Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í LOK nóvember birti sá mæti mað- ur, Helgi Laxdal, formaður vélstjóra- félagsins pistil á heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni ,,LHG í nútíman- um“. Hluti pistilsins var síðan birtur í Morgunblaðinu. Ekki ætlum við að rekja efni hans í smáatriðum en okkur langar að svara nokkrum spurningum og fullyrðingum sem Helgi varpar fram. Meðal annars segir Helgi að það hlutverk sem gert hefur Landhelg- isgæsluna að því sem hún er í augum almennings, þ.e. að standa skip að ólöglegum veiðum, og síðan í fram- haldinu að færa þau til hafnar, sé löngu liðið undir lok í þeim mæli sem áður var þar sem nú liggi fyrir á skjá allar upplýsingar um skipaferðir innan 200 mílnanna. Þetta sjónarmið hefur heyrst víðar. Fjareftirlit kemur ekki í stað eftirlits varðskipa úti á hafi. Rétt er að hluti af þeim skipum sem sigla um efnahagslögsögu Íslands er í fjar- eftirliti. Skipin eru þá með sjálfvirkan sendingarbúnað um borð sem sendir upplýsingar um staðsetningu þeirra með reglulegu millibili um gervihnött til heimalandsins. Hluti íslenska skipa- flotans er í fjareftirliti hjá Landhelg- isgæslunni og Fiskistofu. Íslenska rík- ið hefur gert milliríkjasamninga við nágrannalöndin um gagnkvæmt fjar- eftirlit með fiskiskipum. Í þeim felst að þegar skip samningsríkis siglir inn í íslensku efnahagslögsöguna fær Land- helgisgæslan sjálfkrafa upplýsingar frá eftirlitsstöð í heimalandi skipsins um staðsetningu þess. Sama máli gegnir um íslensk skip þegar þau sigla inn í efnahagslögsögu nágrannaland- anna sem slíkir samningar hafa verið gerðir við. Má þar nefna Færeyjar, Noreg, Rússland og Grænland. Fjar- eftirlitið er stórkostleg uppfinning og eykur bæði möguleika til fiskveiðieft- irlits og björgunarstarfa og gerir alla skipulagningu markvissari. En það er ekki nóg að sjá hvar skip er staðsett, það verður að vera hægt að koma því og áhöfn þess til bjargar ef eitthvað kemur upp á og það verður að vera hægt að fara um borð til að rannsaka afla og veiðarfæri og standa skipstjóra þannig að verki ef hann hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Þetta verður ekki gert með fjareftirliti. Um þessar mundir leikur t.d. grunur á um að slökkt sé á sjálfvirkum sendingarbún- aði í sumum erlendum fiskiskipum og þau laumist inn í íslenska lögsögu í skjóli nætur. Erlend skip sem stunda ólöglegar veiðar verða ekki færð til hafnar með fjareftirlitsbúnaði. Þeir sem halda því fram gætu á sama hátt sagt að nú þurfi enga lögregluþjóna í miðbæ Reykjavíkur því búið sé að koma fyrir eftirlitsmyndavélum á hverju horni. Enn sem komið er sigla fjölmörg skip um íslenska lögsögu án þess að Landhelgisgæslan hafi nokkra möguleika á að fylgjast með þeim nema úr lofti eða af sjó því þau eru ekki í fjareftir fiskiskip sem s (transit) sem e irlitskerfinu, fj þ.m.t. stórra o þegaskipa auk farartækja, st 2001 voru teki lensku efnahag hafnar. Skipst of lítinn afla e veiðum við mi lands og tilkyn Landhelgisgæ borð hafi verið megin við mið fóru um borð í fiskidagbók, le framhaldi af þ lenskrar hafna kærðir. Við sa inga úr fjareft upplýsinga ko allan tímann v sögu. Í þessu ekki verið hæg stjóranna án f móti hefði aldr skipin hefðu v svæðinu. Skip Fjareftirlit og v varðskipanna Eftir Dagmar Sigurðardóttur og Halldór B. Nellett ’…er a alm upp hve sta Lan unn Dagmar Sigurðardóttir Halldór B. Nellett UNDANFARINN áratug hefur Ís- land siglt hraðbyri í frjálsræðisátt. Fjármagnsflutningar hafa verið gefnir frjálsir, skikki komið á ríkisfjármálin og skuldir greiddar, ríkisfyrirtæki einkavædd, skattar á fyrirtæki lækk- aðir og rammi hagstjórnar er orðinn eins og best verður á kosið. Á einu sviði hefði þó mátt ganga hraðar fram – á vettvangi alþjóðaviðskipta. Á Íslandi ríkir afturhald þegar kemur að fríverslun með landbún- aðarvörur og til marks um það er landið í hópi hinna svo kölluðu G10- landa, en það eru lönd sem eru með mestu verndarstefnuna í landbún- aðarmálum