Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 2
2 MÁLIÐ TUTTUGASTA OG ÁTTUNDA MÁLIÐ Ljósmyndarinn Silja Magg skellti sér til New York um daginn og smellti nokkr- um myndum af Hrafnhildi Arnardóttur, hárskúlptúrista með meiru, sem er bú- sett þar. Afrakstur ljósmyndatökunnar prýðir blaðið að þessu sinni. MÁLIÐ átti síðan heillangt spjall við Hrafnhildi í síma og öðlaðist svolítinn vísdóm um hár- skúlptúr og ýmislegt fleira um líf þessarar merku listakonu í Stóra eplinu. MÁLIÐ lét sig ýmislegt annað varða í vikunni enda er tilgangur þess einmitt sá; að láta sig ýmislegt varða, þá aðallega eitthvað dægurmálatengt en í rauninni hvað sem er sem vekur áhuga. Þannig vekur hljómsveitin Ampop áhuga hjá okkur en hún hlaut þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitin fær boð á þessa hátíð þrátt fyrir að hafa verið starf- andi í tæp átta ár. Tími til kominn gæti einhver sagt. Tískan fær sitt pláss í blaðinu enda ekki seinna vænna að fara að huga að ein- hverju smekklegu til að klæðast yfir hátíðirnar. MÁLIÐ skellti sér með poppdív- unni Svölu Björgvins í bæinn og spáði í klæðin sem fataverslunin Gyllti kött- urinn hefur fram að færa. Eins var Jón Sæmundur tekinn tali og nýja sendingin í Nonnabúð skoðuð. Þá vekur ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Rokland, áhuga okkar, MySpace.com líka, jólalagatal X-FM, lagið Jólahjól og margt, margt fleira sem þú getur lesið þér til um í þessu tuttugasta og áttunda tölu- blaði MÁLSINS. Þormóður Dagsson Hanna Björk Valsdóttir ÞAU SEGJA Í kvöld 15. desember verður íslensk dagskrá á SkjáEinum frá klukkan 20.00 til 23.00. Dagskráin byrjar með stórglæsi- legum lokaþætti af Bachelor þar sem Steini þarf að velja á milli Jennýjar og Gunnfríðar. Eftir þáttinn, klukkan 21.00, kemur nýja parið í sófann til Sirrýjar og talar um reynslu sína í þáttunum í beinni útsendingu. Frægasta frekjudós landsins, Silvía Nótt, tekur svo við með tvöföldum lokaþætti sem enginn ætti að missa af. ÍSLENSKT, JÁ, TAKK! Á SKJÁEINUM Fimmtudagurinn 15. des. L’amour fou er með útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallara í tilefni af plöt- unni Íslensku lögin. Föstudagurinn 16. des. Worm is Green heldur tónleika á Grand rokki ásamt gestum. Laugardagurinn 17. des. Gus Gus og Ghostdigital á Nasa. Hjálmar og Mammút spila á Grand rokki. Skímó spilar í Hvíta húsinu á Selfossi. Myndlistarsýning útskriftarnema Listaháskólans í Galleríi Gyllinhæð og Galleríi Kling&Bang Snillingurinn Jory Vinikour vígir nýjan sembal á síðustu TÍBRÁR tónleikum ársins 2005 í Salnum Sunnudagurinn 18. des. Deep Jimi and the Zep Cream spila á Grand rokki. Miðvikudagurinn 21. des. Rolling Stones-tributetónleikar á Gauk á Stöng. X-mas-tónleikar X-fm. Vinsamlegast sendið okkur tilkynningar um hvers kyns viðburði og uppákomur á malid@mbl.is. HVAÐ ER Á SEYÐI? Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is Útgefandi: Árvakur hf. í samstarfi Morgunblaðsins, Símans og Skjás 1 Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Umsjón: Hanna Björk, 569 1141 - hannabjork@mbl.is Þor- móður Dagsson, 569 1141 - thorri@mbl.is Auglýsingar: Kristbergur Guð- jónsson, 569 1111 - krissi@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri Thor- hannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Kristín Björk Einarsdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nornews 45g Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420mm UM MÁLIÐ Forsíðumynd Silja Magg Öðlaðist svolítinn vísdóm um hárskúlptúr og ýmislegt fleira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.