Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 18
18 BÍÓ Fyrir um 20 árum voru jólamyndir kvikmyndahúsanna einn mest spennandi viðburður ársins. Þá fengu íslenskir bíógestir jafnan að sjá kvikmyndir sem notið höfðu vinsælda víða um heim á árinu áður. Nú er öldin önnur, bókstaflega, og bíógestir á Íslandi eru oft með þeim fyrstu sem fá að sjá stórmyndir frá Hollywood. Þannig hafa jólamyndir kvikmyndahúsanna ekki þann töfraljóma sem þær höfðu áður. Engu að síður er enn venja að sýna stórmyndir á jólum og í ár er engin breyting þar á. King Kong er án efa sú mynd sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu. En það eru líka aðrar myndir sem kvikmyndahúsin hafa valið að sýna okkur þessi jól. The Family Stone (14. desember) The Family Stone er jólamynd í þeim skiln- ingi að hún gerist um jól. Hún er hins vegar engin stórmynd og á án efa eftir að falla í skuggann af King Kong. Ef marka má leik- aravalið (Claire Danes, Rachel McAdams, Sarah Jessica Parker og Diane Keaton) ætti myndin að höfða til breiðs aldurshóps og þá eink- um kvenna. Tilvalin jóladeit-mynd? A little trip to heaven (26. desember) Íslenska myndin þessi jól. Hennar hefur verið beðið með eftirvænt- ingu. Stærsta verkefni Baltasars Kormáks til þessa. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum er- lendis og nýlega bárust fregnir um að hún hefði verið valin til sýn- ingar á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum. Spennandi að sjá. Jólin, gaman þá. Just Friends (26. desember) Chris var feitur í æsku og mátti þola mikla niðurlægingu þegar stúlkan sem hann elskar hafnaði honum með verum-bara-vinir- svarinu. Nú mörgum ár- um seinna er hann orð- inn grannur og spengi- legur tónlistarfram- leiðandi og allir vegir færir. Hann hittir æskuástina á ný og í þetta sinn vill hann sko ekkert bara-vinir-kjaftæði. Ryan Reynolds og Amy Smart eru góð í sínum hlutverkum. Anna Far- is er frábær. Chronicles of Narnia (26. desember) Til eru fjölmargir aðdá- endur Narníubókanna eftir C.S. Lewis. Það þurfti ekki að koma á óvart að þær yrðu kvik- myndagerðar á ný í kjölfar Hringadrótt- insmyndanna. Kannski kom það á óvart að það yrði leikstjóri Shrek- myndanna sem myndi gera það. Söguna þarf vart að kynna. Þetta er akkúrat æv- intýramyndin sem ég vil sjá í bíói á jólunum. Hún hefur hlotið lof gagnrýnenda og ég held hún standi alveg undir því. The Brothers Grimm (26. desember) Myndin um Grimms- bræður hefur ekki fengið neina sérstaka dóma erlendis. Það kom enda mörgum á óvart að sjá Terry Gilliam á slóðum Stór- Hollywood. Nú er spurningin hvort eigi að bera myndina saman við eldri Gilliam-myndir eða þær kvikmyndir. Ef við förum fyrri leiðina verðum við vissulega fyrir vonbrigðum og gefum myndinni slæma dóma. Förum við hins vegar seinni leiðina má segja að The Brothers Grimm sé barasta ágætis bíómynd, svona miðað við. JÓLAKVIKMYNDIRNAR EITT ER VÍST AÐ ALLTAF VERÐUR ÁKAFLEGA GAMAN ÞÁ Texti Hjörtur Einarsson Myndir frá dreifingaraðilum Peter Jackson hefur gengið með endurgerð af King Kong í maganum í 35 ár. Við hljótum að eiga von á vel þroskuðu afkvæmi! Ég fæ aðeins 329 orð til að segja frá þessari mynd svo ég sleppi söguþræðinum. Svo viljir þú vita um hvað myndin er skaltu bara fara að sjá hana. Ein vísbending: Hún er um risagórillu. Fyrirfram var ég smeykur við að sjá Jack Black í hlutverki leikstjórans Carls Denhams. Í fyrstu virtist sem eina ástæðan fyrir þessu hlutverkavali væri sú að Black er nokkuð áþekkur Orson Welles í útliti. Kannski var það út af þeim fordómum að mér fannst hann aldrei almennilega sannfærandi í sínu hlutverki. Naomi Watts er hins vegar afar góð í hlutverki leikkonunnar Ann Darrow og Adrian Brody er stórgóður, eins og alltaf. Kong sjálfur Það er greinilegt að Jackson og félagar koma frá Hringadróttinsmyndunum með gríðargóða reynslu því satt best að segja hef ég varla séð aðra eins tölvugrafík í nokkurri mynd. Kong var oft og tíðum svo raunveru- legur að sæluhrollur lék um bakið á mér. Það er ekki bara Kong sem er tölvugerður heldur fjöldinn allur af risaeðlum, risaleð- urblökum, risapöddum og risa-hinu og þessu. Mikið af landslaginu og frumskóg- inum á Hauskúpueyju var líka tölvugerður svo og New York 1933. Sjón er sögu ríkari. Upprunalega King Kong var feiknarvinsæl og þykir enn í dag þrekvirki hvað varðar notkun tæknibrellna. Ég held að þessi gerð hljóti að teljast slíkt hið sama. Fullt hús! Myndin byrjar rólega og fer ekki í fullt gang fyrr en eftir um 90 mínútur en heldur þá rosalegum dampi þar til í endann sem er helst til langdreginn. Ég vona að Jackson ætli sér ekki leggja slíkt í vana sinn. Stund- um fer myndin dálítið framúr sér í ævintýra- mennsku svo manni þykir nóg um. Þessir ókostir ná þó ekki að draga myndina mikið niður og ætti ég að gefa henni stig fengi hún fullt hús. King Kong er stórkostleg skemmtun! GÓRILLA Í HÆSTU HÆÐUM KING KONG ER STÓRMYND Die Hard (1988) Baráttan við hryðjuverk og um leið gagnrýni á alþjóðavæðingu, umfjöllun um siðferði fréttamanna og svo náttúrulega fjölskyldugildin. Hvað á meira við á jólunum? Die Hard ger- ist á aðfangadagskvöld og Bruce Willis bjargar heiminum. Uppáhaldsjólamyndin mín. Gremlins (1984) Jólamynd? Já, vissulega. Líklega ein af þeim skemmtilegri. Það er spurning hversu vel er hægt að segja að Gremlins hafi elst á tuttugu árum. Kannski nokkuð illa. Hún er hinsvegar bara svo skemmtilega klikkuð, svona eins og jólin. The Nightmare Before Christmas (1993) Maður kemst bara í jólaskap af því að hugsa um þessa mynd. Tim Burton og Danny Elfman fá yfirleitt allan heiður af myndinni en ekki má gleyma Henry Selick sem leikstýrði henni. Scrooged (1988) Kvikmyndaútfærslur af Jóladraumi (A Christmas Carol) eftir Charles Dickens eru orðnar ótal- margar. Í Scrooged heitir Ebenzer Scrooge reyndar Frank Cross og er framleiðandi á sjón- varpsstöð. Bill Murray er sérfræðingur í að leika önuga náunga og klikkar ekkert í þessari mynd. SJÁIÐ ÞESSAR UM JÓLIN GAMLAR JÓLAMYNDIR Enn er venja að sýna stórmyndir á jólum og í ár er engin breyting þar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.