Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 17
Einhver albesta plata þessa árs er platan Swallow- ed a Star með Daníel Ágústi Haraldssyni, en hann sleppir föðurnafninu á þessari nýjustu plötu sinni. Hún kemur út í febrúar á næsta ári á alþjóðlegum markaði en Smekkleysa gaf hana út hér á landi strax í október. Platan er óravegu frá þeim tónum sem Daníel er þekktastur fyrir með Nýdanskri og Gusgus, ef við skiljum lagið „Bambi“ af This is Normal frá. Lagið var sungið og samanstóð af strengjahljóðfærum, sparsömum slagverksleik og hugljúfum texta sem Daníel söng af sinni alkunnu snilld, og reyndist raunar vera eitt besta lag plöt- unnar. Daníel hætti síðan í Gusgus og ekkert spurð- ist til hans fyrr en nú á haustdögum þegar hann sneri aftur með Swallowed a Star. Platan samanstendur af sannkölluðu kamm- erpoppi; lágstemmdum popplögum sem eru útsett fyrir strengjakvintett og sinfónískt slagverk, krydd- uð með smávægilegum rafgöldrum í boði Bigga Bix, mannsins á bak við hússmellina trylltu sem Gusgus eru svo alræmd fyrir. Platan vex við hverja hlustun og á vafalítið eftir að prýða margan ís- lenskan árslistann í ár og vonandi skila sér til er- lendra gagnrýnenda á næsta ári. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef platan myndi slá í gegn er- lendis þegar dómar birtast og fólk fer að skiptast á skoðunum (og tölvuskrám). Smáskífan „If You Leave Me Now“ er frábært dæmi um þá sérkennilega dularfullu en jafnframt heillandi tóna sem Daníel Ágúst kallar fram í tón- list sinni. Fá ekki allir örugglega nettan hroll þegar hann syngur „If you leave me nooooooooooo- ooow,“ undirspilinu sleppir í eitt augnablik og manni finnst eins og maður sé að detta ofan í hyl- djúpan tónbrunn? Ég fæ allavega alltaf fáránlega þægilegan vellíðunarhroll sem jafnar sig ekkert í lokalaginu frábæra „Love and Respect“. Umslagið er líka eitt það flottasta sem sést hefur hér á landi, innbundin bók með svarthvítum og eilítið óræðum myndum, en gullfalleg skrift Daníels spilar einnig stóran rullu. Er þetta Daníel sjálfur sem er framan á umslaginu, eða er þetta einhver annar? Viðkom- andi minnir mig í það minnsta á Litla prinsinn. Swallowed a Star gæti vel verið nýtt upphaf á ferli Daníels Ágústs sem framsækins söngvara. Það er því um að gera að krossleggja fingur og vona að stjarnan sem hann gleypti hafi hann með sér upp á stjörnuhimininn. Ef allt fer að óskum ætti kappinn að fara að raka inn í þjóðarbúið og Björk að fara að passa sig. Atli Bollason DANÍEL ÁGÚST: SWALLOWED A STAR PLATA VIKUNNAR Það var í gömlu góðu ár- daga Sniglanna sem þetta klassíska jólalag kom í heiminn. Mótor- hjólatöffarinn og leik- arinn Skúli Gautason á heiðurinn af lagi og texta. „Ég átti afmæli og það var veisla heima hjá mér,“ svarar Skúli að- spurður hvernig lagið varð til. Þá leigði hann hús ásamt Þormari Þorkelssyni, öðrum mótorhjólatöffara, á Görðum við Ægisíðu. „Þar var hálfgert félagsheimili fyrir mótorhjólabullur og oft gest- kvæmt og glatt á hjalla,“ segir Skúli. Hann rifjar síðan upp það sem fór fram í örlagaríku afmælisveislunni. Börn og mótorhjól „Við vorum eitthvað að velta fyrir okkur hvernig hugsunarhátt- urinn hefði verið hjá mótorhjólatöffurunum þegar þeir voru börn, um hvað þeir voru að hugsa. Flestir voru á því að hafa átt draum að fá mótorhjól í jólagjöf. Svo fóru af stað vangaveltur um það hvort hann væri ekki svolítið áberandi pakkinn og hvort það væri eitthvað hægt að fela þann pakka því að jólagjafir eiga að koma á óvart, ekki satt?