Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 23

Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 23 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF EITT af hverjum tíu hlutabréfum í Avion Group verður selt í hluta- fjárútboði félagsins sem haldið verður fimmtudaginn 22. desem- ber nk. Áætlað er að félagið verði skráð á aðallista Kauphallar Ís- lands hinn 20. janúar. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaða- mannafundi er félagið hélt í gær vegna fyrirhugaðrar skráningar. Fjöldi hluta er seldir verða er á bilinu 157–175 milljónir og er verð- bilið 34,3–38,3 krónur sem þýðir að markaðsvirði hlutafjárins er sex milljarðar króna. Miðað við mið- gildi þess fjölda hluta er seldir verða er heildarhlutafé fyrirtæk- isins tæplega 1,7 milljarðar og er markaðsvirði félagsins í heild á bilinu 58–63 milljarðar króna. Þar með verður félagið það áttunda stærsta að markaðsvirði í Kaup- höllinni og það fjórða ef ekki er lit- ið til bankanna. Í máli Magnúsar Þorsteinsson- ar, stjórnarformanns Avion Group, kom fram að eingöngu verður selt til fagfjárfesta. Hann var spurður hverju það sætti að almenningi væri ekki gefinn kostur á að eign- ast hlutafé í félaginu og svaraði þannig til að það helgaðist af samningi félagsins við Straum- Burðarás fjárfestingarbanka vegna kaupa Avion Group á Eim- skip síðastliðið sumar. Hluti kaup- verðsins var greiddur með bréfum í Avion Group og eitt af skilyrðum samningsins var að Straumur- Burðarás myndi greiða hluthöfum sínum hluta hlutafjárins í Avion sem arð. Þannig verða hluthafar í félaginu orðnir ríflega 22 þúsund innan nokkurra mánaða og ekki allir þeirra eru fagfjárfestar. Niðurstöður útboðsins verða kynntar á Þorláksmessu en það er Landsbanki Íslands sem hefur um- sjón með útboðinu og mun bankinn jafnframt stunda viðskiptavakt með bréf Avion Group. Morgunblaðið/RAX Skráning Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, greindi frá fyrirhugaðri skráningu félagsins í Kauphöll Íslands í gær. Áttunda stærsta félagið í Kauphöllinni Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is +% $    :1.,#! C&54 O#4+5"/:9&. ## 29$/:9&. 6B%%%$ (&9%%$ 5,&"#15,& *&5",!$,& (&9%%$.,#! P": %!&!5 1,#&B$$%$ C5"(-#!!(#  Q  Q :!&5!&(&  !$/:9&/"#! (&!5!&(!5" Q" " " :!%>!& R#:!% 2!%"4!%(3"!%" 2!%"4!%(3"!%" 2!%"4!%(3"!%" AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Afgreiðsla á öllum pósthúsum fyrir einstaklinga og sendingar sóttar til fyrirtækja Síðustu skiladagar:* Tryggðu að pakkinn þinn komist í réttar hendur fyrir jól. Nýttu þér TNT Hraðflutninga og sendingin kemst örugglega til skila á réttum tíma. 20. des. til Bandaríkjanna og annarra landa utan Evrópu. 21. des. til Evrópu. TNT Hraðflutningar • Stórhöfða 32 • 110 Reykjavík Sími 580 1010 • www.tnt.is • tnt@postur.is Hraðflutningar Þú hefur enn tíma! 30% jólaafsláttur á hraðsendingum. * til helstu viðskiptaborga EcoGreen Multi FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Orkubomba og hreinsun Vítamín, steinefni og jurtir smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.