Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 85 DAGBÓK Kartöflur eru góðar – en ekki í skóinn NÚ þegar börnin okkar bíða jóla er einn hlutur sem styttir þeim stundir og gerir þennan tíma skemmtilegan, skórinn er settur út í glugga. Þessi siður er skemmtilegur og trúi ég að flestir hafi gaman af. Börnin eru spennt að kíkja í skóinn og sjá hvað þessir góðu og skemmti- legu karlar færðu þeim. En það er svo skrítið að sumir jólasveinar kjósa að niðurlægja börnin með því að láta kartöflu í skóinn. Þessi litlu grey sem eru svo spennt að bíða eft- ir jólunum reyna að vera eins þæg og þau mögulega geta, en eru trufl- uð af stressi okkar fullorðna fólks- ins. Hverskonar refsing er það að fá holla og góða kartöflu í skóinn? Er svo illa komið fyrir foreldrum að þau ráða ekki við börnin sín nema með hótunum um kartöflu í skóinn? Við fullorðna fólkið lítum á þetta sem skemmtilegan leik, en við megum ekki gleyma því að börnin líta þetta öðrum augum – mjög alvarlegum augum. Mig langar að biðja fjölmiðlafólk að hætta þessu tali um „kartöflu í skóinn“ því sem betur fer eru alls ekki allir jólasveinar sem gefa þær. Ég var alin upp við það að jóla- sveinninn var alltaf góður og gaf alltaf eitthvað skemmtilegt í skóinn – það var skemmtilegur tími. Að lokum. Verum góð við börnin okkar. Styttum þeim biðina til jóla. Gerum þau ekki óþarflega stressuð og kvíðin. Njótum aðventunnar án hótana. Lesandi. Mynd eftir Tryggva Magnússon UM 1930 málaði Tryggvi Magn- ússon mynd sem tengdist þjóðsög- unni „Sjaldan hef ég flotinu neitað“. Á henni eiga meðal annars að vera norðurljós á himni. Myndin var lengi í einkaeign en við erfðaskipti seint á 20. öld var hún seld fyrir milligöngu Gallerís Borg- ar. Bókhaldsgögn þess fyrirtækis eru glötuð svo ekki er vitað hver keypti myndina. Vegna alþjóðlegrar könnunar á norðurljósum sem sjaldgæfu mynd- efni á málverkum eru þeir sem kunna að vita hvar þessi mynd er niður komin beðnir að láta vita. Árni Björnsson, s. 551 4654, 866 4709, netfang: arnibj@natmus.is Svartur Sony Ericsson-sími týndist ÉG var á leið úr bænum að morgni laugardags (3. des.) og týndi síman- um mínum annaðhvort í leigubílnum eða fyrir utan heimili mitt í Hól- unum. Þetta er svartur Sony Er- icsson, nokkuð af ryki inni á skján- um. Það eina sem ég veit um leigubílstjórann er að hann var að keyra fyrir annan mann. Skilvís finnandi vinsamlega komi símanum til óskilamunadeildar lögreglunnar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir 1. d4 d5 2. c4 c6 3. e3 Rf6 4. Rf3 Bf5 5. Db3 Db6 6. Bd2 e6 7. c5 Dc7 8. Rc3 Rbd7 9. Be2 Be7 10. 0–0 0–0 11. Hfc1 Re4 12. Be1 Hfe8 13. Dd1 Bf6 14. Rxe4 dxe4 15. Rd2 e5 16. Rc4 exd4 17. exd4 Bg6 18. Re3 Had8 19. Da4 Db8 20. Hd1 Rf8 21. Bg4 Re6 22. Bxe6 Hxe6 23. Bc3 Bh5 24. Hd2 Bg5 25. d5 Bxe3 26. fxe3 cxd5 27. Hf1 f6 28. Hf5 Bf7 29. Dd4 Hc6 30. Hf4 b6 31. Da4 Hxc5 32. h4 Dc7 33. Dd1 Hxc3 34. bxc3 Dxc3 35. Hxe4 Hc8 36. He7 Dc5 37. Hxa7 Dxe3+ 38. Kh2 He8 39. Hc2 d4 40. Hd7 Bg6 41. Hb2 d3 42. Db3+ Kh8 43. Dxb6 Df4+ 44. g3 Dc1 45. Hf2 Be4 46. g4 Dh1+ 47. Kg3 Dg1+ 48. Kf4 Dc1+ 49. Kg3 Dg1+ 50. Kf4 h6 51. h5 Bc6 52. Hd8 d2 53. Hxe8+ Bxe8 54. De3 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem lýkur á morgun, 18. desem- ber, í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Brasíliski stórmeistarinn Giovanni Vescovi (2.646) hafði svart gegn indó- nesískum kollega sínum, Utat Adianto (2.584). 