Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 7

Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 7
Við erum öll skíthrædd við að fara í jólaköttinn eða notum hann að minnsta kosti sem afsökun til að fá okkur ný föt fyrir jólin. Það er líka svo hátíðlegt og yndislegt að sjá alla upp- strílaða og flotta í jólaboðunum og það er ekkert gaman að fara alltaf í það sama ár eftir ár. Jólin eru þess vegna tilvalinn tími til að kaupa sér eitthvað nýtt og fallegt. JÓLAFÖTIN UPPSTRÍLUÐ OG FLOTT Umsjón Laila Pétursdóttir Fyrir stráka eru stakir jakkafatajakkar við buxur í öðrum lit mikið í tísku þessa dag- ana en fyrir jólin væru hefðbundin jakka- föt kannski betri. Í ár klikka strákar ekki ef þeir eiga grá teinótt jakkaföt en ann- ars henta líka dökkblá og svört jakkaföt. Það getur líka verið skemmtilegt að fá sér einhver öðruvísi jakkaföt eins og köflótt svona aðeins til að breyta til. Að fá sér vesti undir jakkafötin er líka mikið í tísku þessa dagana og vera þá í teinóttri skyrtu við. Svo er hægt að vera alveg stíl- hreinn með einfalda skyrtu og bindi eða velja sér v-hálsmálspeysu í fallegum tískulit og skyrtu undir hana. Ein- staklega herralegt og fínt fyrir þá sem líður eins og kyrktum ketti þegar þeir eru með bindi. Í vetur eru líka alls lags litlar opnar peysur, erm- ar og blúndur í tísku sem er gott að henda yfir kjól til að gera hann fínni. Ef þú átt t.d. kjól sem þig langar að vera í á jólunum er gaman að skreyta hann með slíku þar sem heildarútlitið breytist heilmikið með svona einu litlu atriði. Í staðinn fyrir að fá sér kjól sem maður getur bara notað við einstaka tæki- færi getur verið sniðugt að fá sér flottan bol sem þú getur líka notað við önnur tækifæri. Kaupa þá bol með pallíettum eða öðru skrauti. Einhvern sem er skrautlegur og fal- legur en samt ekki of fleginn svo þú sért ekki að flassa alla fjölskyld- una. Við bolinn geturðu svo feng- ið þér einhverjar fallegar buxur sem þú getur notað í vetur eða þá fallegt pils eins og bjöllupils eða pils með bróderuðu skrauti. Það getur verið gaman að fá sér svona tvær flíkur þar sem þú getur líka notað þær við aðrar flíkur sem leynast inni í skáp. Nauðsynlegt er að fá sér ein- hverja flotta skó við gallann. Og þá er skemmtilegra að fá sér einhverja fallega kvenlega skó. Stígvél eru klassísk en það getur verið gaman að leyfa fallegu fótunum að njóta sín á jólunum. Veldu þér skó með slaufu, ökklaböndum eða í ein- hverjum öðruvísi lit eins og appels- ínugulum eða silfruðum. Í lokin ætt- irðu að skreyta þig aðeins með skart- gripum. Eins og löngum og stuttum háls- menum með alls lags perlum, steinum og öðru skrauti. Ekki ofhlaða þig af skartgripum heldur veldu frekar einn eða tvo sem þú getur ekki verið án svo þú farir nú ekki að skyggja á jólatréð. Settu þá upp rannsóknar-gleraugun og farðu á Grund- arstíg. Þú gengur eftir stígnum vinstra megin þar til þú sérð hvít fótspor á gangstéttinni, það er að segja komir þú Laugavegsmegin frá. Fylgdu þeim. Þú munt að öllum lík- indum staldra við þegar þú sérð álfa í villtum dansi í garð- inum, tré skreytt eins og jólatré og svan baða sig í lítilli tjörn. Þegar þú hefur dáðst að þessu um stund, fylgdu þá hvítu fótsporunum nokkur skref í viðbót. Reistu höfuð, kæri leikmaður, því við þér ætti nú að blasa lítið fallegt hús. Gakktu innfyrir. Ilmurinn er lokkandi Þú hefur nú ráðið gátuna, þú hefur fundið Litlu jólabúð- ina, best geymda leyndarmál Reykjavíkur. Bak við búð- arborðið stendur lágvaxin en brosmikil kona. Hún mun taka vel á móti þér. Hangikjötsilmur ætti á þessum tíma- punkti að byrja að leika um lyktarskyn þitt. Eftir að hafa boðið góðlegu konunni góðan dag ráðlegg ég þér kæri leikmaður að minnast á ilminn því þá er líklegt að þú fáir að smakka á norðlenska gæðahangilærinu. Líttu nú vel í kringum þig og skoðaðu allt skrautið sem þessi litla, en samt svo stóra, búð hefur að geyma. Þú munt örugglega finna eitthvað til þess að fríska upp á stofuna þína, eitt- hvað sem minnir á jólin. Launaðu þér ómakið en umfram allt góða skemmtun og gleðileg jól. BEST GEYMDA LEYNDAR- MÁL REYKJAVÍKUR VILTU KOMA Í RATLEIK? Texti Berglind Häsler Myndir Þorkell Þorkelsson Líttu nú vel í kringum þig og skoðaðu allt skrautið Það er klassískt að eiga einn svartan kjól sem maður getur alltaf skutlað sér í við hátíð- leg tilefni. Hins vegar er svart ekkert sér- lega jólalegt og því getur verið skemmti- legra að velja sér ein- hvern lit eins og tískulitina í vetur sem eru rauður, vín- rauður, fjólublár, blár, grænblár, sinn- epsgulur og appels- ínugulur. Eða þá kaupa sér svartan kjól sem er með einhverju auka- skrauti eins og pallíettum, glimmeri eða slaufu. 7 JÓL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.