Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 56

Morgunblaðið - 17.12.2005, Side 56
56 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SUMAR fórum við vinkonurnar til Rakai-héraðs í Úganda til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt frá árinu 2003. Markmið þess er að draga úr út- breiðslu HIV-veirunnar og aðstoða þá sem alnæmið hefur snert á einn eða annan hátt. Lútherska heims- sambandið sér um framkvæmdina með heimamönnum. Munaðarlaus börn leituð uppi Eins og flestir vita er tíðni alnæm- is mjög há í Úganda líkt og annars staðar í Afríku. Eru afleiðingar sjúk- dómsins sífellt að koma betur í ljós. Munaðarleysingjum fjölgar stöðugt og eru afar fáir til að taka við þeim. Því neyðast flest börnin til þess að sjá um sig sjálf og er hreint ótrúlegt að sjá hversu sjálfsbjargarviðleitnin er mikil. Gott dæmi um það er þegar einn af sjálfboðaliðum verkefnisins, sem hefur það hlutverk að fara út í litlu þorpin og finna foreldralaus heimili, fann lítinn systkinahóp eftir óljósar ábendingar um heimili þeirra. Hann hafði keyrt í dágóða stund þeg- ar hann varð að skilja við bílinn vegna ófærðar. Hann hélt förinni áfram fótgangandi að áfangastað sín- um. Eftir fremur langa og erfiða göngu var hann farinn að efast um að hann væri á réttum stað. Skyndilega heyrði hann barnsrödd í fjarska. Hann gekk á hljóðið og kom að tveimur litlum strákofum innan um hávaxið gras allt í kring. „Móðir okkar er líka dáin“ Fyrir framan kofana sátu fjögur börn og gömul kona sem var greini- lega of veikburða til að sjá um sig sjálf. Elsta barnið var átta ára gömul stúlka sem svaraði fyrir hópinn þeg- ar sjálfboðaliðinn spurði hvar faðir þeirra væri: „Hann er dáinn.“ Að- spurð að því hvar móðir hennar væri svaraði hún: „Móðir okkar er líka dá- in“ og benti á nýorpinn moldarhaug í nokkurra metra fjarlægð. Yngstu börnin tvö, tvíburar sem voru þriggja ára, hlupu að gröfinni og byrjuðu að klóra í moldarhauginn. Þeir kölluðu: „Mamma, komdu út! Við erum svöng – okkur vantar mat.“ Sjálfboðaliðinn gekk hægt til tvíburanna og tók upp úr töskunni sinni litla sælgætismola og gaf þeim. Um leið komu hin börn- in tvö hlaupandi og vildu líka fá mola. Sjálfboðaliðinn uppgötvaði þá að hann var því miður ekki með meira sælgæti en lofaði að koma aftur með fleiri mola. Vonbrigðin skinu úr aug- um þeirra. Börn í foreldrahlutverki Sjálfboðaliðinn spurði börnin hvað hefði valdið dauða móður þeirra. Elsta stúlkan svaraði að báðir for- eldrar þeirra hefðu dáið úr alnæmi. Þá spurði hann hvar þau fengju vatn og mat. „Ég þarf að sækja vatn úr brunni sem er í um 5 kílómetra fjar- lægð og við fáum baunir, kartöflur og mangó úr garðinum. Við veiðum líka engisprettur og þurrkum þær. Þegar við eigum lítinn mat þá drekkum við bara vatn til að fylla magann,“ út- skýrði hún. Þá spurði hann þau hvort þau ættu einhverja nágranna en hún sagði þá vera fáa og búa langt í burtu. Skyndilega barst hávær grátur ung- barns frá öðrum kofanum. Sjálf- boðaliðinn gekk inn í kofann og þar sá hann lítið nakið barn á illa lyktandi teppi og reyndist það vera litli bróðir þeirra. Eitt af öðru söfnuðust systk- inin saman í kringum ungbarnið. Til að sefa grátinn dýfðu þau skítugum fingrum ofan í gamla dós fulla af vatni og létu dropana leka í opinn munn barnsins. Drengurinn hélt samt áfram að gráta. Elsta stúlkan dró þá lítið mangó upp úr vasa sínum, tók stóran bita og lét safann drjúpa úr munni sínum upp í munn barnsins – líkt og fuglar fæða unga sína. Litli drengurinn hætti að gráta. Sáum hverju hjálpin skilar Aðstæður sem