Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 49

Morgunblaðið - 17.12.2005, Page 49
FJÖLSKYLDUHÚSIÐ Börnin sem koma til okkar eru munaðar- laus eða hafa verið yfirgefin. Að flytjast í öruggt umhverfi, að búa á heimili er því sérstaklega jákvæð reynsla fyrir þessi börn. Í hverju barnaþorpi eru 1 – 15 fjölskyldu- hús þar sem barnaþorpsfjölskyldan hugsar um heimilið eins og hver önnur fjölskylda. SOS-SYSTKINI Alsystkini alast upp saman í barnaþorp- inu, en öll þau börn sem alast upp saman kalla hvort annað samt sem áður “systir” og “bróðir” í fjölskylduhúsinu. SOS-FÉLAGSMIÐSTÖÐ Starfsemi félagsmiðstöðvanna sem eru starfræktar út um allan heim, er mismunandi eftir staðsetningu þeirra. Hvað varðar félagslegar þarfir og velferðakerfi hvers lands. Í grundvallaratriðum er SOS-félagsmiðstöðvum ætlað að hjálpa fjölskyldum, sér í lagi konum og börnum sem búa í námunda við SOS-barnaþorpin. SOS-HEILSUGÆSLA Sjúkrastöðvarnar sem reknar eru af SOS-barnaþorpunum er ætlað að sinna grunnþörfum fólks um heilsuvernd. Markmið SOS er að bæta heilsuvernd innan þess samfélags sem þau starfa í og veita þeim sem hafa lítinn eða engan aðgang að heilsugæslu hjálp. ÞORPSSTJÓRI Forstöðumaður SOS-barnaþorpsins er sá sem veitir börnunum þá stöðugu föður- ímynd sem er þeim mikilvæg. Aðrar karlkyns fyrirmyndir eru til dæmis kennarar, félagsráðgjafar og sálfræðingar. SOS-VERKNÁMSSTÖÐVAR Þegar börnin verða eldri er æskilegt að þau mennti sig í einhverri sérgrein svo þau verði fær um að standa á eigin fótum. SOS-verknámsstöðvar eru jafnt fyrir unglinga úr SOS barnaþorpinu auk annarra ungmenna úr nágrenninu. HEIMURINN FYRIR UTAN Börn verða að unglingum, þau vaxa úr grasi og langar að standa á eigin fótum. SOS-börnin viðhalda nánu sambandi við SOS-móður sína og þorpið sem þau ólust upp í. Börn sem alast hafa upp í SOS-barnaþorpi eru alltaf velkomin aftur inná heimili sín, alveg eins og hjá öðrum venjulegum fjölskyldum. SOS-MÓÐIR Að vera lítill og yfirgefinn er ekki auðvelt og því er barnaþorpsmamman ein mikilvægasta persónan í lífi litla barnsins. SOS-móðir gegnir því hlutverki að búa ein með 7-10 börnum í fjölskylduhúsinu. Hún hefur veigamiklu hlutverki að gegna og er hinn staðfasti klettur í lífi barnanna. Allar SOS-mæður hafa hlotið umfangsmikla menntun á sviði uppeldismála. SÁLFRÆÐINGURINN Þó það sjáist ekki á utanverðu þá bera börnin sem flytja í barnaþorpin sálræn ör og hafa langflest upplifað miklar hörmungar þrátt fyrir ungan aldur. Þau þurfa mikla hjálp til að vinna úr atburðum sem skekkt hafa líf þeirra. Í sérhverju barnaþorpi er því til staðar sálfræðingur, sérþjálfaður í að meðhöndla sálfræðileg áföll hjá börnum. SOS BARNAÞORPIN & DEBENHAMS VILJA BJÓÐA ÞÉR Á JÓLABALL AFI KEMUR OG SKEMMTIR BÖRNUNUM & JÓLASVEINAR VERÐA Á FERÐINNI OG GEFA GÓÐGÆTI! UPPBYGGING SOS-BARNAÞORPANNA Í SMÁRALIND SUNNUDAGINN 18. DESEMBER KL. 15.30 SR. JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR KVEIKIR Á SOS JÓLATRÉNU FYRIR FRAMAN DEBENHAMS SELMA BJÖRNSDÓTTIR SYNGUR EFTIRLÆTIS JÓLALÖGIN SÍN www.sos.is SKÓLI SOS-SKÓLINN Víðsvegar í heiminum eru það forréttindi en ekki grundvallar mannréttindi að eiga þess kost að hljóta menntun. SOS-barnaþorpin hafa brugðið til þess ráðs að reisa skóla í þeim löndum þar sem skolakostur er ófullnægjandi eða jafnvel ekki til staðar. Skólar þessir eru jafnt fyrir SOS-börn sem önnur börn frá nærliggjandi svæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.