Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 17.12.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 29 ERLENT „... er opinská, leiftrandi og heillandi ... Bókin er vel og lipurlega skrifuð og hefur þýðing Steinþórs Steingrímssonar tekist með miklum ágætum ... ekki aðeins fyrir aðdáendur Lennons, heldur alla þá sem ... láta sig sögu dægurtónlistar einhverju varða.“ – Sveinn Guðjónsson, Mbl. Frábær bók sem varpar nýju ljósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. „... leiftrandi og heillandi“ SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Merkileg bók, falleg og einstæð örlagasaga ... þrátt fyrir návist dauðans missir Ingólfur þó aldrei húmorinn. – Illugi Jökulsson En þessi bók er miklu meira en góð saga, raunar alveg ótrúlegt hvað honum tekst að gera sjúkdómssögu sína spennandi, skemmtilega og sprelllifandi. – Eiríkur Bergmann Einarsson Hreinskilin og áhrifamikil baráttusaga. – Jón Ingvi Jóhannesson, Kastljósi Dómarnir eru einróma: Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg bók um háalvarlegt efni. „... einstæð örlagasaga ...“ Frábærar jólabækur Ævi Jörgens Jörgensen, eða Jörundar hundadagakonungs, hefur alltaf verið Íslendingum hugleikin. Í þessari bók er ótrúlegt lífshlaup hans rakið allt frá æskuárunum í Kaupmannahöfn þar til hann lýkur ævi sinni á Tasmaníu. Bókin kom út í Bretlandi fyrr á þessu ári og hefur hlotið frábæra dóma lesenda og gagnrýnenda Sérlega vel skrifuð og vönduð ævisaga. Einstakur lífsferill! Buenos Aires. AFP. | Argentínumenn hyggjast greiða upp skuldir sínar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF). Gengið verður frá greiðslunni, tæp- um tíu milljörðum Bandaríkjadala, fyrir áramót. Nestor Kirchner forseti greindi frá þessu á fimmtudag en ákvörð- unin þykir skýrt merki um þann um- snúning sem orðið hefur á ríkisfjár- málum Argentínu. Fjögur ár eru liðin frá því að efnahagur landsins hrundi og IMF þurfti að koma Arg- entínumönnum til hjálpar. Að sögn Kirchners ræðir um 9,81 milljarða dala (um 612 milljarða ís- lenskra króna) og verða fjármunirn- ir sóttir í gjaldeyrisforða lands- manna. Greiðslan verður innt af hendi þremur árum fyrr en áætlað hafði verið. Í máli forsetans kom fram að Arg- entínumenn hefðu nú endurgreitt IMF um sex milljarða dala frá því að efnahagskreppan reið yfir árið 2001. Fyrr í vikunni greindu stjórnvöld í Brasilíu frá því að skuld landsmanna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn yrði greidd upp fyrir mánaðamót. Skuld- in nemur 15,5 milljörðum Banda- ríkjadala (um 967 milljörðum króna). Argentína gerir upp við IMF Madríd. AP, AFP. | Spánarþing sam- þykkti á fimmtudag ný lög sem banna reykingar á vinnustöðum þar í landi. Frumvarpið naut stuðnings allra flokka á þingi og var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Reykingabannið mun ná yfir skrif- stofur, verslanamiðstöðvar, menning- arhús, almenningssamgöngutæki og aðra almenningsstaði. Bannið tekur gildi 1. janúar. Lögin kveða einnig á um að ekki megi selja fólki yngra en 18 ára tóbak og sígarettuauglýsingar verða bann- aðar í fjölmiðlum, á auglýsinga- skiltum. Tóbakskynningar verða al- mennt óleyfilegar. Reykingar verða bannaðar í al- mennu rými á veitingastöðum sem stærri eru en eitt hundrað fermetrar. Á slíkum stöðum verður heimilt að af- marka rými fyrir reykingafólk og má það ekki vera stærra en þriðjungur gólfflatarins. Á minni veitingastöðum og börum verða reykingar leyfðar ef eigandi viðkomandi fyrirtækis svo kýs, en þess er krafist að slíkir veit- ingastaðir verði vandlega merktir. Þá er gert ráð fyrir að reykingar verði leyfðar í afmörkuðu og merktu rými á flugvöllum, kvikmyndahúsum og leik- húsum. Fleiri en 50 þúsund Spánverjar deyja á hverju ári af völdum reykinga og eru 700 taldir látast af óbeinum reykingum, að mati spænska heil- brigðisráðuneytisins. Um 30% Spánverja reykja. Takmarkað reykingabann á Spáni VEGGUR á stóru uppistöðulóni virkjunar í Ozark- fjöllum í Bandaríkjunum brast á fimmtudag með þeim afleiðingum að 3,8 milljarðar lítra af vatni streymdu úr henni, hrifu með sér tvö íbúðarhús og nokkra bíla. Þrjú ung börn slösuðust alvarlega þegar heimili þeirra varð fyrir flóðinu og þau voru flutt á sjúkrahús í St. Louis. Uppistöðulónið, sem er 180 metra breitt, tæmdist á tólf mínútum. Ógurlegur vatnsflaumurinn braut sér leið í gegnum skóg, hreif með sér tré og stórt svæði þaktist leir. Veggir uppistöðulónsins eru úr möl og steypu og voru reistir árið 1963 á nær 1.600 metra fjalli í Missouri. Hermt er að bilun í sjálfvirkum búnaði hafi orðið til þess að of miklu vatni var dælt í lónið þannig að vegg- urinn brast. AP Flóð hreif með sér hús og bíla ♦♦♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.