Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 10.30 B.i. 14 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! kl. 5.20 og 8 B.i. 12  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 5.20  -M.M.J. Kvikmyndir.com  -H.J. Mbl.  -L.I.B.Topp5.is BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sýnd kl. 3.30 og 5.45 B.i. 16 ára  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára kolsvartur húmor! missið ekki aF þessari! kolsvartur húmor! missið ekki aF þessari! Frá leikstjóra GroundhoG day oG analyze this Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Miðasala opnar kl. 15.00 Sími 564 0000 ...það Gerðist á aðFanGa- daGskvöld hættuleGir þjóFar á hálum ís! ...það Gerðist á aðFanGa- daGskvöld hættuleGir þjóFar á hálum ís! Frá leikstjóra GroundhoG day oG analyze this bad santa jólamynd í anda bad santa jólamynd í anda Það eru trúlega ekki margirtónlistarmenn sem eru ný-skriðnir yfir fertugt enfagna 25 ára starfsafmæli í bransanum. Það gerir Sigga Bein- teins þó um þessar mundir en hún var 18 ára þegar hún steig fyrst á svið fyrir 25 árum í Kópavoginum. Það er því vel við hæfi að hefja spjallið á upprifjun á farsælum ferli söngkonunnar Siggu. „Þetta var á hátíð Vinnuskólans í Kópavogi sem hljómsveitin Geðfró steig á svið,“ byrjar Sigga og segir sér hafa þótt nafngift sveitarinnar furðuleg. „ Það er svona fyrst á síðustu árum að ég þori að segja nafnið upphátt,“ viðurkennir hún. „Hljómsveitin var meðal annars mönnuð Dr. Gunna en það eru kannski ekki margir sem vita að við byrjuðum saman í þessu. Ég fékk pláss sem söngkona í þessari sveit og við vöktum töluverða athugli og spil- uðum nokkuð í kjölfarið.“ Sigga segist ekki hafa gengið með drauminn um frama á söngsviðinu lengi í maganum. „Ég var búin að vera að gaula heima hjá mér. Pabbi gaf mér gítar og kenndi mér vinnukonugripin og ég söng fyrir sjálfa mig en það mátti enginn heyra,“ rifjar hún upp. „Það var eiginlega vinkona mín sem atti mér útí þetta þegar hún heyrði mig syngja og fór að leita í smáauglýsingum í dagblöðunum eftir hljómsveitum sem voru að leita að söngkonum. Hún hætti ekki fyrr en ég fór í prufu.“ Það er víst óhætt að segja að um- rædd vinkona hafi veðjað á réttan hest. „Já, hún gerði það og ég á henni margt að þakka auðvitað,“ segir Sigga. Með heimagerðan gítar Eftir eina tónleika með Geðfró komu að máli við Siggu strákar sem voru að setja saman hljómsveit til þátttöku í Músíktlraunum Tóna- bæjar og föluðust eftir samstarfi við söngkonuna ungu. „Úr varð hljómsveitin Meinvilling- arnir og við vorum rosalega pönkuð. Ég steig á svið með heimalagaðan gítar sem fór allur í klessu á sviðinu, alvöru rokk!“ segir Sigga. „Sam- starfið stóð þó ekki lengur en þetta eina kvöld því þá komu að máli við mig Guðmundur Jónsson, nú gít- arleikari í Sálinni, og Sveinn Kjart- ansson og við stofnuðum hljómsveit- ina Kikk og gerðum eina plötu saman.“ Við upptökur á umræddri plötu rataði Björgvin nokkur Halldórsson inn í hljóðverið og heyrði Siggu syngja. „Það vildi þannig til að hann var einmitt að leita sér að kvenrödd fyrir lagið „Vertu ekki að plata mig“ og hann bað mig að syngja það með sér,“ segir Sigga. „Þetta var árið 1984 og var auðvitað alger draumur því mig langaði að komast inn í þenn- an popp- og dægurlegageira tónlist- arinnar. Ég var ekkert mikið fyrir nýbylgjuna sem ég hafði verið í áður. Ég þáði boðið og lagið varð alveg hrikalega vinsælt.