Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.12.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 35 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Knattspyrnumenn á Sel- fossi halda upp á 50 ára afmæli knattspyrnunnar á staðnum nú um helgina en 15. desember voru fimm- tíu ár frá því knattspyrnudeild Ung- mennafélags Selfoss var stofnuð. Í tilefni af því verður veglegt afmæl- ishóf á Hótel Selfossi þar sem þess- um tímamótum verður fagnað. Nú um helgina kemur einnig út afmæl- isrit deildarinnar, Tuðran, þar sem sagan er rifjuð upp. „Við erum með viðtöl við menn úr fyrsta knattspyrnuliði Selfoss og gerum svo sögunni skil í máli og myndum,“ segir Kristinn Bárð- arson, sem ritstýrir afmælisritinu. Fyrsta liðið keppti í búningum sem voru gamlir búningar frá Víkingi í Reykjavík, en Kristinn bendir á að þetta séu dæmigerðir AC-Milan- búningar, svart- og rauðröndóttir. „Við lítum svo á að fótboltinn sé vinsælasta íþróttagreinin og sú öfl- ugasta hjá félaginu í gegnum tíðina. Knattspyrnudeildin er fjölmennasta deild Ungmennafélags Selfoss og með því að leggja áherslu á þetta drögum við fram mikilvægan þátt í sögu byggðarinnar hérna sem er íþróttirnar. Þar er knattspyrnan rauði þráðurinn. Við fengum mörg hundruð myndir og leggjum upp úr því að nafngreina alla sem eru á myndum í Tuðrunni. Við lítum einn- ig svo á að fótbolti sé ekki bara það að elta tuðruna á vellinum heldur allt það gríðarlega starf sem unnið hefur verið í gegnum tíðina í kring- um boltann. Allt er þetta sjálf- boðaliðastarf sem hefur mikið sam- félagsverðmæti. Það er mikilvægt að sýna nútímanum það sem unnið hef- ur verið í þessum efnum og halda til haga sögunni í kringum þetta. Það hafa allir verið boðnir og bún- ir að leggja okkur lið við undirbún- ing afmælisins og styðja deildina fjárhagslega. Það sýnir okkur að deildin á góða bakhjarla á Selfossi sem meta gildi þess starfs sem fram fer í deildinni.“ Það eru ríflega 700 félagar í knatt- spyrnudeildinni og fer sá hópur ört stækkandi bæði með vaxandi barna- og unglingastarfi og stofnun stuðn- insmannaklúbbs sem orðinn er öfl- ugur, að sögn Hermanns Ólafssonar, formanns deildarinnar. Iðkendur eru núna um 300 á aldrinum 6–18 ára og það er mjög stór hópur sem kemur að þessu starfi. „Við leggjum áherslu á að virkja með okkur fólk og skipta verkum sem mest. Það eru starfandi ýmsir hópar innan knatt- spyrnuhreyfingarinnar og mikill áhugi hjá foreldrum og aðstand- endum að koma að starfinu,“ segir Hermann og leggur áherslu á að knattspyrnan á Selfossi sé á uppleið og mikill hugur í öllum að hún nái góðu flugi á næstu árum. Fagna fimmtíu ára afmæli knattspyrnunnar á Selfossi Byrjuðu í gömlum Víkings- búningum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Forystumenn Hermann Ólafsson, formaður Knattspyrnudeildar Selfoss, og Kristinn Bárðarson, ritstjóri Tuðrunnar, vinna fyrir knattspyrnuna. Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Félög eldri borgara á Selfossi og í Árnessýslu héldu ný- lega ráðstefnu í sam- starfi við Lands- samband eldri borgara, Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Tekin voru fyrir hagsmunamál sem snúa að fólki á efri árum og rætt um efnahags- legt sjálfstæði fólks, tekjutryggingu og sér- greind heilbrigðismál sem snúa að öldruðum. Í lok ráðstefnunnar voru samþykktar álykt- anir um áherslur félag- anna á Selfossi og í Ár- nessýslu. „Það var meðal annars skorað á ríkisstjórnina að fram færi endurskoðun laga um málefni aldr- aðra og við lögðum einnig áherslu á að skattleysismörk næðu sama raun- gildi og var á árinu 1988, við upphaf staðgreiðslunnar. Þetta er mjög mikilvægt fyrir þann hóp aldraðra sem lægstar hefur tekjurnar,“ segir Hjörtur Þórarinsson sem var ráð- stefnustjóri. Hann sagði félögin leggja mikla áherslu á það að halda á lofti um- ræðu um þessi mál og fá ráðamenn og embættismenn til þátttöku í henni. Eitt af því sem félög aldraðra leggja áherslu á er að stofnaður verði húsmæðralífeyrir fyrir eldri húsmæður. „Leita skal eftir fjár- magni til greiðslu á mannsæmandi lífeyri til þeirra húsmæðra sem helg- uðu besta hluta ævi sinnar uppeldi barna sinna, á meðan aðrir náðu líf- eyrisréttindum sínum vegna skráðrar at- vinnu utan heimilis,“ segir í ályktun um þetta efni. „Við reyndum að ná utan um sem flestar áherslur okkar og samþykktum áskor- anir til heilbrigðis- ráðherra þar sem við viljum að gerð verði könnun á fæðufram- boði fyrrir aldraða, að aldraðir fái bindandi samning við tann- lækna, framboð á hjúkrunarrými verði tvöfaldað á Selfossi, fjölbreytni verði aukin í búsetumálum og að bið fólks eftir heyrnartækjum verði stytt. Síðan beindum við eftirfarandi til sveitar- félagsins Árborgar og annarra sveit- arfélaga í Árnessýslu: „Þar sem mis- munur er milli sveitarfélaga á gefnum afslætti af fasteignagjöldum eldra fólks og þeirra sem búa við skerta starfsorku er óskað eftir að samræmis verði gætt milli einstakra sveitarfélaga. Vegna mikillar hækk- unar á fasteignamati er mjög brýnt að gjaldtökur í heild haldist í hlut- falli við eftirlaunaþróun á hverjum tíma.“ Þarna er mikilvægt atriði sem við viljum passa upp á hjá sveitar- félögunum sem standa okkur næst í þjónustu,“ sagði Hjörtur. Starfsemi Félags eldri borgara á Selfossi hefur vaxið mjög undanfarin ár og stendur félagið fyrir ýmiskon- ar félagsstarfi sem sprengt hefur ut- an af sér þá aðstöðuna. Greiddur verði lífeyrir til eldri húsmæðra Formaður Hjörtur Þór- arinsson er formaður Félags eldri borgara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.