Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 35

Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 35 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Knattspyrnumenn á Sel- fossi halda upp á 50 ára afmæli knattspyrnunnar á staðnum nú um helgina en 15. desember voru fimm- tíu ár frá því knattspyrnudeild Ung- mennafélags Selfoss var stofnuð. Í tilefni af því verður veglegt afmæl- ishóf á Hótel Selfossi þar sem þess- um tímamótum verður fagnað. Nú um helgina kemur einnig út afmæl- isrit deildarinnar, Tuðran, þar sem sagan er rifjuð upp. „Við erum með viðtöl við menn úr fyrsta knattspyrnuliði Selfoss og gerum svo sögunni skil í máli og myndum,“ segir Kristinn Bárð- arson, sem ritstýrir afmælisritinu. Fyrsta liðið keppti í búningum sem voru gamlir búningar frá Víkingi í Reykjavík, en Kristinn bendir á að þetta séu dæmigerðir AC-Milan- búningar, svart- og rauðröndóttir. „Við lítum svo á að fótboltinn sé vinsælasta íþróttagreinin og sú öfl- ugasta hjá félaginu í gegnum tíðina. Knattspyrnudeildin er fjölmennasta deild Ungmennafélags Selfoss og með því að leggja áherslu á þetta drögum við fram mikilvægan þátt í sögu byggðarinnar hérna sem er íþróttirnar. Þar er knattspyrnan rauði þráðurinn. Við fengum mörg hundruð myndir og leggjum upp úr því að nafngreina alla sem eru á myndum í Tuðrunni. Við lítum einn- ig svo á að fótbolti sé ekki bara það að elta tuðruna á vellinum heldur allt það gríðarlega starf sem unnið hefur verið í gegnum tíðina í kring- um boltann. Allt er þetta sjálf- boðaliðastarf sem hefur mikið sam- félagsverðmæti. Það er mikilvægt að sýna nútímanum það sem unnið hef- ur verið í þessum efnum og halda til haga sögunni í kringum þetta. Það hafa allir verið boðnir og bún- ir að leggja okkur lið við undirbún- ing afmælisins og styðja deildina fjárhagslega. Það sýnir okkur að deildin á góða bakhjarla á Selfossi sem meta gildi þess starfs sem fram fer í deildinni.“ Það eru ríflega 700 félagar í knatt- spyrnudeildinni og fer sá hópur ört stækkandi bæði með vaxandi barna- og unglingastarfi og stofnun stuðn- insmannaklúbbs sem orðinn er öfl- ugur, að sögn Hermanns Ólafssonar, formanns deildarinnar. Iðkendur eru núna um 300 á aldrinum 6–18 ára og það er mjög stór hópur sem kemur að þessu starfi. „Við leggjum áherslu á að virkja með okkur fólk og skipta verkum sem mest. Það eru starfandi ýmsir hópar innan knatt- spyrnuhreyfingarinnar og mikill áhugi hjá foreldrum og aðstand- endum að koma að starfinu,“ segir Hermann og leggur áherslu á að knattspyrnan á Selfossi sé á uppleið og mikill hugur í öllum að hún nái góðu flugi á næstu árum. Fagna fimmtíu ára afmæli knattspyrnunnar á Selfossi Byrjuðu í gömlum Víkings- búningum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Forystumenn Hermann Ólafsson, formaður Knattspyrnudeildar Selfoss, og Kristinn Bárðarson, ritstjóri Tuðrunnar, vinna fyrir knattspyrnuna. Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Félög eldri borgara á Selfossi og í Árnessýslu héldu ný- lega ráðstefnu í sam- starfi við Lands- samband eldri borgara, Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Tekin voru fyrir hagsmunamál sem snúa að fólki á efri árum og rætt um efnahags- legt sjálfstæði fólks, tekjutryggingu og sér- greind heilbrigðismál sem snúa að öldruðum. Í lok ráðstefnunnar voru samþykktar álykt- anir um áherslur félag- anna á Selfossi og í Ár- nessýslu. „Það var meðal annars skorað á ríkisstjórnina að fram færi endurskoðun laga um málefni aldr- aðra og við lögðum einnig áherslu á að skattleysismörk næðu sama raun- gildi og var á árinu 1988, við upphaf staðgreiðslunnar. Þetta er mjög mikilvægt fyrir þann hóp aldraðra sem lægstar hefur tekjurnar,“ segir Hjörtur Þórarinsson sem var ráð- stefnustjóri. Hann sagði félögin leggja mikla áherslu á það að halda á lofti um- ræðu um þessi mál og fá ráðamenn og embættismenn til þátttöku í henni. Eitt af því sem félög aldraðra leggja áherslu á er að stofnaður verði húsmæðralífeyrir fyrir eldri húsmæður. „Leita skal eftir fjár- magni til greiðslu á mannsæmandi lífeyri til þeirra húsmæðra sem helg- uðu besta hluta ævi sinnar uppeldi barna sinna, á meðan aðrir náðu líf- eyrisréttindum sínum vegna skráðrar at- vinnu utan heimilis,“ segir í ályktun um þetta efni. „Við reyndum að ná utan um sem flestar áherslur okkar og samþykktum áskor- anir til heilbrigðis- ráðherra þar sem við viljum að gerð verði könnun á fæðufram- boði fyrrir aldraða, að aldraðir fái bindandi samning við tann- lækna, framboð á hjúkrunarrými verði tvöfaldað á Selfossi, fjölbreytni verði aukin í búsetumálum og að bið fólks eftir heyrnartækjum verði stytt. Síðan beindum við eftirfarandi til sveitar- félagsins Árborgar og annarra sveit- arfélaga í Árnessýslu: „Þar sem mis- munur er milli sveitarfélaga á gefnum afslætti af fasteignagjöldum eldra fólks og þeirra sem búa við skerta starfsorku er óskað eftir að samræmis verði gætt milli einstakra sveitarfélaga. Vegna mikillar hækk- unar á fasteignamati er mjög brýnt að gjaldtökur í heild haldist í hlut- falli við eftirlaunaþróun á hverjum tíma.“ Þarna er mikilvægt atriði sem við viljum passa upp á hjá sveitar- félögunum sem standa okkur næst í þjónustu,“ sagði Hjörtur. Starfsemi Félags eldri borgara á Selfossi hefur vaxið mjög undanfarin ár og stendur félagið fyrir ýmiskon- ar félagsstarfi sem sprengt hefur ut- an af sér þá aðstöðuna. Greiddur verði lífeyrir til eldri húsmæðra Formaður Hjörtur Þór- arinsson er formaður Félags eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.