þessar er að finna víða í Úganda. Þörfin fyrir aðstoð vex með degi hverjum og hefur Lúth- erska heimssambandið reynt að hjálpa þeim sem eru verst staddir. Sú aðstoð felst meðal annars í að byggja hús fyrir börnin og kenna þeim að bjarga sér sjálf. Mikilvægt er að út- vega þeim vatnstanka en í þá geta þau safnað rigningarvatni af hús- þökum sínum. Fjármunum úr jóla- söfnun Hjálparstarfsins verður með- al annars varið í það verkefni. Við það batna aðstæður þeirra til muna því þá þurfa þau ekki að ganga marga kílómetra á dag til að sækja vatn, auk þess sem rigningarvatnið er mun hreinna. Jólasöfnun Hjálp- arstarfs kirkjunnar sem ber yf- irskriftina „Byggjum brunna“ er því verðugt málefni til að styrkja þessi jólin. Byggjum brunna í Afríku Ásbjörg Geirsdóttir og Þóra Kristín Haraldsdóttir skrifa um gildi hjálparstarfs ’Elsta stúlkan dró þálítið mangó upp úr vasa sínum, tók stóran bita og lét safann drjúpa úr munni sínum upp í munn barnsins – líkt og fuglar fæða unga sína.‘ Ásbjörg Geirsdóttir og Þóra Kristín Haraldsdóttir Höfundar eru læknanemar við Háskóla Íslands ÖLLU má nú orðið nafn gefa, en bókin „Hin mörgu andlit trúar- bragðanna“ virtist við lestur ekkert hafa að segja um önnur trúarbrögð en kristni, en gefur upp villandi og af- skræmda mynd af flestum eða næstum því öllum öðrum trúar- brögðunum sem höf- undur fjallar um í bók- inni. Af yfirlögðu ráði og að því er virðist með fyrirlitningu er þessi bók skrifuð. Tilgang- urinn hjá sr. Þórhalli Heimissyni virtist vera sá sami og áður, að upphefja kristna trú á kostnað annarra trúarbragða. Þessa bók hefði aldrei átt að prenta eða gefa út! Hverjir skyldu síð- an standa bak við út- gáfu á þessari villandi bók? Sr. Þórhallur er ekki trúverðugur með allar þær rangfærslur sem finna má í bók- inni. Ef við skoðum fyrst íslam (bls. 30) er múslimi allt í einu orð- inn „sannur þræll guðs“, en það er and- stætt þeirra trú og ekki í Kóraninum. Alls staðar þarf höfundur að nota orðið Allah í allri umfjölluninni, rétt eins og um ein- hvern annan Guð væri að ræða. Í því sambandi setur hann fram fullyrðingar eins og um einhverja meiriháttar refsiverða trú væri að ræða, með orðum eins og vald, al- veldi íslams, refsingu, refsiákvæði, lögmál, Allah hinn alvalda, lögmál Allah í heiminum og dómsdag. Orð eins og kærleikur, fyrirgefning, um- burðarlyndi og Guðs ást er ekki til í þessari umfjöllun um íslam, rétt eins og það hefði verið stranglega bann- að. Af einhverri ástæðu er höfundur farinn að túlka bókina Al-sunnah sem einhverja meiriháttar trúarbók hefðarinnar, en hún er það alls ekki og ekki hægt að tengja hana við lög. Moskan eða bænastaður er einnig sagður kjarni „veraldlegs sam- félags“. Þetta eru ósannar fullyrð- ingar ásamt öðrum atriðum. Ofan á allt kemur hann með þessa útskýr- ingu: „Samhljómarnir í íslam eru s, l og m, hinir sömu og í hugtakinu salem, merkir friður, eining og kyrrð.“ Hvað ætli s, 1 og m standi fyrir hjá sr. Þórhalli? Á sjálfum aðalatriðum trúarinnar (bls. 202) fellur hann út mikilvæg atriði þ.e.a.s. játningu á sendiboða Guðs Múhameð og alms- skattinn sem er fyrir utan ölmusuna handa fátækum. Á öðrum stað í bók- inni er hann með mjög gróf ósann- indi er hann segir: „Ekki er hægt að skilgreina eðli guðs því eðli hans er ekki til í veröldinni,“ (bls. 77). Sr. Þórhallur ber á borð þá ósvífni í bók sinni, að fullyrða að Guð eða eðli Guðs sé ekki til í veröldinni hjá mús- limum. Nei, sr. Þórhallur reynir ekkert að skilgreina þessi ósannindi neitt betur en raun ber vitni. Þetta er kallað að fremja gegn eða á móti „góðu siðferði“, og orðatiltækið sem slíkt er sótt beint úr stjórn- arskránni, en siðanefnd presta- félagsins ætti örugglega að kannast við orðatiltækið, þar sem sr. Þór- hallur virðist ekki búa yfir þekkingu á því sviði. Já, þetta framtak átti greinilega að vera kirkjunni til fram- dráttar. Reyndar heyr- um við nú orðið að kirkjan sé í mikilli sókn og það er greinilega öllu tjaldað til að halda því áfram. Í umfjöllun höfundar um jóga og hindúisma gat hann ekki stillt sig og endurtekur sama gamla útúrsnúninginn sinn tvisvar eða það, að „gera ekki neitt svo maður endurfæðist ekki“, (bls. 105 og 27), en gefur síðan út þau ósannindi í viðbót að endurfæðing sé böl. Í ritum hindúa er ekki litið á endurfæðingu sem böl heldur sem tækifæri eða mögu- leika. Blessuð er mann- leg fæðing, jafnvel þeir sem búa á himnum þrá endurfæðingu ... (Sri- mad Bhagavatam 11:13). Í bókinni „Hver er þá maðurinn“ eftir sr. Rögnvald Finnbogason segir: „Margir Vest- urlandabúar hafa mis- skilið þessa fornu trú hrapalega og eingöngu séð í henni holdlega fýsn og saurlífshneigð“ (bls. 54). Sr. Þórhallur er enn eitt dæmið í viðbót um það, því það er eins og hann sé með þetta á heilanum, þar sem hann notar orð eins og t.d. „ei- lífar samfarir“ og „erótík“, allt túlk- að á hin versta veg gegn hindúisma. Fólk á greinilega að samþykkja þetta allt svona bókstaflega hjá höf- undi, án þess að segja orð, rétt eins og eitthvað annað sem hefur aðra merkingu og túlkun í hindúisma. Í framhaldi af þessari umfjöllun held- ur hann áfram og dregur upp ein- hverja djöflatrú tengda við hindú- isma. Höfundur fjallar síðan um eitthvað sem hann og ýmsir aðrir nefna nýhindúisma, en það er ekki til eitthvað sem heitir nýhindúismi eða einhverjir sem tilheyra nýh- indúisma. Hér er um að ræða ein- hvern uppspuna frá rótum sem höf- undur fjallar um í bókinni. Aðferðafræðin hjá sr. Þórhalli virðist ævinlega vera sú sama, það er að safna saman tilvitnunum úr bókum sem eru sérstaklega skrif- aðar gegn öðrum trúarbrögðum, og nota síðan efnið hvað eftir annað, þ.e.a.s. á námskeiðum, á netinu, í tímaritum og nú er efnið komið í þessa bók. Sr. Þórhallur gaf út þá yfirlýsingu að hann reyndi að vera hlutlaus í þessari bók, það eru að mínum dómi hrein ósannindi. Ofan á allt er bókin auglýst sem eitthvert framtak til að byggja upp vináttu. Hér virðast ein- hver stórfelld ósannindi vera í gangi að mínu mati, því að þetta framtak hefur lítið sem ekkert með vináttu að gera. Lúmsk aðför gegn trúar- brögðum Þorsteinn Sch. Thorsteinsson fjallar um bók sr. Þórhalls Heimissonar um trúarbrögð Þorsteinn Scheving Thorsteinsson ’Aðferðafræðinhjá sr. Þórhalli virðist ævinlega vera sú sama, það er að safna saman tilvitn- unum úr bókum sem eru sér- staklega skrif- aðar gegn öðr- um trúarbrögð- um …‘ Höfundur er formaður samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. UM DAGINN hlustaði ég á at- hyglisvert viðtal við fyrrverandi for- seta Íslands: Vigdísi Finnboga- dóttur. Tilefnið var að Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að veita auknu fjármagni í Velferðarsjóð barna. Vigdís nefndi að við ættum að hlusta á börnin okkar í ríkari mæli og gefa þeim tíma og knúsa þau oftar en ekki og láta þau finna að okk- ur þykir vænt um þau. Þá nefndi hún að við ættum að lesa fyr- ir þau og kenna þeim að syngja. Síðast en ekki síst ættum við að kenna þeim að meta hvað væri fal- legt í veröldinni og umhverfinu þannig að þau gætu nefnt fegurðina að fyrra bragði. Mér þótti þetta góður punktur hjá Vig- dísi og ég fór að hugleiða hvað við Ís- lendingar gætum gert til þess að halda betur utan um börnin okkar að þessu leyti. „Nei, pabbi, sjáðu birtuna á sjón- um“, sagði ungur sonur minn við mig þegar við fórum í bíltúr saman á Húsavík að kvöldlagi á aðventunni. Það stirndi á gárurnar á sjónum vegna birtunnar sem tunglið gaf frá sér. „Hann tekur eftir fegurðinni“, hugsaði ég með mér. „Pabbi, af hverju er bogadreginn skuggi á tunglinu?