Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 20
20 HITT OG ÞETTA Margir hafa lýst þessum leik sem Grand Theft Auto villta vestursins og er sú viðlíking alls ekki fjarri lagi. Hægt er að fara út um allar trissur í ævintýraleit, ýmist á hesti eða fót- gangandi. Leikurinn er gerður af þeim sömu og stóðu á bak við Tony Hawk-seríuna sem vakið hefur miklar vinsældir. Gun fjallar um byssubrandinn Colton White sem er hin dæmigerða hetja vestursins, hugrakkur og rétthugs- andi einfari. Sagan hefst á því að White og uppeldisfaðir hans Ned eru staddir í gufubát sem verður fyrir árás skæruliðahóps. White kemst að sjálfsögðu lífs af en það sama gildir ekki um Ned. Og þarna hefst hin blóðuga hefndarleit Whites að morð- ingjum uppeldis- föður síns sem leiðir hann að klikk- uðustu ill- mennum vestursins. Möguleik- arnir og dínamíkin í leiknum eru að því virðist óendanleg. Fyrir utan aðal- verkefni leiksins eru ótal hliðarverk- efni sem leikmaðurinn getur tekið að sér og safnað þannig ýmsum auka- hlutum og stigum. Hægt er að eltast við eftirlýsta glæpamenn og sankað þannig að sér verðlaunafé. Einnig er hægt að bregða sér í spilavíti og freista gæfunnar. Svo er líka hægt að taka að sér ýmis minna glæsileg verk- efni eins og að reka kýr fyrir smá pen- ing eða veiða dýr. Kannski ekkert rosalega spennandi en engu að síður gerir þetta leikinn fjölþættari og auk þess ágætt að taka smá pásu frá blóðsúthellingunum. Það er sömuleiðis nauðsynlegt að minnast á sérlega góða skottækni leiksins og þá sérstaklega svokallaða „quickdraw“-tækni. Þá er þrýst af ákafa á viðeigandi hnapp sem veldur því að allt hægist nema byssuglöð hendi leikmannsins. Þar af leiðandi getur hann náð niður töluverðum fjölda óvina áður en þeir fá tækifæri til að segja „bláberjakaka“. VILLTA, VILLTA VESTRIÐ GUN Á PS2 Ég er ekki hausinn á mér. Heilinn minn er ekki ég. Hann lætur mig samt ekki vera! Hann er kominn á fætur á undan mér á morgnana. Ég er nokkuð viss um að hann sofi aldrei og stundum er hann svo dónalegur að restin af líkamanum roðnar. Oftast er hann sem verstur þegar ég er að reyna að slökkva á honum. Ég hef ekki sofið sérlega vel undanfarnar nætur. (Einu sinni var Damon Al- barn í hljómsveit sem hét „Two is a crowd.“ Ég man þegar fíflið fór í klippingu með mynd af Damon og bað um eins! Það var nú reyndar mín hugmynd upphaflega. – innsk. heila) Að vera með heila á heil- anum er nýjasta nýtt. Að minnsta kosti hérna megin við prentvélina. (Gutenberg...eitthvað. Guðbrandsbiblía...get ekki meir. –innsk. heila) Heilinn er eins og myndband með uppáhalds myndinni manns á. Maður vill geta haft gaman af (er það kannski gaman að...æi, þetta er hvort sem er prófarkalesið – innsk. heila) framvindunni og horft aftur á góðu atriðin en spólað yfir þau vondu. Best væri að eiga klippigræjur en þetta venjulega vídjótæki verður að duga. Helst vill maður að myndin klárist aldrei en sú mynd er ekki til (Sérstaklega ekki The Never Ending Story þvílíkur viðbjóður. Hvítur fljúgandi hundur og eitthvað...– innsk. Jú nó hú maððafaggaz). Ég er haldinn þeim veikleika að vilja spóla áfram. (Mér finnst myndin svo fyr- irsjáanleg og klisjukennd að ég verð eirðarlaus og óþolinmóður og er byrjaður að spá í næstu atriði og margar útgáfur af endinum – innsk. heila). Þess vegna á ég erfitt með að vera í núinu. Vandinn er fólginn í því að: ég hugsa, þess vegna er ég (Descartes...franskur heimspekingur með stórt nef sem var skorið af þegar hann dó í Sví- þjóð svo hann kæmist í kistuna. – innsk. heila). En ég er alltaf að reyna að breytast! Samt heldur hugsunin mér í viðjum sínum og heldur mér í sama farinu. (...Sööölvi Helgason...veit ekki af hverju! – innsk. heila) Kannski er best að hleypa einhverjum öðrum að tökk- unum á vídjóinu. Hann má alveg ýta á STOP mín vegna ef PLAY takk- ann vantar. (Ekki hlusta á fíflið! Hann er glataður. Ég get skrifað miklu betri pist- il...þangað til. Múhahaha. Vera einlægur my ass! Ég er sá eini sem get verið Heil-agur. Pass me the bong! – Kv., heilinn.) FFW KALLANZ Það er ekki svo langt síðan að það það var algengt að heyra í fólki undra sig yfir MySpace-fyrirbærinu; hvað þetta væri eiginlega, hvaðan þetta kæmi og hvað væri svona sérstakt við það. Núna aftur á móti heyrast slíkar spurningar sífellt sjaldnar og er það líklega út af því að allir eru komnir í MySpace-liðið eða alla vega virðist það vera þannig. Þeir fáu sem ekki eru komnir í liðið þora ekki að spyrja og líður kannski svolítið útundan. Þá er líklega ekkert annað að gera en að ganga í liðið og byrja að safna My- Space-vinum. MySpace-síðan birtir svona mjög grófan og einfaldan prófíl þar sem fram koma helstu upplýsingar um persónu viðkomandi, eins og áhugamál og uppá- halds hitt og þetta. Mynd fylgir svo notandanum sem er hans andlit á My- Space-síðunum. Ítarlegri upplýsingum er svo auðvitað hægt að bæta inn, t.d. bloggi, linkum og öðru. Þetta er mjög félagslegt fyrirbæri eins og svo mörg vefforrit eru farin að verða en þetta gengur mikið út á það að sanka að sér „vinum“ til að bæta inn á tengslanetið. „Takk fyrir addið,“ er þá gjarnan skrif- að inn á síðu þess sem veitti boðið. Neðarlega á síðunni er nefnilega svokallað vinasvæði þar sem stendur skilmerkilega hvað viðkomandi á marga vini og að sjálfsögðu er mikið kappsmál að reyna að halda þeirri tölu hárri frekar en hitt. Vinirnir eru þá líka eigendur MySpace og eiga sér stað heilmikil samskipti á milli fólks á síðunum. Það er sérstaklega eftirtektarvert hversu mikið tónlistarfólk er farið að notast við MySpace. Þetta er nefnilega afar hentugt og aðgengilegt kynningartól fyr- ir hvern þann sem telur sig hafa eitthvað fram að færa. Það er nánast sama hversu smá eða stór hljómsveitin er þá er hún að öllum líkindum með My- Space-síðu þar sem hægt er að nálgast lög og upplýsingar um bandið. MySpace er mjög virkt fyrirbæri sem er enn í stöðugri mótun, nýir möguleikar eru stöðugt að bætast við. Það er orðið að enn einu ómissandi netforritinu og það verður örugglega ekki það síðasta. „TAKK FYRIR ADDIÐ!“ ALLIR Á MYSPACE 1. Íslenska Berlínarbandið Kimono voru fljótir að koma sér upp MySpace- síðu á myspace.com/ kimono. Mynd Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.