Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 6
6 TÍSKA Dúnúlpurnar eru komnar aftur svo nú er annaðhvort málið að finna einhvers staðar gamla dúnúlpu eða fá sér eina nýja. Dúnúlpurnar eru annaðhvort mittis- eða mjaðmasíðar og ei- lítið aðþrengdar eða líka hné- síðar. Þótt tískulitirnir séu sterkir er klassískt að fá sér eina í svörtu eða dökkbláu. YFIRHAFNIR FYRIR VETURINN Það er ýkt kalt úti. Og mann langar helst til að fara ekkert fram úr heldur kúra bara uppi í rúmi, hver þarf svosem að fara í skólann eða vinnuna? Upp nú, dröslast fram úr og finna eitthvað til að fara í, föðurlandið og ullarbolurinn eru kannski freistandi en ekkert sérlega töff en í staðinn er hægt að finna svo margt annað til að líta flott út í – jafnvel þótt það sé ískalt úti. Yfirhafnirnar sem eru í tísku í vetur eru guði sé lof í hlýrri kantinum, þ.e. pelsar – en þeir eru hvað heitastir núna. Þú verður hreinlega að fá þér einn loðinn og fínan sem þú getur hjúfrað þig í á meðan þú berst við norðanvindinn. Ektapels veitir náttúrulega hvað mesta hlýju en það er hægt að fá sér gervipels svona til að „þykj- ast“ eða þá að fá sér ekta eða gervimokkakápu þar sem þær eru líka heitar. En sumir eru ekkert til í að ganga um í einhverju „dauðu dýri“ eða einhverju sem líkist því, heldur vilja frekar eitthvað annað. Tísku- heimurinn reddar því að sjálfsögðu og koma hnésíðar kápur með svo- litlu hermannaútliti sterkar inn. Og þá er málið tvíhnepptar kápur, frekar beinar í sniðinu og með belti um mittið í andspyrnuhreyfing- arstíl. Kápurnar eru aðallega hnésíðar en einnig dragsíðar og fyrir þær sem geta er rosalega flott að fá sér eina alveg skósíða. Í stíl við seinni heimsstyrjöldina eru líka jakkar sem eru mittissíðir. Flott fyrir þær sem geta ekki gengið í mjög síðu. Þetta eru oftast tvíhnepptir sjóliðajakkar með frekar ein- földum kraga og tiltölulega beinu eða eilítið aðþröngu sniði í rússneskum stíl. Bæði fyr- ir kápurnar og jakkana eru drappaður, svartur eða þá alveg hvítur helstu litirnir. Svo eru stuttar slár með eilitlu Sherlock Holmes-sniði líka inn. Þær eru ekki síðar eins og sú sem Sherlock Holmes átti heldur frekar mjaðmasíðar slár úr grófu efni með eilítið víðum ermum. Fyrir þær sem eru að- eins litaglaðari getur þessi flík verið fullkomin þar sem þar bætast fleiri litir í hópinn eins og tískulitirnir í vet- ur: Appelsínugulur, grænblár, blár og fjólublár. Fyrir strákana eru frakkar líka geð- veikt kúl. Pelsarnir eru kannski ekki alveg málið fyrir þá en í stað- inn eru mokkajakkarnir rosaheitir fyrir strákana. Hnésíðir hlýir mokkajakkar eru málið fyrir strák- ana ef þeir vilja ekki ullarfrakka eða frjósa úr kulda í einhverjum jakkafatajakka. En svo eru líka gömlu flugmannaleðurjakkarnir með loðkrögunum inn. Umsjón Laila Pétursdóttir Yfirhafnirnar sem eru í tísku í vetur eru guði sé lof í hlýrri kantinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.