Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 22

Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 22
22 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 7,6 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 1,6 milljarða. Úrvalsvísitala Aðallista Kauphall- arinnar lækkaði um 0,1% í við- skiptum gærdagsins og er nú 5.310 stig. Mest viðskipti voru með hluta- bréf KB banka, eða fyrir um 530 milljónir og hækkaði gengi þeirra um 0,1%. Bréf Actavis hækkuðu um 1,2% og bréf SÍF um 0,7%. Bréf Öss- urar lækkuðu hins vegar um 1,3% og bréf Dagsbrúnar um 1,1%. Úrvalsvísitalan lækkar lítillega ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI STJÓRN Sparisjóðs vélstjóra samþykkti á fundi sínum í gær að heimila sölu á tæplega 5% stofnfjárhluta í sjóðn- um til MP Fjárfestingarbanka. Bankinn hefur að und- anförnu gert stofnfjáreigendum í SPV tilboð í stofnfjár- hluti þeirra á genginu 24, samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Valtýssyni, framkvæmdastjóra MP Fjárfesting- arbanka. Í lögum um fjármálafyrirtæki er kveðið á um það að sala eða annað framsal stofnfjárhlutar í sparisjóði sé óheimil nema með samþykki sparisjóðsstjórnar. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, segir að salan hafi verið samþykkt einróma á stjórnarfundi í gær. Hann segir að fyrir sitt leyti sé það jákvætt að þessi viðskipti hafi farið fram. Hluturinn á 936 þúsund Uppreiknað nafnverð stofnfjárhlutar í SPV er nú um 39 þúsund krónur. Miðað við gengið 24 hefur MP Fjár- festingarbanki því boðist til að kaupa hvern stofnfjárhlut á 936 þúsund krónur. Stofnfé SPV skiptist í 3.205 hluti. Tæplega 5% eru ná- lægt 160 hlutum. Heildarkaupverð þeirra stofnfjárhluta sem stjórn SPV hefur samþykkt að MP Fjárfestingar- banki geti keypt er því tæplega 150 milljónir króna. Atkvæðavægi innan við 0,2% Á aðalfundi SPV síðastliðið vor var lögð fram tillaga þess efnis að stofnfjáreigendum væri heimilt að fara með allt að 5% af heildaratkvæðamagni í sjóðnum, eins og kveðið er á um í lögum um fjármálafyrirtæki. Tillagan hlaut ekki tvo þriðju hluta atkvæða eins og þörf er á. Í samþykktum fyrir SPV segir hins vegar að eitt atkvæði fylgi hverjum stofnfjárhlut. Sá sem á yfir 6 hluti hefur því einungis atkvæðisrétt miðað við 6 hluti af 3.205, eða 0,19% af heildinni. Hafa átt gott samstarf Sigurður Valtýsson segir að MP Fjárfestingarbanki vilji eignast 5-10% hlut í Sparisjóði vélstjóra. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sparisjóðinn sem er einn af stærstu hluthöfunum í MP Fjárfestingarbanka. Og við höfum nú þegar upplýst Fjármálaeftirlitið um þessi kaup,“ segir hann. SPV á tæplega 15% hlut í MP Fjárfestingarbanka. MP kaupir tæp 5% stofnfjárbréfa í SPV Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart KAUPHÖLL Íslands hefur áminnt Íslandsbanka opinberlega fyrir brot á aðildarreglum NOREX. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að við venjubundið eftirlit hafi komið í ljós að starfsmaður bankans, sem ekki hefur leyfi til að miðla, not- aði notendaauðkenni miðlara bank- ans í SAXESS-viðskiptakerfinu og átti viðskipti á því auðkenni. Starfsmaðurinn viðurkenndi brot- ið og hætti notkun auðkennisins. Einnig kom í ljós að annar miðlari átti viðskipti á auðkenninu, en sam- tals voru nærri 70 viðskipti fram- kvæmd á því af öðrum en þeim miðl- ara sem skráður er fyrir því. Í tilkynningunni segir að Íslands- banki hafi gefið þær skýringar, að það hefði verið ákvörðun bankans að láta miðlara eiga viðskipti undir öðru auðkenni en sínu eigin og að miðl- arinn hafi því verið beðinn um að lána auðkenni sitt. Jafnframt hafi verið tilgreindar tæknilegar ástæður sem þegar var hafist handa við að ráða bót á. Kauphöllin hefur áminnt miðlar- ann, sem lánaði notendaauðkenni sitt, óopinberlega. Mikilvægt að virða reglur Þórður Fiðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að það sé skýrt brot á aðildarreglum NOREX að einhver annar en sá sem á auð- kenni í SAXESS-viðskiptakerfinu noti það. „Við teljum að það sé mjög mikilvægt að kauphallaraðilar virði þessar reglur. Það er sérstaklega mikilvægt ef eitthvað kemur upp, sem afskipti þarf að hafa af.