54. … Dxf2+! og hvítur gafst upp þar sem eftir 55. Dxf2 d1=D verð- ur hann manni undir. Jólaskákmót KB- banka fer fram í aðalútibúi bankans í dag og hefst kl. 15.00. Gera má ráð fyr- ir að handagangur verði í öskjunni en tefldar verða hraðskákir og munu margir af öflugustu skákmönnum þjóð- arinnar vera á meðal þátttakenda. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. BRIDS. Guðm. Páll Arnarson. Birtist laugardaginn 17. desember. Skrá: m12-d17.gpa Teiknivinna. Norður ♠762 ♥Á975 ♦G5 ♣G432 Suður ♠KDG3 ♥KG ♦ÁK962 ♣K5 Setjum okkur í spor suðurs, sem er gjafari og vekur kerfisbundið á sterkum tveimur laufum með þeirri áætlun að sýna næst 20–22 punkta og jafna skiptingu. Vestur doblar og upplýsir þannig um lauflit. Síðan liggur leið NS í þrjú grönd: Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf * Dobl Pass Pass 2 grönd Pass 3 lauf * Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Allir pass Spilið er frá síðasta kvöldinu í Kauphallartvímenningi Bridsfélags Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag og yfirleitt enduðu sagnir í þremur gröndum. Þar sem umsjónarmaður sá til gengu sagnir eins og að ofan er rakið. Vestur lá lengi yfir útspilinu, en lagði loks hjartafjarkann á borðið. Sagnhafi tók drottningu austurs með kóng, spilaði spaðakóng og átti þann slag. Spaðadrottning kom næst, sem vestur drap eftir nokkra íhugun og spilaði aftur hjarta (sexunni). Nú er rétti tíminn til að meta stöð- una. Hvernig er skiptingin? (Ekki kíkja strax.) Norður ♠762 ♥Á975 ♦G5 ♣G432 Vestur Austur ♠Á104 ♠985 ♥1064 ♥D832 ♦4 ♦D10873 ♣ÁD10987 ♣6 Suður ♠KDG3 ♥KG ♦ÁK962 ♣K5 Margt bendir til þess að vestur sé stuttur í tígli (hann hefur sýnt lauf í sögnum, spilað út smáu hjarta og hikað í spaðanum áður en hann drap á ásinn). Því er ólíklegt að það skili árangri að spila litlum tígli á gosann, eins og sagnhafi gerði í þessari stöðu. Austur drap, spilaði laufi og vestur tók þar tvo slagi og kom sér klakk- laust út á spaða. Og þar með var geimið tapað. Ef sagnhafi sér fyrir sér stuttan tígul í vestur, getur hann unnið spilið með því að taka fríslagina á spaða, ÁK í tígli (ef vestur skyldi vera með tvílit), og spila svo litlu laufi að gosa blinds. Eigi vestur ÁD í laufi og ekki meira en tvíspil í tígli verður hann að gefa blindum á hjartaás og laufgosa. Matthías G. Þorvaldsson og Magn- ús E. Magnússon unnu keppnina með umtalsverðum yfirburðum. Júlíus Sigurjónsson og Hrólfur Hjaltason náðu öðru sætinu, en Sverrir Þór- isson og Björn Friðriksson urðu þriðju. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Hlutavelta | Þeir Heiðar Örn, Jón Ax- el og Árni Hao héldu tombólu og söfn- uðu kr. 4.546 til styrktar Rauða krossi Íslands, söfnun vegna Pakistans. Fréttir á SMS Marimekko flytur um áramót úr IÐU húsinu að Laugarvegi 7. 30-40% afsláttur af öllum fatnaði til jóla. Vönduð jólagjöf á góðu verði. STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.