Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 339. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Adrien Brody og Jack Black Birna Anna Björnsdóttir ræðir við aðalleikarana í King Kong | 60 Úr Verinu | Góð rækja á Flæmska hattinum  Ekkert svartnætti  Bryggjuspjall  Soðningin  Fiskverð Íþróttir | Íslendingalið berjast  Einar áfram hjá Grosswallstadt  Alfreð fyrr til Gummersbach? Úr Verinu og Íþróttir í dag „VIÐ höfum rökstuddan grun um það að erlend fiskiskip, alls um fjögur eða fimm talsins, hafi leikið það undanfarnar vikur og mánuði að slökkva á fjareftirlitsbúnaði sínum á næturnar, fara allt að 20 mílur inn í okkar fiskveiðilögsögu og þau hafi verið þar við veiðar. Skipin hafi svo farið út úr lögsögunni aftur á morgnana. Við lít- um þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Ægi. Í grein sem hann og Dagmar Sigurðardóttir, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, rita í Morgunblaðið í dag fjalla þau m.a. um fjareftirlit Gæslunnar. Halldór leggur áherslu á að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð „en við höfum mjög sterkar vísbendingar um þetta“. Dagmar segir að í grein hennar og Halldórs svari þau sjónarmiðum sem heyrst hafi und- anfarið um að fjareftirlit geti komið í stað varð- skipa og flugvéla, en þetta telji þau fráleitt. „Fjareftirlit getur aldrei komið í stað raunveru- legs eftirlits úti á sjó. Það má líkja þessu við eft- irlitsmyndavélar lögreglu niðri í bæ. Ekki er hægt að segja upp öllum lögreglumönnum vegna þess að það er búið að koma fyrir eftirlitsmynda- vélum. Einhver þarf að framfylgja lögunum, vera á svæðinu og bregðast við lögbrotum,“ segir Dag- mar. Hún segir að útskýrt sé í greininni hversu mik- ilvægu hlutverki varðskipin gegni og bent á nauð- syn þeirra. Megi í þessu sambandi nefna björg- unar- og öryggisþáttinn, eftirlit með fiskveiðum og skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt milliríkjasamningum og samningum um fiskveiði- stjórnun á úthafinu. Í þeim felist að þegar skip samningsríkis sigli inn í íslensku efnahagslögsög- una fái Landhelgisgæslan sjálfkrafa upplýsingar frá eftirlitsstöð í heimalandi skipsins um staðsetn- ingu þess. Sama gildi um íslensk skip þegar þau sigli inn í efnahagslögsögu nágrannalandanna. Dagmar og Halldór segja í grein sinni að ekki dugi að vita hvar skip sé staðsett. Það verði m.a. að vera hægt að fara um borð til að rannsaka afla og veiðarfæri. Skip Gæslunnar þurfi því að vera til staðar úti á hafi ef eitthvað komi upp á. Þau benda einnig á að erlend skip sem stundi ólögleg- ar veiðar verði ekki færð til hafnar með fjareft- irlitsbúnaði. Þá séu varðskipin nauðsynleg vegna mengunareftirlits og viðbragða við mengun á haf- inu. Þau fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um kaup á nýju varðskipi sem meðal annars verði bú- ið mengunarvarnabúnaði svo hægt verði að bregðast við hugsanlegum mengunarslysum. Laumast í lögsöguna?  Fjareftirlit | Miðopna  Landhelgisgæslan: Rökstuddur grunur um að erlend fiskiskip slökkvi á fjarskiptabúnaði á næturnar og fari allt að 20 mílur inn í lögsögu Íslendinga Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is KÓLNA á í veðri á fimmtudag eftir hlýindi sem verið hafa yfir landinu að undanförnu. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands, segir að spáð sé talsverðu frosti á landinu á föstu- dag og laugardag. Gera megi ráð fyrir að frost verði á bilinu 10 til 15 stig inn til landsins þessa daga. „Gangi þetta eftir verða það nokkur viðbrigði frá þeim hlýindum sem hafa verið og snögg skipti úr hlýju og yfir í kulda,“ segir hann. Haraldur seg- ir nýjustu spár þó gera ráð fyrir því að ný lægð kunni að koma inn á landið um helgina. Hún geti haft í för með sér suðaustanátt með snjókomu á sunnudag víða um landið. Töluverðu frosti spáð á landinu „ÉG óttast ennþá að við höfum losn- að undan harðstjórn Saddams [Husseins] til þess eins að lenda und- ir annarri tegund harðstjórnar,“ segir Írakinn Salam Pax í samtali við Morgunblaðið í dag en hann hefur af því áhyggjur að íslamskir bókstafs- trúarflokkar komist til valda eftir þingkosningarnar sem haldnar verða í Írak á morgun, fimmtudag. Pax segir kosningarnar þó afar mik- ilvægar. „Við erum að kjósa fyrstu alvöru ríkisstjórnina frá því að Sadd- am var steypt af stóli.“ Salam Pax varð heimsþekktur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna er hann tók að blogga frá Bagdad um þær tilfinningar sem bærðust með honum til yfirvofandi atburða. Pax kveðst ekki sakna Saddams Husseins. Hann segir að Írakar hefðu aldrei losnað við harðstjórann ef ekki hefði komið til hernaðaríhlut- un Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafi hins vegar gert alltof mörg mis- tök og tekið alltof margar rangar ákvarðanir. „Sumt af því er ekki hægt að fyrirgefa þeim,“ segir hann. Súnníti í framboði myrtur Kosningarnar í Írak eru haldnar í skugga ofbeldis og í gær var einn helstu stjórnmálamanna úr röðum súnní-araba, Mizhar Dulaimi, skot- inn til bana í Ramadi. Hann hafði kvöldið áður hvatt aðra súnníta í landinu – en súnnítar hunsuðu flestir kosningarnar sem fóru fram í janúar – til að taka þátt að þessu sinni. Sumt er ekki hægt að fyrirgefa Salam Pax segir kosningar í Írak afar mikilvægar Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is  Viljum | 20 FAGURT skýjafar hefur einkennt Austurlandið allt síð- ustu dagana og vilja menn helst ekki missa af sólarupp- rás og litaspili sem stendur stundum vel fram á ellefta tímann. Einstaka glitský hefur gert vart við sig, en þau eru algeng eystra og sjást á öllum árstímum. Ekki ónýt viðbót við ljósahafið í ranni mannfólksins. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Litadýrð á Norðfirði á aðventu Blað frá Hjálparstarfi kirkjunnar fylgir Morgunblaðinu í dag YFIR 50% munur var á hæsta og lægsta verði tuttugu og sjö bókatitla af þrjátíu og sex sem verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í gær í fjórtán bókabúð- um á höfuðborgarsvæðinu og á Ak- ureyri. Mestur reyndist verðmunur- inn 100% á Jónsbók, sögu Jóns Ólafssonar. Ódýrust var bókin í Bón- us og Nettó, á 2.995 krónur, en dýrust í Pennanum Eymundsson, á 5.990 krónur. Þá var 76% munur á hæsta og lægsta verði bókarinnar Líkama fyrir lífið og 66,8% munur á hæsta og lægsta verði bókarinnar Kafteinn Of- urbrók og líftæknilega horskrímslið. Bónus reyndist oftast með lægsta verðið en oft var mjög lítill verðmun- ur milli Bónuss og Nettó. Sjö bókaverslanir á höfuðborgar- svæðinu neituðu þátttöku í verðkönn- uninni. Verðkönnun á jólabókunum Sjö neita þátttöku Allt að 100% verðmunur  Daglegt líf í desember | 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.