“ Þórður segir að Kauphöllin hafi veitt töluvert margar áminningar. „Við erum hins vegar ekki sérstak- lega refsiglöð. En það kemur alltaf öðru hverju fyrir að við veitum op- inberar áminningar,“ segir Þóður. Endurtekur sig ekki Í tilkynningu frá Íslandsbanka til Morgunblaðsins vegna þessa máls segir: „Verklag við afleysingar í við- skiptum fjárstýringar með ríkis- skuldabréf var í þrjá daga með þeim hætti að starfsmaður bankans átti viðskipti á auðkenni annars starfs- manns sem fór í fæðingarorlof. Farið hefur verið yfir verklag og tryggt að slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Kauphöllin áminnir Íslandsbanka ● GREINING Ís- landsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% á milli desember og janúar. Greining- ardeild KB banka spáir því hins veg- ar að vísitalan muni lækka um 0,1% í janúar, og 0,35% án hús- næðis. Áður hefur greiningardeild Landsbankans spáð 0,2% lækkun vísitölunnar. Ef spá Greiningar Íslandsbanka gengur eftir mun tólf mánaða verð- bólga mælast 4,3%. Það er hækkun frá síðustu mælingu Hagstofu Ís- lands, sem birt var fyrr í þessum mánuði, sem var 4,1% verðbólga. Verðbólgan verður því samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka áfram yfir efri þolmörkum í markmiði Seðlabankans, sem eru 4,0%, og langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði hans. Þá spáir deildin því að verð- bólgan yfir árið 2006 verði 6,8%. Ef spá greiningardeildar KB banka gengur eftir muni tólf mánaða verð- bólgan fara úr 4,1% niður í 3,9%. Bæði Greining Íslandsbanka og greiningardeild KB banka taka fram að spárnar einkennist af talsverðri óvissu. ÍSB spáir aukinni verðbólgu en KB banki ekki Skilmálar skuldabréfanna Skuldabréfin eru verðtryggð til 5 ára með einni greiðslu höfuðsstóls þann 15. september 2009. Af höfuðstól skuldarinnar eins og hann er á hverjum tíma ber að greiða 5,00% vexti árlega. Skráningardagur Kauphöll Íslands hf. tekur bréfin á skrá þann 21. desember 2005, enda uppfylli þau skilyrði skráningar. Umsjón með sölu og skráningu í Kauphöll Íslands hf. hefur Fyrirtækjasvið MP Fjárfestingarbanka hf., Skipholti 50d., 105 Reykjavík. Skráningarlýsingarnar og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunum er hægt að nálgast hjá MP Fjárfestingarbanka hf. og á heimasíðu félagsins www.mp.is Auðkenni Útgáfudagur Gjalddagi Heildarnafnverð MPB 06 0110 10.10.2005 10.01.2006 2.000.000.000 kr. MPB 06 0210 10.11.2005 10.02.2006 1.000.000.000 kr. Auðkenni Útgáfudagur Gjalddagi Útgefið og selt Heildarstærð flokks MPB 04 1 15.09.2004 15.09.2009 3.015.000.000 kr. allt að 4.000.000.000 kr. Skráning skuldabréfa og víxla MP Fjárfestingarbanka hf. í Kauphöll Íslands hf. Skuldabréfaflokkur MPB 04 1 – 3.015.000.000 kr. Víxlar árið 2005 – 3.000.000.000 kr. Skipholti 50d | 105 Reykjavík | sími 540 3200 | www.mp.is Skilmálar víxlanna Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Skráningardagur Kauphöll Íslands hf. hefur samþykkt að skrá tvo ofangreinda flokka Peninga- markaðsvíxla MP Fjárfestingarbanka hf. þann 21. desember 2005, enda uppfylli þeir skilyrði skráningar. ● STJÓRN Kerfa AB í Svíþjóð, dótt- urfélags Opinna Kerfa hf., gekk í gær frá ráðningu Anders Fredholm í starf forstjóra frá og með febrúar 2006. Anders Fredholm tekur við af Anders Grönlund, sem hefur starfað hjá fé- laginu frá árinu 1994, og sem for- stjóri frá 1999. Nýr forstjóri Kerfa AB                !  "# #                        )#!"*&+,-./ 0!((!1&*&+,-./ !$!*&+,-./ 2*&+,-./ 0*&!%./ 3"!%"4!%(./ !&54+&!%&./ 6!,-7%$0!%(./ 61$,%./ 2!%"4!%(3"!%"./ !&./ 3 ./ #&!,,&80,&5!&9" :9&/4!%(./ ;"",&./ !   "  #+&(!*&+,-./ "(!&(!5,&3"!%"./ !-5:!%./ <)!%)*&+,-./ +"!) !".+%"./ =.&:./ !$"4&>%./ ?@ #!%#)?#&+, A&B$$%$!5"#15%./ C%%","#15%./ # $% &' "(DB:!/:!&5!&./ 9#,&/E!$,5,&!%""/ & ()* <FDG '5!"#! 5"(&5     8    8        8 8 8  8   8 8 8 8  0&B#%$/&9 /B&&!5"(&5 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 H8IJ H8 IJ 8 8 8 H8IJ 8 HIJ 8 H IJ 8 HIJ HIJ H8IJ 8 8 8 8 8 8 H8IJ 8 8 8 8 8 H8IJ !&5"(-# !$"%" A4+5'+(!$" 6!,-!!     8     8        8 8 8  8   8 8 8 8                                                       C5"(-#'7>"(& A #.,$,%!&"# :1 5"(-#! 8 8    8 8 8  8   8 8 8 8  !"!K L?    I I AD M       I I FF   M       I I  M6.1/% ((     I I <FDM +N +%"      I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.