af öllum löndum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO). Löndin eru auk Íslands: Búlgaría, Ísrael, Japan, Kórea, Liecthenstein, Máritíus, Noregur, Sviss og Taívan. Í greininni eru ráðamenn hvattir til að láta af þessu afturhaldi í alþjóða- viðskiptum, ekki eingöngu með eigin hagsmuni í huga heldur einnig hags- muni þróunarlanda. Alþjóðavæðing viðskipta hratt af stað ferli sem sennilega á sér enga hliðstæðu í sögunni. Í einni sviphend- ingu varð grundvallarbreyting á við- skiptaumhverfi flestra þjóða sem leysti miklar umbætur úr læðingi. Sökum þessa hefur umtalsverð umræða farið fram um alþjóðavæðingu. Samhliða henni hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort ekki sé mál að bú- verndinni linni og að frjáls viðskipti leysi verndarstefnu innan greinarinnar af hólmi. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari umræðu frekar en aðrar þjóðir og sér í lagi hefur reynt á af- stöðu þjóðarinnar innan G10-sam- starfsins. G10-ríkin Þjóðirnar í samstarfinu hafa sett sér það markmið að styrkja stoðir við- skipta á milli landanna og stuðla að því að markmið Doha-lotunnar nái fram að ganga. Í þessu augnamiði hafa G10-þjóðirnar skuldbundið sig til að vinna í nánu samstarfi við aðrar þjóðir innan WTO og þróa áfram landbún- aðarstefnu landanna þannig að öll að- ildarríki geti unað sátt við sinn hlut. Áhrif G10-ríkjanna á stefnumörkun í alþjóðaviðskiptum með landbúnað eru meiri en á flestum öðrum sviðum við- skipta og ríkin hafa skapað sér ákveðna sérstöðu á meðal annarra að- ildarríkja WTO. Hins vegar er mik- ilvægt að ríkin ríði á vaðið og einsetji sér að leiða baráttu fyrir afnámi verndartolla og annarra hafta í al- þjóðaviðskiptum með landbún- aðarvörur – og helst afnámi tolla á öll- um vör Það en að s að vinn gefa til skiptah þjónus væru f flutnin styrkju myndi ungsve í lagi v yrði vö meiri e aðarvö með þæ an heim styrkja sem vin til lengr Sjálfbæ Fram verður af frjálsræði í landbúnaðarvö greinum. Sú st að styrkjakerf eru framleiðslu Sökum þessa s araðgerða og t nýjan leik sam irspurnar á mö aðarafurðir. E rannsóknir má þess velferðar afnám tolla og renna til Vestu velferðarábata falla þróunarrí að fjölyrða um reiknaður sem leiðslu vænkas margfalt á við Í umræðu u því verið haldi Yfirgefum G-10 Eftir Halldór Benjamín Þorbergs- son og Tryggva Þór Herbertsson ’Okkar helsta niðurstaða er að Ísland eigi að afnema öll höft og að landið eigi að yfirgefa G10-hópinn …‘ Halldór Benjamín Þorbergsson Tryggvi Þór Herbertsson NÝTINGARRÉTTUR Á VATNSORKUAUÐLINDUM Frumvarp Valgerðar Sverris-dóttur iðnaðarráðherra umrannsóknir á vatnsaflsvirkj- unum olli deilum á Alþingi í síðustu viku, eins og Morgunblaðið hefur greint frá. Frumvarpið kveður á um að gildissvið núverandi laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu verði útvíkkað til vatnsafls- virkjana. Það hefur m.a. í för með sér að ráðherra verður heimilt að veita vilyrði fyrir leyfi til að nýta vatnsorku, í tengslum við útgáfu rannsóknarleyfis. Iðnaðarráðherra sagði hér í blaðinu sl. föstudag að hún hefði kos- ið að málið yrði samþykkt á Alþingi fyrir áramót og vísaði til hagsmuna raforkufyrirtækjanna. „Ýmislegt er í pípunum í sambandi við stóriðj- umál víða um land og þess vegna er mikilvægt að orkufyrirtækin fái svigrúm til þess að rannsaka vatns- aflið,“ sagði ráðherra. Frumvarp hennar endurspeglar þá gríðarlegu breytingu, sem er að verða á raforkumarkaðnum hér á landi. Þetta kemur skýrt fram í greinargerð með frumvarpinu, þar sem m.a. er rakið að nú sé komin á samkeppni á raforkumarkaðnum. Forgangur Landsvirkjunar að virkj- un vatnsafls sé úr sögunni og þess vegna sýni fleiri orkufyrirtæki vatnsaflsvirkjunum áhuga. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylking- arinnar, orðaði það svo í umræðum um málið á Alþingi að kapphlaup væri hafið um auðlindir landsins og má til sanns vegar færa. Raforkumarkaðurinn getur tekið enn frekari breytingum á næstu ár- um; ekki er ósennilegt að einhver orkufyrirtæki verði einkavædd – einkavæðing Landsvirkjunar hefur t.a.m. verið boðuð – og sennilegt er að orkumarkaðurinn verði líkari öðr- um mörkuðum, sem einkennast af samkeppni fyrirtækja í einkaeign, í stað þeirrar einokunar opinberra þjónustufyrirtækja, sem ríkt hefur til þessa. Í þessu ljósi er ekki að furða að veiting nýtingarleyfa til orkufyrir- tækja sé umdeild. Annars vegar hlýtur sú spurning að vakna hvort náttúra Íslands megi við fleiri stór- virkjunum. Margir eru þeirrar skoð- unar, að nú þegar hafi verið gengið of langt í nýtingu auðlinda fallvatn- anna og stjórnvöld eigi að vera afar íhaldssöm á að heimila fleiri virkj- anir. Hins vegar spyrja menn eðli- lega, líkt og Jóhann Ársælsson: Hvernig á að velja á milli þeirra, sem sækjast eftir nýtingarrétti á auð- lindum? Og í þeim tilvikum, sem auð- lindirnar eru í almannaeigu, hvað á eigandinn, þ.e. almenningur, að fá fyrir sinn snúð? Auðlindanefnd, sem skilaði skýrslu sinni árið 2000, markaði skýra stefnu í þessu máli. Hún taldi að „tryggja þurfi að þjóðin njóti í framtíðinni eðlilegrar hlutdeildar í þeim umframarði sem nýting vatns- afls í eigu þjóðarinnar skapar. Því beri að selja nýtingarréttindi á því vatnsafli sem er í þjóðareign á upp- boði ef nægjanleg samkeppni er til staðar en ella með samningum.“ Auðvitað er fráleitt að iðnaðarráð- herra geti afhent orkufyrirtækjum gífurleg verðmæti í formi nýtingar- leyfis á auðlindum án þess að búið sé að ákveða einhverja stefnu um það hvernig eigi að úthluta slíkum leyf- um og hvernig eigi að borga fyrir þau. Verði frumvarp ráðherra að lögum er jafnvel möguleiki á að þeir, sem þannig fá eignir almennings af- hentar til nýtingar, geti framselt nýtingarréttinn, reyndar með sér- stöku leyfi ráðherra. Að teknu tilliti til þess hvernig raforkumarkaðurinn hefur þróazt og er líklegur til að þróast, væri slíkt ástand auðvitað engu betra en gjafakvótakerfið. Sú sátt, sem náðist um fiskveiði- stjórnunina með álagningu hóflegs auðlindagjalds á sjávarútvegsfyrir- tæki, byggðist á skýrslu auðlinda- nefndar. Síðan hafa hins vegar heyrzt gagnrýnisraddir úr sjávarút- veginum, þess efnis að það jafnræði milli atvinnugreina, sem auðlinda- nefndin lagði ennfremur áherzlu á, sé hvergi sýnilegt. Ein forsenda þess að sáttin um auðlindagjald í sjávarútvegi haldi, er auðvitað sú að aðrar atvinnugreinar, þar með talin raforkuvinnslan, greiði jafnframt fyrir afnot af auðlindum í almanna- eigu. Í umfjöllun Morgunblaðsins á föstudag kom fram að í fyrra frum- varpi um þetta mál hefði verið gert ráð fyrir að þverpólitísk nefnd ynni að stefnumótun um það hvernig velja bæri á milli umsókna um rann- sóknar- og nýtingarrétt. Jafnframt kom fram að iðnaðarnefnd Alþingis teldi rétt að það ákvæði yrði tekið upp í frumvarpið að nýju. Taka má undir það með Jóhanni Ársælssyni að slík stefnumótun sé forsenda fyr- ir úthlutun nýrra leyfa. Og svo aftur sé vísað til skýrslu auðlindanefndar virðist sem næg samkeppni sé að verða til á raforkumarkaðnum til að efna til uppboða á nýtingarréttind- um. Gjaldtaka fyrir nýtingarrétt á vatnsorku er ekki aðeins réttlætis- mál, sem stuðlar að því að þjóðin fái endurgjald fyrir afnot af auðlindum sínum. Hún stuðlar líka að því að þeir, sem nýta auðlindirnar, greiði fyrir þann skaða, sem þeir valda á umhverfinu. Jafnvel þótt eftirlits- stofnanir meti það svo að virkjun sé réttlætanleg út frá umhverfissjónar- miðum, er skaðinn, sem unninn er á náttúrunni, alltaf einhver. Með öðr- um orðum getur slík gjaldtaka stuðl- að að því að tiltekið verð sé sett á ósnortna náttúru, en mörgum hefur þótt vanta upp á slíkt er hagkvæmni vatnsaflsvirkjana er metin. Það er ástæða til að staldra við og marka stefnu um það, hvernig valið verður úr umsóknum um rannsókn- ar- og nýtingarleyfi og hvernig gjaldtöku fyrir þau skuli háttað, áð- ur en iðnaðarráðherra byrjar að út- býta slíkum leyfum í miklum mæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.