Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Treystið því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálft Munið að slökkva á kertunum i Washington. AFP. | Árið 2002 heim- ilaði George W. Bush forseti Þjóð- aröryggisstofnun Bandaríkjanna (National Security Agency, NSA) að njósna um fjölda Bandaríkjamanna og útlendinga í Bandaríkjunum án þess að fyrir lægju lögformlegar heimildir dómstóla. Þetta kom fram í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. NSA er ætlað að stunda fjarskipt- anjósnir gagnvart öðrum ríkjum, m.a. erlendum sendiráðum vestra, en tilgangurinn með þessu fráhvarfi frá verksviði stofnunarinnar er sá að koma í veg fyrir hugsanleg óhæfu- verk hryðjuverkamanna í ljósi hryðjuverkanna 11. september 2001. Vaninn er sá að sérstakur njósna- dómstóll („Foreign Intelligence Sur- veillance Court“) gefi leyfi áður en tilteknu njósnaverkefni gegn er- lendu ríki er hrint í framkvæmd inn- an Bandaríkjanna. „Algjör vatnaskil“ Að sögn heimildarmanna blaðsins undirritaði forsetinn tilskipun árið 2002, sem heimilar NSA að hlera samtöl í Bandaríkjunum og lesa tölvuskeyti, sem send eru innan- lands. Þannig hefur verið fylgst með hundruðum og jafnvel þúsundum manna í Bandaríkjunum. Fram kem- ur í New York Times að stofnunin sinni þessum njósnum enn. Að jafn- aði fylgist stofnunin með fimm til sjö þúsund manns í erlendum ríkjum, sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverkasamtök. „Þetta eru algjör vatnaskil. Fram til þessa hefur NSA aðeins sinnt út- lendum verkefnum,“ segir fyrrum, hátt settur embættismaður í samtali við bandaríska blaðið. Í greininni koma fram efasemdir um að þetta fyrirkomulag sé í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í greininni segir að með þessu móti hafi tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk innan Bandaríkjanna m.a. áform um að sprengja í loft upp Brooklyn-brúna í New York. Í frétt New York Times kemur fram að blaðið hafi legið á þessum upplýsingum í eitt ár. Þær hafi ekki verið birtar fyrr þar sem embætt- ismenn hafi lagt að blaðinu að gera það ekki því birting gæti spillt rann- sókn mála og orðið til þess að hryðju- verkamenn fengju grun um að með þeim væri fylgst. Bush vildi ekki ræða fréttina í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og sagði að það væri ekki venja að skýra frá leyniþjónustuaðgerðum sem snerust um öryggishagsmuni þjóðarinnar. Aðstoðarmenn hans vildu hvorki staðfesta fréttina né neita henni en sögðu að hann hefði alltaf farið að lögum og virt borgaraleg réttindi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush heimilaði njósnir innanlands Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna fylgdist með hundruðum og jafnvel þúsundum manna þar í landi AP George W. Bush heimilaði Þjóðar- öryggisstofnun Bandaríkjanna að hlera samtöl og lesa tölvuskeyti sem send eru innanlands. Ramallah. AFP. | Hamas-samtökin fóru með sigur af hólmi í kosningum til stjórna þriggja af fjórum helstu borgum Palestínumanna á Vestur- bakkanum. Þykir þessi niðurstaða til marks um vaxandi styrk samtak- anna fyrir þingkosningar, sem fram fara í Palestínu 25. janúar. Kosið var á fimmtudag. Sam- kvæmt tölum sem birtar voru í gær fóru fulltrúar Hamas með sigur af hólmi í Nablus, Jenin og Al-Bireh en Fatah-hreyfingin, helsta valda- bandalag Palestínumanna, sigraði aðeins í Ramallah. Mesta athygli vakti sigur Hamas í Nablus, sem löngum hefur verið vígi Fatah-hreyf- ingarinnar og er fjölmennust borga Vesturbakkans. Þar fékk Hamas nú 73% atkvæða en Fatah aðeins 13%. Hins vegar gekk fulltrúum Fatah betur í smærri bæjum og þorpum. Í heild fékk Fatah fleiri menn kjörna og um 35% þeirra 414 sæta, sem alls var kosið um. Stuðningur við Hamas mældist um 26%. Um 75% kjörsókn Kjörsókn var um 75% en á kjör- skrá voru um 148.000 manns. Þetta var fjórða og síðasta lota bæjar- og sveitarstjórnarkosninga í Palestínu og fylgdust menn grannt með niðurstöðunni þar eð þingkosn- ingar fara fram í næsta mánuði. Ha- mas-samtökin þykja hafa styrkt mjög stöðu sína á kostnað Fatah- hreyfingar Mahmouds Abbas for- seta, sem á í miklum vanda vegna klofnings og sundurlyndis. Úrslitin í Nablus þykja til marks um erfiðleika hreyfingarinnar. Hamas-hreyfingin, sem er flokkur íslamista og sinnir fjölbreytilegu „grasrótarstarfi“ í Palestínu, féllst á að taka þátt í kosningunum í janúar eftir gott gengi í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum. Verður það í fyrsta skipti sem hreyfingin býður fram fulltrúa til setu á þingi Palest- ínumanna. AP Stuðningsmenn Hamas í Tulkarem á Vesturbakkanum fagna sigri samtakanna í sveitarstjórnarkosningum. Lokalota sveitarstjórnarkosninga Palestínumanna Enn treystir Hamas stöðu sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.