“ Framhald var á samstarfi þeirra Björgvins og árið 1987 var sett upp söngsýning sem hét Allt vitlaust og gekk 197 sinnum fyrir troðfullu húsi. „Þar stigum við Björgvin, Eiríkur Hauksson og Eyjólfur Kristjánsson á svið og sungum gamlar rokkperlur. Á sama tíma fékk ég að setja saman húshljómsveit sem ég söng með á gamla Broadway uppí Álfabakka,“ segir Sigga. „Þegar það var lagt niður var sýn- ingin færð niður á Hótel Ísland sem í dag er Broadway. Þar var nýstofnuð Stjórnin að spila. Söngkona sveit- arinnar, Alda Ólafsdóttir, veiktist eitt kvöldið og ég var beðin um að hlaupa í skarðið. Þegar Alda fluttist svo til London var ég beðin að taka hennar pláss í sveitinni sem ég og gerði.“ Stjórnin var ein vinsælasta hljómsvetit landsins í lok níunda ára- tugarins og í byrjun þess tíunda. Þau unnu Landslagskeppni 1989, tóku þátt í Evróvision fyrir Íslands hönd og náðu þar næstbesta árangri Ís- landssögunnar, 4. sætinu, með lagið „Eitt lag enn“. Þegar Stjórnin tók sér hlé árið 1993 fór Sigga að vinna að sinni fyrstu sólóplötu. „Jólaplatan Desember varð af- raksturinn og er sú plata sem mér þykir hvað vænst um af því sem ég hef gert,“ segir Sigga. „Ég er mjög stolt af henni en þetta er ein dýrasta plata sem hefur verið gerð hér á landi. Það heyrist á henni og hún á enn fullt erindi að mínu mati. Hún er því miður bara ófaánleg og hefur verið í talsverðan tíma. Mig langar mikið að endurútgefa hana en því miður finnast ekki teikningarnar af plötuumslaginu svo ég verð að gera það uppá nýtt.“ Brot af því besta Platan Allt eða ekkert hefur að geyma 30 lög á tveimur plötum þar sem gefur að heyra þverskurð af ferli Siggu. „Þetta eru tvær plötur, önnur sýn- ir rólegu hliðina á mér og hin er meira stuðhliðin. Svo eru líka tvö ný lög á plötunni, eitt á hvorri plötu,“ segir Sigga og segist hæstánægð með lagavalið. Hún segir það hafa verið afar ljúft að horfa um farinn veg og velja lög á safnplötuna. „Ég hefði reyndar getað gefið út fjórar svona plötur því ég er búin að syngja svo rosalega mikið á þessum tíma,“ segir Sigga en bætir við að henni finnist hún samt ekki hafa sungið nóg. „Mér finnst ég ekki hafa verið nógu dugleg að gefa út efni og ætla að bæta úr því á næstu árum. Maður á að nota það sem manni er gefið. Mér var gefin þessi rödd og því ætti ég ekki að nota hana? Ég lifi fyrir að syngja,“ segir hún og fullyrðir að sér finnist það alltaf jafngaman. „Söngurinn er það stór hluti af mér. Þetta er líkamleg og andleg þörf sem maður hefur og því er gam- an að vera í þeirri aðstöðu að geta starfað við það. Ég er búin að starfa við söng síðan 1987 og ég geri mér fyllilega grein fyrir hversu mikil for- réttindi það eru. Það eru ekki margir tónlistarmenn hér á landi sem geta það. Markaðurinn er svo lítill og við erum svo fá.“ Sigga segist hugsa plötuútgáfu fyrst og fremst sem kynningu fyrir tónlistarfólk þar sem gróðinn af Þær eru ekki margar söngkonurnar sem eiga jafn glæsilegan feril og Sigríður Beinteinsdóttir. Á dögunum kom út platan Allt eða ekkert sem hefur að geyma 30 söngperlur frá 25 ára ferli Sigríðar Beinteinsdóttur. Birta Björnsdóttir hitti Siggu og ræddi við hana um ferilinn, Idolið og framtíðina. Morgunblaðið/Ásdís Að nota það sem manni er gefið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.