir m.a. í dómi. Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 73 LISTAMANNSNAFNIÐ Tonik er aukasjálf Antons Kaldals Ágústs- sonar, sem gefur út plötur undir nafninu Tonik, en fyrir skemmstu kom út fjórða platan sem hann gefur út undir því nafni, And The Beat Goes On. Anton Kaldal segir að platan eigi sér talsverðan aðdraganda og þannig hafi fyrsta lagið orðið til í júní 2003. Hann hafi upphaflega ætlað sér að hafa lögin í réttri tímaröð, gefa mynd af því hvernig hann hefði þróast sem tónlistarmaður, en svo séð að sér og ákveðið að leyfa lögunum að ráða, að skipa þeim svo að platan væri sem heilsteyptust. Fyrir vikið segir hann að í henni sé ákveðin framvinda, „hún byrjar nokkuð poppað, fer svo í harð- ari pælingar og síðan rólegri og þunglyndislegri, en vinnst svo út úr því í poppið aftur.“ Anton hefur fengist við músík frá 1994 er honum áskotnaðist tracker hugbúnaður, sem þykir frumstæður í dag en var hátækni á sínum tíma. Fram að því hafði hann verið að leika sér á hljómborð, hlustaði á raftónlist en var ekki farinn að semja af neinu viti fyrr en hann komst í tölvuna. Allar fullburða Hann man ekki hvenær hann byrj- aði að nota Tonik-nafnið. Til að byrja með segir Anton að tónlistin hafi ver- ið mjög Prodigy-kennd, en síðan þró- aðist hann út úr því, takturinn varð hægari og pælingarnar meiri. Eins og getið er er And The Beat Goes On fjórða platan sem Anton / Tonik sendir frá sér, Hyrnd og Your System is Dangerously Low on Re- sources komu út 2002 og Technotæfa 2003. Allar voru þær fullburða út- gáfur að hann segir, en hann hefur þó ekki lagt eins mikið í útgáfu áður og nú í And The Beat Goes On. „Ég er stoltur af þeim plötum sem ég hef Tónlist | Anton Kaldal Ágústsson Popp og pælingar Tonik er aukasjálf Antons Kaldals Ágústssonar. gert, en vann miklu meira í útgáfunni núna,“ segir hann og nefnir að um- slagið sé hluti af undirbúningsnámi hans fyrir Myndlistarskóla Reykja- víkur. Hraðari og dansvænni Anton hefur gert nokkuð af því að koma fram á tónleikum undir Tonik nafninu, yfirleitt spilað þrisvar á ári eða eitthvað í þá áttina, en þetta ár hefur hann verið talsvert meira á ferðinni. Alla jafna treður hann upp með tölvuna sér til halds og trausts en spilar síðan á hljómborð „og reyni að vera skemmtilegur“, eins og hann segir, en hann hefur líka troðið upp með fleiri hljóðfæraleikara, var til að mynda með gítarleikara, bassaleik- ara og fiðluleikara á Innipúkanum svo dæmi séu tekin. „Ég hef mjög gaman af því að spila á tónleikum og það gerir mér kleift að prófa mismun- andi hluti sem hefur svo eflaust áhrif á það sem ég er að gera, er þegar far- ið að hafa áhrif, því tónlistin er orðin hraðari og dansvænni.“ dóttir er nýútskrifuð úr Listahá- skóla Íslands og hefur verið virk í listsköpuninni síðan. Kristín er jafn- framt rithöfundur en hún er með- limur í Nýhil og sendi nýlega frá sér bókina Kjötbærinn. „Síðustu mán- uði hafa þessar tvær merku lista- konur leitt saman hesta sína með gjörningum sem skilja áhorfendur eftir orðlausa og ráðvillta. Þær stöll- ur mynda framvarðasveit nýrrar bylgju gjörninga sem er að skella á Íslandi þar sem sviðmyndahönnun, ritstörf og myndlistin sameinast,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Tíma um viðburðinn. Dagskráin hefst kl. 21 stundvís- lega og er aðgangseyrir kr. 500. Myndlist | Fremja kynlífsgjörning í Tjarnarbíói Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir flytja m.a. gjörninginn „Blindar sýna“ í Tjarnarbíói annað kvöld. Úr galleríinu inn í leikhúsið MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 12. des- ember flytja myndlistarkonurnar Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir þrjá gjörninga í Tjarn- arbíói. Fyrir hlé verða gjörning- arnir „Blindar sýna“ sem áður var fluttur í Nýlistasafni Íslands og „Afríkanskur kvenprestur“ sem fluttur var í Norræna húsinu í októ- ber síðastliðinn. Eftir hlé verður síðan frumfluttur kynlífsgjörningur. Gjörningakvöldið er haldið í sam- vinnu við Tíma, miðstöð fyrir tíma- listir. Ingibjörg Magnadóttir segir markmiðið með gjörningakvöldinu vera það að taka gjörninginn út úr galleríinu og færa hann inn í leik- húsið, upp á svið, og um leið rífa niður valdapýramída leikhússins. „Við vinnum verkin frá upphafi til enda, og strikum því út þá milliliði sem tíðkast í leikhúsinu, þar sem höfundurinn skrifar verkið og leik- arar taka við því til flutnings. Gjörningarnir eiga formið sameig- inlegt en eru að öðru leyti aðskilin verk. „Blindar sýna“ er ritúalískur gjörningur sem fjallar um tvær systur sem sköðuðust illa í eldvoða en héldu þó hug og hjarta. Í „Afrík- anskur kvenprestur“ kemur 2 ½ metra kvenprestur með skilaboð ásamt framtíðarveru. Í kynlífs- gjörningnum koma margir við sögu, enda um málefni að ræða sem mik- ilvægt er að fjalla um. Það er erfitt að lýsa því hvernig við nálgumst viðfangsefnið, því það er misjafnt hvar fólk dregur mörkin í viðhorfi sínu til kynlífs. En þetta verður kynlífsgjörningur, ekki klámgjörn- ingur.“ Ingibjörg Magnadóttir hefur unnið við sviðsmyndagerð og mynd- list allt frá útskrift og stundaði framhaldsnám við Figurativ Teater- academian í Noregi. Kristín Eiríks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.