“. Ég sagði honum að jörð- in væri núna að hálfu leyti milli sól- arinnar og tunglsins. Þess vegna væri skuggi á tunglinu. „Cool“, sagði hann, „er ekki kalt í skugganum?“ Fyrr en varði stóðum við þögulir saman á stirndu hjarninu undir dásamlega fallegri himinhvelfingu alsettri stjörnum sem veittu mis- miklu birtumagni til okkar eftir fjar- lægð. Er ekki lífið dásamlegt þegar börnin okkar auðga lífið og tilveruna með þessum hætti og skynja skikk- an skaparans? Vissulega! Þau gera það einnig með margvíslegum öðr- um hætti hvert með sínum hætti. Börnin okkar eiga allt það besta skilið og okkur ber skylda til að búa þeim öruggt umhverfi og styðja þau eins og best verður á kosið á við- kvæmum uppvaxtar- árum. Vissulega mætum við þörfum barna okkar til líkamans en ég hygg að sálarheill barna okkar sé í húfi í þessari víð- sjárverðu veröld sem blasir við þeim í þessum heimi. Við eigum að hlusta á börnin okkar og vera þeim samferða þar sem þau eru stödd í sínum hugsanagangi.Við eig- um að laða þau og leiða til góðs og gæfu. Áminna þau og hvetja í senn. Við megum ekki gleyma að hrósa þeim. Hrós getur haft undraverð áhrif! Við þurfum að vakna og vera vakandi gagnvart því að benda börn- um okkar stöðugt á það sem er gott, fagurt og fullkomið í þessum heimi og minna þau jafnframt á að passa sig á hættunum sem við blasa t.d. á tölvuskjánum, í sjónvarpinu og í dagblöðunum þar sem gert er út á gerviveröldina og skrumskælinguna á mannlífinu. Þar er lítið gert úr manngildinu, umhyggjunni, hjálp- seminni, samúðinni, tillitsseminni. Biskup Íslands og forsætisráð- herra gerðu málefnum barna góð skil í áramótaræðum sínum. Í kjöl- farið var gefinn út bæklingur sem ber nafnið: „Verndum bernskuna“. Að bæklingnum standa forsæt- isráðuneytið, þjóðkirkjan, Velferð- arsjóður barna, umboðsmaður barna og Heimili og skóli. Í bæklingnum er að finna tíu góð heilræði. Vonandi vekja heilræðin tíu foreldra og uppalendur til um- hugsunar um uppeldi barna sinna og verða mörgum notadrjúg leiðsögn. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur segir í bók sinni Sögu daganna að Sumardagurinn fyrsti hafi verið kallaður yngismanna- og yng- ismeyjadagur. Til siðs var að gefa börnum á þeim degi góðar gjafir. Væri ekki þjóðráð að taka þennan sið upp aftur á þessum degi þar sem hefð var lengi fyrir honum og helga þennan dag börnum þessa lands sem erfa eiga landið? Látum ekki hags- munaárekstra koma í veg fyrir það. Vinnum frekar saman til að það megi takast. Ég tel að það sé full þörf á því að einn dagur sé sér- staklega helgaður börnum á Íslandi. Börnin okkar eru vormenn Íslands. Það fer því vel á því að gefa börnum okkar góðar gjafir með hækkandi sól. Aðventan er tími vonarinnar og nýrra tækifæra. Nýtum þennan tíma vel til að búa í haginn fyrir börnin okkar og barnið innra með okkur. Dagur barnanna Sighvatur Karlsson fjallar um velferð barna ’Aðventan er tími von-arinnar og nýrra tæki- færa. Nýtum þennan tíma vel til að búa í hag- inn fyrir börnin okkar og barnið innra með okkur.‘ Sighvatur Karlsson Höfundur er kirkjuþingsmaður og sóknarprestur á Húsavík Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.