“ Upp úr þessum umræðum og vanga- veltum spratt svo lagið „Jóla-hjól“ og þar sem þetta var afmæl- isveislan hans Skúla var honum gefið það loforð í afmælisgjöf að lagið skyldi koma út á plötu. Hann og Þormar mæta daginn eftir upp í stúdíó Mjöt til að taka upp tvö lög, þar á meðal lagið um jólahjólið. „Þetta var glamrað á kassagítar og við bara rauluðum þetta inn,“ segir Skúli. Milljón dollara hugmynd Ætlunin var að gera lítinn 45 snúninga vínil og fóru þeir með upptökurnar upp í plötupressuna Alfa sem þá var suður í Hafn- arfirði. „Þá voru þeir í plötupressuninni í miðju jólaplötuflóðinu og voru einungis í því að pressa stóru 33 snúninga plöturnar. Til að koma okkar plötu inn hefði þurft að afgreiða allar stóru plöturnar fyrst og það var of mikið mál.“ Á endanum varð platan þeirra á stærð við 33 snúninga plötu en spilanlegi hlutinn aftur á móti aðeins á stærð við 45 snúninga plötu. Meira en helmingur plötunnar var sem sagt auður. „Síðan gáfu þeir okkur hvítt umslag utan um og við Þormar handskreyttum þessi hvítu umslög eftir óskum hvers við- skiptavinar og seldum þetta bara úti á götu. Við sögðum auðvit- að ekki frá því að auða svæðið á plötunni væri út af þessum vandræðum í plötupressunni heldur létum við í veðri vaka að þetta væri alveg sérhannað. Þetta væri svona handfang þannig að maður gæti alveg gripið um plötuna með fitugum fingrum án þess að það kæmi niður á hljómgæðunum. Alveg milljón dollara hugmynd. Við prentuðum plötuna í einhverjum fimm hundruð eintökum sem seldust upp þessi jól.“ JÓLAHJÓL DÆGURLAGIÐ 1 1. Mynd fyrir neðan: Skúli og Þormar á góðri stundu. Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Jóna Finndís Jónsdóttir vatnaverkfræðingur, 30 „Ég var sjö ára þegar ég ákvað að fara í Menntaskólann á Akureyri og tíu ára var ég staðráðin í að fara á eðlisfræðibraut í sama skóla þegar að því kæmi," segir Jóna Finndís Jónsdóttir. Hún var reyndar að elta stóru systur en það kom á daginn að þetta hentaði henni vel því þegar hún fór að fara eigin leiðir í náminu byggði hún beint ofan á þennan grunn — og er enn að. Jóna Finndís stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og fór svo til Texas í Bandaríkjunum í nám í vatnaverkfræði. Hún vinnur nú að doktorsverkefni við Háskólann í Lundi sem kallast Áhrif veðurfarsbreytinga og breytileika á íslenskt vatnafar og vatnsorku. Starfsvettvangur hennar er á Vatnamælingum Orkustofnunar þar sem hún hefur unnið síðan 1996. Þar fæst hún jafnframt við ýmis önnur verkefni með samstarfsfólki sínu. „Ég nota bæði kollinn og vöðvana í þessu starfi — því við þurfum bæði að standa úti í ám við mælingar og sinna rannsóknarvinnu við skrifborðið.“ Þegar vinnunni sleppir má sjá hana „rölta“ upp Esjuna, spila körfubolta eða vinna sveitastörf á æskuheimilinu á Sölvabakka í Austur-Húnavatnssýslu. „Fínt að gera þetta allt í bland,“ segir hún. Sjá nánar um rannsóknir Jónu Finndísar á vefnum www.visindi2005.is Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is [vatnið og sveitastörfin] Vísindi – minn vettvangur P R [p je e rr ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.